Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINBÝLISHÚS, parhús og raðhús verða húsagerðirnar í tillögu að deiliskipulagi íbúðahverfis í Garða- hrauni sem Garðabær hefur aug- lýst. Um er að ræða nýtt deiliskipu- lag fyrir byggðina sunnan við gamla Álftanesveginn auk nýrrar byggðar norðan við hann. Svæðið sem um ræðir afmarkast af Herjólfsgötu að vestanverðu, Engidal að austanverðu, Vífils- staðavegi og nýrri stofnbraut Álfta- nesvegar að norðanverðu og loks bæjarmörkum Hafnarfjarðar að sunnanverðu. Að sögn Bergljótar S. Einarsdóttur, skipulagsfulltrúa í Garðabæ, er í aðalskipulagi bæjar- ins gert ráð fyrir að byggð verði þétt á þessu svæði. Uppbyggingu hverfisins verði síðan skipt í tvo áfanga samkvæmt deiliskipulagstil- lögunni, hverfið sunnan gamla Álftanesvegarins annars vegar og hins vegar svæðið norðan hans. Sunnan við veginn eru nú 14 íbúðarhús og og er áformað að við bætist 22 íbúðarhúsalóðir sem yrðu einnar til tveggja hæða einbýlis-, rað- og parhús. Kemur fram í grein- argerð með tillögunni að stefnt sé að því að lóðir einbýlishúsanna verði ekki undir 800 fermetrum að stærð. Þeim lóðum, sem verði yfir 1800 fermetrar að stærð, verði þó síðar hægt að sækja um að skipta í tvennt, ef umhverfið, aðkoma og staðsetning húsa leyfir. Þannnig megi hugsanlega fjölga lóðum um 5–7 til viðbótar. Í öðrum áfanga, sem er norðan við veginn, er gert ráð fyrir að byggja 51 íbúð, þar af 19 í einbýlis- húsum sem yrðu einnar til tveggja hæða. Einnar hæða par- og raðhús yrðu staðsett næst nýjum Álftanes- vegi og meðfram þeim eldri. Er tekið fram í tillögunni að nauðsynlegt sé að taka ríkt tillit til þeirra hraunmyndana sem verða inni á lóðum en svæðið er allt þakið misúfnu hrauni á annars tiltölulega sléttu landi. Þá kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir neinni þjónustu á svæðinu enda verði hún í nýrri byggð í Garðaholti í framtíðinni. Er bent á staðsetningu grunnskólanna Flataskóla og Garðaskóla við Vífils- staðaveg sunnan Hafnarfjarðar í þessu sambandi og leikskóla í nýju hverfi í Ásum á Hraunsholti. Að sögn Bergljótar er ekki búið að tímasetja úthlutun lóða á þessu svæði enda muni hún fara fram í tengslum við uppbyggingu nýrrar byggðar í Garðaholti í framtíðinni. Hönnuður deiliskipulagsins er Pálmar Ólason arkitekt. Hönnun/Pálmar Ólason Nokkur byggð er sunnan við gamla Álftanesveginn og verður sérbýlum þar fjölgað um 22. Ofan við veginn eða norðan við hann er aðeins eitt hús í dag og er gert ráð fyrir að þar bætist við lóðir fyrir 51 íbúðarhús. Byggð í Garðahrauni verður þétt og stækkuð Garðabær VEGAGERÐIN og Reykjavíkur- borg hafa auglýst hönnun og gerð út- boðsgagna fyrir færslu Hringbraut- arinnar. Gert er ráð fyrir að hleypa umferð á nýja Hringbraut í lok næsta árs. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Reykjanesi, er áformað að hönnun og gerð útboðsgagna verði lokið á þessu ári þannig að hægt verði að bjóða verkið sjálft út í desember næstkom- andi eða strax eftir næstu áramót. Áætlað sé að hefja verkið fljótlega eftir það. Stefnt að því að hleypa umferð á veginn haustið 2004 „Ef þessi áætlun gengur eftir mið- um við við að hægt verði að hleypa umferð á nýja Hringbraut fyrir vet- urinn 2004–2005 eða í október, nóv- ember árið 2004. Meginþungi fram- kvæmdanna á ekki að þurfa að taka meiri tíma en eitt ár og svo er alltaf einhver frágangur sem gæti teygst fram á vor.“ Hann segir skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum nýrrar Hringbrautar vera tilbúna en hönnunin mun grund- vallast á henni að miklu leyti. Til stóð að senda skýrsluna til Skipulags- stofnunar í gær eða í dag. „Það hefur staðið svolítið lengi á henni að geta haldið áfram með þessa hönnun,“ segir Jónas. „Svo erum við með fyr- irvara á því að ef breytingar koma fram á matstímanum þá verði tekið tillit til þess í hönnuninni.“ Gert ráð fyrir að verkið muni kosta rúman milljarð Umhverfismatsskýrslan verður svo auglýst á næstu dögum og að sögn Jónasar á niðurstaða Skipulags- stofnunar að liggja fyrir innan 10 vikna frá því að það er gert. „Það get- ur þó dregist eitthvað ef margar at- hugasemdir koma fram og það þarf að afla frekari gagna eða eitthvað slíkt. Síðan er þessi hefðbundni kærufrestur eftir það.