Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 35
✝ Björn Einarssonfæddist í Mýnesi, skammt frá Egils- stöðum, 15. maí 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Örn Björnsson, bóndi í Mýnesi, f. 15. apríl 1913, d. 17. júní 1996, og kona hans Laufey Guðjónsdótt- ir kennari, f. 14. feb. 1911, d. 4. maí 1994. Björn á sex systkini. Þau eru: Arnljótur, f. 16. maí 1941, Sigríður Laufey f. 26. apríl 1942, Áskell f. 28. júlí 1945, Úlfur f. 29. ágúst 1946, Guðjón, f. 12. maí 1949 og Hjörleifur, f. 28. nóv- ember 1955, d. 1981. Björn gekk í grunnskóla sem þá var að mestu kenndur í far- skóla. Eftir það fór hann til Vestmanna- eyja á vertíð, en sneri aftur ári seinna. 1962 trúlof- aðist hann Hafdísi Sigurðardóttur, sem þá bjó á Seyðisfirði, og hófu þau búskap í Fossgerði á Héraði. Þau eignuðust 2 syni. Björn, f. 1. september 1964 og Einar Örn, f. 11. júlí 1963. Þau slitu sam- vistum vorið 1967. Árið 1982 trúlofað- ist Björn svo Guðrúnu Gústafs- dóttur, f. 18. september 1950, og eignuðust þau einn son, Hjörleif, f. 6. mars 1983. Slitu þau sam- vistum vorið 2001. Björn Einarsson verður jarð- sunginn frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég syrgi fráfall föður míns, Björns Einarssonar, sem hinn 17. mars lést fyrir aldur fram á Landspítalanum við Hringbraut. Ævi Björns Einars- sonar spannaði víðan völl og starfaði hann m. a. sem sjómaður, vörubíl- stjóri, bóndi og var mikið viðriðinn stjórnmál og félagsmál. Í félagsmál- um var hann hvað atkvæðamestur en hann kom við sögu í lífum óteljandi manna þar sem hann með óþreytandi ástríðu og greind sína að vopni hjálp- aði öðrum. Hjartastærð, skapfesta, áræðni og dugnaður voru bara sýn- ishorn af manninum sem er faðir minn. Ég man svo vel eftir mér sem litlum patta hangandi á handleggjun- um á pabba mínum. Hann var vanur að kreppa vöðvana og teygja sig síðan niður í átt til mín og leyfa mér að hanga á handleggjunum á sér. Örygg- ið sem umlukti mig þegar ég sveiflaði mér á handleggjunum á „sterkasta manni heimsins“ var ólýsanlegt og gleðin gagntók mig. Pabbi var alltaf svo fullur af gleði og af áhuga gagn- vart mér þegar ég var ungur. Ég var vanur að spyrja hann af hverju hann virtist alltaf vera að telja þegar hann var sofandi. Hann væri nefnilega allt- af með puttana uppí loftinu þegar hann svæfi. Þá var hann vanur að segja að hann væri að hugsa og skipu- leggja félagsmálin. Faðir minn vann nótt sem nýtan dag að þeim málum en var alltaf aflögufær af ást og áhuga gagnvart mér og því sem ég var að gera. Ég man þegar ég var lítill og hafði í ærslagangnum brotið ein- hverja rúðuna. Ég man hvað ég kveið því að segja pabba frá því en þegar ég kom síðan skömmustulegur heim og sagði tíðindin þá fórst þú bara hlæja, pabbi, og sagðir að þetta væri nú ekk- ert mál. Síðar sagðirðu mér að þú hefðir fylgst með mér alla leiðina heim og strax séð að eitthvað væri að. Pabbi minn var nefnilega með sterkt mannlegt innsæi sem að ég glaður vildi hafa erft til hálfs við hann. Ég, eins og kannski aðrir ástvinir, upplifði kannski aldrei jafn áþreifanlega hversu heitt og af öllu mínu hjarta ég elskaði þig pabbi minn, fyrr en þú varst