Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Friðþóra Stef-ánsdóttir fæddist á Nöf við Hofsós 4. janúar 1910. Hún lézt í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 17. marz síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dýrleif Einars- dóttir og Stefán Pét- ursson. Systkini Friðþóru voru; Skafti, Pétur, Indriði og Guðveig. Þau eru öll látin. Friðþóra giftist 17. desember 1938 Jóhanni Þorvaldssyni. Hann lézt 9. október 1999. Börn Friðþóru og Jóhanns eru fimm talsins; 1) Sigríður, maki Henning Finn- bogason. Þau eiga tvo syni. 2) Þorvaldur, maki Dóra Sæmunds- dóttir, d. 28. maí 1998. Þau eiga sex börn. 3) Stefanía. Hún á fimm dætur. 4) Indriði, maki Kristjana Björk Leifsdóttir. Þau eiga fjögur börn. 5) Freysteinn, maki Jóna Ágústa Ragnheiðar- dóttir. Þau eiga fjögur börn. Nú eru barna- börnin 21, barna- barnabörnin 41 og barnabarnabarna- börnin 8. Friðþóra lauk kennaraprófi 1931 og fór eftir það með atbeina Kvenfélags- ins Vonar í Siglu- firði til Englands og kynnti sér barna- heimili og rekstur þeirra. Hún veitti svo dagheimili Vonar forstöðu og kenndi við Barnaskóla Siglufjarð- ar 1932 til ’38. Eftir það stundaði hún einkakennslu í mörg ár. Friðþóra starfaði einnig innan bindindishreyfingarinnar um árabil. Útför Friðþóru Stefánsdóttur fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, þriðjudag, og hefst athöfnin klukkan 15. Þau voru mörg sumrin sem maður eyddi á Sigló sem krakki, ég man ekki nákvæmlega hversu mörg en þetta eru með sterkustu æskuminn- ingunum mínum. Amma var ótrúleg kona, ég held að það að eyða þessum sumrum á Sigló hafi sett sitt mark á mína per- sónu á margan hátt. Amma hafði mikinn aga og oft á tíðum fannst mér hún of ströng en agi er gott vega- nesti út í lífið, maður gerir sér bara ekki grein fyrir því fyrr en komið er á fullorðinsár. Þó að hásumar væri alltaf þegar maður var hjá ömmu og afa þá var alltaf lærdómur alla virka daga, alltaf á sama tíma dags og allt var í röð og reglu. Amma kenndi mér 8 ára gamalli alla margföldunartöfl- una og þegar ég mætti í skólann þá um haustið var ég henni þakklát þó ég hafi nú ekki verið sérlega ánægð með að fá ekki að fara út að leika mér á sólskinsdegi fyrir hádegi af því ég átti eftir að þilja upp marg- földunartöfluna, sauma út og svo hjálpa til með hádegismatinn áður en afi kæmi heim úr skógræktinni. Sú mynd sem mér er sterkust af ömmu er hún í brúna sloppnum sín- um með appelsínugulu blómunum umlandi inní eldhúsi að handþeyta skyrið hans afa, hún var mjög mikið í eldhúsinu, það var líka alltaf stútfullt búr af mat og kræsingum og kom maður alltaf heim gildnari um sig heldur en þegar maður kom. Eftir því sem árin komu yfir ömmu og afa þá fannst manni fyrst að maður næði almennilega að kynnast þeim, sér- staklega afa, hann var afar fámáll við mann þegar maður var krakki en síðustu árin sem hann lifði og var mikið í Reykjavík vegna veikinda kom í ljós þessi líka mikli húmoristi, það var frábært að kynnast þeirri hlið á honum en það var öðruvísi með ömmu vegna veikinda hennar. Það er eins og fyrir löngu að hún hætti að átta sig almennilega hver maður var. En svona er lífið og maður verður að þakka fyrir góðu stundirnar og kunna að meta lífið í heild sinni. Nú taka minningarnar við og amma er loksins búin að öðlast frið og núna veit ég að það rifjast heldur betur fyrir henni hver við erum og mun hún fylgjast náið með öllum sín- um. Hvíl í friði, elsku amma. Friðþóra (Adda). Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; Þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta englar Drottins fylgi þér. (Ók. höf.) Siglufjörður hefur ávallt átt sér- stakan sess í hjarta mínu. Þar bjuggu amma og afi á Hverfisgöt- unni og ég og systur mínar vorum tíðir sumargestir hjá þeim í sumar- leyfum okkar. Á kveðjustund sem þessari streyma minningabrotin fram og ylja mér um hjartað. Ég sé fyrir hugskoti mínu litlar stelpur dansa fyrir ömmu á græna teppinu hennar eða „grasinu“, eins og við kölluðum það, og amma liggur á dívaninum sínum og klappar. Systur sem sitja á dívaninum og læra og bíða eftir að amma kalli þær inn í eldhús til að hlýða þeim yfir. Skápurinn á efri hæðinni með öllum bókunum og Æskunum sem við fengum að ganga í að vild. Gönguferðum í kirkjugarð- inn að setja blóm á leiði látinna ást- vina. Margs er að minnast og það gerir manni gott að hverfa í minn- inganna sjóð. Ég man hversu stolt ég var þegar ég fór í æfingakennslu til Siglufjarð- ar og kenndi, ásamt skólasystur minni, í gömlu kennslustofunni hennar ömmu. Það var sérstök til- finning að taka sín fyrstu skref sem kennari í gömlu skólastofunni henn- ar. Þar sem ég er búsett erlendis leið oft langt á milli þess sem ég sá ömmu. Ég heimsótti hana síðast sumarið 2001 með fjölskylduna og nýjasta fjölskyldumeðliminn hana Friðþóru litlu, nöfnu hennar. Andlit ömmu lýstist alltaf upp þegar hún sá börn og þessi heimsókn var engin undantekning. Kóngabrjóstsykurinn var tekinn upp og við áttum góða stund saman. Nú er komið að leiðarlokum. Ég kveð með hinstu kveðju ömmu mína, Friðþóru Stefánsdóttur. Hafðu þökk fyrir allt. Elísabet María Sigfúsdóttir. Í kvöld ég kveiki á kerti og færi mig aftur í tímann, minningar, gleði og þegar barnshjartað mitt sló óáreitt. Þegar Elvis Presley dó kveikti amma á kerti. Ég man hvað ég öfundaði Elvis af að eiga sama afmælisdag og amma, því hún var stjarnan í mínum augum. Ég vil þakka þér, amma, fyrir að hafa nestað mig fyrir lífið. Í kvöld kveiki ég á kerti, set Elvis á fóninn og hugsa til þín. Birgir. Elsku amma á Sigló. Ósjálfrátt sé ég þig fyrir mér sitj- andi á trékollinum þínum í bláa eld- húsinu á Hverfisgötunni, horfandi á flokkinn þinn matast, það fékk eng- inn að fara svangur frá þínu borði. Ég man sumar, ég man vetur, ég man lærdóm, ég man leik. Þú varst stundum ströng en alltaf sanngjörn og af hrósi og hvatningu áttir þú nóg. Sálmarnir sem að þú hummaðir með sjálfri þér hljóma ennþá í huga mér eins og hefði verið í gær. Cheer- iosið í plastpokanum og vanillu- hringirnir, allt á þetta sinn stað í minningunni. Ég man líka, þegar þú bjóst hjá okkur í Ljósheimunum. Við sátum oft við eldhúsborðið, þú last upp og ég skrifaði, þú hélst mér við efnið. Þá var þetta hin mesta þraut, í dag ljúf minning. Þú hafðir yfirleitt ekki mörg orð um hlutina og ég vil fara að dæmi þínu, en tala í staðinn til þín í bænum mínum. Guð blessi þig, amma mín. Þinn Ómar. Siglufjörður var staður ævintýr- anna á sjötta áratugnum. Að minnsta kosti í augum fjögurra ára snáða sem þá fór til sinnar fyrstu sumardvalar hjá afa og ömmu í Siglufirði. Allt var öðru vísi en fyrir sunnan. Ferðin yfir Skarðið, gegn- um margra metra há snjógöng, var ógleymanleg. Þar opnaðist útsýnið yfir fjörðinn fríða sem varð miðdepill tilverunnar næsta áratuginn. Húsið okkar, Nöfin, stóð í flæðarmálinu og síldarplanið var þar fyrir framan. Vorlyktin var sérstök, blanda af sjávarilmi, málningar- og tjörulykt sem tengdist vorverkunum. Snemm- sumars kom síldin og með henni mörg hundruð manns. Nöfin og hin- ar