Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 16
múslíma. Bandaríkjamenn hvöttu shíta til uppreisnar gegn Saddam eftir lok Persaflóastríðsins 1991 en hjálpuðu þeim þó ekkert. Bældi her Saddams uppreisnina niður af mikilli grimmd. Talsmenn Rauða krossins sögðu í gær, að vatnsveita Basraborgar starfaði nú aftur en þó aðeins með hálfum afköstum. Wesley Clark, fyrrverandi yfir- maður NATO og núverandi frétta- skýrandi hjá CNN-fréttastöðinni, sagði í gær, að ekkert hefði enn orðið af svokallaðri „frelsun“ Íraka, engin uppreisn hefði orðið í landinu. Sagði hann, að sigur í stríðinu yrði ekki „auðunninn“ og fullyrti, að um fjórðungur herliðs bandamanna væri bundinn við „þráteflið“ við Basra. Þá væri einnig stór hluti þess við borgina Nasiriya. Clark gagnrýndi einnig Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, fyrir lélega skipu- lagningu og sagði, að með því hefði hann stefnt lífi hermanna í hættu. Undir það tekur líka Ralph Peters, fyrrverandi yfirmaður í Banda- ríkjaher og hernaðarsérfræðingur. Segir hann í Washington Post, að ofurárásirnar, sem kallaðar eru „Lost og ótti“, hafi skilað þver- öfugum árangri og hvatt Íraka til mótspyrnu. BRESKIR hermenn réðust í gær inn í úthverfi borgarinnar Basra, annarrar stærstu borgar Íraks, en tvennum sögum fer af því hvort komið hafi til takmarkaðrar upp- reisnar í borginni. Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður NATO, sagði í gær, að sigur í Írak yrði ekki „auðunninn“. Breskir hermenn, „Eyðimerkur- rotturnar“ svokölluðu, áttu í gær í átökum við íraska hermenn í út- hverfum Basra en Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að komið hefði til takmark- aðrar uppreisnar í borginni gegn herliði Saddams Husseins Íraks- forseta. Geoff Hoon, varnarmála- ráðherra Bretlands, sagði hins vegar, að fréttir af ástandinu í borginni væru mjög „óljósar“. Síð- ar eða í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið, sagði hann, að írask- ir hermenn hefðu reynt að ráðast gegn íbúunum. Kvaðst hann hafa „ýmsar heimildir“ fyrir því. Hoon sagði einnig, að Íraksstjórn væri í raun búin að missa alla stjórn í suðurhluta landsins. Íraska stjórnin harðneitar þess- um fregnum og fréttamenn al-Jaz- eera-sjónvarpsstöðvarinnar í Qat- ar, sem eru í Basra, segja engin merki um uppreisn. Árás á aðsetur Baath-flokks Breskar herþotur gerðu í gær sprengjuárás á aðalstöðvar Baath- flokksins, stjórnarflokks Saddams, í borginni og sagði einn bresku foringjanna, að hún hefði verið orðsending til íbúanna um, að Baath-flokkurinn ógnaði þeim ekki lengur. Flestir íbúa Basra eru shíta- múslímar, sem eru einnig í meiri- hluta í Írak, en völdin í landinu eru í höndum Saddams og súnní- Breskir hermenn berj- ast í úthverfum Basra Sigurinn ekki „auðunninn“ seg- ir Wesley Clark Bagdad, Washington. AFP. AP Breskur Challenger 2-skriðdreki fyrir utan Basra. Breskir hermenn réðust inn í úthverfi borgarinnar í gær en um líkt leyti bárust fréttir af því, að íraskir skriðdrekar og stórskotalið hefðu farið frá borginni og stefndu í suðurátt. SAEED al-Sahhaf, upplýsingamála- ráðherra Íraks, sagði í gær, að meira en 500 óbreyttir borgarar hefðu særst og meira en 200 íbúðarhús verið