Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hólmfríður Þor-valdsdóttir aðal- bókari fæddist 13. júlí 1947. Hún andað- ist á Landspítalanum 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Áróra Guð- mundsdóttir, f. 4. júlí 1912, d. 27. apríl 1990, og Þorvaldur B. Þorkelsson yfir- prentari, f. 20. des- ember 1893, d. 17. ágúst 1958. Bróðir Hólmfríðar var Baldur Þorvaldsson flugvélstjóri, f. 15. nóvember 1942, d. 13. mars 2001. Hálfsystir Hólm- fríðar samfeðra er Katla Ólafs- dóttir, f. 6. febrúar 1929. Árið 1967 giftist Hólmfríður John Flemming Jensen kjötiðnað- armanni, f. 28. febrúar 1943. Synir þeirra eru: 1) Þorvaldur Flemming Jensen, f. 6. janúar 1967, maki Sol- veig Barbro Asmussen, f. 22. ágúst 1975, sonur þeirra er Júlíus Þór Asmussen, f. 22. júní 2002. Börn Þorvalds og fyrrverandi sambýlis- konu hans Rósu Guðmundsdóttur, f. 28. júní 1963 eru Hólmfríður valda Friðgeirssyni skrifstofu- stjóra, f. 16. febrúar 1939. Þau eignuðust ekki börn saman, en Sigvaldi á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Maríu Kristínu, f. 15. ágúst 1966, og Önnu Lísu, f. 26. júní 1968. Hólmfríður var fædd og uppalin í Reykjavík. Hún gekk í Austur- bæjarskólann og lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vonar- stræti. Stúdentsprófi lauk Hólm- fríður frá öldungadeild Verslunar- skóla Íslands vorið 1994 með hárri einkunn og árið 2001 fékk hún að loknu tilskildu námi réttindi sem viðurkenndur bókari. Hólmfríður vann við skrifstofu- og bókhalds- störf, m. a. í nokkur ár hjá Skipa- útgerð ríkisins og Tryggingamið- stöðinni. Frá 1979 starfaði hún hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík, þar af síðustu 15 árin sem aðalbók- ari. Hólmfríður hafði mikið yndi af dansi, ferðalögum og útivist. Hún lauk danskennaraprófum og starf- aði um árabil að danskennslu. Hún tók virkan þátt í félagsstörfum, var m. a. einn af stofnendum Fé- lags íslenskra danskennara og sat í Dansráði Íslands. Hólmfríður var vararitari í stjórn Félags húsbíla- eigenda og um árabil gjaldkeri í stjórn Starfsmannafélags Toll- stjórans í Reykjavík. Útför Hólmfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þorvaldsdóttir, f. 9. janúar 1992, og Guð- mundur Þorvaldsson, f. 28. október 1993. 2) Ríkharður Flemming Jensen, f. 21. janúar 1969, maki Elva Björk Sigurðardóttir, f. 27. nóvember 1971. Hólmfríður og John skildu 1970. Hólmfríður giftist 30. september 1972 Guðmundi Ágústi Að- alsteinssyni bifreiða- stjóra, f. 30. septem- ber 1945. Börn þeirra eru: 1) Aðalsteinn Þór Guðmunds- son, f. 22. mars 1973, sambýlis- kona Hrönn Þorsteinsdóttir f. 23. febrúar 1975, börn þeirra eru Al- exander Þór Aðalsteinsson, f. 23. janúar 1996, og Elva Bjartey Að- alsteinsdóttir, f. 13. apríl 2000. 2) Áróra Kristín Guðmundsdóttir, f. 2. ágúst 1976, sonur hennar og Stefáns Þórarinssonar, f. 28. sept- ember 1971, er Kristófer Ágúst Stefánsson, f. 16. apríl 1999. Hólm- fríður og Guðmundur skildu 1984. Hólmfríður giftist 6. júlí 1991 eftirlifandi eiginmanni sínum Sig- Það er aldrei neinn réttur tími til að kveðja ástvin, en nú kveð ég þig, elsku Fríða mín, í þeirri trú að þetta hafi verið þér, sem þjáðist svo mikið á síðustu vikum, og líka okkur hinum sem þjáðust með þér, fyrir bestu. Ég hef þá trú að nú sért þú komin til pabba og mömmu og til Baldurs bróð- ur sem þú hafðir svo miklar mætur á, en hafðir líka svo miklar áhyggjur af og barst svo mikla umhyggju fyrir að koma á rétta braut. