Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 36
36 B ÞRIÐJUDAGUR 25. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR KVISTABERG - INNB. BÍLSK. Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er múrsteins- klætt með lituðu stáli á þaki og nær við- haldsfrítt að utan. 4 svefnherbergi, góðar stofur og vandað eldhús. tilv. 14665 HÁALEITISBRAUT - RAÐ- HÚS Skemmtilegt vel skipulagt 6 herb. ca 150 fm raðhús á einni hæð auk 28 fm bílskúrs. Stór og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Stór suðurverönd. Verð 23 millj. tilv. 31523 DALHÚS - HAGSTÆTT VERÐ Mjög gott 128,9 fm raðh. á 2 h. með stórri suðurverönd. 4 stór svefnherb. Stór stofa og borðst. með parketi. Stór verönd. Barnvænt og rólegt hverfi með skóla og alla íþróttaaðst. við þröskuldinn. Hagstætt verð. tilv 15250 ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Bað- herbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suðursvalir og aðrar í norður með frábæru útsýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattardiskur. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. tilv. 31248 4RA - 5 HERB. ÁLFHEIMAR Ótrúlega góð „orginal sixties“ 120 fm íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin skipt- ist í samliggjandi stofur og tvö stór svefn- herbergi. Innréttingar eru allar uppruna- legar og í góðu ásigkomulagi. Verð 14,2 millj. tilv. 31474 LJÓSHEIMAR - LYFTUHÚS 4ra herb. ca 92 fm íbúð á 4. hæð í góðu lyftu- húsi. Rúmgott hol m. opið inn í stofu, 3 svefnherb. eldhús og bað. Áhv. 9,4 millj. Verð 11,4 millj. tilv. 31402 VÍFILSGATA - HÚSEIGN Til sölu heil húseign sem er 2ja herb. íbúð á 1. hæð, 3ja herb. íbúð á 2. hæð og kjallari. Einnig er lítill bílskúr. Húsið selst í einu lagi. Þarfnast endurbóta. Laust strax. Verð 18,2 millj. 3 HERBERGJA HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Mjög falleg 3ja herb. 92,9 fm íbúð á 1. hæð í sérlega góðu fjölbýlishúsi. Tvö stór svefnherbergi, sjónvarpshol, sérþvottaher- bergi. Mikið útsýni. Mjög góður 24,6 fm bílskúr. Verð 14,9 millj. tilv. 31501 LJÓSAVÍK - NÝTT Einstaklega glæsileg og vönduð 103 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð í nýlegu sexbýlishúsi. Sérinn- gangur og sérþvottahús. Vandaðar inn- réttingar, og parket á gólfum, sérgarður, fallegt útsýni. Áhv. 7,8 millj. Verð 14,4 millj. tilv. 31296 2ja HERBERGJA TEIGASEL 58,5 herbergja íbúð á 4. hæð í fjölbýli. Rúmgott svefnherbergi, ágætt baðherbergi, eldhús m. borðkrók og endurnýjaðri innréttingu og rúmgóð stofa. Stórar suðursvalir. Ekkert áhvílandi. Verð 8,5 m. Tilv. 30914 ASPARFELL - LYFTUHÚS Góð 52,4 fm 2ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Eldhús með ágætri innréttingu, nýrri eldavélahellu, ofni, viftu og nýjum borðplötum. Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Suð-vestursvalir, fallegt út- sýni. Áhv. 4,2 millj. Verð 7,3 millj. tilv. 31489 FROSTAFOLD - BÍLSKÚR Falleg 3ja til 4ra herb. ca 117 fm íbúð á tveimur hæðum, auk 25,3 fm bílskúr. Eldhús með vönduðum innréttingum. Mjög stórar suðursvalir með fallegu út- sýni. Hringstigi á milli hæða. Parket á gólfum. Flísalagt baðherbergi. Verð 12,9 millj. tilv. 30467 GALTALIND - KÓP. Glæsileg 4ra herb. 107,6 fm íbúð á 2. hæð í vönduðu húsi. Fallegar innréttingar, parket á gólfum. Flísalagt baðherbergi. Flott út- sýni. Laus 1. júli ‘03. SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR ÞINGHOLTIN - 4 ÍBÚÐIR Virðulegt eldra hús sem er kjallari, tvær hæðir og rishæð, samt. að stærð 260 fm. Í húsinu eru í dag 4 íbúðir. Extra lofthæð á 1. hæð, tveir inngangar. Húsið býður upp á að nýta það í einu eða fernu lagi. Stór og góð lóð. Hús þetta býður upp á mikla möguleika. 31482 BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU Til leigu 300 til 600 fm gott skrifstofuhús- næði á 2. hæð og 130 fm lagerhúsnæði með innkeyrlsudyrum í kjallara. Skrif- stofuhúsnæðið leigist í einu eða tvennu lagi. Mjög góð sameign, tvær lyftur, inn- angengt er í kjallara. Næg bílastæði, frá- bær staðsetning í hinu nýja stofnana- hverfi Reykavíkur. Til afhendingar strax. tilv. 15114 HAFNARSTRÆTI 18 Til leigu er í þessu virðulega aldna húsi í hjarta Reykjavíkur, ca 240 fm húsnæði á jarðhæð og um 80 fm í kjallara. Húsnæði þetta hentar mjög vel fyrir veitingarekst- ur, verslun, kaffihús, listagallerí o.fl. Einnig er til í sama húsi flott skrifstofu- herbergi á 2. hæð. Til afhendingar stax. 31451 KLETTHÁLS - LAGERHÚSNÆÐI Til leigu 588-741 fm nýtt og glæsilegt iðnaðar- eða lagerhúsnæði. Húsnæðið skiptist í um 475 fm lagerhúsnæði með mikilli lofthæð og 2 stórum innkeyrslu- dyrum. Um 50-70 fm skrifstofuhúsnæði á jarðhæð. Stór malbikuð lóð. Til afhend- ingar strax. 31195 KELDULAND 2ja herb. 43 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) með sérgarði. Íbúðin skiptist í svefnherbergi, baðherb. eldhús, opið í stofu. Gólfefni; parket og dúkar. Verð 8,2 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI HAFNARBRAUT - KÓPAVOGI Til sölu um 230 fm gott iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og mikilli lofthæð. Skrifstofa og kaffistofa á millilofti. Góð stór lóð sem býður upp á ýmsa möguleika. Laust fljótlega. Verð 14,0 millj. tilv. 26908 FUNAHÖFÐI - LAGER- SKRIFST. Mjög gott iðnaðarhúsnæði um 200 fm með góðum innkeyrsludyrum og gryfju. Á efri hæð er mjög vel innréttað skrifstofuhúsnæði. Húsnæðið hentar vel fyrir t.d. heildsölu eða þjónustu. Verð 10,9 millj. tilv. 30973 VIÐARHÖFÐI - SALA - LEIGA Til sölu eða leigu 350 fm mjög gott iðnarðarhúsn. með tvennum góð- um innkeyrsludyrum og góðri lofthæð. Selst eða leigist í einu eða tvennu lagi. Malbikuð lóð. Laust strax. 31312 NÝ STJÓRN var nýlega kosin hjá Félagi fasteignasala. Hin nýja stjórn sat á fundi þegar blaðamann Morg- unblaðsins bar að og var að ræða horfur á fasteignamarkaði auk hags- munamála félagsins. Menn voru sammála um að þeirr- ar óvissu sem gætir nú í heimsmál- unum gætti nokkuð í öllum viðskipt- um en hins vegar væri bjartsýni að aukast innanlands vegna betra útlits í atvinnumálum landsmanna og þess sæi strax stað á fasteignamarkaði. Fólk kaupir óhikað án þess að vera búið að selja sína eign áður Ekki er þó gert ráð fyrir mikilli breytingu á fasteignaverði að sinni. Fram kom að fólk selur hiklausara en oft áður „ofan af