Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 25 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 13 58 / T A K T ÍK - 2 x1 5 - N r.: 2 8 C HEXREC, raftónlistarhópur sem skipaður er þeim Camillu Söderberg, Hilmari Þórðarsyni og Ríkharði H. Friðrikssyni, heldur tónleika í Saln- um í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð kennara Tón- listarskóla Kópavogs. Á tónleikunum leikur hópurinn á ýmsar gerðir rafhljóðfæra sem sum myndu teljast hinir mestu furðugrip- ir og ekki allir myndu samþykkja sem alvöru hljóðfæri, að minnsta kosti ekki samkvæmt viðteknum skil- greiningum. Það er ekki á hverjum degi sem kostur gefst á að sjá slíkt safn hljóðfæra á Íslandi og verða tón- leikarnir því að teljast stór viðburður í raftónlistarsögu landsins, að sögn aðstandenda. Hljóðfæraskipan Hexrec er enn- fremur sérkennileg blanda af göml- um og nýjum tíma. Camilla leikur á allar stærðir og gerðir af blokkflaut- um, frá sopranino niður í kontra- bassa, og Ríkharður á rafmagnsgítar. Þessi gömlu hljóðfæri eru annað- hvort notuð í bland við tölvuhljóð eða send í gegnum tölvukerfi sem um- breytir upprunalegu hljóði þeirra. Auk þess leika þau öll á nýrri hljóð- færi sem eru byggð á tölvugrunni. „Camilla leikur á MIDI-blásturs- hljóðfæri þar sem í stað þess að mynda hljóð sendir hljóðfærið stjórn- merki til tölvu sem síðan gefur frá sér hljóð eftir ákveðnum fyrirmælum hljóðfæraleikarans. Ég leik á Lightn- ing, tölvuhljóðfæri sem stjórnað er með því að sveifla tveimur sprotum „út í loftið“ en í rauninni sjá innrauðir ljósskynjarar um að skynja staðsetn- ingu og hreyfingu sprotanna. Hilmar leikur á stjórnborð sem hefur áhrif á ferli þess sem við Camilla leikum, auk þess að mynda sín eigin hljóð,“ segir einn Hexrec-félaga, Ríkharður H. Friðriksson. Á efnisskrá tónleikanna eru sjö raftónverk, flest nýleg, en eitt á ræt- ur að rekja aftur til áttunda áratug- arins. Auk þeirra verður hljóðinn- setningin Umhverfi I eftir Ríkharð flutt í hléi. Þau eru Sýnheimar (1999), Sylanop (1974), N.N.N. (2003), 4by4 (2003), Camilliana (2002), Flæði (2003) og N 1 N.N.N. (2003). „Þetta er allt rafmögnuð tónlist,“ segir Hilmar Þórðarson, annar Hexrec-meðlimur, „sem er að mestu byggð upp af mjög óhefðbundnum hljóðfærum. Sum verkanna höfum við öll unnið í sameiningu og fikrað okkur áfram með. Það er verið að gera ýmsar tilraunir, svo það má segja að verkin beri yfirbragð þess að vera svolítið tilraunakennd að ein- hverju leyti. Í einu verkanna er líka notast við myndband, sem Haraldur Karlsson sjónskáld hefur sett saman. Þar er einmitt líka verið að gera til- raunir með að nota myndmálið við tónmálið og láta það spila saman.“ Hilmar segir tónlistina alls ekki vera tilviljanakennda, þó að hljóðfær- in séu óhefðbundin og tilraunir hafi ráðið ríkjum við gerð verkanna. „Það væri ekki rétt að kalla hana það. Tón- listin er fyrirfram uppsett og þessi hljóðfæri, þótt þau séu óhefðbundin, geta virkað alveg eins og venjuleg hljóðfæri. En það má segja að það sé ákveðið frjálsræði innan rammans og sumt kemur okkur jafnmikið á óvart og sjálfsagt áheyrendum. Enginn flutningur er öðrum líkur á flestum verkanna.