Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss, Skógafoss, Helgafell, Bremon og Antares koma í dag. Andromeda fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun kemur Brem- on. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamra- borg 20a. Fataút- hlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leir- list og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postulínsmálun, kl. 14 söngstund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13– 16.30 opnar handa- vinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bóka- bíllinn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ, spjallfundur um byggingarmál eldri borgara í safn- aðarheimilinu á morg- un, 26. mars, kl. 20. Skrifstofan er opin á þriðjudögum kl. 10– 12. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Brids, saumur og pútt kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Alkort spilað kl. 13.30. Mið- vikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Söngvaka kl. 20.45. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. „Ljós í glugga“ í kvöld kl. 20. Hláturklúbbur Gull- smára hittist kl. 20– 21.15. Fólk úr fé- lagsstarfinu sýnir fatnað á tískusýningu á morgun kl. 14 í sam- vinnu við Debenhams og No Name. Allir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 10.30 söngur við píanóið, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund, kl. 14.30 spænska. Fóta- aðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10.15–11.45 enska. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postulínsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa saln- um kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digraneskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Þjóðdansafélagið. Op- ið hús í kvöld kl. 20.30, gömlu dans- arnir. Allir velkomnir. Í dag er þriðjudagur 25. mars, 84. dagur ársins 2003, Maríu- messa á föstu, heitdagur. Orð dagsins: Allt sé hjá yður í kærleika gjört. (I.Kor. 16, 14.) Ýmsir kirkjunnarmenn hafa gagnrýnt stuðning Íslands við að- gerðir gegn Íraksstjórn. Jakob Ágúst Hjálm- arsson dómkirkjuprestur er þar ekki undantekn- ing, en hann gagnrýndi afstöðu stjórnvalda í út- varpsprédikun á sunnu- dag.     Sr. Jakob sagði m.a.:„Stríð er hafið í Mið- austurlöndum. Eftir rækilega umfjöllun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og aðgerðir sem flest benti til að væru að skila árangri taka nokkrar þjóðir und- ir forystu Bandaríkjanna sig út úr alþjóða- samfélaginu, þar á með- al okkar eigin, og fara í hernað gegn Írak. Þetta er sorglegt fyrir margra hluta sakir. Það er dapurlegt til þess að hugsa að þjóðir heims skuli ekki vilja nota vett- vang Sameinuðu þjóð- anna til þess að leiða málefni af þessu tagi til lykta. […] Kaþólskir og mótmælendur hafa talað í einum kór um það hversu ranglátt þetta stríð er, þó aldrei sé nema satt að andstæð- ingurinn sé fyrirlitlegt illmenni og harðstjóri sem kúgar þjóð sína með aðstoð sinna nóta.“     Fordæming dóm-kirkjuprestsins var þó ekki fyrirvaralaus: „Til þess að allrar sann- girni sé nú gætt þá er þó til neyðarréttur sem sér- hver maður hefur til þess að fylgja djúpri sannfæringu sem hann hefur til þess að skerast í leikinn ef hann er í góðri trú að geta bjarg- að vondum aðstæðum, jafnvel í trássi við aðra. Þeim rétti fylgir hins vegar alvarleg ábyrgð á afleiðingunum sem hann tekur á sig um leið. Þannig verður að halda slíkum aðila við ábyrgð sína og krefja hann svara síðar fyrir verk sín og bæta það tjón sem hann kann að hafa valdið með frum- kvæði sínu. Jákvæðar málalyktir munu að vísu verða vörn, en neikvæð- ar að sama skapi áfell- isdómur. Undir öllum kringumstæðum getur hann ekki hætt við hálfnað verk og verður að endurvinna traust sitt og það mun krefjast fórna. Það liggur því rík skylda á íslensku rík- isstjórninni að standa að myndarlegum aðgerðum til enduruppbyggingar í Írak að stríðinu loknu. Við höfum vel efni á þeim út af fyrir sig og gætum ella frestað jarð- gangagerð til þess að standa straum af kostn- aðinum. Við Íslendingar ættum að vera skuld- bundin friði umfram aðrar þjóðir og af sömu ástæðu að vera skuld- bundin vettvangi Hinna sameinuðu þjóða. Við er- um smáþjóð og ófær um að gæta hags okkar án ríks stuðnings réttar í alþjóðasamfélaginu og velvildar allra þjóða sem okkur þekkja.