sér“, þ.e. áður en það er búið að finna eign til að kaupa, einnig kaupir fólk í ríkari mæli en áður húsnæði án þess að vera sjálft búið að selja. Þetta er talsvert öðru- vísi en var um tíma þegar mynduð- ust heilu hringarnir þar sem hver ætlaði að kaupa af öðrum en enginn var búinn að selja, oft var hnúturinn leystur með því að sá með stærstu eignina keypti minnstu eignina til þess að viðskiptin gætu átt sér stað. Makaskipti eru hins vegar enn al- geng en þó mun minna um þau en áð- ur tíðkaðist þegar var mun þyngra í stærri eignum en nú er. Blaðamaður spurði hvort húsnæði sem reist hefði verið fyrir aldraða hefði haldið verðgildi sínu. Menn voru sammála um að tilhneigingar hefði gætt til að ofverðleggja slíkt húsnæði og það seldist ekki fyrir það verð sem hinn fyrsti hefði greitt fyr- ir það. Dæmi eru um að fólk selji stór einbýlishús og andvirði þeirra rétt nægi fyrir góðri t.d. fjögra herbergja íbúð í þjónustublokk fyrir aldraða. Blaðamaður spurði hvort áhugi væri fyrir hverfum þar sem örygg- isgæsla væri fyrir hendi, eins og al- gengt er hjá efnuðu fólki erlendis. Svarið við því var að sjaldan sem ekki væri slíkt orðað. „Íslendingar eru ekki hræddir um líf sitt eða limi í sama mæli og gerist í stærri samfélögum. Hins vegar vilja þeir fá að vera í friði fyrir nágrönn- um. Fólk vill helst hafa sérinngang í íbúðir sínar og lítill áhugi er á sam- eiginlegum garði með heitum pott- um fyrir alla á svæðinu eða slíku,“ sagði einn stjórnarmanna. Lítil afföll húsbréfa og horfur á betra atvinnu- ástandi auka viðskipti Mjög lítil afföll eru af húsbréfum núna og að sögn fasteignasalanna sér þess stað í fasteignaviðskipum sem eru blómleg um þessar mundir. Einkum hefur áhuginn vaxið á eignum í Grafarholti en er einnig sem áður mikill á eignum í nýjum hverfum í Kópavogi, auk þess sem gamli miðbærinn í Reykjavík heldur verðgildi sínu, ekki síst er áhugi ungs fólks á íbúðum á svæði 101 mik- ill. Áhugi fólks á fasteignum úti á landi stendur í réttu hlutfalli við at- vinnuástand svæðisins hverju sinni. Austfirðir eru að koma sterkir inn á markaðinn um þessar mundir vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda þar. Að sögn Magnúsar Einarssonar framkvæmdastjóra Félags fast- eignasala verður félagið 20 ára í júlí nk. Félagsmenn eru um 70 talsins og eiga um 60 fasteignasölur aðild að fé- laginu. „Stofnun félagsins hafði mjög heillavænleg áhrif á starfsemi fast- eignasala,“ sagði Magnús ennfrem- ur. „Það jók til muna samstöðu stétt- arinnar sem hafði verið vægast sagt mjög lítil fyrir félagsstofnunina.“ Ný stjórn Félags fasteignasala Nýlega var kosin ný stjórn hjá Félagi fasteignasala. Guðrún Guðlaugsdóttir kom á fund hinnar nýju stjórnar og heyrði hluta af viðræðum sem þar fóru fram og forvitnaðist um félagið og sögu þess. Morgunblaðið/Kristinn Ný stjórn Félags fasteignasala og framkvæmdastjórinn Magnús Einarsson, sem er lengst til vinstri. Við hlið hans er Ingi- björg Þórðardóttir, Haukur Geir Garðarsson, Guðmundur Sigurjónsson, formaðurinn Björn Þorri Viktorsson, Runólfur Gunnlaugsson og Ólafur Björn Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.