Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 21 Símenntun Háskólans á Akureyri verður með námskeið um fjár- málastjórnun fyrirtækja dagana 3. og 10. apríl næstkomandi. Fjallað verður um grundvallaratriði eins og daglega fjármálastjórnun, sam- skipti við fjármálastofnanir, mat fjárfestinga, eðlilega ávöxt- unarkröfu, fjármögnun verkefna, áætlanagerð og eftirfylgni, og síð- ast en ekki síst mikilvægan skiln- ing stjórnenda á hugtakinu auð- legð hluthafanna (shareholder value) og hvernig stjórnun ýtir undir hana eða dregur úr henni. Kennari er Jóhann Viðar Ívars- son, lektor í fjármálum og alþjóða- viðskiptum við Háskólann í Reykjavík. Á NÆSTUNNI REGLUR um stuðn- ing við frumkvöðla og fyrirtæki hafa verið samþykktar í bæjar- stjórn Akureyrar og mun bærinn bjóða þeim frumkvöðlum eða fyrirtækjum sem vilja hefja starfsemi í nýjum atvinnurekstri í bænum tímabundna aðstoð sem m.a. felst í greiðslu lóðar-, orku- og fasteigna- gjalda í samræmi við umsvif þeirrar starf- semi sem um ræðir. Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri sagði að um væri að ræða eitt þeirra atriða sem fram koma í málefnasamningi meirihluta- flokkanna í bæjarstjórn og lúta að því á hvern hátt Akureyrarbær hyggst koma að atvinnumálum í sveitarfélaginu. Bjarni Jónasson, formaður at- vinnumálanefndar, sagði megin- áherslur lagðar á stuðning við verk- efni sem tengdust markmiðum bæjarins um uppbyggingu atvinnu- lífs í bænum, en þar væri um að ræða nýsköpun og atvinnutækifæri í tengslum við sjávarútveg, iðnað og landbúnað, hátækniiðnað og upplýsingatækni sem og samstarfsverkefni at- vinnulífs og Háskólans á Akureyri. Að sögn Bjarna verður um tímabundna aðstoða að ræða eða styrk að há- marki til þriggja ára og yrðu upphæðir til hvers frumkvöðuls eða fyrir- tækis misháar, gætu numið frá einni og upp í fjórar milljónir króna eft- ir umfangi starfseminn- ar. Þeir sem fá slíka styrki en hætta starfsemi eða flytja hana burt úr bænum á tímabilinu þurfa að end- urgreiða upphæðina. Bjarni sagði að styrkirnir væru eingöngu ætlaðir þeim sem hygðust byggja upp nýja starfsemi, þeir væru ekki hugsaðir sem aðstoð við rekstur sem ætti í erfiðleikum né heldur kæmi stóriðja til greina. „Þetta eru styrkir til þeirra sem vilja hasla sér völl hér í bænum með nýja starfsemi og við bindum vonir við að þeir muni verða atvinnulífinu til framdráttar, ný at- vinnustarfsemi verði byggð upp á svæðinu sem öllum kemur til góða,“ sagði Bjarni. Bærinn styrkir frumkvöðla Bjarni Jónasson HÁTT í 70 umsóknir bárust um störf flokksstjóra og verkstjóra hjá ung- lingavinnu Akureyrarbæjar. Þetta er svipaður fjöldi umsókna og fyrir síðasta sumar en í fyrra fjölgaði um- sóknum mikið frá árinu á undan, að sögn Lindu Óladóttur, forstöðu- manns unglingavinnu bæjarins. Alls verður ráðið í sex stöður verkstjóra og nítján stöður flokks- stjóra fyrir sumarið. Linda sagði að margir þeirra sem störfuðu hjá ung- lingavinnunni í fyrra sæktu nú um aftur. Ástæðan væri m.a. erfitt ástand á vinnumarkaðnum „en líka vegna þess að þetta er svo skemmti- leg vinna“. Verkstjórar og flokks- stjórar eru ráðnir frá 1. júní nk. en unglingavinnan hefst svo hinn 10. júní. Flokksstjórar og verkstjórar í unglingavinnu Hátt í sjötíu um- sóknir um störfin LÉTTKLÆTT fólk má hvarvetna sjá á ferli um göt- ur Akureyrarbæjar þessa góðviðrisdaga sem bæj- arbúar hafa fengið að njóta. Veturinn hefur verið einstaklega mildur og vona sjálfsagt flestir að fram- hald verði þar á. Unnendur vetraríþrótta eru ef- laust ekki alls kostar sammála, því þeir vilja sjá meiri snjó á skíðasvæðunum. Á Akureyri var 14 stiga hiti í gærdag en nokkuð hvasst, það blés úr suðri og vindur var mildur. Á slíkum dögum er til- valið að bregða sér í sundlaugarnar rétt eins og þessar ungu Akureyrarmeyjar gerðu og skemmtu sér þar konunglega. Morgunblaðið/Kristján Skvettugangur í sumarblíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.