farinn. Sorginni sem gagntók mig við tíðindin verður ekki lýst með orðum. Fætur mínir dofnuðu og þeg- ar ég skrifa þetta þá get ég ekki hætt að gráta. Allar þessar yndislegu minningar sem þú skildir mig eftir með. Allur stuðningurinn sem þú, þrátt fyrir veikindi þín, sást þér fært að veita mér. Þessir hlutir eru ofar mínum mannlega skilningi. Á mínum efri árum þegar ég var í vanda með eitthvað þá vissi ég alltaf hvert ég ætti að leita. Ég gat alltaf talað við pabba. Ég er ekki bara að missa pabba minn heldur minn besta vin. Hann átti alltaf tíma handa mér og aldrei hætti hann fyrr en við kom- umst að lausn á málinu eða viðeigandi viðbrögðum. Ég gat talað endalaust um stjórnmál við pabba minn. Allt sem ég veit um sjálfstæði, hvernig á að vera maður, mannleg samskipti, metnað og allt sem hefur gagnast mér í gegnum lífið lærði ég af pabba. Þeg- ar tímarnir voru erfiðir í gegnum veikindin hans pabba þá var aldrei hægt að sjá neistann í augunum hans slokkna. Aldrei gafst hann upp og þegar ég sá pabba minn í seinasta sinn í sjúkrarúminu þá beið ég eftir því að „sterkasti maður í heimi“ stæði upp. Því ég hélt að ekkert gæti tekið hann frá mér. Fyrir mér var hann stoð mín og stytta í gegnum árin og dagana og alltaf leit ég svo mikið upp til hans þó að aldrei vildi ég nú við- urkenna það til fullnustu fyrir honum. Ég sá svo mikinn styrk og þraut- seigju sem ég dáði svo í honum. Ég fékk að segja pabba mínum að ég elskaði hann áður en hann dó. Ég fékk að faðma hann og halda í hönd- ina á honum rétt eins og hann hefði gert við mig ef að það hefði verið ég í rúminu. Minning föður míns mun lifa í brjósti mér að eilífu og aldrei mun ég gleyma góðlátlegu brosi hans til míns og allra þeirra sem það vildu þiggja frá honum. Alltaf þegar hann pabbi byrjaði setningu á „þegar ég dey... “ eða „eftir minn dag... “ þá sussaði ég harkalega á hann. Ég sagði alltaf kæruleysislega „þú lifir að eilífu pabbi“. Mig hryllti svo við tilhugsun- inni að þetta voru bara viðbrögð hjá mér. Enda var hann alveg hættur þessu því hann vissi hvað mér fannst um svona „dónalegt orðalag“. Mikið þurfti til að ná Birni Einars- syni niður og þegar það síðan gerðist sátum ég og fjölskylda hans eftir í losti. Björn Einarsson? Er hann dá- inn?!... Getur það verið?!!... Þú varst fallegur í lífinu, pabbi minn. Farðu nú og vertu fallegur á himnum! Þinn ástkæri og syrgjandi sonur... Hjörleifur Björnsson. Elsku bróðir og vinur, það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Við geymum allar minningar um þig í hjarta okkar. Við gleymum aldrei samverustund- unum á heimili þínu í Reykjavík eða hjá okkur í sveitinni. Það voru ynd- isleg jól 2001 þegar þú dvaldir hjá okkur. Öll símtölin okkar, síðustu símtölin sem við áttum við þig nokkrum dög- um áður en þú varst allur, hverfa aldrei úr huga okkar. Eða hversu þakklátur þú varst vegna dvalar Hjörleifs sonar þíns í sveitinni hjá okkur. Elsku Einar, Björn, Hjörleifur og fjölskyldur, við sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Hvíl í friði, Áskell og Anna. Með virðingu og samhug mun eng- inn gleyma honum. Hann hefur gert garðinn frægan fyrir að aðstoða aðra, nema sjálfan sig. Nú