Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 B 7 „ÉG er ánægð með daginn og átti svo sem von á að vinna en síðari dagurinn er frekar ábót, maður gerir sitt besta því það er ekki eins mikil pressa á mér og í fjöl- þrautinni en ég vil samt halda titlunum,“ sagði hin 15 ára Sif Pálsdóttir úr Gróttu. Hún gerði erfiðara atriði í lokastökki á tvíslá. „Ég er bara með D-æfingu sem af- stökk á tvíslánni. Ég hef allt- af ráðið vel við það og geri það því alltaf þó að þess þurfi ekki. Annars tekur maður ekki of mikla áhættu á þessu móti en ég verð að vera komin með D-æfingu í afstökkum á fleiri áhöldum fyrir heimsmeistaramótið í ágúst, það er krafa. Ég stefni á það í ágúst, ef ég verð ekki meidd en ég hef sloppið við meiðsli hingað til.“ Sif gekk þó ekki sem best á gólfæfingunni þar sem hún datt tvisvar. „Gólfæf- ingin var eins og sirkusatriði og freistandi að segja að þetta hafi verið ætlunin en mér var orðið nokkuð sama eftir að hafa unnið hin áhöldin. Ég rann til á gólf- inu í byrjun og vissi þá að þetta yrði skrýtin æfing.“ Fjögur gull en steinlá svo„FYRRI daginn var höndin alveg í lagien ég keyrði mig alveg út,“ sagði Vikt- or Kristmannsson úr Gerplu sem vann fjölþrautina á laugardeginum og þrátt fyrir meiðsli fimm verðlaunapeninga þegar keppt var á einstökum áhöldum. Viktor varð fyrir því óláni að það slitn- aði sin sem heldur beini í úlnlið niðri og varð að skera hann upp til að festa sinina. „Ég fór í uppskurð í lok mars og var síðan frá í þrjá mánuði en í ágúst byrjaði ég að æfa þrek. Það var samt ekki hægt að fara að æfa á áhöld- um fyrr en eftir jól svo að ég er bara að byrja að æfa fyrir keppni aftur. Ég æfði með slitna sin í heilt ár og er að vinna í því að ná fyrri styrk. Reyndar lenti ég illa á gólfæfingum á þorra- mótinu fyrir mánuði og meiddist á fæti en tók mér ekkert frí eftir það heldur hélt áfram á fullu. Ég fór á hörkunni í gegnum fjölþrautina, það var pressa á mér með að vinna svo maður reyndi að gleyma meiðslunum og vefja höndina rækilega en ég fór alveg með hana svo að hún var handónýt í dag. Ég ætlaði að hætta eftir bogahestinn því úlnlið- urinn var að gefa sig en hvíldi mig að- eins og hélt áfram. Ég tek mér nú hvíld til að losna við þessi leiðindi og það kemur í ljós hvort ég fer á heims- meistaramótið því langar ekki þangað með höndina svona, geta ekki neitt og klúðra öllum áhöldum. Ég vil gera þetta almennilega. Það var leiðinleg- ast að vera meiddur og geta ekki gert sitt besta því ég á enn mikið inni,“ bætti Viktor við. Hann er 18 ára og hefur æft fimleika frá því hann var á fimmta ári. Viktor sigraði einnig fjöl- þrautina árið 2001 en missti titilinn til Rúnars Alexanderssonar í fyrra. Viktor áfram á hörkunni Umgjörðin í Laugardalshöll varöll hin glæsilegasta enda voru áhorfendur fjölmargir og með á nót- unum. Íslandsmótið er helsta mótið og öllu tjaldað en Rún- ar Alexandersson var fjarri góðu gamni því hann var að keppa á sterku móti í Þýsklandi og gat því ekki varið titil sinn. Einnig var Dýri Guðmundsson við keppni í Banda- ríkjunum en báðir tveir eru líklegir til að fara á heimsmeistaramót. Eldri flokkur Stjörnunnar sýndi góð tilþrif á föstudagskvöldið og var með 0,2 stiga forskot á Bjarkirnar þegar úrslit fóru fram á laugardeg- inum. Bjarkirnar, sem þegar hafa unnið Stjörnutrompmótið og Bikar- mótið í vetur en þrjú ár í röð farið mjög nærri að hampa Íslandsmeist- aratitli, brutu nú múrinn. Það mátti samt ekki miklu muna og þær höfðu 0,3 stigi betur í úrslitum. „Okkur gekk einfaldlega mikið betur seinni daginn, vorum rólegri en einbeittari og ákveðnari eftir að hafa orðið und- ir fyrri daginn,“ sagði Brynhildur Hlín Eggertsdóttir úr Björk eftir mótið. „Við ætluðum okkur öll fjögur gullin og fengum tvö en mestu skipti að við náðum að verja Íslandsmeist- aratitilinn í gólfæfingum. Það eru nokkur lið svipuð að getu og því verður stundum taugaspenna en mér fannst það ekki núna. Við unn- um Stjörnutrompmótið, bikarmótið og því urðum við að taka þetta mót líka og síðan ætlum við skella okkur á Norðurlandamótið, það kom eig- inlega ekkert annað til greina og við erum búnar að ná lágmörkum til þess.