“ Gert er ráð fyrir að verkið muni kosta rúman milljarð króna í heild sinni en nákvæm kostnaðaráætlun mun ráðast af hönnun mannvirkisins. Hönnun nýrr- ar Hringbraut- ar að hefjast Reykjavík HUGMYNDIR eru um að end- urnýja og breyta Sundlaug Sel- tjarnarness en tillögur þar að lút- andi eru til skoðunar bæjar- yfirvalda. Meðal annars er rætt um að koma þar fyrir lítilli inni- barnalaug, líkamsræktaraðstöðu og fjölga pottum. Að sögn Jónmundar Guðmars- sonar bæjarstjóra eru hugmynd- irnar komnar frá Æskulýðs- og tómstundaráði bæjarins en fyrir liggur að þörf er á viðhaldsátaki í lauginni. „Þá eru hugmyndir um að nýta tækifærið og breyta lauginni sjálfri og gera hana meira aðlaðandi,“ segir hann. „Hún er byggð á ákveðnum tíma og síðan hafa verið byggðar sundlaugar í borginni sem hafa eitthvað fram að bjóða sem við viljum taka mið af. Það eru t.d. hugmyndir um að setja þarna upp litla innibarnalaug, hugsanlega að byggja líkamsræktaraðstöðu yfir núverandi búningsklefum, fjölga pottum og fleira í þeim dúr.“ Hann segir gert ráð fyrir fram- kvæmdum við laugina í þriggja ára áætlun bæjarins. „Ég myndi segja að það yrði ljóst með vorinu hvort ráðist verður í þetta verkefni. Við viljum gjarnan líta á Seltjarn- arnesbæ sem einskonar fjölskyldu- og heilsueflingarbæ því hér erum við með þessa frábæru göngustíga, góða íþróttaaðstöðu og ágætis sundlaug sem við höfum einfald- lega áhuga á að efla enn frekar.“ Gervigrasvöllur komi á Hrólfsskálamel Æskulýðs- og tómstundaráð hef- ur einnig lagt fram tillögur um nýja staðsetningu fyrir gervigras- völl sem fyrirhugað er að koma fyrir í bænum. „Upphaflega var áætlað að hafa þann völl á núver- andi vallarsvæði en í kjölfar íbúa- þingsins sem við héldum í nóv- ember komu fram aðrir mögu- leikar á staðsetningu vallarins,“ segir Jónmundur. Að hans sögn ganga tillögur ráðsins út á að færa gervigrasvöll- inn að suðurströndinni á svokall- aðan Hrólfsskálamel en staðsetn- ing vallarins er í sjálfu sér lykilákvörðun um áframhaldandi skipulag Seltjarnarness. „Þetta er svo stórt mannvirki og við höfum svo lítið pláss að þar sem völlurinn verður raðast allt annað í kring. Menn hafa verið að ræða tvær, þrjár staðsetningar í þessum efnum og það það eru engar niðurstöður komnar í það ennþá,“ segir hann. Morgunblaðið/Jim Smart Sundlaug Seltjarnarness er barn síns tíma og fyrir liggur að ráðast þurfi í viðhaldsátak á henni á næstunni. Aðsókn að lauginni er mikil og jöfn. Sundlauginni verði breytt og aðstaða gesta bætt Seltjarnarnes LEIKTÆKI og umbúnaður á leik- velli við Nýlendugötuna voru nýlega stórskemmd en um er að ræða einn af aflögðum gæsluvöllum borgarinnar. Gera á við skemmdirnar hið fyrsta. Að sögn Margrétar Vallý Jóhanns- dóttur, deildarstjóra hjá Leikskólum Reykjavíkur, er eftirlit og viðhald slíkra valla á höndum Gatnamálastofu enda skilgreinist þau sem opin svæði eftir að búið er að loka þeim sem gæsluvöllum. Hún segir að áhersla hafi verið lögð á að fjarlægja ekki leiktæki og annan umbúnað sem til- heyri gæsluvöllum þegar þeim er lok- að sem slíkum þannig að íbúar hverf- isins geti haldið áfram að nýta sér aðstöðuna fyrir sig og sína. Höskuldur Tryggvason hjá Gatna- málastofu segir að um þessar mundir séu starfsmenn að fara yfir ástand þessara svæða og hreinsa þau fyrir sumarið. „Það er búið að ræða þennan leik- völl og við munum væntanlega fara yfir hann í dag [í gær] en þetta kom inn á borð til okkar seinnipartinn á föstudaginn.“ Hann segir að gert verði við þau tæki sem hægt er að lag- færa en öðru verði að skipta út. Höskuldur segir alltaf eitthvað um að skemmdarverk séu unnin á slíkum völlum og aukið eftirlit hafi lítið að segja í því sambandi. Skemmdarvarg- arnir haldi sínu striki eftir sem áður enda athafni þeir sig yfirleitt á kvöld- in og um helgar. Að hans sögn eru skemmdarverk af þessu tagi oftast kærð til lögreglu. Leiktæki skemmdarvörg- um að bráð Vesturbær Morgunblaðið/Jim Smart Klifurkastali á leikvellinum er nán- ast ónothæfur eftir að skemmdar- vargar fóru um hann. HELLU- og varmalagnir ehf. áttu lægsta tilboðið í endurgerð Sólvangsvegar í Hafnarfirði þeg- ar tilboð í verkið voru opnuð í síðustu viku. Átta tilboð bárust í framkvæmdina. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæpar 22 milljónir króna en kostnaðaráætlun bæjarins var rúmar 28 milljónir. Hæsta til- boðið var hins vegar tæpar 30 milljónir. Þá bárust tvö tilboð í veg- merkingar við Sólvangsveg og átti Vegamál ehf. lægra tilboðið sem hljóðaði upp á tæpar sex milljónir króna. Hærra tilboðið var um 600 þúsund krónum hærra en kostnaðaráætlunin var tæpar 6,5 milljónir króna. Átta tilboð bárust í Sólvangsveg Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.