“ STAKSTEINAR Neyðarréttur og ábyrgð á afleiðingunum Víkverji skrifar... HVER kannast ekki við foreldraeða tengdaforeldra sem aldrei hafa náð tökum á tilteknum tækni- nýjungum, s.s. fjarstýringum fyrir sjónvarp og myndbandstæki? Yngri kynslóðir brosa gjarnan að slíku, hrista höfuðið og henda létt gaman að þegar „gamla fólkið“ heyrir ekki til. En það kemur að því að unga fólk- ið eldist og við tekur ný kynslóð ung- menna sem horfir í forundran á kyn- slóð foreldra sinna, þegar tækni er annars vegar. Víkverji lítur ekki á sig sem gaml- an. Hann á enn þó nokkuð í að verða fertugur. Hann telur sig jafnframt vera þokkalega tæknilega sinnaðan og á yfirleitt ekki í vandræðum með tölvur, forrit og annað af því tagi. Stundum kippir níu ára dóttir hans honum þó rækilega niður á jörðina. „Pabbi, hvaða tölvuleikur var vin- sælastur þegar þú varst krakki?“ spurði þannig barnið á dögunum og faðirinn varð að stynja því upp úr sér að tölvur hefðu vart verið til á æsku- árum hans og alls ekki á heimilum. Það var ekki fyrr en Víkverji var kominn eitthvað áleiðis með tánings- árin sem leikir á borð við Pacman, sem þótti byltingarkenndur á sínum tíma, fóru að sjást á heimilum. Svipurinn sem mætti Víkverja er hann ljóstraði þessu upp var slíkur að helst hefði mátt halda að hann hefði lýst því yfir að hann hefði alist upp í torfkofa. „Engar tölvur … þú ert að grínast pabbi,“ sagði hún vantrúuð. x x x STÚLKAN er þegar farin aðkenna yngri systur sinni með- höndlun músar í einfaldari tölvu- leikjum og vafrar um Netið eins og ekkert væri sjálfsagðara. Jafnvel stundum þannig að Víkverja er hætt að lítast á blikuna. Á dögunum kom hann að dótturinni og vinkonu henn- ar inni á spjallrás þar sem hún var farin að „tjatta“ á fullu. Það fór ekki á milli mála að þarna voru aðallega á ferðinni unglingar í stefnumóta- hugleiðingum. Þetta leist Víkverja ekki á og hélt fyrirlestur þar sem hann brýndi fyrir ungu konunni að það væri ekki allt sem sýndist á Net- inu. Stundum væri flagð undir fögru skinni og ljótir kallar reyndu að plata ungar stúlkur. Næst þegar hann kom að stúlk- unum í netspjalli höfðu þær skráð sig inn sem unglingspilta til að villa um fyrir ljótu köllunum. Lentu þær hins vegar í basli þegar unglingsstúlkur vildu vita frekar um hagi þeirra. Víkverji sér fram á að það muni ekki líða langur tími þar til dætur hans verða komnar langt fram úr honum í tölvu- og tækniþekkingu. Hann sér fram á að verða aðhláturs- efni yngri kynslóðarinnar um árabil vegna einhverra klaufalegra mistaka í glímunni við tæknina. Hann er því hættur að hlæja að tengdaföður sín- um þegar hann reynir að skipta um rás með rangri fjarstýringu eða gleymir að slökkva á símsvaranum þegar hann svarar í símann. Leyfum hægri beygj- ur á rauðu ljósi VIL ég lýsa yfir stuðningi mínum við tillögu þing- mannanna Hjálmars Árna- sonar og Vilhjálms Egils- sonar um að leyfa hægri beygju á rauðu ljósi. Það ætti hver maður að sjá að þetta mun flýta gífurlega fyrir umferð og minnka álag á annatíma. Ég skil ekki hvað samtök hjólreiða- manna hafa á móti þessu þar sem ég sé ekki alveg hvernig þetta mál varðar þá. Ef tekin er hægri beygja á grænu ljósi er keyrt í veg fyrir gangandi vegfarendur þar sem það er grænn kall hjá þeim og sama má segja ef tekin er vinstri beygja á