söltunarstöðvarnar í Siglufirði ið- uðu af lífi nánast allan sólarhringinn. Afi karlinn, hann Skafti á Nöf, gekk reistur um planið sitt í blárri dugg- arapeysu og smekkbuxum með six- pensara á hausnum. Í stillum lagðist yfir bæinn reykurinn frá Rauðku og SR. Sá reykur var tákn um velsæld enda mörg ár í að orðið mengun fengi merkingu í málinu. Allir unnu sem vettlingi gátu valdið, jafnt þeir sem fullorðnir voru og þeir sem enn voru á barnsaldri. Verkalýðsfélagið Vaka gaf út aldurstengda kauptaxta þar sem fyrst var tilgreint fullorð- inskaup, en svo kaup fyrir 14–16 ára, 12–14 ára og loks 10–12 ára. Nú telst það víst barnaþrælkun að láta 10 ára börn vinna fyrir sér og ekkert verka- lýðsfélag myndi leita eftir kjara- samningi fyrir börn á þeim aldri. Kannski varðar slíkt við lög. En þótt vinnan hefði forgang í flestu vildu afi og amma samt tryggja að sonarsonurinn fengi ein- hverja fræðslu. Þess vegna var gutt- inn sendur klukkan fjögur alla virka daga til afasystur sinnar upp á Hverfisgötu. Þar bjó frænka, Frið- þóra Stefánsdóttir frá Nöf, ásamt manni sínum Jóhanni Þorvaldssyni, skólastjóra og skógræktarfrömuði, og börnum þeirra Sigríði, Þorvaldi, Stefaníu, Indriða og Freysteini. Friðþóra var frábær kennari. Hún var í senn þolinmóð og lagin og hafði þann góða sið að tala af viti við börn. Þegar ég lít til baka finnst mér að frænka hafi haft endalausan tíma til þess að sinna mér á þessum árum og man ekki til þess að af vörum hennar hafi nokkru sinni hrokkið styggð- aryrði til mín. Í minningunni er Frið- þóra frænka á sínum stað, jafnlynd og brosmild. Mér finnst hún helst hafa sýnt merki um geðshræringu þegar tilkynnt var í útvarpinu að næsta lag syngi Sigurður Ólafsson. Svo mjög dásamaði frænka söng Sigurðar að ég taldi víst að þar færi fræknasti söngvari sögunnar. Þau eru alltof mörg árin frá því ég heimsótti frænku síðast. Þá tók hún glöð á móti okkur hjónum og elstu börnum okkar. Mér fannst við setj- ast inn í horfinn heim þegar við sett- umst við gamla eldhúsborðið hjá frænku á Hverfisgötunni. Hún opn- aði dós af niðursoðnum, blönduðum ávöxtum og bar okkur ís með. Sama rósemin, velvildin og væntumþykj- an. Að leiðarlokum vil ég þakka þér kæra frænka fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og bið góðan Guð að geyma þig. Gestur Jónsson. Í dag verður amma á Sigló til moldar borin. Minningar frá æsku- árunum leituðu á hugann þegar mér bárust þau tíðindi 17. mars, á afmæl- isdegi Viktors Andra, að nú væri hún loks komin yfir móðuna miklu. Amma var fyrir löngu tilbúin að kveðja þennan heim, lífsverki henn- ar var lokið. Veikindi og hár aldur höfðu valdið því að þessi athafna- sama og sterka kona gat ekki lengur hugsað um sig sjálf. Nú er hún loks komin til afa og hennar Böldu sinnar og samgleðst ég henni þeim friði og hvíld sem hún hefur nú loks fengið. Við systurnar fórum oft á sumrin til afa og ömmu á Sigló og eigum við margar minningar frá þeim tíma. Skógræktarferðirnar með afa voru ófáar og amma sá um að þjálfa okkur og æfa í lestri, skrift, saumaskap ásamt ýmsum fínhreyfiverkefnum við misgóðar undirtektir (við vorum jú í skólafríi). Í minningunni eru notalegustu stundirnar mínar með ömmu þegar við systurnar sátum við borðið að teikna, lita í litabækur eða skrifa bréf heim og amma sat á beddanum og raulaði eða söng lögin þeirra Hauks Morthens og Villa Vill. Amma lét sér ávallt annt um ann- að fólk og þá sérstaklega þá sem minna máttu sín í lífinu. Ég elskaði að horfa á ljósmynd af henni á sínum ungu árum þar