Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ob, ob, ob, hættu að pússa og leggðu á merina, við erum komnir í stríð. Barnið í brennidepli fyrir norðan Svara áleitnum spurningum RÁÐSTEFNAN„Barn og sam-félag, réttindi, ábyrgð og hefðir í ljósi lýð- ræðis“ verður haldin í stofu L201 í Háskólanum á Akureyri á Sólborg og hefst klukkan 9 laugardag- inn 5. apríl. Skráningar- frestur er út vikuna hjá Háskólanum á Akureyri, en í forsvari fyrir ráðstefn- una er m.a. Trausti Þor- steinsson, forstöðumaður skólaþróunarsviðs kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri. Svaraði hann nokkrum fyrirspurnum Morgunblaðsins. – Hver heldur þessa ráðstefnu og hver eru til- drög þess að hún er hald- in? „Það er skólaþróunarsvið kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri sem boðar til ráðstefnunnar en sviðið hefur að undanförnu unnið að skólaþróunarverkefni fyrir leik- og grunnskóla Akureyrar undir heitinu „Barnið í brenni- depli“. Í verkefninu er sjónum beint að þeim miklu breytingum sem orðið hafa á þjóðfélaginu á síðustu árum, m.a. í fjölskyldu- mynstri og skólastarfi, og áhrifum þeirra á uppeldisskilyrði barna. Ráðstefnan er liður í því að efna til umræðna um þessi mál og skerpa drætti í þróunarverkefninu.“ – Hverjar verða helstu áherslur þingsins? „Uppeldi er samstarfsverkefni fjölskyldna, skóla og samfélags. Megináherslur ráðstefnunnar eru að huga að því hvernig þessum helstu hornsteinum uppeldis og mennta eru búin skilyrði til að rækja hlutverk sitt. Lýðræðisleg gildi hafa um langan tíma legið til grundvallar íslensku samfélagi. Að baki býr það viðhorf að þegn- um sé sýnd virðing, þeir búi við jafnan rétt og deili með sér ábyrgð. Lýðræðið gerir ráð fyrir því að hver og einn einstaklingur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í að móta samfélagið. Í Aðal- námskrám grunnskóla er sérstök umfjöllun um lýðræðisleg gildi og lögð áhersla á að þau móti skóla- starfið enda er skólunum ætlað að undirbúa nemendur fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu þjóðfélagi. Forsenda lýðræðis er sögð að sé meðvitaður og ábyrgur einstak- lingur sem er fær um að taka þátt í opnu og frjálsu þjóðfélagi. Jafn- framt er lögð áhersla á að sam- skiptahættir í skólum mótist af mannhelgi, réttlæti og félagsanda sem virðir mismunandi einstak- linga og leyfi sérkennum þeirra að njóta sín og auðga skólalífið.“ – Hver er megintilgangur ráð- stefnunnar og hvaða spurningum verður einkum leitast við að svara? „Megintilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um stöðu barna og unglinga með tilliti til lýðræðis- legra gilda í samfélaginu. Leitast verður við að svara áleitnum spurningum er varða stöðu barna og unglinga á Íslandi. Spurningum eins og hvort ungmenni ástundi lýðræðið í leik og starfi? Hvort merkja megi gildi lýðræðis í samskiptum ungmenna og full- orðinna? Hvort samfélagið í heild styrki þær stoðir í störfum sínum sem ætlað er að hlúa að lýðræð- islegu uppeldi og lýðræðislegri vitund barna? Hvort hin almenna fjölskylda veitir börnum það upp- eldi sem undirstrikar mannúð, jafnrétti og samábyrgð? Hvort skólinn starfar þannig að nemend- ur fái rík tækifæri til að ástunda lýðræðisleg vinnubrögð í námi sínu? Hvort uppvaxtarár ís- lenskra barna mótast í leik og starfi af jákvæðum samskiptum, tillitssemi og virðingu fyrir náunganum? Allt eru þetta áleitn- ar spurningar við að glíma.