er of seint að tala um það, sem hann gerði fyrir hvern sem var. Hann fórnaði sér fyrir allt og alla, sem þurftu á hjálp að halda. Hann stóðst allar freistingar og gerði hið furðulegasta sem enginn getur trúað nema þeir sem þekktu hann lifandi lífs. Björn Einarsson bjargaði því, sem enginn hefði bjargað, án hans hjálpar. Hann reddaði því sem hægt var fyrir hvern sem var. Hann var maður, sem enginn mun gleyma og verður alltaf við hlið oss hvar sem við erum. Hann gerði hitt og annað, sem eng- inn trúir. Björn Einarsson gaf sitt líf fyrir alla og flest allir fengu aðstoð frá honum. Hann kom öllum á óvart og sýndi með hjarta og sál, að hann hjálpaði öllum, sem áttu um sárt að binda. Blessuð sé minning þín fyrir líf þitt á þessari jörð. Þinn Sverrir Einarsson Hvar sem Björn Einarsson ferðast nú um víðáttur himinhvolfa sinnir hann sjálfsagt áfram týndum sálum eins og hann gerði hérna megin móð- unnar miklu. Enginn Íslendingur lagði harðar að sér að hjálpa innilok- uðu fólki og fórnarlömbum hel- drykkjunnar og árum saman var Björn eina fangahjálpin á Íslandi. Björn Einarsson var vel í stakk bú- inn til átaka fyrir sína minnstu bræð- ur og hafði sjálfur legið í sorta vímu- nnar og grátið upp við vegg á Litla-Hrauni. Birni var seigla Aust- firðinga í blóð borin og lífskrafturinn leiddi hann stundum í ógöngur í þröngum heimi. Fyrir þær yfirsjónir hefur Björn goldið ríkulega í dag. Hugur okkar gamalla félaga dvelur nú hjá fjölskyldu Björns Einarssonar og æðruleysið hjálpar ástvinum hans að sætta sig við það sem þeir fá ekki breytt uns alfaðir signir allan hópinn hinum megin. Ásgeir Hannes. Bjössi kokkur er látinn. Undir þessu starfsheiti gekk Bjössi ætíð, eftir að hann kom til okkar sem mat- sveinn á skipi, sem við hjónin keypt- um frá Hornafirði árið 1992. Við fyrstu kynni virkaði Bjössi hrjúfur og ekki allra en það breyttist fljótt og hann starfaði hjá okkur mun lengur en stóð til í fyrstu. Hann hafði á árum áður háð mikla baráttu við Bakkus, sem honum tókst að sigra, en var ávallt tilbúinn til að minna á sig aftur. Bjössi starfaði árum saman við fangahjálp í sjálfboðavinnu. Hann var eftirminnilegur persónuleiki. Hann hafði víðtæka reynslu sem hann var tilbúinn að miðla öðrum af. Við hjónin viljum þakka Bjössa öll hlýju handtökin og faðmlögin og alla velvild í okkar garð. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Jóna Andrésdóttir, Sigurður Ingi Ingólfsson. BJÖRN EINARSSON MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 35 Ég elska þig svo mikið, elsku mamma mín. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér líður en ég veit að þér líður vel núna og þú þarft ekki að kveljast meira. Mér finnst líka gott að vita að amma tók á móti þér þegar þú fórst. Það er svo margt sem mig langar til að segja þér elsku mamma. Þú hefur alltaf verið mér allt og ég hef ekki getað hugsað mér lífið án þín eins og ég sagði þér í sumar þegar mig dreymdi að þú værir dáin, ég var svo reið í draumnum. Það er svo erfitt að reyna að koma einhverju niður á blað og litli kallinn þinn hann Krist- ófer segir bara að amma sé engill hjá Guði sem ég veit að þú ert elsku mamma mín. Þú ert fallegasti