Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 22
STRÍÐ Í ÍRAK 22 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ JOSCHKA Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, varar við hættu á hrinu „afvopnunar- stríða“ undir forystu Banda- ríkjamanna í kjölfar þess að búið verður að vinna sigur á Írökum. Fisch- er gagnrýnir hernað Breta og Bandaríkja- manna gegn Írak í nýjasta hefti vikuritsins Der Spiegel og hvetur leiðtoga Evrópuríkjanna til að sameinast um að mynda mótstöðuafl við Bandaríkin. Fischer segir í viðtalinu að forvera George W. Bush í emb- ætti Bandaríkjaforseta, Bill Clinton, hafi tekist að halda aft- ur af kjarnorkuáætlunum Norð- ur-Kóreumanna með diplómat- ískum aðferðum. „Staðan varð erfiðari aftur þegar hin nýja stjórn kaus að beita ekki sömu aðferðum,“ sagði Fischer. Fischer fordæmdi Banda- ríkjastjórn fyrir að hafa hunsað andrúmsloftið á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna en þar mis- tókst Bandaríkjamönnum að fá samþykkta nýja ályktun er heimilaði hernað gegn Írak með óyggjandi hætti. „Bandaríkin ráða miklu um það hvort friður og stöðugleiki ríkir í heiminum,“ sagði hann. „En skipulag mála í heiminum gengur ekki upp ef þröngir þjóðarhagsmunir öflugasta rík- isins eru látnir ráða öllu um hvort hervaldi er beitt. Það verða að gilda sömu reglur um stór ríki, miðlungsstór og litlu ríkin.“ Sagði Fischer að Bandaríkja- menn hefðu enga „raunveru- lega“ tilraun gert til samráðs við Evrópuríkin um Íraksmálin. Hann tók þó fram að ekki væri aðeins við Bandaríkin að sakast; Evrópa væri sundruð innbyrðis. Bretar og Spánverjar fylgdu Bandaríkjunum að máli, á með- an Frakkar og Þjóðverjar væru algerlega andsnúnir stríðs- rekstrinum. Schröder vinsælli en áður Vinsældir Gerhards Schröd- ers, kanslara Þýskalands, hafa aukist undanfarnar vikur, en talið er að það megi rekja til harðrar andstöðu hans gegn stríði í Írak. Fylgi Jafnaðar- mannaflokks Schröders hefur aukist um 3% og er nú 32%, samkvæmt könnun tímaritsins Stern. Joschka Fischer Hamborg. AFP. Óttast hrinu „af- vopnun- arstríða“ ÁRÓÐURSMASKÍNA íraskra stjórnvalda er enn svo öflug að almenningur í landinu treystir því ekki fyllilega enn þá að Saddam Hussein, forseta Íraks, sé við það að verða steypt af stóli. Enn fremur muna enn margir hvernig Banda- ríkjamenn hvöttu Íraka til þess eftir Persaflóa- stríðið 1991 að gera uppreisn gegn Saddam – en skildu uppreisnarmenn síðan eftir til að mæta örlögum sínum þegar Saddam tók til við að berja uppreisnina niður. Þetta er skýring Faisals Qaragholis, fram- kvæmdastjóra Lundúnaskrifstofu Íraska þjóð- arráðsins, stærstu samtaka íraskra útlaga, þeg- ar hann er spurður hvers vegna spádómar hans, um að Írakar myndu taka hersveitum Breta og Bandaríkjamanna fagnandi, hafa ekki ræst. Morgunblaðið ræddi við Qaragholi sl. föstu- dag og þá spáði hann því að stríðið í Írak myndi taka skjótt af og að Írakar myndu verða þeirri stund fegnastir þegar Saddam væri á bak og burt. Qaragholi benti í gær á að Írakar hefðu ekki aðgang að öðrum fjölmiðlum en íraska ríkissjón- varpinu, sem hann sagði að flytti ekkert nema áróður ríkisstjórnar Saddams. „Írakar fá engar fréttir utan frá og allar upplýsingar sem þeir hafa eru því frá stjórnvöldum. Þegar þeir sjá í sjónvarpinu myndir frá Bagdad og heyra allan áróðurinn um dýrð Saddams Husseins þá ein- faldlega vita þeir ekki hvað er að gerast. Og þó að nokkrar hersveitir bandamanna séu nú komnar inn í landið þá eru Írakar hræddir um að verða sviknir aftur.“ Felst í þessum orðum það mat að Írakar þori einfaldlega ekki enn þá að láta raunverulega skoðun sína í ljós. „Þegar og ef klippt verður á útsendingar íraska ríkissjónvarpsins þá öðlumst við betri sýn á það sem nú fer fram,“ segir Qaragholi. Saddam ber ábyrgðina „Því fólki sem hefur hringt í okkur frá Bagd- ad er fullkomlega ljóst að bandamenn reyna að- eins að varpa sprengjum á byggingar stjórn- valda, en ekki íraskan almenning,“ sagði Qaragholi. Hann viðurkennir að óhjákvæmilega hafi orðið mannfall í röðum óbreyttra borgara en segir að miðað við umfang lofthernaðarins og stríðsins í heild þá sé það í algeru lágmarki. Slíkt mannfall hlýtur þó engu að síður að hafa áhrif á viðhorf Íraka til hersveita bandamanna, eða hvað? „Jú, vissulega. En menn vita samt að Saddam ber sök á mannfallinu og enginn annar. Fólk hefur mátt þola mikið af hans völdum og hann hefði jafnframt getað komið í veg fyrir þessar hernaðaraðgerðir, en neitaði að gera það.