Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nú skaltu sko aldeilis fá það óþvegið, hún er fagmaður, manstu „skítaskattinn“? Hún kom honum á. Námstefna um fötluð börn í leikskóla Leikskólastigið mikilvægt NÁMSTEFNA meðyfirskriftinni„Leikur-sam- skipti-nám“ er á dagskrá á Hótel Sögu á morgun klukkan 13. Námstefnan er um fötluð börn á leik- skóla og er aðalfyrirlesari samkundunnar Ulf Jan- son, prófessor við Stokk- hólmsháskóla. Félag leikskólakennara og Faghópur leikskólasér- kennara standa fyrir nám- stefnunni. Í fréttatilkynn- ingu frá þeim er greint frá markmiðum samkomunn- ar, sem eru að vekja at- hygli á þýðingu leiks fyrir nám og þroska allra barna, jafnt fatlaðra sem ófatl- aðra. Enn fremur að beina sjónum að íhlutunarað- ferðum sem hafa gefið góða raun. Við upphaf fundarins flytur Hrönn Pálmadóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, erindi um leik í leikskóla og þátttöku fatlaðra barna. Ulf Janson svaraði nokkrum spurningum um hlut sinn í nám- stefnunni. – Gætirðu sagt okkur eitthvað frá efni fyrirlestranna þriggja sem þú munt flytja? „Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um það hvernig leikur breytist úr einstaklingsatferli yfir í fé- lagslega athöfn í hópi. Þeirri þró- un fylgir ákveðin jafningjamenn- ing þar sem endurspeglast reynsla og gildi barna. Upp að vissu marki snýst þessi jafningja- menning um að halda áhrifum fullorðinna frá. Á leikskólaaldri er þessi til- hneiging afar sveigjanleg og opin, en smátt og smátt breytist það og menningin verður ósveigjanlegri og lokaðri. Á táningsárunum er þessi tilhneiging í hámarki. Að ætla sér að hafa áhrif með sið- ferðislegum kröfum á slíka menn- ingu hefur oftast lítil áhrif. Eitt af meginatriðum jafningjamenning- arinnar er að einstaklingar innan hennar eru nokkuð jafnir að stöðu og völdum sem er í andstöðu við samskipti barna og fullorðinna þar sem hinir fullorðnu hafa öll völd. Til þess að algert jafnrétti ríki innan þessarar jafningja- menningar þurfa fatlaðir að hafa aðgang að henni á leikskólastigi. Séu þeir jafningjar á því stigi standa þeir betur að vígi fyrir komandi árin. Annar fyrirlesturinn fjallar um þátttöku fatlaðra barna í leik. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Fötluð börn eru einangruð og lít- ils metin í jafnaldrahópum. Á leikskólastiginu stafar það þó sjaldan af illkvittni eða fordóm- um. Til þess að skilja betur hvers vegna fötluðum börnum er ýtt til hliðar í leik, og til að geta gripið inn í á jákvæðan hátt, þarf að skilja til hlítar leikumhverfi þeirra. Leikvöllurinn er fyrsta reynsla barna af lýð- ræði á lífsleiðinni. Á leikvellinum endur- gera börnin gjarnan lífsreynslu sína og gildi í þykjustuleikjum sem oft virðast spinna af sér heilu handritin. Börnin þróa ennfremur með sér innbyrðis at- ferli, félagsleg lögmál jafningja, aðferðir til að greiða úr átökum og vandamálum og fleira. Ein af meginforsendunum fyrir því að ná einhverjum sess og kunnáttu í þessum samskiptum er að hafa aðgengi að leiksvæðinu og þeim lögmálum sem þar eru í gildi og eru í gerjun. Þar reka fötluð börn sig á vegg, misjafnlega erfiðan, við að eiga eftir því hversu mikil fötlunin er, en það þarf að finna út í hverju vandamálin eru fólgin í barnahópum þar sem einstakling- arnir hafa misjafnlega góða lík- amlega færni. Þriðji fyrirlesturinn fjallar um leik og uppeldisfræðilega íhlutun. Þegar fyrirstöður fatlaðra hafa verið skilgreindar þá er fyrsta skrefið að finna heppilega íhlutun sem styrkir samstöðu hópsins þrátt fyrir að sumir séu fatlaðir en aðrir ekki. Hinn fullorðni getur alls ekki hreinlega fyrirskipað börnum að koma fram hvert við annað eins og jafningjar, þannig væri jafningjamenningunni ógnað og börnin myndu bregðast við á annan hátt en ætlast væri til af þeim. Inngrip fullorðinna verða að hafa í heiðri gildi, venjur og reynslu jafningjahópa á sama tíma og hagsmunum hinna fötl- uðu er haldið við. Ég mun nefna dæmi um góð og slæm inngrip og styðja mál mitt með dæmum. Niðurstaða mín í þessu máli er að viðhorf kennara þarf að vera fjar- rænt en athugult. Þegar kennari lætur mikið á sjálfum sér bera, kemur það niður á börnunum og hópvirkni þeirra. Kannski er best að kennarinn sé hvorki handrits- höfundur, leikstjóri, leikari eða þess háttar, heldur sögumaður sem metur verkið á þann hátt að allir leikendur fá að láta ljós sitt skína.“ – Telurðu að reynsla þín og rannsóknir gildi hér á landi? „Ég vona það. Ég held að umfang vanda- mála tengdra því að stuðla að þátttöku í leik fari eftir því hvern- ig tekið er á málum. Í byrjun hef- ur það ekkert að gera með per- sónuleg gildi eða siðferði þó að þeir þættir geti komið inn á síðari stigum. Ég sé ekki að aðstæður á Íslandi geti verið á einhvern hátt öðru vísi heldur en á öðrum Norð- urlöndum.“ Ulf Janson  Ulf Janson er fæddur í Linköp- ing í Svíþjóð 1947, en hefur búið í Stokkhólmi megnið af lífi sínu. Stundaði nám í sálarfræði, fé- lagsfræði og kennslufræðum í Uppsalaháskóla og náði dokt- orsgráðu í kennslufræðum fatl- aðra 1975 við Háskólann í Stokk- hólmi. Hann starfar sem fyrirlesari í umræddum fræðum og stundar rannsóknir á þessu sviði í Stokkhólmi og Uppsölum og er yfirmaður rannsóknar- og þróunarsviðs félagsmála í Stokk- hólmi. Ulf er kvæntur Viviane, sálfræðingi og sálgreini, og eiga þau þrjú börn. Viðhorf kenn- ara þarf að vera fjarrænt en athugult
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.