Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 33
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 33 Árvirkinn Austurv.9/Eyrarvegi 29, Selfossi Geisl i Flötum 29, Vestm. eyjum G.H.LJÓS Garðatorgi 7, Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34, Akureyri Glitnir Brákarbraut 7, Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4, Höfn Hljómsýn Stillholti 23 Akranes Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52, Keflavík Straumur Silfurtorgi 5, Ísafirði S.G. Raftækjaverslun Kaupvangi 12, Egilsstöðum PERUBÚÐIR Rafbúð Skúla Þórs Álfaskeiði , Hafnarfjörður Dulux EL longlife Endist í 15.000 klst 5 ára ábyrgð Lukt með sparperu og fjarstýringu Tilboð á 10 pakk frá OSRAM 40W og 60W Tilboð 490 kr. Tilboð 990 kr. Tilboð 4.290 kr. Byggt & Búið Kringlunni / Smáralind Pfaff Borgarl jós Grensásvegi 13, Reykjavík Ti lboð í OSRAM perubúðum SAMTÖK iðnaðarins hafa gagnrýnt síðustu könnun Neytendasamtak- anna á þyngd „bakkelsis“ og gert lítið úr henni. „Við hefðum frekar vilja heyra málefnalegt svar við gagnrýni okkar um tíða undirvigt hjá bökurum,“ segir á vefsíðu Neyt- endasamtakanna, ns.is. Birtist hér útdráttur úr greininni: „Nýlega var frétt í fjömiðlum um konu, sem var handtekin fyrir búð- arþjófnað í Hagkaup. Hún fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Einnig hefur nýlega mikið verið fjallað um þjófnaði í versl- unum og rýrnunina sem talin er í milljörðum. En það er til þjófnaður í ýmsum myndum. Undirvigt á vöru er í reynd þjófnaður. Einnig er það al- varlegur hlutur ef þyngdar er ekki getið á umbúðum. Reglur um þetta eru samt nokk- uð skýrar. Það vantar hins vegar á að tekið sé á þeim framleiðendum sem stöðugt mælast með undirvigt og fara ekki eftir reglum um upp- gefna þyngd. Svona er ekki tekið á búðarþjófum. Fóru með vog í verslanir Það er því full ástæða til að svara athugasemdum Samtaka iðnaðar- ins, sem eru m.a. hagsmunasamtök bakara. Það fóru tveir menn frá Neyt- endasamtökunum með vog í nokkr- ar verslanir og skrifuðu niður þyngd og heiti á umbúðum á pökk- uðum brauðum frá sem flestum framleiðendum sem þar var að finna. Lausavara var ekki vigtuð, því hún er seld í stykkjatali. En um leið og Hagkaup pakkar brauðun- um, stillir fram og merkir sér, skal einnig geta þyngdar innihalds. Ekki er kunnugt um að Hagkaup hafi undanþágu hvað þetta varðar. Frá- vik á þyngd eru leyfð eins og getið er um í svari Samtaka iðnaðarins, en það þarf þá að geta þess á um- búðum að þyngdin geti verið „um það bil.“ Umhverfisstofa staðfestir þetta. Deilan endurtekin Hér er um að ræða sömu deiluna og var við Mylluna í fyrra og var henni svarað eins þá. Neytendasamtökin eru einnig gagnrýnd fyrir að telja tvisvar sama brauðið í mismunandi versl- unum. Það getur verið rétt. Þá sögðum við Kexsmiðjuna á Akureyri heita Kexverksmiðjuna á Akureyri. Þetta voru leiðinleg mistök af hálfu okkar og er búið að biðja Kexsmiðjuna afsökunar á þessu. Við viljum ekki vera með hártog- anir en þetta breytti ekki miklu um niðurstöðuna, enda var á Kexsmiðj- unni að heyra að þeir væru óánægðir með að vigtin væri ekki rétt og ætla að laga það, sem eru eðlileg viðbrögð. Í samtölum okkar við forsvars- menn nokkurra bakaría hefur ekki borið á öðru en þeir vilji bæta sig. Of mikið um undirvigt Niðurstaðan úr þessari könnun er sem áður: Það er of mikið um undirvigt á einstökum vörum hjá of mörgum bakaríum og þó aðrar vörur séu með yfirvigt, þá jafnar það ekki undirvigt annarrar vöru eins og getið er um í svari Samtaka iðnaðarins. Þegar umræðan er kom- in í þennan farveg er það miður. Neytendasamtökin hafa í kjölfar þessarar umræðu ákveðið að senda niðurstöður um vanmerkingar og undirvigt brauða og kaka til Um- hverfisstofu, svo réttir aðilar geti metið þetta. Við viljum biðja Samtök iðnaðar- ins að hvetja nú sína menn til dáða og láta ekki taka sig svona í bak- aríið aftur og aftur. Með kveðju, yfirvigtarar Neyt- endasamtakanna, Ólafur Sigurðs- son, Þórólfur Daníelsson.“ Morgunblaðið/Golli Neytendasamtökin hafa ákveðið að senda niðurstöður um vanmerkingar og undirvigt á brauðum og kökum til Umhverfisstofu, til mats. Ekki skal hengja bakara Neytendasamtökin svara Samtökum iðnaðarins vegna undirvigtar á „bakkelsi“ LIGHT Elem- ents er heitið á tvenns konar mótunar- og blástursefnum sem komin eru á markað frá Aveda. Í fréttatil- kynningu frá Aveda kemur fram að efnin eigi að halda hárinu í skorðum án þess að viðkomandi finni fyrir því. Vörurnar innihalda lífrænt lavender-vatn og lífræna jojoba-olíu, auk lífrænt ræktaðs smára. NÝTT Mótunar- og blástursefni NÝLEGA var opnuð vefslóðin www.antikonline.is en þar er hægt að skoða gamla muni sem eru til sölu. Það er fyrirtækið Talent ehf. sem rekur vefinn og þangað getur fólk einnig sent fyrirspurn ef það hefur rekist á vöru sem því líst á og vill fá sendar myndir og frekari upplýsingar. Einnig er hægt að falast eftir því að starfsmenn Tal- ent ehf. leiti að vöru sem fólk ósk- ar eftir ef hún finnst ekki á vefn- um. Gamlir mun- ir til sölu á Netinu Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.