engill- inn á himnum. Þín dóttir Áróra Kristín. Elsku Fríða. Með dauðanum lýkur þessum kafla, en ekki sögunni. Líf þitt og kærleikur og öll þín lífs- mynd lifir áfram í okkur sem eftir er- um. Við lifum í þínu nafni og hugsum til þín í skrefi hverju. Af öllu mínu hjarta, takk, þín tengdadóttir… Solveig Asmussen. Ég kveð þig nú elsku Fríða mín. Ég vildi óska þess að við hefðum get- að haft þig lengur hjá okkur en því miður fáum við ekki ölluð stjórnað. Þú varst einstaklega góð kona og mér þykir ofboðslega vænt um þig. Ég kom ung inná heimilið til þín, að eign- ast 13 ára tengdadóttur er ekki allra að takast á við en þú studdir alltaf við bakið á mér og Rikka hvað sem við tókum okkur fyrir hendur. Ég á þér og Sigvalda mikið að þakka því við Rikki bjuggum svo lengi hjá ykkur á Kleppsveginum og á Hringbrautinni. Þú varst dugleg að hvetja okkur áfram í lífinum og sparaðir aldrei hvatningarorðin eða hrósið til okkar. Einhvern veginn hélt ég að þú yrðir alltaf hjá okkur og við myndum getað launað þér greiðann og séð um þig í ellinni. Ég á eftir að sakna svo ótal margra hluta frá þér og jólin eru einn þeirra. Um jólin þá varstu í essinu þínu og þið Sigvaldi gátuð dundað ykkur í marga daga að setja saman seríur og skraut. Ég gleymi heldur aldrei þegar við bjuggum á Hring- brautinni og ég var í jólapróflestri þegar kallað var á mig til að smakka smákökurnar og voru hálfmánar í miklu uppáhaldi hjá þér og mér og skal ég lofa að halda þeim í fjölskyld- unni. Ég á margar góðar minningar, Fríða mín, um þig og standa ferðirnar til Kaupmannahafnar 1994 þegar Rikki útskrifaðist og 2001 þegar Sol- veig og Valdi giftu sig uppúr. Þú naust þín svo að rölta um, skoða og setjast niður á kaffihús og hafa það huggulegt, við Rikki tölum oft um það hvað þetta var okkur mikils virði. Það er okkur líka mikils virði að þú skyld- ir ná að vera með okkur á brúðkaups- degi okkar í haust og þrátt fyrir veik- indin þá ljómaðir þú og ekki hvarflaði að nokkrum sem ekki vissi betur að þú værir lasin. Guð geymi þig elsku Fríða mín, í hjartanu geymi ég minningu um glað- lega, fríska og glæsilega konu sem ég sakna mikið. Þín tengdadóttir Elva Björk. Elsku Fríða. Ég kveð þig með söknuði. Minn- ingar um þig geymi ég í hjarta mínu. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég kveð þig með bæn sem móðir þín orti. Berið aldrei heift í hjarta, heiminum sendið geisla bjarta og öllu góðu ljáið lið. Með orku ljóss frá lífsins veldi lamið heimsins skuggaveldi svo allar þjóðir öðlist frið. Gerum einn og öll vor besta aldrei má oss trúna bresta því einn er Drottinn öllum nær. Læknar sár og mannameinin molar jafnvel kaldan steininn náðarlindin – ljúf og tær. Þessi bæn er bæn til yðar berið hið hvíta merki friðar og rjúfið hvergi réttlætið. Eins í koti og hárri höllu hjartans dyggð er fyrir öllu því hún geymir guðseðlið. (Áróra Guðmundsdóttir.) Guð varðveiti þig, þín tengdadóttir Hrönn. Elsku Fríða. Við vinkonurnar eig- um svo mikið af fallegum og góðum minningum um þig og seinna meir um þig og hann Sigvalda að við vitum eig- inlega ekki hvar skal byrja. Útilegur, sumarbústaðaferðir, matarboð, óvissukvöld, og svo