Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 19
dag. „Við getum ekki annað enn látið í ljósi þá von að því ljúki sem fyrst, manntjónið og þjáningarnar verði með allra minnsta móti, og friður komist á fljótt,“ sagði kon- ungurinn. Anasagasti sagði þetta „ekkert annað en orðagjálfur, innantómt og falskt“ og mótmælti því að konung- urinn skyldi ekki hafa ráðfært sig við leiðtoga litlu flokkanna um mál- ið. Um milljón Spánverja tók þátt í mótmælum gegn stríðinu í spænskum borgum á laugardaginn var og mótmælendur hafa ráðist á um hundrað skrifstofur flokks for- sætisráðherrans, Þjóðarflokksins, á síðustu tíu dögum. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningurinn við Aznar hafi snarminnkað vegna deilunnar og aldrei verið minni. Um 62,6% að- spurðra voru óánægð með störf hans í nýjustu könnuninni. AP Jóhann Karl Spánarkonungur. STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 19 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 1.990kr. Norðan tíu, 4 lítrar gljástig 10 Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 461 3100 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Austurvegi 69, Selfossi s: 482 3767 Harpa Sjöfn málningarverslanir Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. VAGN Greve, lagaprófessor við Kaupmanna- hafnarháskóla, kvaðst í gær telja að mótmælin í Danmörku gegn stríði í Írak væru ólögleg vegna þess að dönsk stjórnvöld hefðu lýst yfir stríði á hendur stjórn Saddams Husseins. Fréttastofan Ritzau hafði þetta eftir lagapró- fessornum. Danska varnarmálaráðuneytið hef- ur lagt áherslu á að Danir taki ekki aðeins þátt í hernaðaraðgerðum í Írak, heldur heyi þeir stríð gegn stjórn Saddams. Auk Bandaríkja- manna og Breta taka þrjár þjóðir þátt í hern- aðinum, Danir, Ástralar og Pólverjar. Dönsk lög kveða á um að bannað sé að að- stoða og styðja ríki sem Danir heyja stríð við og verja hagsmuni þess. Brot á lögunum varðar allt að sextán ára fangelsi. Ennfremur er refsivert að birta áróður til stuðnings óvininum eða veita honum efnahags- lega aðstoð. Danska lögreglan kveðst þó ekki ætla að grípa til aðgerða gegn fólki sem mótmælir stríðinu eða lýsir yfir stuðningi við Saddam Hussein. „Danska stjórnarskráin tryggir fundafrelsi, þannig að fólk hefur rétt til að fara í kröfugöngu til að láta í ljósi andstöðu eða stuðning við hvaða málstað sem það vill,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Meirihluti Dana hlynntur stríðinu Samkvæmt Gallup-könnun, sem Berlingske Tidende birti í gær, nýtur hernaðurinn í Írak nú stuðnings meirihluta Dana í fyrsta sinn. Hún bendir til þess að 54% Dana séu hlynnt hernaðinum gegn stjórn Saddams og 39% and- víg. Í samskonar könnun fyrir viku voru 48% hlynnt stríðinu og 44% á móti. Hins vegar eru aðeins 46% Dana hlynnt þátt- töku danska hersins í hernaðinum og 50% and- víg, samkvæmt nýju könnuninni. Sex dögum áður voru 42% hlynnt þeirri ákvörðun dönsku stjórnarinnar að taka þátt í stríðinu og 54% á móti. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerk- ur, kvaðst vera ánægður með vaxandi stuðning almennings við þá afstöðu stjórnarinnar að beita þyrfti hervaldi til að afvopna stjórn Sadd- ams. „Þetta getur þó breyst fljótt ef stríðið dregst á langinn og mikið mannfall verður með- al hermanna eða óbreyttra borgara,“ sagði hann. Mótmælin í Danmörku sögð ólögleg Kaupmannahöfn. AFP. GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, vill efla þýzka herinn svo að landið geti „treyst á eigin herafla“ í framtíðinni. Lét Schröder þessi orð falla í viðtali við þýzka vikublaðið Die Zeit, sem kemur út í dag, fimmtudag. „Klofningurinn í Evrópu, sem við verðum að horfast í augu við, í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna kallar líka á að við drögum okkar eigin álykt- anir,“ sagði kanzlarinn. „Ef við viljum …taka aðra afstöðu eða segja nei, eins og í tilfelli Íraks- málsins, verðum við að geta treyst á okkar eigin herafla,“ sagði hann. „Út frá þessum sjónarhóli verðum við að ræða hvernig réttast sé að útbúa og fjármagna Sambandsherinn [þ. Bundeswehr],“ þ.e. þýzka herinn. Atlantshafsbandalagið, Evrópu- sambandið og bandarísk stjórnvöld hafa lengi hvatt Þjóðverja til að auka útgjöld til varnarmála og nútímavæða herinn, en skipulag hans byggist enn á herskyldu – landvarnaher kalda stríðs tímans, sem að mörgu leyti þykir ekki í takt við kröfur tímans. Átökin á Balkanskaga á tíunda ára- tugnum opinberuðu hernaðarlegan veikleika Evrópusambandsríkjanna og undirstrikuðu þann gríðarlega mun sem er á hernaðarmætti Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra aust- an Atlantsála. Eins og er eyða Þjóðverjar um 1,5% þjóðartekna til varnarmála, en George Robertson, framkvæmda- stjóri NATO, hefur hvatt til þess að öll aðildarríkin verji tveimur pró- sentustigum landsframleiðslu sinnar til málaflokksins. Það er þó ekki lengra en réttur mánuður síðan þýzki varnarmálaráðherrann Peter Struck kynnti áform um að skera varnar- málaútgjöldin niður. Þýzki her- inn skuli efldur Hamborg. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.