Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÁLGAST BAGDAD Herir bandamanna nálguðust Bagdad í gær en enn var barist í bæjum og borgum í suðurhluta Íraks. Harðar loftárásir hafa verið gerðar á Bagdad síðustu klukku- stundir. Írakar hafa hótað blóðugum átökum um borgina og því ljóst að íraska stjórnin mun ekki falla jafn- fljótt og bandamenn höfðu vonast til. Bandamenn segja þó markmiðum stríðsins til þessa hafa verið náð. Saddam hvetur þjóð sína Saddam Hussein hrósaði í gær í sjónvarpsávarpi her sínum fyrir frammistöðu sína í stríðinu í Írak. Hét hann því að Írakar myndu sigra bandamenn. Sagði hann ekkert bíða Bandaríkjamanna og Breta annað en „kviksyndi“ er þeir nálguðust Bagdad. Sagði hann að stríðið yrði bandamönnum langt og erfitt. Hvatti hann þjóð sína til dáða og að taka á móti óvininum af öllu afli. Nær manneldismarkmiðum Mataræði Íslendinga hefur á und- anförnum árum færst nær manneld- ismarkmiðum, fitan hefur minnkað í fæðunni og neysla grænmetis og ávaxta hefur aukist. Gosdrykkja- þamb er þó úr hófi og ungir strákar drekka t.d. tæpan lítra af gosi á dag. Vatn er samt vinsælasti drykkurinn en þetta kemur fram í nýrri könnun Manneldisráðs. Íslenskar fiskroðsflíkur Flíkur Eggerts feldskera úr fisk- roði sem er búið til hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki, hafa vakið athygli í Bandaríkjunum. Mörg þekkt tísku- hús hafa notað efnið í tískuflíkur sín- ar. Ekki er nógu gott aðgengi að ís- lensku fiskroði og því þarf Sjávarleður að flytja fiskroð inn frá útlöndum í framleiðslu sína. Vilja fríverslun með fisk Pólverjar vilja algert tollfrelsi í stækkuðu Evrópusambandi á fisk frá EFTA-löndunum sem fluttur hefur verið til landsins. Þetta kom fram á samningafundi EFTA-ríkjanna og ESB í síðustu viku. ESB-lönd eru vaxandi markaður fyrir íslenskan fisk. Fríverslun með fisk er mikil- vægt hagsmunamál fyrir Noreg og Ísland. Eru hagsmunir Íslendinga af viðskiptum með fisk til Austur- Evrópu töluverðir en Pólverjar eru væntanleg aðildarþjóð ESB. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/13 Hestar 37 Erlent 16/19 Minningar 33/36 Höfuðborgin 20 Bréf 40/41 Akureyri 21 Dagbók 42/43 Suðurnes 22 Kvikmyndir 48 Landið 23 Fólk 49/53 Neytendur 24 Bíó 50/51 Listir 24/25 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * „VIÐ fullorðna fólkið megum ekki gleyma okkur yfir fréttunum af stríðinu í Írak og gleyma börnunum okkar. Þetta er tími til að þjappa fjölskyldunni saman,“ segir Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, en foreldrar hafa að undanförnu haft samband við hann og beðið um ráð um hvernig best sé að ræða um stríðið við börn sín. „Það er fátt annað rætt í dag en stríðið í Írak og það er ánægjulegt að foreldrar skuli gefa þessu gaum því börnin gleymast svo oft í þessari umræðu. Það er svo auðvelt fyrir okkur að hugsa sem svo að þau skilji þetta ekki og þar af leiðandi hugsi þau ekki um það en það er öðru nær. Þau þurfa ekki að skilja svo mikið til að hugsa og mynda sér hugmyndir út frá þeim áreitum sem þau verða fyrir og það þurfum við að hafa í huga.“ Jóhann segir að nauðsynlegt sé fyrir foreldra áður en þeir ræði um stríð við börnin sín að þeir velti fyr- ir sér sínum eigin hugmyndum um stríð. „Það er erfitt að fara út í um- ræðu við börnin og átta sig svo á því að maður er kominn út á mjög hál- an ís.