“ Margir kunna að áætla, að til- raunakennd raftónlist reyni talsvert á eyru áheyrenda og sé ekki fyrir við- kvæmar sálir. Hilmar tekur fyrir það. „Það er ákveðinn breytileiki milli verka, en sumt af tónlistinni er mjög aðgengilegt. Það væri rangt af mér að kalla hana afþreyingartónlist og stundum reynir hún á áheyrandann. En það er alls ekkert óþægilegt að hlusta á þessa tónlist, það er frekar að hún reyni á hugmyndaflug fólks og að það geti sest niður og leyft hljóð- unum að svífa í kringum sig. Salurinn er auk þess frábær vettvangur fyrir svona tónleika, því það er svo gott að hlusta á tónlist af þessu tagi þar.“ Tónleikar Hexrec í kvöld hefjast kl. 20. Raftónlist leikin á furðugripi Morgunblaðið/Jim Smart Raftónlistarhópurinn Hexrec heldur tónleika í Salnum í kvöld, þar sem leikið verður á ýmsar gerðir rafhljóðfæra. Hafnarfjarðarleikhúsið Aukasýn- ing á Sölku miðli hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar verður kl. 21. Oddi, stofa 201 Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og þýð- andi, fjallar um þýð- ingar úr sænsku og norsku kl. 17.15. Hann segir frá eigin reynslu í sambandi við þýðingar og gefst gestum tæki- færi til að spjalla við hann um verk hans. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞJÓÐLAGHÁTÍÐIN á Siglufirði verður haldin í 4. sinn dagana 2.–6. júní og í ár er bryddað upp á því ný- mæli að óska eftir nýju hljómsveit- arverki eftir ungt tónskáld, 35 ára eða yngra, til frumflutnings á hátíðinni. Sú hefð hefur skapast að frumflytja tónverk á hátíðinni og að þessu sinni var ákveðið að hafa þennan háttinn á og frumflytja síðan verkið á sérstök- um hátíðartónleikum. „Verkið á að miðast við meðalstóra hljómsveit og kunnáttu nemenda á 6.–8. stigi,“ segir Gunnsteinn Ólafs- son, skipuleggjandi hátíðarinnar. Frestur til að leggja fram hljómsveit- arverk rennur út 1. maí. Á Þjóðlagahátíðinni koma m.a. fram kórar á Siglufirði, Hlöðver Sig- urðsson tenór syngur og Renata Ivan leikur einleik á píanó ásamt Sinfón- íuhljómsveit Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Óskað eftir nýju hljómsveitarverki MARGT var um manninn bæði í sætum og á söngpalli á afmæl- istónleikum Kórs Langholtskirkju á sunnudaginn var. Og þótt auð- velt sé að afskrifa nútímaslagorð eins og stærðin skiptir máli sem frumstæða neyzluhyggju, þá er hinu ekki að neita að langt er liðið síðan álíka kraftmikill og hrífandi risakórhljómur hefur heyrzt af jafngóðri samstillingu og gerðist við þetta tækifæri. Afmæliskór eldri og yngri félaga taldi skv. nafnalista í tónleikaskrá 168 söngvara, og þó að kynjamisvægið væri rúmlega 2:1 (að venju konum í vil – 113 á móti 55 körlum) var jafnvægi radda engu að síður undragott og án þess að bæri á rembingi í karlaröddum. Ekki sak- aði heldur hljómburðurinn í tví- mælalaust bezta kórsöngshúsi þriggja höfuðkirkna Reykjavíkur á tónlistarsviði. Dagskráin samanstóð af fjöl- breyttu úrvali fremur stuttra inn- og erlendra kórlaga, veraldlegra í fyrri hluta en andlegra í seinni. Meðferð Afmæliskórsins var frá upphafi þróttmikil og glaðleg, fyrst