“ Vill Qaragholi ekki taka undir að fullyrðingar hans, um að hersveitum bandamanna yrði tekið fagnandi, séu hluti af áróðri bandamanna, hluti af sálfræðihernaðinum. Hann spáir því að Sadd- am Hussein muni aðeins verða við völd í Írak í „nokkrar klukkustundir“ í viðbót. „Bandamenn eru staðráðnir í að steypa Saddam og hvort það tekur einum eða tveimur dögum lengur skiptir ekki sköpum. Ósk mín er þó auðvitað sú að senn ljúki þjáningum írösku þjóðarinnar,“ sagði Qaragholi. Íraskur almenn- ingur hikandi Talsmaður íraskra útlaga segir að áróðurs- maskína stjórnvalda í Bagdad villi Írökum sýn ÍRASKIR Bandaríkjamenn, sem hringja í ættingja sína í Írak, eru farnir að heyra orð sem þeir töldu að myndu aldrei vera sögð í heimalandi þeirra: Írakar eru farnir að tala illa um Saddam Hussein. Írakar virðast nú óhræddir við að gagnrýna einræðisherrann í síma þótt þeir viti að íraska leyniþjón- ustan geti hlerað samtölin og þeir eigi á hættu að verða pyntaðir fyrir óhollustu við stjórn Baath-flokksins. „Ég var furðu lostinn,“ sagði Zainab Al-Suwaij, framkvæmda- stjóri íslamskra samtaka í Banda- ríkjunum sem beita sér fyrir bætt- um samskiptum milli kristinna manna og múslíma. „Þetta er mjög hættulegt. Allir símarnir eru hler- aðir. En fólkið er svo spennt.“ Samira Alattar, húsmóðir í Virg- iníu, tekur undir þetta. Vinur hennar var að tala í síma við ættingja sína í Bagdad þegar frænka hans tók að úthrópa Saddam. „Vinur minn reyndi að þagga niður í henni en frænkan í Bagdad sagði: leyfðu mér að tala, við höfum fengið nóg,“ sagði Alattar. „Þau telja að þau séu að losna við hann, þess vegna þora þau að tala opinskátt.“ Þegar Bandaríkjaher herti loft- árásirnar á Bagdad á föstudag var erfitt að ná símasambandi við íbúa borgarinnar. Þegar það loks náðist komust írösku Bandaríkjamennirnir að því að enn var rafmagn og renn- andi vatn í húsum ættingjanna. „Þeim líður betur en í síðasta stríði,“ sagði Alattar. „Þau eru vön þessu.“ Írakar, sem flúið hafa til Banda- ríkjanna á síðustu þremur áratug- um, fylgjast grannt með fréttum af stríðinu og sumir þeirra vaka langt fram á nótt við sjónvarpsskjáina. Sumir þeirra ætla að fara til Bagdad þegar stríðinu lýkur til að aðstoða við enduruppbyggingu landsins og bíða þess með óþreyju að geta fagn- að falli írösku stjórnarinnar. „Í algjörri afneitun“ Tamara Darweesh, þrítugur lög- fræðingur í Los Angeles, segir að foreldrar hennar hafi stundað vís- indastörf við háskóla í Írak þegar Baath-flokkurinn komst til valda ár- ið 1968. „Líf foreldra minna var öm- urlegt eftir að flokkurinn komst til valda,“ sagði Darweesh. Faðir henn- ar, Kúrdi, var verkfræðingur og neyddur til að starfa í sementsverk- smiðju. Móðir hennar, shíta- múslími, var hneppt í fangelsi fyrir að kenna börnum að lesa og skrifa. Þau flúðu frá Írak árið 1980 þegar Darweesh var sjö ára, fóru fyrst til Englands með hjálp vina í Írak sem voru teknir af lífi fyrir að koma fjöl- skyldunni úr landi. Darweesh segist hafa reynt að tala við stríðsandstæðinga á mót- mælafundi í Santa Monica í Kali- forníu á dögunum og segja þeim hvers vegna hún teldi mikilvægt að steypa Saddam Hussein af stóli. Þeir þökkuðu henni fyrir, sneru sér við og gengu í burtu. „Ég hef orðið fyrir miklum von- brigðum með vinstrimennina,“ segir Darweesh og kveðst sjálf vera vinstrisinnuð. „Þeir eru í algjörri af- neitun vegna þess að þetta passar ekki við hugmyndir þeirra um Mið- austurlönd. En Saddam Hussein er arabískur leiðtogi sem hefur drepið fleiri araba en Ísraelar hafa nokkru sinni gert.“ Þora nú að gagnrýna Saddam Los Angeles Times. EKKI eru allir íraskir útlagar jafnhrifnir af hernaðaríhlutun bandamanna í heimalandi þeirra, þótt margir hafi þeir flúið undan ógnar- stjórn Saddams Husseins. Hér bíða íraskir út- lagar eftir að fá afgreidd bráðabirgðavegabréf á ræðisskrifstofu Íraks í Amman í Jórdaníu í gær, en nýju skilríkin gera mönnunum kleift að komast yfir landamærin inn í Írak. Að sögn tals- manna jórdanskra stjórnvalda hafa um 4.000 íraskir útlagar snúið aftur til föðurlands síns undanfarna daga til að taka þátt í vörnum þess gegn innrásarliði Bandaríkjamanna og Breta. Reuters Írösku útlagarnir vilja heim í stríðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.