“ Fullorðnir eru fyrirmynd barnanna og geta því ekki leyft sér að haga sér eins og þeim sýnist. Þeir eiga að gæta sín á því að vera ekki með æsing eða rífast um mis- munandi afstöðu fyrir framan börn- in. „Fólk má ekki láta tilfinningar hlaupa með sig í gönur. Þetta stríð er auðvitað ömurlegt en við bætum ekki líðan barna með því að láta angistina ná tökum á okkur.“ Jóhann mælir ekki með að sér- stakir fjölskyldufundir séu haldnir þar sem rætt er um stríðið. „Ég held að það sé ekki leiðin. Grunn- skólabörn og unglingar eru sér mjög meðvitandi um að þetta er í gangi og það besta sem við gerum er að vera opin gagnvart spurn- ingum frá þeim og því sem þau eru að tala um, reyna að leiðrétta mis- skilning og draga úr ýktum við- brögðum og hegðun. Við þurfum að benda börnunum á að stríð er graf- alvarlegur hlutur. Þarna deyr fólk. Börn á þeirra aldri, foreldrar þeirra og hermenn.“ Jóhann segir að þar sem fréttir af stríðinu séu í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn sé hætta á að börnum finnist stríðið vera eins og kvikmynd eða íþróttakappleikur, með upphafi, hápunkti og endi. „Það má ekki gera þetta að einhverjum ólympíuleikum. Það er mjög hættu- legt gagnvart börnunum að þynna svona hluti út.“ Þá segir Jóhann skipta miklu máli að rætt sé um stríðið við börn- in með tilliti til aldurs þeirra. „For- eldrar yngstu barnanna ættu að reyna að vera svolítill skjöldur og takmarka upplýsingar sem þau fá. Það er engin ástæða fyrir þau að sitja og horfa á fréttir.“ Þá segir Jó- hann nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að heimurinn er lítill í huga yngstu barnanna. Stríðið í Írak gæti í þeirra huga verið mjög nálæg ógn. „Stríð í Írak gæti í þeirra huga ver- ið í næstu götu. Það er hægt að sýna þeim landakort og sýna þeim fram á að gatan við hliðina sé enn friðsæl og þar sé ekki verið að skjóta neinn. Ef þau heyra læti úti gætu þau upplifað að það væri stríð fyrir utan húsið.“ Dregið úr töffaraskap Jóhann segir að foreldrar allra barna og unglinga ættu að fylgjast vel með því sem þau horfa á í sjón- varpinu. Hann segir að ef börn eru ein að horfa og fá engar útskýringar búi þau til sinn eigin heim. „Við þurfum að vera ofboðslega heið- arleg gagnvart börnunum. Það þýð- ir ekkert að vera að fegra stríð, þetta er ljótt og þetta er hættulegt.“ Jóhann segir að oft séu strákar í eldri bekkjum grunnskóla upp- teknir af stríði og vopnum. „Þeir eru oft með einhvern töffaraskap og það þarf að ræða við þá um alvar- legu hliðar stríðsins.“ Kennarar og aðrir sem vinna með börnum ættu að mati Jóhanns einn- ig að ræða um stríð við nemendur sína. Best er ef það gerist í tengslum við það efni sem verið er að fara í. Þegar unglingar tala um stríðið segir Jóhann mikilvægt að foreldrar virði þeirra skoðanir. „Þó svo að skoðanir þeirra séu ýktar og ekki alveg í takt við foreldranna. Ung- lingar eru í ákveðinni sjálfstæð- isbaráttu gagnvart foreldrum sín- um, þeir eru ýktir og þeir mega vera það. Það er hægt að ræða við þá um stríðið meðan horft er á fréttirnar. En enga fjölskyldufundi, takk.“ Að lokum nefnir Jóhann að ýmsir hópar barna, t.d. börn flóttamanna og nýbúa, gætu verið sérstaklega viðkvæmir fyrir umræðunni um stríð og geta jafnvel orðið fyrir áreitni og ofsóknum. „Svo eru sum börn þunglynd og kvíðin og mörg börn hafa upplifað alvarlega atburði og vel þarf að fylgjast með hegðun þeirra.