jöfn- uð við jörðu í árásum Breta og Banda- ríkjamanna á borgina Nasiriyah. Á fréttamannafundi í Bagdad hélt Sahhaf því einnig fram, að hafnar- borgin Umm Qasr hefði ekki fallið öll í hendur Bandaríkjamanna og Breta og sagði, að þeir réðu aðeins einu hverfi hennar. Það stangast hins veg- ar á við fréttir frá fréttariturum, sem segja, að öll mótspyrna hafi verið brotin á bak aftur. Þá sagði ráð- herrann, að liðsmenn Fedayeen- sveitanna hefðu skotið niður þyrlu fyrir sunnan borgina Najaf. Sahhaf sagði, að í Nasiriyah hefði 200 íbúðarhúsum verið eytt og 500 óbreyttir borgarar særst í „móður- sýkislegu“ sprengjuregni. Sakaði hann einnig Breta og Bandaríkja- menn um að nota klasasprengjur, sem drepið hefðu níu manns og sært 19 í Diyala, norðaustur af Bagdad, og drepið fjóra menn og sært 18 í Bab- yloníu-héraði. Sagði hann, að í Diyala hefðu þrjár Predator-flugvélar, sem eru ómannaðar, verið skotnar niður og yrðu sýndar fréttamönnum. Sahhaf sagði, að ljóst væri, að Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, væri ekki lengur rótt og hefði því fyrirskipað enn harðari loftárásir. Sahhaf sagði, að „hetjuleg barátta“ Íraka hefði stöðvað framsókn banda- ríska herliðsins og veittu enn harða mótspyrnu á Fao-skaga. Segja banda- menn nota klasasprengjur Bagdad. AP, AFP. COLIN Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær, að Sameinuðu þjóðirnar ættu að hafa yfirumsjón með þeirri bráðabirgða- stjórn, sem tæki við í Írak að stríði loknu. Kom þetta fram í viðtöl- um erlendra fréttastofnana við Powell og við yfirheyrslur fyrir þingnefnd og virðist sem hann sé sömu skoðunar og breska stjórnin, sem er andvíg því, að herstjórn verði við völd í landinu í einhvern óákveðinn tíma án þátttöku Sameinuðu þjóðanna og Íraka sjálfra. „Það gefur augaleið, að Sam- einuðu þjóðirnar hafa hér miklu hlutverki að gegna,“ sagði Powell í viðtali við ind- versku sjónvarpsstöðina Door- darshan. „Við verðum að fara að alþjóðalögum í öllu, sem við gerum.“ Powell sagði, að fyrst eftir fall Saddams Husseins Íraks- forseta myndi bandaríski her- inn fara með stjórn mála í Írak en síðan myndi bráðabirgða- stjórn skipuð Írökum taka við með aðstoð Sameinuðu þjóð- anna. „Við munum gera þetta í samstarfi við alþjóðasamfélag- ið, í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og væntum þess að geta gert það með fulltingi nýrrar ályktunar frá samtök- unum,“ sagði Powell. New York Times flutti þá frétt í gær og hafði eftir emb- ættismönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, að ætlunin væri að skipa banda- ríska stjórn í Írak og án af- skipta Sameinuðu þjóðanna í óákveðinn tíma. Sem ráðamenn í henni voru nefndir nokkrir fyrrverandi sendiherrar í arabaríkjunum. SÞ komi að stjórn Íraks Washington. AFP. Colin Powell STRÍÐ Í ÍRAK „Ég sá hvar fólk dó og aðrir særðust“ ÍBÚI Í BAGDAD                        ! " #$"   %" & '     ()*&  +  !  "  " ,   -..'/    0 1 2 2  . 3  ,  !"# $"%&  %' ((%)'(**% ! ! 4 1 3 3  3 . 33  '   35 '  ',5  16'  ' ' 4 64 '6' 35    '7 4'    18 3  ' . 3 $ 5 '    1 '9'   !166  6'  234'9  ,5. 33 '1 7 4' 0 1 !166  6'   :::' 3 9   1 , 91 ,5.533' 53 6'1  75 '9' 4;  16 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.