Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ IPSWICH Town hefur samþykkt að selja tvo leikmenn liðsins, Hermann Hreiðarsson og Darren Ambrose, leikmann með 21 árs liði Englendinga. Hermann mun eiga viðræður við Portsmouth sem nú er efst í 1. deild og Ambrose ætlar að ræða við forráðamenn úrvalsdeildarliðsins Newcastle. Ipswich segir að liðinu sé nauðugur einn kostur að selja leikmennina vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Kaupverðið hefur ekki verið staðfest en því hefur verið hent á loft að það gæti verið um ein millj. punda, eða um 125 millj. króna. Sé þetta rétt verð er það er ekki nema þriðjungur af þeirri upphæð sem WBA var tilbúið að reiða fram fyrir Hermann í haust. „Stuðningsmenn liðsins verða óánægðir með þessa ákvörðun þegar við er- um svo skammt frá því að komast í stöðu um laust sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði David Sheepshanks, stjórnarformaður Ipswich, en benti jafnframt á erfiða fjárhagsstöðu Ipswich. „Við erum engu að síður með sterkt lið og von- umst til þess að það nái í úrslitakeppnina í vor,“ sagði stjórnarformaðurinn. Hermann er meiddur um þessar mundir en mun strax í vikunni hefja við- ræður við forráðamenn Portsmouth um kaup og kjör. Portsmouth er í efsta sæti 1. deildar og er nær öruggt um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjóri liðsins er Harry Redknapp sem áður stýrði m.a. West Ham. Ipswich samþykkir að selja Hermann Hermann Hreiðarsson JAMES Beattie, framherji enska úrvals- deildarliðsins Southampton, skoraði 20. mark sitt á leiktíðinni gegn Aston Villa á laugardag er liðin skildu jöfn, 2:2. Beattie er markahæsti leikmaður deild- arinnar og gerir sér vonir um að verða í enska landsliðinu sem mætir Liechten- stein í undankeppni EM um næstu helgi – en þrátt fyrir mörkin 20 er Beattie ekki sáttur við gengi liðsins. „Það er ánægjulegt að hafa skorað 20 mörk en við höfum ekki sýnt stöðugleika í leikj- um okkar í vetur,“ segir Beattie en hann hefur komið flestum á óvart í vetur. Southampton náði að jafna leikinn gegn Aston Villa eftir að hafa verið tveimur mörkum undir og er þetta í annað sinn á tveimur vikum sem liðið af- rekar slíkt – í fyrra skiptið jafnaði liðið metin, 2:2, gegn Fulham. Svekktur þrátt fyrir 20 mörk FÓLK  ÓSENNILEGT er talið að David Seaman leiki í marki enska lands- liðsins um næstu helgi þegar það leikur við Liechtenstein í undan- keppni EM í knattspyrnu. Seaman er meiddur í aftanverðu læri og gat af þeim sökum ekki leikið með Ars- enal gegn Everton í úrvalsdeildinni í gær. Reiknað er með að David James, hjá West Ham, taki stöðu Seamans í landsliðinu.  ÞÁ er einnig talið ósennilegt að Seaman geti staðið á milli stanga Arsenal marksins í síðari undanúr- slitaleiknum í bikarnum við Eið Smára Guðjohnsen og samherja á Stamford Bridge á miðvikudags- kvöldið.  PETER Handyside, fyrirliði Stoke, leikur ekki með liðinu á næstu leiktíð, hvort sem því tekst að halda sér uppi í 1. deildinni eða þá að það fellur. Handyside hefur verið í herbúðum Stoke í rúm tvö ár og er með lausan samning í vor. Ekkert hefur verið rætt við hann um fram- haldið og því ákvað hann sjálfur að höggva á hnútinn og tilkynna það að hann hygðist róa á önnur mið í sum- ar. Handyside lék sinn 80. leik fyrir Stoke gegn Watford.  FYRRVERANDI leikmaður danska landsliðsins í knattspyrnu, Stig Tøfting, hefur snúið til heima- lands síns frá Bolton á Englandi og mun ekki leika fleiri leiki með liðinu á þessari leiktíð. Ástæðan er sú að Tøfting mun á næstunni dvelja í réttarsölum í Danaveldi vegna lík- amsárásar sem hann er talinn hafa átt þátt í.  NORÐMAÐURINN Øyvind Leon- hardsen er ekki inni í myndinni hjá forráðamönnum Aston Villa og er líklegt að norski landsliðsmaðuinn haldi heim á leið í sumar er samn- ingur hans við félagið rennur út. Leonhardsen er laus við öll meiðsl en fær ekki að leika með varaliði fé- lagsins og er því – úti í kuldanum. Þess má geta að Leonhardsen var á sínum tíma dýrasti leikmaður norsku knattspyrnunnar er hann var seldur til Wimbledon frá Molde fyrir rétt rúmar 10 millj. ísl. kr. Hann fór til Liverpool frá Wimbledon og var einnig hjá Tottenham um skeið.  MARC Overmars, leikmaður spænska liðsins Barcelona, hefur borið til baka að hann sé á leið til Manchester United. Spænskir fjöl- miðlar sögðu í gær að hollenski landsliðsmaðurinn ætti að fylla skarð Ryan Giggs sem væri á leið til Inter Milan í sumar.  