Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVID Beckham til Real Madrid? Þetta er spurning sem stuðnings- menn Manchester United velta sér upp úr þessa dagana en orðrómur hefur verið á kreiki um að Evr- ópumeistarar Real Madrid ætli að reyna að klófesta fyrirliða enska landsliðsins í sumar. Spænski markvörðurinn Ric- ardo, sem er á mála hjá Manchester United, segir í viðtali við enska blaðið News Of The World að Flor- entino Perez, forseti Real Madrid, hafi spurt sig um David Beckham og hann sé á óskalista Perez yfir þá leikmenn sem hann vilji fá til sín í sumar. „Beckham yrði rjóminn ofan á köku Real Madrid,“ sagði Ricardo við spænska útvarpsstöð um helgina og bætti því við að Beck- ham hefði spurt sig hvernig væri að búa á Spáni og lifa í Madrid. „Ég sagði við Beckham að ef hann færi til Real Madrid myndi hann aldrei vilja fara þaðan. David Beckham er frábær leikmaður sem ég held að myndi falla vel inn í stjörnum prýtt lið Madrid,“ sagði Ricardo. Real Madrid og Manchester Unit- ed drógust sem kunnugt er saman í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar og hver veit nema þá taki forseti Real Madrid upp þráðinn og reyni að lokka Beckham til Madrid og spila með Ronaldo, Luiz Figo, Ro- berto Carlos, Zinedine Zidane og Raúl svo einhverjir séu nefndir. „Beckham yrði rjóminn á köku Real Madrid“ MIKIÐ hefur verið ritað og rætt um keppnisfyrirkomulag Íslands- mótsins í körfuknattleik á undan- förnum misserum og á spjall- og heimasíðum félaga undanfarnar vikur hefur þessi umræða verið áberandi. Við fyrstu sýn virðist nú- verandi fjöldi liða í efstu deild og keppnisfyrirkomulagið vera aðal- umræðuefnið. Flestir vilja fækka liðum úr tólf í tíu og einhverjir hafa stungið uppá því að hafa átta liða úrvalsdeild en eru allir sammála um að fækka þurfi liðum í efstu deild. Úrslitakeppnin hefur einnig ver- ið til umræðu og hafa komið upp hugmyndir í þá veru að leika Ís- landsmótið án úrslitakeppninnar og hverfa aftur til fyrirkomulags sem var ríkjandi fyrir tveimur áratugum – en nú fer fram úrslitakeppni í körfuknattleik í 20. sinn á Íslandi. Sá sem þetta skrifar hefur áður látið í ljós þá skoðun sína að breyt- inga sé þörf á keppnisfyrirkomu- laginu og tel ég að best væri að leika fjórfalda umferð á milli átta liða og hafa enga úrslitakeppni, alls 28 leiki á lið. Áhugi almennings á kappleikjun- um hefur farið dvínandi – hverju sem um er að kenna og má segja að allt að sex til sjö mánaða „for- keppni“ fái fólk ekki til þess að flykkjast í íþróttahús landsins. Margir telja að afturhvarf til átta liða deildar og án úrslitakeppni verði til þess að einhver lið stingi af um mitt Íslandsmót og það verði lít- ið spennandi fyrir vikið. Eflaust gæti það gerst en ef tekið er mið af gangi mála frá árinu 1979 og fram til dagsins í dag er lítil „hætta“ á slíku. Aldrei hefur liði tekist að vinna alla leiki sína á Íslandsmóti frá þessum tíma, Njarðvíkingar kom- ust nærri því tímabilið 1994–1995 er þeir unnu 31 leik og töpuðu aðeins einum. ÍR og Grindavík komu þar næst, sjö sigurleikjum á eftir Njarðvíkingum. Keflvíkingar og Grindvíkingar hafa einnig náð að rífa sig frá öðrum liðum og unnið deildarmeistaratit- ilinn með nokkrum yfirburðum. Keflavík í tvígang 1993 og 1999 en Grindavík árið 1998. Önnur keppnistímabil hefur hins vegar verið spennandi barátta um efsta sætið þar sem aðeins tvö stig hafa oftar en ekki skilið á milli og í einhverjum tilvika hafa lið verið jöfn að stigum í efsta sæti. Tímabil- ið 2000–2001 enduðu þrjú lið með 73% vinningshlutfall og skildu inn- byrðisviðureignir þeirra á milli þar sem Njarðvík hafði betur gegn Tindastól og Keflavík. Að sama skapi hefur það gerst í tvígang að lið í efstu deild hefur „orpið eggi“ á tímabilinu og fallið án þess að leggja andstæðinga sína að velli og ekki fengið eitt einasta stig. Fram reið á vaðið árið 1985 og Stjarnan tapaði 22 deildarleikjum árið 2001. Fallbaráttan hefur ekki verið hörð á undanförnum árum og í tíu eða tólf liða deild hefur það verið regla frekar en undantekning að eitt lið hefur skorið sig úr í neðsta sæti deildarinnar og aðeins unnið 1–3 leiki á tímabilinu. Baráttan um frítíma almennings hefur aldrei verið harðari og er sama hvar