Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 50
Óskarsverðlaunahátíðin var með fremur hefðbundnu sniði ÞÓTT dans- og söngvamyndin Chicago hafi verið ótvíræður sig- urvegari 75. Óskarsverðlaunahátíð- arinnar var það Píanistinn sem stal senunni. Myndin fékk reyndar að- eins þrenn verðlaun á meðan Chicago tók sex en í öllum tilfellum kom sigur Píanistans á óvart. Fáir höfðu t.a.m. búist við því að Ósk- arsakademían myndi leggja blessun sína yfir Roman Polanski sem besta leikstjórann í ljósi þess að hann hefur verið í útlegð frá Bandaríkjunum í aldarfjórðung, eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa sængað hjá stúlku und- ir lögaldri. Adrien Brody, sem val- inn var besti aðalleikarinn í karl- hlutverki, hafði reyndar verið sagður sá sem helst gæti stolið styttunni frá Daniel Day-Lewis og Jack Nicholson en á viðbrögðunum á hátíðinni mátti vel merkja að fæstir höfðu trú á að honum myndi takast það. En engir fögnuðu því þó meira en þeir heiðursmenn sem einnig voru tilnefndir. Brody ber líka Píanistann uppi, hefur hana á hærra plan, með einni af þessum leikframmistöðum, sem um verður rætt er fram líða stundir. En segja má að það hafi þeir allir átt sam- eiginlegt karlarnir sem tilnefndir voru, sérstaklega Nicholson úr Varðandi Schmidt, Day-Lewis úr Gengjum New York-borgar og Michael Caine úr Þögla Amerík- ananum, allir sýndu þeir frábæran leik og hefðu átt meiri séns væru myndirnar sterkari og ef þeim hefði gengið betur almennt á Ósk- arshátíðinni. Hinn 29 ára Brody hefur aldrei áður verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en hefur löngum verið talinn með efnilegri leikurum Bandaríkjanna. Ekki ein- asta er hann yngstur allra til að vinna Óskar sem besti aðalleikarinn heldur er hann einnig sá fyrsti til að vinna sigur á fjórum leikurum sem þegar hafa fengið Óskara. „Allt þetta á ég mömmu og pabba að þakka,“ sagði hann í langri og tilfinningaþrunginni ræðu, þar sem hann sagðist biðja Guð, Allah eða hvaða æðri máttarvöld sem væri um heimsfrið. Þriðju verðlaunin sem féllu Píanistanum í skaut fóru svo til Í skugga stríðsátaka fór 75. Óskarsverðlaunahátíðin fram með nokkuð hefðbundnu sniði á sunnudag í Kodak-leikhúsinu í Los Angeles. Skarphéðinn Guðmundsson rekur markverðustu tíðindi. Chicago sigraði á meðan Píanistinn stal senunni D) '                                                                  !   !  " !   Greinilegt var á sterkum viðbrögðum Adriens Brodys að hann hafði alls ekki búist við að sigra. Í geðshræringu sinni kom hann svo Halle Berry í opna skjöldu, er hún veitti honum Óskarinn fyrir besta leik í aðal- hlutverki, með því að smella á hana einum ekta bíómyndakossi. 50 ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 7. B.i. 16.  HJ MBL Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 3.40 og 8. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45 og 5.50. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. kl. 8 og 10.20 Eingöngu sýnd í LÚXUSSAL kl. 4. B. i. 12. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd!  HJ MBL  Radíó X X-IÐ Frá Óskarverð- launahöfunum James Cameron sem leikstýrði Titanic og Steven Soderberg sem leikstýrði Traffic kemur einstætt meistaraverk. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd! Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A.BESTA MYNDIN Fæst í öllum betri bókabúðum PARKER Frontier í glæsilegr i gjafaösk ju: 1795kr. T IL B O Ð BARDAGAKAPPINN Steven Seagal klekkti nýverið á mafíósum sem ætluðu að kúga út úr honum fé. Glæponarnir voru fyrir dómstólum fundnir sekir um að hafa reynt að þröngva Seagal til að greiða sér tvær milljónir punda. Sendisveinar Gambino-glæpafjöl- skyldunnar eiga að hafa skipað Seagal að afhenda þeim upphæðina á vafasömum veitingastað í Brook- lyn og á víst að hafa litlu munað að illa færi fyrir hinum fima Seagal. En hann er vitaskuld öllu vanur og búinn að lumbra á ófáum skúrk- unum í kvikmyndum sínum og var því vitaskuld ekki að láta ósvífna glæpona komast upp með að þjarma að sér. Ekki fylgir sögunni hvort Seagal greip til einhverra af þeim ótal fornu bardagalistum sem hann kann, í samskiptum sínum við mafíósana. Steven Seag- al: Maðurinn sem skúrk- arnir óttast. Seagal lætur ekki vaða yfir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.