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér handan við móðuna miklu. Þú komst inn í mitt líf eins og sól- argeisli þegar dimmviðri og drungi þjakaði mitt líf. Þú kynntir mig fyrir dansi, ég kynnti þig fyrir útivist og ferðalögum og leiddi þig á braut framandi landa sem þú hafðir ekki heimsótt fyrr. Við bættum hvort ann- að upp með því sem við lögðum hvoru öðru í té. Er þú hverfur nú á braut koma óteljandi minningar fram í hug- ann. Um unaðsstundir er við áttu saman í Brekkuskógi og við ægifag- urt landslag hjá Dettifossi, göngu- ferðir um strandlengjuna frá Búðum að Lóndröngum á Snæfellsnesi, dulúð Hljóðakletta, sólarupprás í Fjörðum norður, tunglupprás í Jökulfjörðum Vestfjarða, blóðrautt sólarlag eftir miðnætti við Látrabjarg, fagurlituð gönguför á síðkvöldi um Lónsöræfi. Þannig mætti lengi telja en tími er kominn til að kveðja. Vertu sæl ástin mín. Ég kem þegar minn tími kemur og leggst aftur þér við hlið. Þinn Sigvaldi. Elsku mamma. Það er undarleg tilfinning að vita að þú skulir ekki vera hjá okkur leng- ur. Þú sem alltaf hefur verið mið- punkturinn í lífi mínu og systkina minna. Reyndar hefur þú iðulega ver- ið miðpunktur allra þeirra sem voru þér mikilvægir og þeir voru margir. Þú hefur alltaf verið stoð mín og styrkur á svo margan hátt í stóru sem smáu. Alltaf hef ég getað reiknað með þér mamma mín. Þegar ég hugsa til þess hve miklu þú hefur áorkað finnst mér óréttlátt að þú fáir ekki að njóta erfiðisins, allrar þeirrar vinnu sem þú hefur lagt í að koma börnunum þínum á legg og til manns. Við verðum þér öll ævinlega þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur bæði fyrr og síðar. Þú hafðir óbilandi trú á mér og mínum og stóðst sem klettur við bak- ið á mér. Þegar ég kom í heimsókn til Íslands tókstu á móti mér með opnum örmum og stjanaðir við mig lon og don. Það var gott að koma heim til mömmu. Það er erfitt að sætta sig við að eiga ekki eftir að koma „heim til mömmu“ aftur. Þegar ég hugsa til baka koma svo margar minningar upp í hugann um það sem við höfum upplifað saman, allt frá því að kaupa gullfiska þegar ég var 5 ára, til þess þegar við sátum á kaffihúsi í Kaupmannahöfn og spjöll- uðum svo tímunum skipti. Það er ekk- ert sem bætt getur mér missinn en söknuðurinn og sársaukinn verða vonandi bærilegri með tímanum. Síðustu stundir okkar saman voru mér ómetanlegar, þrátt fyrir að við vissum að ekki væri langt eftir. Í veik- burða örmum þínum á spítalanum náði ég að segja að ég elska þig, en ég fékk aldrei sagt að þú hefur alltaf ver- ið besta mamma í heimi. Þú verður alltaf hetjan mín, hetjan okkar allra. Þinn sonur Þorvaldur. Mikið er það óraunverulegt að þú sért dáin mamma mín, þú sem hefur alltaf verið mín stærsta hetja, sú sem ég hef ávallt borið mesta virðingu fyr- ir í lífi mínu. Það var mikið áfall fyrir mig og okkur öll þegar þú greindist svo alvarlega veik í haust. Við vorum öll ákveðin í því gefast ekki baráttu- laust upp og þú barðist eins og hetja með þitt mikla hugrekki. Þú barst alltaf höfuð hátt og reyndir að sýnast hressari heldur en þú í raun varst, þú vildir ekki að við hefðum of miklar áhyggjur af þér, svona varst þú bara. Ég man einu sinni þegar þú varst orð- in nokkuð veik, þá sagðir þú mér að þú værir hrædd við að deyja, það var erfitt að hughreysta þig þá. Dauði þinn var ótímabær þar sem þú varst allt of ung til að kveðja. Þú áttir líka eftir að njóta lífsins lengur og verða gömul og pirruð kerling eins og þú sagðir stundum í gríni. Þú varst glaðlynd kona sem hafðir gaman af lífinu, það eru ófá ferðalögin sem þið Sigvaldi fóruð í og þú naust þess að vera úti í náttúrunni. Þú áttir góða og trausta vini enda varst þú sannur vinur. Mér fannst við ekki bara vera mæðgin heldur líka svo góðir vinir. Það er dýrmæt minning fyrir mig þegar við Elva giftum okkur í haust þú varst svo glæsileg og ekki hvarflaði að nokkrum manni að þú ættir eftir að kveðja 6 mánuðum seinna. Þú varst ötul við að láta okkur vita hvað þér þætti vænt um okkur öll systkinin og alltaf hafðir þú það að leiðarljósi við uppeldi okkar að treysta okkur og ekki vildi maður bregðast því trausti. Nú hefur þú ver- ið kölluð til frekari afreka á öðrum stað, þar hittir þú vonandi ömmu Róru, afa Valda og Baldur bróðir þinn og alla hina. Ég gæti best trúað að þið sætuð núna við brigde-spil. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, ég elska þig af öllu hjarta og geymi þig í hjarta mínu alla tíð. Guð geymi þig. Þinn sonur Ríkharður. Elsku mamma mín, nú kveð ég þig með sorg í hjarta. Það er sárt að sitja hér og skrifa um þig minningargrein. Við fengum að lifa saman í næstum 30 ár og hefðu þau átt að vera miklu fleiri. Í líf mitt hefur myndast tóm sem aldrei fyllist. Ég minnist þeirra stunda sem við hlógum saman og þeirra sem við grétum saman. Þegar þú knúsaðir mig og kysstir og þegar þú hélst utan um mig svo innilega að manni leið eins og ungabarni í móð- urfaðmi. Þú varst einstök mamma, enda eins og þú manst varst þú alltaf „uppáhalds mamman mín“. Það getur engin fyllt þau spor sem þú hefur markað. Ég vildi óska að við fengjum að tala saman bara einu sinni enn. Það er svo margt sem við áttum eftir að spjalla saman, svo margt sem við áttum eftir að upplifa saman. Þú varst tekin úr lífi mínu aðeins 55 ára gömul og í blóma lífs þíns. Þú hafðir kynnst yndislegum manni sem sá ekki sólina fyrir þér og það hjónaband sem þið áttuð saman er samband sem allir ættu að tileinka sér. Það ætla ég svo sannarlega að gera. Það eru ekki margir sem muna eða kunna að rækta og vökva þetta viðkvæma blóm eins og þið gerðuð. Það var yndislegt að sjá ykkur saman. Þú hefur gefið mér og systkinum mínum það allra besta veganesti sem hægt er að gefa, og það er einmitt að elska og fyrir- gefa. Það veit ég, ásamt öllum þeim sem fengu að kynnast þér, að þú varst yndisleg, hvort sem það var í námi, leik eða starfi. Þú skaraðir beinlínis framúr á öllum þeim sviðum sem þú tókst þér fyrir hendur, vissir hvað þú vildir og varst ákveðin. Þú ákvaðst t.d. að yfirgefa ekki þennan heim fyrr en elsta barnið þitt kæmist til þín á spítalann frá Danmörku og allir gríslingarnir væru þar sem þú gætir séð þá, þá og aðeins þá varstu tilbúin til að fara. Eftir sit ég með brostið hjarta og tár á vanga og hugga mig við að nú sitjir þú með móður þinni, föður og bróður og látir þér líða vel. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengir líf mitt við. Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. (Valdimar Hólm Hallstað.) Sofðu rótt elsku mamma mín og Guð geymi þig. Þinn sonur Aðalsteinn Þór. Elsku mamma. Ég trúi þessu varla ennþá. En svona er víst lífið. Þú ert búin að vera svo ótrúlega dugleg undanfarna mán- uði. Mér finnst þetta svo óraunveru- legt að þú sért farin héðan frá okkur þó ég viti að þú sért hérna í anda og styrkir okkur. Aldrei datt mér í hug að þetta færi svona því ég er nú bara eins og ég er eins og þú veist nú best. Mamma verður alltaf hjá mér hef ég hugsað. Svona síðustu dagana þína hér hjá okkur breyttist hugsun mín aðeins og ég vildi ekki að þú þyrftir að kveljast meira, því það var svo erfitt að geta ekkert gert þér til hjálpar. Minningarnar skjótast upp í koll- inn minn og núna var ég að hugsa um þegar ég var með hríðirnar og þér leist ekki á gallann sem ég ætlaði að fara í upp á fæðingardeild, því hann var svo slitinn, þú fórst bara út í búð og keyptir nýjan galla og sagðir svo „dóttir mín fer ekki í slitnum galla upp á fæðingardeild, það kemur ekki til greina“. Þetta var bara ekta þú og það vita allir sem þekkja þig. HÓLMFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum Fallegar, sérmerktar GESTABÆKUR Í Mjódd sími 557-1960www.merkt.is merkt Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FRIÐÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, frá Nöf við Hofsós, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 25. marz, kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Sambýlið við Lindargötu í Siglufirði njóta þess á reikning við Sparisjóð Siglufjarðar; 1102 05 401610. Sigríður Jóhannsdóttir, Henning Finnbogason, Þorvaldur Jóhannsson, Stefanía Jóhannsdóttir, Indriði Jóhannsson, Kristjana Leifsdóttir, Freysteinn Jóhannsson, Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOB GUNNAR PÉTURSSON, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi laugardaginn 22. mars. Bjarki Jakobsson, Sigurbrandur Jakobsson og fjölskyldur. Ástkær bróðir okkar, JÓN SÆMUNDUR KRISTINSSON frá Brautarhóli í Biskupstungum, Árvegi 8, Selfossi, andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi sunnu- daginn 23. mars. Systkinin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.