Morgunblaðið - 27.03.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.03.2003, Qupperneq 1
Stríð í Írak: „Kraftaverk að við skulum vera lifandi“  Barist í úthverfum Basra 16/22 STOFNAÐ 1913 84. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Vika er nú liðin frá því að stríðið í Írak hófst og var loftárásum haldið áfram á Bagdad, höfuðborg Íraks í gær. Þungar sprengjudrunur heyrð- ust í miðborginni í gærkvöldi. Ljóst er að fimmtán óbreyttir borgarar, hið minnsta, biðu bana og 30 til viðbótar særðust í sprengjuárás á íbúðarhverfi í Bagdad í gærmorg- un. Vestrænir fréttamenn, sem skoð- að hafa verksummerki á staðnum, segja að svo virðist sem tvö flug- skeyti hafi lent á markaði í norður- hluta borgarinnar; talsvert langt frá nokkrum hernaðarmannvirkjum. Fulltrúar Bandaríkjahers neituðu því að viljandi hefði verið gerð árás á íbúðarhluta hverfisins. Þeir staðfestu að gerð hefði verið árás á þetta svæði í því skyni að eyða níu eldflaugum og skotbúnaði sem Írakar hefðu komið fyrir í hverfinu í aðeins um 100 metra fjarlægð frá íbúðarhúsum. Hugsan- legt væri að óbreyttir borgarar hefðu fallið. Fram eftir degi velti sérfræðingur BBC vöngum yfir því hvort hugsan- legt væri að Írakar hefðu sjálfir stað- ið fyrir sprengingunni í áróðurs- skyni. Nokkra furðu vöktu þær fréttir í gærkvöldi að bryndeild Íraka hefði haldið frá borginni Basra í suðurhluta á leið til Faw-skaga. Sögðu sérfræð- ingar það undarlegt í ljósi þess að með því móti gæfu Írakar bandamönnum tækifæri til að nýta yfirburði sína í lofti. Engin merki um uppgjöf írösku hermannanna bárust. Hermdu fréttir BBC seint í gærkvöldi að bandamenn hefðu grandað ótilteknum fjölda brynvagnanna. Fallhlífasveit lendir í N-Írak Bandarískur embættismaður greindi frá því seint í gærkvöldi að sveit allt að 1.000 bandarískra fallhlíf- arhermanna hefði lent á flugvelli í Norður-Írak og tekið hann. Ný víglína væri því að myndast þar og frekari liðsafli myndi berast. Flug- völlurinn væri í hinum kúrdíska hluta Íraks en þar hafa bandarískar sér- sveitir verið á ferð. CNN greindi frá því í gærkvöldi að gríðarmikil bryndeild hefði haldið frá Bagdad og stefndi gegn liðsafla band- manna. Richard Myers hershöfðingi bar fréttina til baka, sagði farartækin fá og brugðist hefði verið við ógninni. AP Bandarískir hermenn aðstoða íraska konu nærri þorpinu Al Faysaliyah. BANDARÍKJAMENN og Bretar gerðu í gærkvöldi harðar stór- skotaliðs- og loftárásir á skriðdreka og brynvagna Írakshers sem stefndu frá borginni Basra í Suður-Írak til Faw-skaga. Um var að ræða á bilinu 70 til 120 farartæki og sögðu talsmenn breska hersins að annaðhvort hygðust Írakar gera gagnárás á heri bandamanna á Faw-skaga eða þá að Írakar hefðu tekið ákvörðun um að hörfa frá Basra, hugsanlega sökum hættunnar á uppreisn íbúa þar. Óljósar fréttir bárust um að „mikill óstöðugleiki“ ríkti í Basra. Harðar árásir á bryn- deild Íraka við Basra  Fallhlífasveit bandamanna lendir á flugvelli í Norður-Írak  Fimmtán óbreyttir borgarar falla í árás á íbúðarhverfi í Bagdad VEGNA slæmrar afkomu Lífeyrissjóðs Austur- lands hefur stjórn sjóðsins gert tillögur um skerð- ingu réttinda sjóðfélaga um 5,4%, auk þess sem lækkun lífeyrisaldurs úr 67 í 65 verð- ur dregin til baka og makalíf- eyrir sömuleiðis skertur um 5,4%. Á síðustu tveimur ár- um hefur sjóðurinn þurft að afskrifa rúman milljarð króna, þar af um 800 millj- ónir vegna eignar í óskráðum hlutabréfum, innlendum sem erlendum. Hæsta leyfilega hlutfall slíkra eigna er 10% en var um 12% síðustu áramót. Þegar hæst lét fór hlutfallið í 34% um mitt ár 2000. Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári, samkvæmt drög- um að uppgjöri, var neikvæð um rúm 11% og hefur verið neikvæð síðustu þrjú ár. Breytingar á makalífeyri og ellilífeyrisaldri snerta ekki þá sem þegar eru farnir að fá greiðslur frá sjóðnum, sem eru rúmlega 1.500 manns í dag. Alls eru sjóðfélagar á sjötta þúsund og heildar- eignir sjóðsins nema um 13,5 milljörðum króna. Niðurstaða tryggingafræðilegrar úttektar leiddi í ljós að sjóðinn vantaði verulega upp á að eignir dygðu fyrir skuldbindingum. Lögum sam- kvæmt má mismunur á milli skuldbindinga og eigna ekki vera meira en 10% en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er sá mismunur kominn í 19%, þ.e. hve skuldbindingar eru miklar umfram eignir. Auknar ævilíkur landsmanna hafa einnig haft sitt að segja. Hrafnkell A. Jónsson, stjórnarformaður Lífeyr- issjóðs Austurlands, segir að það sé hræðileg staða að þurfa að skerða réttindi lífeyrisþega, slíkt geri enginn með bros á vör. Aðspurður hvort stjórn sjóðsins hafi allan tímann verið kunnugt um slæma stöðu hans segir Hrafnkell að upplýsinga- gjöf til stjórnar og eftirlitsaðila hafi ekki verið í lagi af hálfu þeirra sem ábyrgð hafi borið þar á málum. Lífeyrissjóður Austurlands skerðir réttindi sjóðfélaga sinna um 5,4% Eignir afskrifaðar fyrir rúman einn milljarð króna                 Skerða þarf/12 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að senn rynni upp sá dagur að Saddam Hussein, forseti Íraks, þyrfti að „svara fyrir gjörðir sínar“. Bush varaði landa sína þó við því í ræðu sem hann hélt í Macdill- herstöðinni í Flórída, að stríðinu í Írak væri engan veginn lokið. „Núna þegar hersveitir okkar nálgast Bagdad mæta þær örvænt- ingarfyllstu liðssveitum ríkisstjórnar sem brátt verður úr sögunni,“ sagði Bush við hermenn sem hlýddu á mál hans. Var tilkynnt í Washington að 30 þúsund hermenn yrðu sendir til viðbótar til Persaflóans í því skyni að taka þátt í stríðinu við Írak. Blair ræðir við Bush Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til fundar við Bush í Camp David í gær en þar hugðust leiðtogarnir ræða framgang stríðsins í Írak. Mun Blair einnig ætla að hvetja Bush til að láta Sameinuðu þjóðirnar sjá um stjórn mála í Írak að Saddam gengnum. Bush stapp- ar stálinu í landa sína Macdill-herstöðinni, London. AFP. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti í gær miklum áhyggj- um sínum vegna mannfalls í stríð- inu í Írak. „Ég vil minna alla stríðsaðila á að þeim ber að virða alþjóða mannréttindalög og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja líf óbreyttra borgara,“ sagði Annan. Vísaði hann m.a. til frétta um að fimmtán óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárásum Breta og Bandaríkjamanna á Bagdad í gær- morgun. Öryggisráð SÞ kom saman í gær í fyrsta sinn frá því að átökin í Írak hófust fyrir viku. Hvatti Annan full- trúa í ráðinu til þess við upphaf fundarins að slá striki yfir inn- byrðis deilur til að hefja á ný áætl- un um olíu fyrir mat í Írak, þannig að hægt verði að tryggja stríðs- hrjáðum mat og aðrar nauðsynjar. Óttast um líf óbreyttra borgara Kofi Annan Sameinuðu þjóðunum. AFP, AP. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.