“ Á sunnudeginum hófst keppni í úrslitum á einstökum áhöldum í áhaldafimleikum og byrjað var á stökki kvenna. Þar þarf að stökkva tvisvar og gildir meðaltal úr báðum stökkunum en þau mega þó ekki vera eins. Það dugar því ekki að vera heppin einu sinni. Sif fékk þar 8,2 stig og Tanja Björk Jónsdóttir úr Björku 8,125. Á hinum áhöldunum þremur þurftu keppendur að enda æfingar sínar á D-æfingu en það geta ekki allir og fá þá frádrátt uppá 0,2 stig. Að vísu gera nokkrar af stúlkunum D-atriði í upphafi eða miðri æfingu en það er erfiðara að enda með erfiðri æfingu. Á tvíslá var Sif sú eina sem uppfyllti þessar kröf- ur og tókst vel upp við mikinn fögnuð áhorfenda. Hún sigraði einnig á tvíslá og jafnvægisslá en í gólfæfing- um datt hún tvisvar kylliflöt og hafn- aði fyrir vikið í neðsta sæti. Krist- jana Sæunn Ólafsdóttir úr Gerplu tók gullið þar en hún er eina stúlkan sem gerir tvöfalt heljarstökk í sinni æfingu. Viktor gaf allt sitt í fjölþraut karla á laugardeginum þrátt fyrir meiðslin og það mátti greinilega merkja það á sunnudeginum. Þá varð hann í neðsta sæti í gólfæfingum en tók sig á og fékk eftir það silfur fyrir boga- hest, stökk og svifrá en gull fyrir æf- ingar á hringjum og tvíslá. Það telst nokkuð gott því margir drengir standa honum ekki langt að baki auk þess að þeir þurftu ekki mikla hvatn- ingu til að vinna Íslandsmeistarann á hverju áhaldi. Anton Heiðar Þórólfs- son úr Ármanni tók gullið á boga- hesti og svifrá en Jónas Valgeirsson í gólfæfingum og Grétar K. Sigþórs- son í stökki. Sif sigraði fjórða árið í röð SIF Pálsdóttir úr Gróttu sigraði í fjölþraut fjórða árið í röð þegar Ís- landsmótið í áhaldafimleikum fór fram í Laugardalshöll um helgina og bætti um betur með þrjú gull af fjórum þegar keppt var á ein- stökum áhöldum á sunnudeginum. Viktor Kristmannsson úr Gerplu sigraði í fjölþraut karla og þrátt fyrir meiðsl á úlnlið sýndi hann mikla keppnishörku með því að vinna tvö gull á einstökum áhöldum og þrjú silfur. Spennan var því mest í hópfimleikum þar sem stúlkur í fimleikafélaginu Björk höfðu nauman sigur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sif Pálsdóttur úr Gróttu tókst vel upp á æfingum á tvíslá. Morgunblaðið/Árni Sæberg Viktor Kristmannsson vann gull fyrir æfingar í hringjum. ■ Úrslit/B10 Stefán Stefánsson skrifar UNGLINGALANDSLIÐIÐ í sundi, sem tekur þátt í keppni í Lúxemborg 25. til 27. apríl, var valið eftir meistaramótið í Eyjum í gærkvöldi. Liðsmenn eru: Árni Már Árnason, Auður Sif Jónsdóttir, Baldur Snær Jónsson, og Oddur Örn- ólfsson, Ægi. Birkir Már Jónsson og Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB. Eva Hannesdóttir, KR. Gunnar Smári Jón- björnsson, ÍA, Hjalti Rúnar Oddsson og Þór Sveinsson, Vestra. Kjartan Hrafn- kelsson, Linda Líf Baldvinsdóttir, Ólöf Lára Halldórsdóttir og Lilja Kristjáns- dóttir, SH. Sigrún Benediktsdóttir, Óðni. Þau fara til Lúxemborgar BRINGUSUNDSBIKAR var veittur í fyrsta sinn á meistaramótinu í sundi í Eyjum. Það er fjölskylda Sigurðar Jóns- sonar, Þingeyings, sem var á sínum tíma fremsti bringusundsmaður landsins og keppandi á Ólympíuleikunum í London 1948 í 200 m bringusundi, sem gaf bik- arinn. Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi tók við bikarnum fyrir árangur sinn í 100 m bringusundi, sem gaf honum 933 stig.  Efnilegasta stúlkan á mótinu var út- nefnd Linda Líf Baldvinsdóttir, SH.  Efnilegasti pilturinn á mótinu var Guðni Emilsson, ÍRB  Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var út- nefnd besta sundkonan fyrir 50 m skrið- sund – á tímanum 25,90 sek., sem gaf henni 906 stig og 100 m skriðsund á tím- anum 55,96 sek., sem gefur 917 stig.  Örn Arnarson var útnefndur besti sundmaðurinn – fyrir árangur sinn í 200 m fjórsundi á tímanum 1.57,91 mín., sem gefur 974 stig, 400 m fjórsund á tímanum 4.13,03 mín, sem gefur 960 stig. Jakob Jóhann fékk Sigurðar- bikarinn ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.