grænu ljósi, tel ég það vera miklu hættulegra en að taka hægri beygju á rauðu ljósi. Ökumaður. Fegurðin kemur að innan MEÐ Morgunblaðinu fimmtudaginn 13. mars sl. kom út auglýsingabækling- ur frá versluninni Stasia. Sérhæfir þessi búð sig í föt- um fyrir kvenmenn í yfir- stærðum. Í bæklingnum eru aðeins tvær fyrirsætur og báðar alveg bráðmyndarlegar. Þegar ég skoðaði bækling- inn betur sá ég að á hverri einustu opnu var yfirskrift- in; „Fegurðin kemur að innan“. Ég spyr: Er þéttara fólk- ið ómyndarlegra en hið grennra? Hver ákveður hvað er fallegt og hvað er ljótt? Er verið að segja að þær séu ófríðar, að „feitt“ fólk sé ljótt eða er verið að tala um að þetta séu ljót föt? Skrítið finnst mér að verslun sem sérhæfir sig í fötum fyrir kvennmenn í yfirstærðum skuli vera með svona STÓR orð og finnst mér það vanvirðing við þessar huggulegu konur að gefa út auglýsingar með þessari yfirskrift. 280183-5559. Dýrakirkjugarður ÉG bara spyr. Hvenær á að koma kirkjugarður fyrir dýr? Ég þurfti að láta svæfa tík sem ég var búin að eiga í sjö ár og mér var sagt að eina leiðin sem ég hefði til að losna við hana væri að láta urða hana fyrir utan Mosfellssveit einhvers staðar. En hún var svo stór hluti af mér og mikill vinur að ég gat ekki hugsað mér það og sem betur fer hef ég garð fyrir utan húsið mitt svo ég gat tekið hana heim og jarðað hana þar. Hvernig væri að nota Heiðmörk fyrir kirkjugarð fyrir dýrin sem fólk elskar? Þar eru margir fallegir staðir sem koma til greina. Það væri yndislegt að hitta góða vini eins og dýrin á fallegum stað eins og Heið- mörkinni þar sem nóg er plássið. Hvet ég fólk til að hugsa þetta mál og endi- lega koma þessu af stað strax. Dýravinur. Stúlkan sem varð fyrir bíl FORELDRAR litlu stúlk- unnar sem varð fyrir bíl á gangbrautinni á Þórunnar- stræti á Akureyri sl. fimmtudag eru beðnir að hafa samband við eiganda bílsins í síma 462 2529. Tapað/fundið Gullarmbandskeðja týndist Gullarmbandskeðja týndist 31. janúar á leiðinni frá Reykjavíkurvegi 50, við eða í Iðnskólanum, Læknamið- stöðinni Smáratorgi eða Fjarðarkaupum. Eigandi saknar armbandsins mikið því það hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 555 0923. Góð fundarlaun. Dýrahald Hundur fæst gefins MOLI er 15 mánaða blend- ingur (íslenskur/collier) sem fæst gefins vegna hús- næðismála eiganda. Áhuga- samir hringi í 864 6438. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Í PISTLI birtum í Velvakanda þriðjudaginn 18. mars. sl., „Í fylgd með fullorðnum“, er vikið að reglum þeim sem gilda á sundstöðum Reykjavíkurborgar um á hvaða aldri börnum beri að fylgja sínu kyni í búnings- og bað- klefum. Það skal upplýst hér að á sundstöðum borg- arinnar gildir sú regla að miða við grunnskólaaldur, það er að segja frá 6 ára aldri. Bent skal á í þessu sambandi að í fyrsta bekk grunn- skóla hefst sundkennsla og er þá ætlast til þess að börn geti að mestu bjargað sér sjálf í búnings- og baðklefum með aðstoð og handleiðslu starfsfólks sundstaða. Með kveðju og ósk um birtingu. Erlingur Þ. Jóhannsson, íþróttafulltrúi. Í fylgd með fullorðnum LÁRÉTT 1 fjölkunnugar, 8 furða, 9 svæfill, 10 tvennd, 11 batni, 13 ójafnan, 15 rófa, 18 faðir, 21 keyri, 22 sjáum, 23 sér- stakt spil, 24 illmennis. LÓÐRÉTT 2 augabragð, 3 ómerki- leg manneskja, 4 urga, 5 óbeit, 6 samsull, 7 ósköp, 12 gagn, 14 sefa, 15 vers, 16 skeldýr, 17 vanin, 18 töflu, 19 svefn, 20 svelg- urinn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 aftek, 4 hálms, 7 vitur, 8 rofin, 9 gæf, 11 krap, 13 gata, 14 eiðar, 15 flóð, 17 ófár, 20 þrá, 22 rýmka, 23 topps, 24 narri, 25 korði. Lóðrétt: 1 atvik, 2 totta, 3 körg, 4 horf, 5 lofta, 6 sunna, 10 æfður, 12 peð, 13 gró, 15 farin, 16 ósmár, 18 fipar, 19 risti, 20 þari, 21 átök. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.