sem hún leiðir tvö fá- tæklega klædd og óhrein börn – á meðan sagði hún mér ýmsar sögur af því hvernig hún hjálpaði og annaðist börnin. Myndin er frá þeim tíma sem amma nam uppeldisfræði í Eng- landi. Þegar ég hóf svo nám í þroska- þjálfun hafði amma mikið dálæti af því að fræða mig um laka stöðu fatl- aðra og bagalegt viðhorf manna vegna fáfræði í þeirra garð í gamla daga – ég hlustaði og drakk í mig reynslusögur hennar af þessu tagi. Ég kveð hinsta sinni ömmu mína, Friðþóru Stefánsdóttur. Hafðu þökk fyrir allt. Inga Birna Sigfúsdóttir. Í dag er við kveðjum ömmu á Sigló hinstu kveðju reikar hugurinn til baka á Hverfisgötu 4. Í minning- unni var það stærst allra húsa, æv- intýri líkast á heilum þremur hæð- um, með dularfulla stigann upp á þriðju hæð, þar réð amma ríkjum með sitt stóra matarbúr og enn stærra hjarta. Hverfisgatan var ekki bara merkileg fyrir þær sakir að þar bjuggu amma og afi heldur líka vegna þess að þetta hús hafði amma ung að árum sjálf byggt með systur sinni og móður. Amma var alltaf stór hluti af mínu lífi og lagði hún mikið upp úr því að halda fjölskyldunni saman. Við krakkarnir fórum á sumrin á Sigló en ekki gekk það þrautalaust að keyra með fullan bíl af bílveikum börnum alla leiðina norður, enda oft- ast byrjað á að skríða beint í ból hjá ömmu til að jafna sig eftir ferðalagið. Ég hafði mikla matarást á ömmu, hrefnukjötið hennar var það besta af öllu góðu, og alltaf var vel útilátið nestið góða og mjólkin tilbúin á flösku þegar lagt var af stað arkandi með afa út í skógrækt. Allir í fjölskyldunni kannast vel við það að engan sendi amma í burtu eftir heimsókn á Sigló nema vel nest- aðan, með a.m.k soðbrauð, smjör og hangikjöt. Þeir rifjast ljúflega upp dagarnir sem við amma áttum saman við lest- ur eða saumaskap og þau voru ekki fá saumastykkin sem stolt stelpa kom með heim á Seyðisfjörð eftir veturinn sem ég dvaldi hjá ömmu og afa. Amma var mjög söngelsk, alltaf raulandi að mér fannst, og mörg voru þau lögin sem við krakkarnir lærðum í mjúkri kjöltu hennar. Er mér hugleiknast lagið „Fullvel man ég 50 ára sól“ og ljúft er að minnast gamla góða glampans sem kom í augu ömmu nú síðasta haust er við sátum saman á hjúkrunardeild Sjúkrahúss Siglufjarðar, rifjuðum upp og sungum saman ásamt börn- unum hennar einmitt þetta lag. Þessa minningu ásamt hafsjó af fleirum geymi ég nú í hjarta mínu. Kveð þig, elsku amma, með mikl- um söknuði en þakklátum huga fyrir að hafa átt þig að. Blessuð sé minning þín, amma mín. Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir og fjölskylda. FRIÐÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð, hlýju og vinarhug með kveðjum, skeytum og blómum, vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, ÓLAFS MARS ÁMUNDASONAR. Innilegar þakkir til alls starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Hvammstanga fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Benediktsdóttir. Ástkær móðir okkar, MARGRÉT KR. MELDAL, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum sunnudaginn 23. mars. Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 28. mars kl. 13.30. Hjalti Jóhannesson, Kristmundur Jóhannnesson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR SIGURÐARDÓTTUR, Tangagötu 11, Stykkishólmi. Guð blessi ykkur öll. Agnar Olsen, Rafnhildur Jóhannesdóttir, Kristín Jónsdóttir, Níels Br. Jónsson, Ágúst Jónsson, Bryndís Bjarnadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Sigrún Sævarsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.