“ Jóhann Thoroddsen sálfræðingur segir nauðsynlegt að ræða um stríðið í Írak við börn Reuters Íslensk börn geta upplifað stríðið í Írak mjög nálægt. Hér sést íraskur drengur fylgjast með útvarpsfréttum af stríðinu í heimalandi sínu. „Þurfum að vera heiðarleg gagn- vart börnunum“ Börn upplifa stríð á annan hátt en fullorðnir, segir Jóhann Thoroddsen sálfræðingur. Stríð getur í huga barnanna virst vera í næstu götu. Stríð er alvarlegur hlutur og fullorðnir þurfa að vera heiðarlegir og ættu ekki að fegra ástandið fyrir börnum sínum. HVERT tölublað Morgunblaðsins er lesið af 58% landsmanna að meðaltali. Meðallestur Fréttablaðsins mælist 58,2% og DV 23,7%. Þetta kemur fram í fjölmiðlakönnun Gallup sem birt var í gær. Voru 800 einstaklingar valdir til að skrá hjá sér notkun fjöl- miðla í vikunni 21. til 27. febrúar sl. Tæp 450 svör bárust og var svarhlut- fallið 60%. Í síðustu fjölmiðlakönnun Gallup, sem fór fram 16. til 22. október í fyrra og var byggð á tvöfalt stærra úrtaki en nú, var meðallestur á hvert tölu- blað Morgunblaðsins 57,3%. Frétta- blaðið var með 51,8% meðallestur og DV 31,5% meðallestur. Samkvæmt könnuninni nú lásu 76,7% Morgunblaðið eitthvað í könn- unarvikunni, 77,1% lásu Fréttablaðið eitthvað og 48,3% DV. Þegar lestur á einstökum tölublöð- um er skoðaður kemur í ljós að Morg- unblaðið er mest lesið á föstudögum, en 65% landsmanna lesa föstudags- blað Morgunblaðsins. 59,5% lesa Morgunblaðið á sunnudögum og 58,9% á laugardögum. Fréttablaðið er mest lesið á föstudögum eins og Morgunblaðið, en þá lesa 62,8% blað- ið. 58,9% lesa það á mánudögum. DV er mest lesið á laugardögum (27,4%) og föstudögum (26,8%). Meðallestur Morgunblaðsins á suð- vesturhorninu var 65,3% í könnunar- vikunni, meðallestur Fréttablaðsins 65,6% og meðallestur DV á sama svæði 23%. 82,9% íbúa á þessu svæði lásu Morgunblaðið eitthvað í vikunni, 83,9% lásu Fréttablaðið eitthvað og 48% DV. Á landsbyggðinni lásu að meðaltali 45,3% hvert tölublað Morgunblaðsins í könnunarvikunni en 33,7% Frétta- blaðið. 26,4% landsbyggðarfólks las DV að meðaltali á hverjum degi. Hlutfall landsbyggðarfólks sem las Morgunblaðið eitthvað vikuna sem könnunin fór fram var 64,4%. 58,9% lásu Fréttablaðið eitthvað og 47,9% DV. Föstudagsblað Morgunblaðsins var víðlesnast á landsbyggðinni þegar 54,4% íbúa lásu blaðið. Sama dag lásu 39,3% Fréttablaðið og 30,4% DV. Morgunblaðið lesið af 58% landsmanna LIÐLEGA 47 þúsund manns höfðu skilað skattframtali á Netinu í gær- kvöld en frestur til að skila skatt- framtali var framlengdur til mið- vikudagsins 26. mars og gildir það um alla einstaklinga, bæði launa- menn og menn með rekstur og hvort sem skilað er á pappír eða á Netinu. Margir stóðu þó í þeirri trú að síðustu forvöð væru í gærkvöld og var nokkur straumur fólks fyrir utan lúgu skattstjórans í Tryggva- götunni í gærkvöld. Sem fyrr er hægt að sækja um lengri frest á Netinu en tilviljun ræður hversu langan frest menn fá til viðbótar. Ekki er hægt að fá við- bótarfrest vegna pappírsskila. Morgunblaðið/Kristinn Hátt í 50 þúsund bú- in að skila á Netinu Síðasti skiladagur skattframtala á morgun Þriðjudagur 25. mars 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Tilfyrri virðingar Ingólfsstræti 1 26 Ungt f́ólk Innbrot ogöryggi Í Sólarsölum 34 Bæklingur 5 UM þessar mundir er verið að skipu- leggja nýja íbúðarbyggð á Laugum í Þingeyjarsveit. „Um er að ræða alls níu íbúðarhús sem geta verið allt frá einbýlishúsum upp í fjórbýlishús, hvert og eitt þeirra,“ sagði Jóhann Guðni Reyn- isson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. „Þetta eru tvö parhús, eitt raðhús með þremur íbúðum og sex lóðir að auki fyrir einbýli eða fjölbýli. Deili- skipulag svæðisins er í kynningu og reiknað er með að úthlutun hefjist í júní ef ekki berast alvarlegar at- hugasemdir. “ Hver hefur skipulagt þetta bygg- ingarsvæði? „Landslag ehf. hefur gert það. Verkið á sér um þriggja ára aðdrag- anda með skipulagningu á mun stærra svæði í landi Hóla og Lauta í Reykjadal. Þessi skipulagsreitur var tekinn út úr þeirri skipulagsvinnu til þess að flýta mögulegum fram- kvæmdum á þessu svæði.