óteljandi mörg skipti þegar þið hjálpuðuð okkur á einn eða annan hátt, alltaf með bros á vör, hér um bil eins og við værum að gera ykkur greiða með því að leyfa ykkur að hjálpa okkur. Þótt við værum um margt ólík vor- um við fjögur miklir vinir, kannski einmitt þess vegna. Eftir að við flutt- um í Mosfellsbæinn varð gott sam- band enn betra, enda stutt á milli okkar og upplagt fyrir okkur að koma við hvert hjá öðru. Elsku vinkona, að tala við þig var eins og að tala við steininn, þú dæmd- ir aldrei, skildir flest og varst svo ótrúlega fordómalaus. Og svo varstu svo skemmtileg, gast séð spaugilega hlið á flestu ef ekki öllu og fáir áttu fallegra bros. Börnunum þínum varstu hvort tveggja, heimsins besta mamma og mikil vinkona. Þú varst óþreytandi að segja sögur af barna- börnunum þínum enda áttu þar fal- legan hóp. Þinn mesti og besti félagi var hann Sigvaldi. Þið voruð samhent í einu og öllu, hans missir er mikill. Við getum ekki kvatt þig án þess að minnast á útilegurnar okkar. Við byrjuðum kannski að hringja á milli eftir hádegi á föstudögum og rukum svo af stað bara eitthvað út í buskann. Þið Sigvaldi náttúrlega alltaf tilbúin á húsbílnum ykkar og við með allan nauðsynlegan búnað í bílnum okkar, höfðum vit á því að taka útilegudótið ekki út úr bílnum fyrr en að hausti. Sérstaklega er þó eftirminnilegt eitt skipti þegar við stöllurnar vorum að byrja sumarfrí fyrir nokkrum árum og keyrðum norður í Eyjafjörð. Á áfangastað komum við um tíuleytið um kvöldið. Þegar við vorum nýbúnar að koma okkur fyrir hringir síminn og satt best að segja kom það okkur ekki á óvart að það væruð þið á hinum enda línunnar. Eftir stuttar samræð- ur komust þið að því að það væri bara gráupplagt að keyra norður og þá átt- uð þið ekki við daginn eftir, nei, ætl- uðuð bara að leggja í hann í töluðum orðum og það gerðuð þið. Við vorum auðvitað löngu sofnaðar þegar þið komuð en saman áttum við nokkra ógleymanlega daga fyrir norðan. Sjaldnast plönuðum við nefnilega ferðirnar, nema þá sem átti að fara í fyrra. Þá ferð byrjuðum við að skipu- leggja á svipuðum árstíma og þessar línur eru skrifaðar. Fyrsti „fundur- inn“ var haldinn í Arnartanganum en þangað var okkur boðið í dýrlegan kvöldverð. Mættum við þangað með fangið fullt af bókum um Vestfirði, en þangað var ferðinni heitið í það skipt- ið. En sú ferð var aldrei farin af okkur fjórum og vissum við ekki þá, að okk- ar ferðalögum saman var lokið. Hjartans vinkona og frænka, við þökkum þér samfylgdina og þína ómetanlegu vináttu. Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Sigvalda, Valda, Rikka, Alla, Róru Stínu og þeirra fjölskyldum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Það var heiðan morgun. Það var fyrir mörgum árum. Þau gengu tvö eftir gangstéttinni og héldust í hendur móti rísandi sól. Nú ganga þau sinn veginn hvort og haldast í hendur. Haldast í hendur yfir heiðan morgun. (Stefán Hörður Grímsson.) Guð geymi ykkur öll. Ykkar frænkur og vinkonur, Hólmfríður og Kristín. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur  Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Þorvaldsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.