í hinum sænsku lögum Wett- erlings og Wallins. Sjá roðann á hnjúkunum háu eftir Jón Laxdal hafði greinilega elzt bráðvel í eld- móðugum söng kórsins, og litli gimsteinninn Gunnars Reynis Sveinssonar, Haldiðún Gróa (Lax- ness), hefur varla áður hlotið jafn- sveigjanlega túlkun hjá jafnstórum kór með skemmtilega máluðum andstæðum í hraða og styrkvídd. Sama gilti um þegar klassíska kórglettu Páls Pampichlers við limru Þorsteins Valdimarssonar, Öld hraðans, og kórinn söng Maí- stjörnu Jóns Ásgeirssonar líkt og hann meinti hvert einasta orð. Sænska þjóðlagið Uti vår hage (sem með álagajurtaþulu viðlags- ins minnir á hið enska Scarbor- ough Fair) var sungið af álíka næmri textatilfinningu og íslenzku lögin. „Karlakórinn Stjúpbræður“ var næstur á skrá með fjögur erkitýp- ísk karlakórslög, Sveinar kátir syngið, Logn og blíða (Bellman), hinn ljúfa „þýzka rakarasöng“ Schraders Enn syngur vornóttin – sem tókst bezt – og frekar lummu- legt lag Lindblads, Vetur kóngur. Burtséð frá svolitlu hnigi á efstu nótum í 1. tenór var sungið með ágætum tilþrifum af (ef að líkum lætur) ekki eldri karlakór að vera. Núverandi starfandi Kór Lang- holtskirkju söng næst við orgel- undirleik lítið brot úr Sanctus- þætti Guðbrandsmessu Hildigunn- ar Rúnarsdóttur sem enn mun í smíðum og ætlunin er að frum- flytja nk. páska. Brotið var full- stutt til að veita áþreifanlegan for- smekk, en náði samt að kveikja þónokkra forvitni, enda kórstjór- inn óspar á lofið um verkið. Þá tók aftur við 168 manna Afmæliskór- inn og söng kirkjusmáperlurnar kunnu Alta trinita (lauda, ekki „madrigal“), Lofsyngið Drottni (Canticorum iubilo) Händels, Cantate Domino (Pitoni), Exultate Deo A. Scarlattis, Bruckner-lögin Locus iste og Ave Maria og „cori spezzati“ endurreisnarverk Schützs Lobe den Herrn af afli og innlifun með tignarlegum topp- nótum í sópran, ekki sízt í Bruckn- er þar sem dulúð Ave Maria birtist hlustendum með nærri rússneskri rétttrúnaðarkynngi. Aukalögin voru bæði þjóðlagaút- setningar eftir Jón Ásgeirsson, Krummi krunkar úti og Ég að öll- um háska hlæ; létt og hressilega flutt, og af leiftrandi sönggleði. TÓNLIST Langholtskirkja 50 ára afmælistónleikar Kórs Langholts- kirkju. Stjórnandi: Jón Stefánsson. Sunnudaginn 23. marz kl. 16. KÓRTÓNLEIKAR Leiftrandi sönggleði Ríkarður Ö. Pálsson Á SÍÐUSTU háskólatónleikum vormisseris í Norræna húsinu í hádeginu á morgun kl. 12.30 syngur Háskólakórinn undir stjórn Hákonar Leifssonar. Ein- söngvari er Bergþór Pálsson og undirleikari á píanó er Kristinn Örn Kristinsson. Verkið sem flutt verður er Háskólakantata eftir Pál Ísólfsson, samin við Hátíðarljóð Háskóla Íslands eft- ir Þorstein Gíslason. Morgunblaðið/Jim Smart Háskólakórinn og Bergþór Pálsson SAMSÝNINGU 10 listamanna í Baksalnum lýkur á fimmtudag. Dav- íð Oddsson forsætisráðherra valdi listamennina til þátttöku í sýning- unni, sem nefnist Að mínu skapi. Þá lýkur einnig sýningum á vatns- litamyndum Kristínar Arngríms- dóttur í Rauðu stofunni og ljós- myndasýningu Sigurðar Stefáns Jónssonar í Ljósfold. Sýningum lýkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.