drepið er niður fæti – samkeppnin er mikil. Ætli íþrótta- félög sér að ná hylli almennings verður „framleiðsluvaran“ að vera áhugaverð, skemmtileg og spenn- andi. Núverandi keppnisfyrirkomulag er það ekki og þarf kjark til þess að hverfa aftur til fortíðar og taka upp „gamalt“ en gott fyrirkomulag. Spyrja má af hverju Spánverjar og Þjóðverjar leika eftir slíku fyr- irkomulagi í efstu deild í handknatt- leik. Þjóðverjar gera slíkt hið sama í tveimur efstu deildunum í körfu- knattleik þar sem 2. deildin er tví- skipt og 28 lið keppa um tvö sæti í efstu deild. Íslandsmótið í knattspyrnu er nærtækasta dæmið um vel heppnað fyrirkomulag – þar hafa lið vissu- lega rifið sig frá öðrum liðum og nánast verið með titilinn í höndun- um í lokaumferð mótsins en samt sem áður virðist það ekki hafa þau áhrif að áhugi almennings dvíni – þvert á móti. Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvort ytri aðstæður hafi meiri áhrif á áhugaleysi almennings á Íslands- mótinu í körfuknattleik. NBA- deildin hafi komið inn sem storm- sveipur á árunum 1990–1995, með Michael Jordan fremstan í flokki. Draumalið Bandaríkjamanna á Ól- Færið er tíu metrar og með riffliþarf að hitta í 4,5 sentimetra skífu, tíu stig fást fyrir innsta af tíu hringjum og síðan stigi minna eftir því sem fjær dregur. Í skammbyssuflokki þarf að hitta 15,5 sentimetra skífu. Í fyrri hlutanum fá keppendur 75 mínútur í 60 skot og komast 8 efstu í úrslit, að því gefnu að keppendur séu nægilega margir. Fyrirkomulagið í úrslitum er á allt öðrum forsendum, þá fá keppendur tíu skot og 7 sekúndur í hvert. Það tekur rækilega á taug- arnar og mátti sjá menn svitna og titra enda hefur hjartsláttur mælst 170 slög á mínútu. Sem fyrr segir skiptust Guð- mundur og Anton á um forystu en Hannes Tómasson fylgdi þeim fast eftir. Í úrslitunum hafði Anton for- ystu en fékk aðeins 8 stig í 6. skoti og missti við það einbeitingu og 8,3 í 7. skoti. Á meðan hélt Guðmundur sínu striki en brást bogalistin í 9. skoti og fékk aðeins 7,4 stig svo að Anton náði forystu á ný en minna en stig skildi þá að. Í tíunda skoti réðust úrslit þegar Guðmundur fékk 9,5 stig en Anton 8,5. „Þetta tók mjög á taugarnar því hvert skot var orðið mjög mikilvægt og það reynir aldrei eins mikið á taug- arnar og í úrslitum,“ sagði Guð- mundur eftir mótið. „Það er hægt að slaka á og jafna út spennuna í aðalkeppninni en hún blossar upp í úrslitum, sérstaklega þegar menn eru svona jafnir. Maður gerði sér grein fyrir því að við vorum að skiptast á um forystu en vissi ekki um stöðuna. Þegar ég hitti aðeins í sjö í næstsíðustu umferð hélt ég að þetta væri búið hjá mér en svo var ekki.“ Í kvennaflokki með loftskamm- byssu voru 6 keppendur og fengu 40 skot á 75 mínútum í fjórum um- ferðum. Ingibjörg byrjaði vel og hélt forystu til sigurs. „Mér hefur aldrei gengið svona vel í keppni áð- ur og einu stigi undir markmiðinu sem ég setti mér fyrir mótið en er ánægð með það,“ sagði Ingibjörg. Carl J. Eiríksson varð Íslands- meistari í riffilskotfimi, 60 skot liggjandi, sem fór fram í Digranesi á sunnudag – hann fékk 594 stig af 600 mögulegum. Þess má geta að ólympíulágmarkið er 587 stig. Morgunblaðið/Stefán Sigurvegarar á Íslandsmótinu í skotfimi með loftbyssum 2003. Í neðri röð eru Ingibjörg Ásgeirs- dóttir og Guðmundur Kr. Gíslason sem hittu best með loftskammbyssu. Fyrir miðju í efri röð er Ásgeir Sigurgeirsson, sem vann unglingaflokk með loftskammbyssu, og við hlið hans eru Jórunn Harðardóttir og Guðmundur H. Christensen, sem unnu með loftriffli. Boðið upp á mikla spennu ÖRFÁUM millimetrum munaði þegar úrslitin á Íslandsmótinu í skot- fimi með loftskammbyssum og rifflum fóru fram í Laugardalshöll á laugardaginn. Anton Konráðsson frá Skotfélagi Ólafsfjarðar hafði titil með skammbyssu að verja en Guðmundur Kr. Gíslason úr Skot- félagi Reykjavíkur þjarmaði rækilega að honum og eftir 10 skot í úr- slitum fékk Guðmundur 649,3 stig en Anton 0,4 minna. Ingibjörg Ásgeirsdóttir úr íþróttafélagi lögreglunnar sigraði í kvennaflokki með loftskammbyssu. Alls voru keppendur 24 og þar af 7 konur en þær hafa aldrei verið fleiri. Stefán Stefánsson skrifar Förum aftur til fortíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.