Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Lífeyrissjóðs Austurlands hefur vegna slæmrar afkomu sjóðsins gert tillögur um skerðingu réttinda sjóðfélaga um 5,4% með því að lækka stuðul, sem réttindi sjóðfélaga eru reiknuð af, úr 1,48 í 1,40. Niður- staða trygginga- fræðilegrar út- tektar leiddi í ljós að sjóðinn vantaði verulega upp á að eignir dygðu fyrir skuldbindingum. Lögum samkvæmt má mismunur á milli skuldbindinga og eigna ekki vera meira en 10% en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er sá mismunur kominn í 19%, þ.e. hve skuldbindingar eru miklar umfram eignir. Auknar ævilíkur landsmanna hafa einnig haft þar sitt að segja. Þá er lagt til að dregin verði til baka sú ákvörðun sjóðsins að lækka lífeyrisaldur úr 67 í 65 ár og makalíf- eyrir verður sömuleiðis skertur um 5,4% ef tillögurnar ná fram að ganga. Breytingar á makalífeyri og ellilífeyr- isaldri snerta ekki þá sem þegar eru farnir að fá greiðslur frá sjóðnum. Tillögurnar munu nú fara til um- fjöllunar aðildarfélaga sjóðsins, þ.e. stéttarfélaga á Austurlandi og Sam- taka atvinnulífsins, og verða teknar fyrir á boðuðum fulltrúafundi 26. maí nk. Samþykki fundurinn tillögurnar fara þær til umsagnar Fjármálaeft- irlitsins og staðfestingar fjármála- ráðuneytsins þar sem um breytingar á samþykktum sjóðsins er að ræða. Alls eru á sjötta þúsund sjóðfélagar í lífeyrissjóðnum og þar af eru lífeyr- isþegar 1.536 í dag. Hrein eign sjóðs- ins nemur nú um 13,5 milljörðum króna en var rúmir 14 milljarðar í árs- lok 2001. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var hrein raunávöxtun sjóðs- ins á síðasta ári neikvæð um það bil 11% og hefur verið neikvæð sl. þrjú ár, samanber meðfylgjandi töflu. Þá hefur of stór hluti af eignum sjóðsins verið í óskráðum verðbréfum. Hæsta leyfilega hlutfall slíkra eigna er 10% en um síðustu áramót var það komið niður í 12% eftir að hafa verið hæst um 34% um mitt ár 2000, var rúm 30% í lok þess árs og um 29% í árslok 2001. Meðal þess sem sjóðurinn hefur þurft að afskrifa eru 270 milljónir króna árið 2001 vegna gjaldfallinna lána og annarra viðskipta við verð- bréfafyrirtækið Burnham Internatio- nal, sem varð gjaldþrota, og Guð- mund Franklín Jónsson verðbréfasala. Á síðasta ári voru af- skrifaðar ríflega 800 milljónir króna vegna eignar í óskráðum hlutabréf- um, innlendum sem erlendum. Alls eru þetta afskriftir upp á rúman millj- arð króna á tveimur árum. Málefni sjóðsins komu til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu sem skilaði af sér skýrslu á síðasta ári. Var sjóðnum gert að gera áætlun um að ná niður hlutfalli óskráðra bréfa af heildar- eignum og grípa til ýmissa annarra ráðstafana. Rekstraraðili sjóðsins frá miðju ári 2000, Kaupþing, hefur unnið samkvæmt breyttri fjárfestingar- stefnu og verið í samstarfi við Fjár- málaeftirlitið og stjórn sjóðsins um viðeigandi ráðstafanir. Hrafnkell A. Jónsson er stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs Austurlands. Hann segir við Morgunblaðið að það sé hræðileg staða að þurfa að skerða réttindi lífeyrisþega, slíkt geri enginn með bros á vör. Aðspurður hvort stjórn sjóðsins hafi allan tímann verið kunnugt um slæma stöðu hans segir Hrafnkell að upplýsingagjöf til stjórnar og eftirlitsaðila hafi ekki ver- ið í lagi af hálfu þeirra sem ábyrgð hafi borið þar á málum. „Ég get ekki sagt meira um þau mál á þessu stigi, þau ráðast annars staðar þar sem ljóst er að hluti mál- anna mun enda í dómsölum,“ segir Hrafnkell og á þar einkum við afleið- ingar gjaldþrots verðbréfafyrirtækis- ins Burnham International, sem sjóð- urinn átti viðskipti við. Hrafnkell vill ekki tjá sig frekar um það mál. Hrafnkell segir að þegar ljóst varð að afskrifa þurfti hátt í einn milljarð króna vegna fjárfestinga í óskráðum verðbréfum hafi stjórnin einsett sér að taka ábyrgð á málum og snúa þeim til betri vegar. Sú leið hafi komið til greina að stjórnin segði af sér en af því hafi ekki orðið. „Ég tel að stjórnin hafi brugðist rétt við en svo geta menn alltaf deilt um hvernig aðilar eiga að axla stjórn- unarlega ábyrgð,“ segir Hrafnkell sem setið hefur í stjórn sjóðsins frá árinu 1988. „Mín ábyrgð á þessu er eins mikil og getur orðið.