Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 18
STRÍÐ Í ÍRAK 18 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD á Spáni hafa sætt harðri gagnrýni að undanförnu vegna stuðnings stjórnarinnar við stríðið í Írak og engum hefur verið hlíft, ekki einu sinni Jóhanni Karli konungi sem hefur notið mikillar virðingar í landinu. Um 80% Spánverja eru andvíg stríðinu samkvæmt skoðanakönn- unum. Jose Maria Aznar forsætis- ráðherra hefur hins vegar stutt hernaðinn gegn stjórn Saddams Husseins og konungurinn hefur nú verið gagnrýndur fyrir að leggjast ekki gegn stefnu forsætisráð- herrans. Inaki Anasagasti, talsmaður flokks baskneskra þjóðernissinna, PNV, veittist harðlega að konung- inum í ræðu á þinginu í fyrrakvöld, sakaði hann um að styðja stefnu stjórnarinnar heils hugar og sagði að þögn hans sýndi að hann væri aðeins „valdamaður að nafninu til og hafður til skrauts við hátíðleg tækifæri“. Spænskir fjölmiðlar sögðu að þetta væri í fyrsta sinn sem kon- ungurinn sætti slíkri gagnrýni á þinginu. Jóhann Karl hefur verið ástsæll og virtur fyrir að færa stjórnarfarið í landinu til lýðræð- islegs horfs. Hann varð konungur árið 1975 eftir nær 40 ára einræði Franciscos Francos, leyfði frjálsar kosningar 1977 og lýsti yfir þing- bundinni konungsstjórn sama ár. „Orðagjálfur“ Konungurinn kvaðst hafa „mikl- ar áhyggjur“ af stríðinu í fyrstu yf- irlýsingu sinni um málið á föstu- Mikil reiði meðal Spánverja vegna stríðsins Engum hlíft, ekki einu sinni ástsælum konungi Madrid. AFP. Reuters Spænskir námsmenn mótmæla stríðinu í Írak og halda á spjaldi með áletruninni „friður“ á fjölmennum mótmælafundi í Madrid í gær. ÞAÐ eru Píslarvottar Saddams, allt að þrjátíu til fjörutíu þúsund manna sérsveitir íraskra her- manna, sem veita nú herjum bandamanna hvað einarðasta mót- spyrnu, að því er haft er eftir hernaðarsérfræðingum. Písl- arvottarnir, Fedayeem Saddam, eru ekki hluti af íraska hernum, heldur heyra beint undir forset- ann en eru ekki seldir undir yf- irstjórn hersins. Píslarvottasveitirnar voru stofn- aðar 1995 af elsta syni Saddams, Uday, að því er segir á vefsíðunni GlobalSecurity.org. Ári síðar var yfirstjórn þeirra sett í hendur yngri sonar forsetans, Qusay, og kann það að hafa átt rætur að rekja til þess, að Uday hafði látið flytja mikið af háþróuðum vopna- búnaði frá Lýðveldisverðinum, sem eru úrvalssveitir Saddams, til Píslarvottanna, án vitundar Sadd- ams. Píslarvottarnir eru flestir ungir menn, allt niður í sextán ára, vopnaðir léttum vélbyssum, sprengjuvörpum og stærri byssum sem festar eru á bifreiðar, að því er fram kemur í The New York Times. Fregnir herma að Písl- arvottarnir klæðist borgaralegum fötum til að villa um fyrir herjum bandamanna. Bandarískir embættismenn sögðu fyrr í vikunni að Píslarvott- arnir, sem eru mjög trúir forset- anum, haldi venjulegum her- deildum við efnið og hóti að drepa hermenn sem vilji gefast upp. Leiðtogi Píslarvottanna er tal- inn vera Iyad Futiyeh Rawi hers- höfðingi, eindreginn stuðnings- maður Saddams sem fékk 27 orður í stríðinu við Írani 1980–88. The New York Times hefur ennfremur eftir hernaðarsérfræðingum að uppruna Píslarvottanna megi rekja til 10–15 þúsund manna rusl- aralýðs sem safnað var saman frá þeim svæðum í Írak þar sem trún- aður við Saddam var hvað mestur. Pynta og drepa Uday notaði Píslarvottana stundum í eigin þágu, áður en bróðir hans tók við stjórn þeirra, lét þá sjá um smygl, ráðast á, pynta og drepa andstæðinga sína. The New York Times segir að svo virðist sem að á undanförnum ár- um hafi Uday aftur tekið við stjórn Píslarvottanna. Undanfarnar vikur hafa sumir Píslarvottar tekið þátt í hergöng- um og verið með á sér belti með sprengiefni, segir fréttastofan AFP. Með þessu hafi þeir sýnt vilja sinn til að gera sjálfsmorðsárásir á bandaríska og breska hermenn. Píslarvottar Saddams                     ! "#  $  %&'  $  %# & #       &       #  #  '   " (      # )#* + (      ","-./0/ 123-.14/"- 3 /" 3 "!.  