“ Er mikil þörf fyrir nýtt íbúðar- svæði í Þingeyjarsveit? „Já, tvímælalaust. Hér stendur t.d. eitt gamalt hús og bíður eftir að komast á nýjan grunn á þessu svæði og verið er að byggja á öðrum lóðum á Laugum tvö íbúðarhús og hið þriðja er nýbyggt. Sjá má uppdrátt af byggingarsvæðinu á slóðinni www.thingeyjarsveit.is.“ Hvað veldur þessum mikla bygg- ingaráhuga núna? „Það er atvinnustarfsemin á svæð- inu, hún er blómleg og hér eru burð- arásar sveitarfélagsins, svo sem Laugafiskur, sem um 30 manns starfa hjá, og svo Framhaldsskólinn á Laugum, þar sem annað eins af fólki vinnur, og loks er sveitarfélagið sjálft nokkuð stór atvinnurekandi. Hér eru líka sparisjóður, verslun og veitingahús og vélaverkstæði og önnur starfsemi sem veitir talsverða vinnu og þjónustu. Loks ber að nefna hinn hefðbundna landbúnað í sveit- unum í kring, sem er ein af undir- stöðum sveitarfélagsins. Við njótum að auki nálægðarinnar við Akureyri og Húsavík, hér búa ýmsir sem starfa og njóta þjónustu þar. Hér búa um 730 manns á 5.000 fer- kílómetrum. Sveitarfélagið var ný- lega stofnað á grunni Hálshrepps, Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps og Reykdælahrepps.“ Eru hin nýju íbúðarhús á Laugum steinsteypt eða úr timbri? „Það er ýmist, sum eru steypt upp á lóðinni en önnur flutt á staðinn eða byggð hér úr timbri. Hér er mikil veðursæld og það er einn megin- styrkur Þingeyjarsveitar hvað mörg sumarhús eru á svæðinu, einkum í Fnjóskadal. Þess má geta að til stendur að byggja ný íbúðarhús á bújörðum í Þingeyjarsveit.“ Er þetta nýja svæði á Laugum í fjarlægð frá annarri byggð? „Nei, þetta er hluti af eldri byggðakjarna með níu einbýlishús- um og fjórum íbúðum í parhúsum. Hverfið heitir Laugar og þaðan er stutt í alla þjónustu, svo sem grunn- skóla, framhaldsskóla, tónlistarskóla og leikskóla, einnig heilsugæslu- útibú, verslun og veitingahús með bensínsölu, sparisjóð, pósthús, hár- greiðslustofu og verkstæðisþjón- ustu. Hér er einnig öflugt trésmíða- verkstæði og byggingarverktaki. Skrifstofur sveitarfélagsins eru og hér rétt hjá. Byggðarkjarninn er rétt við hringveginn þannig að meg- insamgönguæðin er steinsnar frá byggðinni. Loks skal nefna að verið er að vinna að undirbúningi að gerð ganga í gegnum Vaðlaheiði sem styttir vegalengd frá Laugum til Ak- ureyrar um 15 til 20 kílómetra.“ Ný íbúðarhúsabyggð á Laugum Deiliskipulag nýrrar íbúðarhúsabyggðar á Laugum. Hluti af nýbyggingarsvæðinu og afstaða til þjónustukjarna. Sparnaður, öryggi, þægindi                                                                  !"!#$! % " #$       &'( )*+ &'(  ) *+  ,     !  "#$ %&$! %&&' -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;        (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * ! ! !" !, #$      )*    +% /@AB   "&- ' ' %. "/ - " "0. %$'.& "#1% / /%12 "&10 6+B  3 !  4   ! $ ".$ %'$! %&&' 8%"+#$! &" %""+ % %      "                             $  $ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.