“ Hagfellt samstarf við Kaupþing Um starf Kaupþings segir Hrafn- kell ekkert vera hægt að setja út á það. Það hafi verið gæfa fyrir sjóðinn að fá jafn öflugan rekstraraðila til samstarfs. Kaupþing hafi unnið gríð- arlegt starf við endurmat á eignasafni sjóðsins og uppbyggingu eftirlitskerf- is með ráðningu nýs endurskoðanda. „Samstarfið við Kaupþing hefur að mínu mati verið mjög hagfellt. Eign- astýring hefur náð árangri á þeim hluta eignasafnsins sem hægt er að hafa vald á. Lélega útkomu sjóðsins er ekki með nokkrum hætti hægt að skrifa á reikning Kaupþings, það væri fullkomlega óeðlilegt af stjórnar- mönnum að gera það. Vandinn hafði skapast áður en Kaupþing kom til sögunnar,“ segir Hrafnkell. Hann segir að ef frá séu taldir hlut- ir í óskráðum bréfum þá sé eignasafn sjóðsins afar traust. Þrátt fyrir af- skriftir eigna sé ekki endanlega ljóst að um tapað fé sé að ræða. Bréf í óskráðum félögum geti átt eftir að hækka í verði innan einhvers tíma. Hrafnkell segir að stefna beri að því að að sjóðurinn öðrum sjóðum. Tillögur frá stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands komnar til aðildarfélaga Skerða þarf lífeyrisrétt- indi sjóðfélaga um 5,4% Ávöxtun lífeyrissjóðsins var neikvæð um rúm 11% á síðasta ári STARFSMENN Hringrásar vinna nú við niðurrif mannvirkja sem tilheyrðu bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Búið er að rífa megnið af mannvirkj- unum og í fyrradag voru fjarskiptaskermarnir látnir falla til jarðar. Þetta eru gríðarstór mannvirki, 45 metrar á hæð og vega hvor um sig um 250 tonn. Að sögn Sveins Ásgeirssonar, eins af eigendum Hringrásar, er reiknað með að hreinsun á Stokksnesi verði lokið fyrir páska. Þá verður búið að klippa sund- ur og pressa um 800 tonn af stáli. Brotajárnið verður allt flutt til endurvinnslu erlendis. Eftir páska munu Hringrásarmenn flytja starfsemi sína til Hafnar og vinna annað eins magn af brotajárni þar. Ratsjárstöðin á Stokksnesi var tekin í notkun árið 1956 og rekin af liðsmönnum varnarliðsins til ársins 1988 að íslenskir starfsmenn Ratsjárstofnunar utan- ríkisráðuneytisins leystu þá af hólmi. Ný stöð var tek- in í notkun 1992 og var starfsemi eldri stöðvarinnar þá hætt. Hafa mannvirki hennar staðið að mestu auð síð- an en undanfarið hefur verið unnið að niðurrifi þeirra. Morgunblaðið/Sigurður Mar Halld. Báðir skermarnir fallnir FYRIR tæpum þremur árum, í júlí árið 2000, var samið við Kaup- þing um rekstur sjóðsins og fram- kvæmdastjóri hans hefur verið Hafliði Krist- jánsson. Hann segir að frá þeim tíma hafi verið unnið markvisst að því að minnka vægi óskráðra verðbréfa og hluta- bréfa í safni sjóðsins með það að markmiði að draga úr áhættu í rekstrinum. Þá hafi öll upplýs- ingagjöf til stjórnar og eftirlit með starfsemi sjóðsins verið stórlega efld og m.a. ráðinn nýr endurskoð- andi og samið við endurskoð- unarskrifstofuna Deloitte&Touche um innri endurskoðun sjóðsins. Einnig hafi verkferlar verið end- urskipulagðir með það að markmiði að auka rekstraröryggi sjóðsins. Rekstrarör- yggi aukið Hafliði Kristjánsson á umbúðir vara eða merkja hverja vöru fyrir sig. Sjálfur segist Örn hafa verið með strikamerkjaskanna á áberandi stað í verslun sinni en með því að setja vöru undir skannan sé hægt að sjá verð hennar. Lítur hann svo á að skanninn komi í stað verðlista, þ.e. hann sé raf- rænn verðlisti. Örn er m.a. ósáttur við það að hér- aðsdómur skuli ekki taka afstöðu til þess hvort verðskanninn geti talist verðlisti, þar sem „ekki hafi verið sýnt fram á að ógerlegt hafi verið að nota viðfestan miða á vöruna sjálfa eða umbúðir hennar,“ eins og segir í dómnum. „Með þessari niðurstöðu sinni,“ segir Örn, „tekur dómurinn ekki tillit til samkomulags Sam- keppnisstofnunar og Samtaka versl- unarinnar um að ekki þurfi að verð- merkja hverja vörur fyrir sig.