“ – Um hvað munu erindi fyrir- lesara fjalla? „Aðalfyrirlesarar á ráðstefn- unni verða Páll Skúlason, rektor HÍ, sem nefnir erindi sitt „Barn og lýðræði“. Sigrún Sveinbjörns- dóttir, lektor við HA, mun fjalla um heilbrigði til sálar og líkama og Kristján Kristjánsson, prófess- or við HA, fjallar um þegnskap- armenntun. Auk þess verða mál- stofur þar sem Jón Björnsson, sálfræðingur og fyrrverandi fé- lagsmálastjóri, Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, Snæfríður Egilsson, lektor við HA, og Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafna- gilsskóla, munu fjalla um ofan- greint viðfangsefni út frá mismun- andi sjónarmiðum. Þá munu nemar úr Verkmenntaskólanum fjalla um reynslu sína af skóla- kerfinu og nemar úr kennaradeild Háskólans á Akureyri greina frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á samskiptum nemenda í leikskóla.“ – Fyrir hverja er þessi ráð- stefna? „Ráðstefnan er öllum opin en við viljum gjarnan ná til allra sem láta sig aðstæður barna og ungmenna ein- hverju varða. Stærsti hópurinn er að sjálf- sögðu foreldrar og kennarar en auk þess hafa heilbrigðisyfirvöld sýnt mál- inu áhuga en um þessar mundir er unnið að sambærilegu verkefni á vegum Landlæknisembættisins og fellur ráðstefnan „Barn og samfélag“ vel inn í þá umræðu sem þar er hafin. Þá er ótalið starfsfólk í félagsþjónustu sem hefur margháttuð samskipti við börn og unglinga og fjölskyldur þeirra.“ Trausti Þorsteinsson  Trausti Þorsteinsson er fædd- ur á Selfossi 1949. Lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1970, BA-prófi í sérkennslu frá KHÍ 1993 og M.Ed. frá KHÍ 2001. Grunnskólakennari nyrðra frá 1970 og skólastjóri Dalvík- urskóla 1977–89. Fræðslustjóri á Norðurlandi eystra 1989–96, framkvæmdastjóri Rannsókn- arstofnunar Háskólans á Akur- eyri 1997–2001. Er nú for- stöðumaður skólaþróunarsviðs kennaradeildar HA. Maki er Anna Bára Hjaltadóttir, for- stöðumaður bæjarbókasafns Dal- víkur, og eiga þau fjögur börn. …það viðhorf að þegnum sé sýnd virðing SAMKVÆMT nýrri skoðana- könnun Fréttablaðsins mælist Frjálslyndi flokkurinn með 7,8% fylgi og fengi fimm menn kjörna á þing. Nú er hann með tvo þing- menn. Hefur flokkurinn ekki áð- ur mælst með svona mikið fylgi í könnun blaðsins. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 32,3% atkvæða í könnuninni, sem gerð var sl. laugardag, Samfylk- ingin 38,3%, Framsóknarflokkur- inn 11% og Vinstri hreyfingin – grænt framboð 9,4%. Skipting þingmanna yrði að öðru leyti sú að Samfylkingin fengi samkvæmt þessum niður- stöðum 24 þingmenn, Sjálfstæð- isflokkurinn 21, Framsóknar- flokkurinn 7 menn, vinstrigrænir fengju 6 og frjálslyndir 5. Sem fyrr var hringt í 600 manns í könnun blaðsins og afstöðu tóku 62,2% aðspurðra. Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í könnun Stöðvar 2 Þá birti Stöð 2 í gærkvöldi nið- urstöður könnunar sem IMB framkvæmdi á fylgi stjórnmála- flokkanna frá fimmtudegi til sunnudags s.l. Samkvæmt þeirri könnun var Sjálsstæðisflokkur- inn með 41,5% fylgi, Samfylk- ingin með 34,2%, Framsóknar- flokkurinn með 10,2%, Vinstri grænir með 8,2% og Frjálslyndi flokkurinn með 4,8% fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Er þetta mesta fylgi sem Frjálslyndi flokkurinn hefur mælst í könn- unum Stöðvar 2. Ekki var tekið fram hve úrtak könnunarinnar var stórt. Fréttablaðið spurði einnig um afstöðu fólks til stríðsins í Írak. Rúmlega 76% sögðust vera and- víg stuðningi Íslands við innrás Bandaríkjamanna og Breta. 63% fylgjenda Framsóknarflokksins reyndust vera andvígir stuðningi Íslands en 27% fylgjandi.Af þeim sem studdu Sjálfstæðisflokkinn voru 48% fylgjandi ákvörðun stjórnvalda en 38% andvíg. Sam- svarandi tölur fyrir Frjálslynda flokkinn voru 79% andvígir en 14% fylgjandi, hjá Samfylkingu 85% andvígir en 11% fylgjandi og hjá Vinstri grænum 88% and- vígir og 6% fylgjandi.. Um 85% kvenna reyndust andvíg stefnu stjórnvalda en 68% karla. Frjálslyndir auka fylgið í skoðanakönnunum Mikill meirihluti er andvígur stuðningi Íslands við stríð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.