MIA Hamm, þekktasta knatt- spyrnukona heims undafarin ár hef- ur ákveðið að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna í sumar að loknu heimsmeistaramótinu í Kína. Hamm er 30 ára og hefur undanfarin 15 ár verið helsta stjarna bandaríska landsliðsins sem hefur m.a. bæði orðið heims- og ólympíumeistari. Wenger sagði að leikmenn Ever-ton hefðu svo sannarlega sýnt hvað þeir væru öflugir í leiknum á Highbury. Það var afar mikilvægt fyrir okkur að ná sigri á Everton eftir áfallið í Valencia og afar lélegan leik gegn Blackburn sem tapaðist. Þegar við mættum til leiks vissum við að ekkert nema sigur kæmi til greina.“ Það var fyrirliðinn Patrick Vieira sem skoraði sigurmark Arsenal og má segja að það sé þýðingarmesta markið sem hann hefur skorað fyrir lið sitt. Arsenal fékk óskabyrjun í leiknum er franski varnarmaðurinn og umdeildasti leikmaður Arsenal að undanförnu, Pascal Cygan, skoraði fyrra mark Arsenal með skalla eftir aðeins átta mín. Eins og oft áður réðu leikmenn Arsenal ferðinni, en þeir náðu ekki að nýta sér það og bæta við mörkum. Hinn ungi Wayne Rooney hrelldi leikmenn Arsenal á ný, er hann náði að jafna, 1:1. „Ég verð að játa að það fór um mig og leikmenn mína hrollur, þegar Everton jafnaði. Sem betur fer stóð- ust mínir menn álagið og ég get ekki annað gert en að hrósa þeim. Erfiðar stundir eru að baki – við höfum tekið út okkar þjáningar og erum ákveðnir að skemmta okkur á lokasprettinum. Það kemur síðan í ljós hver uppsker- an verður, en við erum með leikmenn til að gera hana góða,“ sagði Wenger. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var einnig ánægður með sína menn. „Ég sagði við strákana í leikhléi, að ef það væri draumur þeirra að vera í hópi þeirra bestu, þá yrðu þeir að mæta inn á í seinni hálf- leik og sýna hvað þeir vildu og gætu. Þeir sýndu mér það og léku vel – náðu að jafna og voru ekki langt frá því að komast yfir. Við vorum óheppnir, fengum á okkur ódýrt mark, sem kostaði okkur tap. Þrátt fyrir tapið fer ég ánægður heim,“ sagði Moyes. Gerard Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hrósaði sínum mönnum fyrir góðan leik gegn Leeds á Anfield í gær. „Tapið fyrir Celtic í UEFA-keppninni hefur legið á okk- ur sem mara. Strákarnir sýndu það gegn Leeds, að þeir eru ekki búnir að játa sig sigraða – þeir vilja meira. Við byrjuðum leikinn vel gegn Leeds og Michael Owen kom okkur yfir á tólftu mínútu. Síðan skoraði Danny Murphy glæsilegt mark áður en mark Viduka náði að minnka muninn fyrir Leeds rétt fyrir leikhlé. Það var síðan Gerrard sem rak smiðshöggið á sigur okkar,“ sagði Houllier, eftir sigur Liverpool, 3:1. Houllier sagði að með þessum sigri væri stefnan tekin á að ná einu af fjórum efstu sætunum í úrvalsdeild- inni, sem gæfi liðinu rétt á að leika í meistaradeild Evrópu næsta keppn- istímabil. Liverpool er í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Chelsea og tveimur stigum á eftir Everton, en þessi þrjú lið berjast um fjórða sætið. „Við höfum verk að vinna og ég hef mikla trú á leikmönnum mínum,“ sagði Peter Reid sem stjórnaði Leeds í fyrsta leiknum. Þungu fargi létt af Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, á Highbury Fór um mig hrollur er Everton jafnaði ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði að þungu fargi væri létt af sér og leikmönnum sínum, eftir sigur á Everton á High- bury í gær, 2:1. Leikmenn Manchester United lögðu mikla pressu á leikmenn Arsenal er þeir skutust á toppinn með sigri á Fulham á laugardag, 3:0. Arsenal endurheimti toppsætið með sigri á Everton og sagði Wenger að sínir menn hefðu sýnt mikinn styrk, þar sem allt hefði gengið á afturfótunum hjá liðinu að undanförnu. „Það var sárt að komast ekki í átta liða úrslit í meistaradeild Evrópu. Leik- urinn gegn Everton tók á taugarnar, en sem betur fer náðum við sigri. Við munum nú leggja alla krafta okkar í að verja meistaratit- ilinn og þá er það uppbót fyrir okkur að komast í úrslitaleikinn í bik- arkeppninni. Til þess þurfum við að leggja Chelsea að velli og síðan Sheffield United,“ sagði Wenger. Reuters Pascal Cygan fagnar fyrsta marki sínu fyrir Arsenal, en hann kom liðinu á bragðið gegn Everton í gær. Cygan hefur verið mjög umdeildur að undanförnu í leikjum Arsenal – hafði staðið sig illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.