“ Þar með, segir Örn, sé ekki hægt að túlka dóminn á annan veg en þann að það þurfi að verðmerkja allar vörur nema ógerlegt sé að festa miða á þær. „Samkvæmt dómnum er því reglu- gerð um verðmerkingar túlkuð mjög þröngt,“ segir hann. Örn spyr ennfremur hvort dómur- inn geti þýtt nokkuð annað en það að í öllum verslunum verði að draga fram „gömlu verðmerkibyssurnar“ aftur og „og klístra verðmiða á hverja einustu pakkningu.“ ÖRN Svavarsson, eigandi Heilsu hf., segir að nýfallinn dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur, um að verslun Heilsu hf., þ.e. Heilsuhúsið á Skóla- vörðustíg í Reykjavík, hafi ófullnægj- andi verðmerkingar hljóti að þýða að flestar verslanir á Íslandi séu heldur ekki með fullnægjandi verðmerking- ar. Örn telur hins vegar að dómurinn hafi túlkað reglugerð um verðmerk- ingar of þröngt og kveðst ósáttur við niðurstöðuna. Hann hyggst áfrýja dómnum til Hæstaréttar Íslands. Örn segir að héraðsdómur hafi í dómi sínum vísað í reglugerð um verðmerkingar en þar segi orðrétt: „Verðið skal setja á vörunar sjálfar, á viðfestan miða eða á umbúðirnar. Ef framangreint er ekki hægt má verð- merkja með hillumerki, skilti eða verðlista enda sé ávallt tryggt að neytendur eigi auðvelt með að sjá verðið.“ Fáir verðmerkja hverja vöru Örn bendir á að fáar verslanir verðmerki hverja einustu vöru held- ur séu margar hverjar með skilti eða verðlista hjá vörunni þrátt fyrir að hægt sé að setja verðmiða á vöruna sjálfa. Það sé m.a. vegna þess að Samtök verslunarinnar og Sam- keppnisstofnun hafi fyrir nokkrum árum gert með sér samkomulag um að ekki væri þörf á að setja verðmiða Ósáttur við dóm um verð- merkingar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt skipstjóra til að greiða 50 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyr- ir að sigla skemmtiskipi á Kollafirði í fyrrasumar án þess að það hefði gilt haffærisskírteini. Ákærði var sýknaður af ákærulið þess efnis að hann hefði siglt skipinu óhaffæru að því er varðar lögboðinn björgunar- og öryggisbúnað um borð. Landhelgisgæslan kom að skipinu á laugardagskvöldi þar sem það var á siglingu á Kollafirði með tvo farþega. Var skipstjórinn ákærður fyrir fyrir brot á siglingalögum og lögum um eftirlit með skipum. Í ákæru sagði að lögboðinn björg- unar- og öryggisbúnaður, áttaviti, björgunarfar, björgunarvesti, björg- unarhringur, flugeldar, handblys, lyfjakista, sjókort, vatnshelt vasaljós og þokulúður, hafi ekki verið um borð er varðskipsmenn fóru um borð. Dómara þótti hins vegar ekki hægt að byggja um það atriði á framburði varðskipsmanna. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Þorsteinn Skúla- son, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sótti málið. Sekt fyrir að sigla án gilds haffæris- skírteinis Hrafnkell A. Jónsson BIFREIÐ fór út af Hnífsdalsvegi miðja vegu milli Ísafjarðar og Hnífs- dals um hádegisbil í gær og hafnaði í fjörunni 2-3 metrum neðar. Krap og mikil hálka voru á veginum þegar óhappið varð. Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni og mun hafa sloppið lítt meiddur en kvaðst þó kenna eymsla í baki. Bifreiðin stórskemmdist. Hafnaði í fjörunni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.