4   #" &$ !  $  6  #$ $#+&  7  $ &+%  .      88    9&  #   " $ #+&     9 5  : , ;222  !#+% % # &+ 7$#  $&  &  0( &  #  ()     7 #   & $*  <     +%   $ 9  #$ 7=  (      5.4 7.. " 44 % 4>! $ 9  5 /" ? !  $  $    6 +9   %  7  #   $  $ +  #  &+    9* &@   A*  #& 7 ,  $8   &$ ? #+&        %   +%   5  BC2,?    #   " ,    !& 9 0(     #$ 7 && # +%      7  $8    +%  $ 9  #$ 7: "!/34.!  ","-./0  9$ *& '0;7 ! ! &   !  #  7 "&+ 7 &$#" $ #& # ()*       + % % , $ -(   $ + $ %% .  + ( $ / + ’ Píslarvottarnireru flestir ungir menn, allt niður í sextán ára. ‘ Reuters Elsti sonur Saddams, Uday. TYRKIR munu senda aukið herlið inn í norðurhluta Íraks í samráði við Bandaríkjamenn ef heraflinn sem fyrir hendi er á svæðinu getur ekki haldið þar uppi friði og öryggi. Kom þetta fram í máli Hilmi Ozkoks, yf- irmanns tyrkneska heraflans, í gær. Tyrkir eru nú þegar með nokkur þúsund léttvopnaða hermenn í nyrstu héruðum Íraks og hafa frá 1997 öðru hverju sent nokkurt lið inn á svæðið til að berjast gegn vopn- uðum uppreisnarmönnum úr röðum Kúrda í Tyrklandi. Hoshyar Zebari, talsmaður ann- arrar af tveim aðalfylkingum Kúrda í Norður-Írak, KDP, sem óttast mjög Tyrki, fagnaði í gær ummælum Ozkoks. „Við höfum barist lengi fyrir þessu,“ sagði Zebari. „Þetta er ákaf- lega jákvætt skref,“ bætti hann við og taldi að yfirlýsing Tyrkja myndi efla stöðugleika í norðurhluta Íraks og gera bandamönnum kleift að ein- beita sér að baráttunni í suðri og at- lögunni gegn Bagdad. Vopnaðar sveitir bráðabirgða- stjórnar íraskra Kúrda hafa bæki- stöðvar á umræddu svæði en íraskir Kúrdar hafa í meira en áratug notið í reynd sjálfsstjórnar og verið lausir við kúgun Saddams Husseins í Bag- dad. Talsmenn íraskra Kúrda hafa andmælt kröftuglega öllum hug- myndum um að Tyrkir sendi tugþús- undir hermanna inn í Kúrdahéruðin. Í tíð heimsveldis Tyrkja, er hrundi í fyrri heimsstyrjöld, voru Írak og önnur nálæg arabalönd, að Egypta- landi undanskildu, undir stjórn Tyrkjasoldáns. Tyrkir óttast nú að íraskir Kúrdar stofni sjálfstætt ríki á svæðum sínum þegar veldi Saddams hrynur en það gæti eflt sjálfstæð- ishugmyndir um 11 milljóna Kúrda sem byggja suður- og austurhéruð Tyrklands. „Særandi“ gagnrök vinaþjóða Ozkok sagði að öryggissjónarmið myndu ráða stefnu Tyrkja. „Árás á þessar [tyrknesku] sveitir, ... hugs- anlega mikill flóttamannastraumur, óstöðugleiki sem gæti orðið ef inn- byrðis bardagar hefjast milli vopn- aðra flokka á svæðinu eða árás af hálfu einhvers þeirra á óbreytta borgara, þetta eru helstu áhyggju- efni okkar varðandi öryggismálin,“ sagði Ozkok. Hann lagði einnig áherslu á að ekki væri ætlunin að berjast á svæðinu, leggja það undir Tyrkland eða setja þar upp varan- legan varnarbúnað til að efla öryggi Tyrklands. Tyrkneska liðið myndi þó verjast yrði ráðist á það. „Þar sem bandalagsþjóð í varnar- málum, Bandaríkjamenn, er enn að berjast í heimshlutanum munum við samræma aðgerðir okkar með þeim og gera aðrar ráðstafanir til að koma í veg fyrir misskilning,“ bætti hann við. Ozkok gagnrýndi harkalega vina- og bandalagsþjóðir Tyrkja fyr- ir að beita „óréttlátum og stundum særandi“ rökum gegn þeim hug- myndum Tyrkja að senda her inn í Írak. Heita að hafa samráð við Bandaríkjamenn Íraskir Kúrdar fagna yfirlýsingu Tyrkja um að þeir muni ekki einhliða senda her inn í N-Írak Diyarbakir, Arbil. AFP. Reuters Liðsmenn vopnaðra sveita bráðabirgðastjórnar Kúrda í Norður-Írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.