Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 39
mitt þess vegna sem margir njóta þess að fara til ráðgjafa: Loksins hlustar einhver á þá, en gefa ekki bara ráð til hægri og vinstri. Ráðgjafinn þarf einmitt af þessum sökum að eiga góðan „verkfæra- kassa“ Amundson nefnir t.d. verk- efni sem Margo Renner og Guðrún Stella Gissuradóttir unnu hjá honum á haustönn 2002, en það fjallar um slík tæki eða verkfæri sem ráðgjafar geta notað, og heitir: „Meginhlut- verk og markmið“. Gengið er út frá því að skjólstæðingurinn gegni mörgum hlutverkum, þau séu mis- munandi eftir einstaklingum og breytist með tímanum. Þau geti stundum stangast á, og að hlutverkin séu misvel leikin. Þá getur verið að það sé vilji til að breyta og bæta hlut- verkin eða jafnvel leggja þau niður. Ráðgjafinn biður skjólstæðing sinn um að rita niður helstu hlut- verkin sín á sérstaka mynd og þegar því er lokið, að númera þau eftir mik- ilvægi. Síðan ritar hann þrjú mikil- vægustu hlutverkin á sérstakt blað og glímir við ákveðnar spurningar eins og: „Hvað skiptir mestu máli núna? Hverju þarf helst að breyta, bæta eða hætta?“ Markmiðin tengjast iðulega hlut- verkunum og auka líkurnar á ár- angri. Þannig þarf að rita upp mik- ilvægustu markmiðin, síðan mögulegar leiðir til að ná þeim: „Hver er óskastaðan? Hver eru næstu skref í átt til hennar?“ Ráðgjafinn og skjólstæðingurinn geta þannig unnið saman með orð- um, með því að skrifa og með mynd- um. Það er áhrifaríkara og minnis- stæðara að mati Amundson. Atvinnuleysi og sjálfsálit „Sjálfsálitið er nánast dæmt til að lækka hjá atvinnulausum,“ segir hann, „atvinnuleysi er nánast eins og að ferðast um í rússibana geðshrær- inganna; upp og niður, það er þungt og létt. „Streitan er mikil og af þeim sökum mun jafnvægi tilfinninganna raskast,“ segir hann og að það gerist oftast eftir 3–6 mánaða atvinnuleysi. Afleiðingin er óöryggi með sjálfan sig, og þegar viðkomandi með lágt sjálfsmat kemur í atvinnuviðtal minnka líkurnar á því að hann verði ráðinn. Atvinnurekandinn vill nefni- lega ráða einhvern jákvæðan og öruggan með sjálfan sig. Hlutverk starfsráðgjafans er því augljóslega m.a. að hjálpa hinum at- vinnulausa að byggja sig upp. Ann- ars gæti sá sem sækir um orðið of ákafur eða of dapur í viðtalinu. Amundson grípur aftur til líkingar- innar við kylfinginn, „í baksveiflunni þarf að endurreisa sjálfsálitið, og -skilninginn svo hann geti markaðs- sett sig betur og hitt í mark. Svo hann muni eftir hæfileikum sínum og færni.“ Að einangrast – eða ekki Hann segir að atvinnulaus mann- eskja einangrist oft og verði ein- mana, og því geti verið mikilvægt fyrir hana að vera í hópi með öðrum hjá ráðgjafa. Þar getur hún miðlað reynslu sinni með öðrum og heyrt af reynslu annarra. „En þessi þáttur er ekki alltaf mögulegur,“ segir hann, „þetta er hægt í Reykjavík en ekki alls staðar úti á landi, og í þeim til- fellum þarf manneskjan að reiða sig enn meira á góðan ráðgjafa.“ Þessi ráðgjafi reynir þá að skapa hinum atvinnulausa eitthvert tengslanet, svo hann sé í einhverju hvetjandi sambandi. Hann þarf að sannfæra skjólstæðing sinn um að hann verði að vera virkur, og hann þarf að benda honum á möguleikana til að vera virkur. Það gengur ekki að sitja heima og bíða eftir að hlutirnir gerist. Norm Amundson segir að náms- og starfsráðgjafar á Íslandi séu virk- ir og að jafnvel þótt þeir starfi á smærri stöðum séu þeir t.d. í sam- starfi á vefnum og á tölvupóstlista. Hann er einnig mjög ánægður með Nám í námsráðgjöf sem er 34 ein- inga viðbótarnám í Háskóla Íslands, og þá þjálfun sem þar fæst. Þjálfunin er í brennidepli hér, að hans mati. „Þetta er fyrsti kúrsinn í fjarnámi sem þar er haldinn og hefur gefist vel, ég vona a.m.k. að þetta verði ekki sá síðasti,“ segir hann og að ráð- gjafar verði að njóta góðrar endur- menntunar. Að skipta um starf Amundson nefnir að lokum að áð- ur hafi leit eftir störfum fyrst og fremst verið stunduð af atvinnulaus- um, en núna hafi annar hópur bæst við. Eða m.ö.o. vinnandi fólk sem vill skipta reglulega um starf. Slíkar manneskjur þurfa einnig á góðum ráðgjöfum að halda. Starfsráðgjafar geta því einnig starfað innan fyrir- tækja og gefið ráðgjöf þar um breyt- ingar á störfum innan þeirra. „Málið er ekki bara að fá starf og vera í því, heldur að halda áfram, finna út í hverju maður er bestur og að mark- aðssetja þá hæfileika sína,“ segir hann, „starfsmaðurinn þarf að læra að fiska sjálfur“. guhe@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Málið er að skoða sjálfan sig úr óvæntri átt til að skilja sjálfan sig betur. „Ráðgjafinn getur ekki unnið þetta verk nema með því að kunna sjálfur að beita ímyndaraflinu,“ segir Amundson. MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 39 SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Tilboð 2.995 kr. Eur2584 Litir: Svartir og beige Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 3. apríl í eina eða 2 vikur til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí og þú getur valið um 1 eða 2 vikur í sólinni. Það er um 28 stiga hiti á Kanarí í marsmánuði, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frá- bærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Stökktu til Kanarí 3. apríl frá kr. 29.963 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.963 Verð fyrir manninn, m.v. hjón m. 2 börn 2-11 ára. Flug, gisting og skattar. 3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Alm. verð kr. 31.461 Verð kr. 42.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting og skattar. 3. apríl, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Alm. verð kr. 45.097. Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina  Nám í námsráðgjöf er 34 eininga nám í Háskóla Íslands. Sækja þarf sérstaklega um námið og er umsóknarfrestur til 1. apríl nk. Námið miðar að því að undirbúa nemendur undir störf í námsráðgjöf í skólum. Fjöldi nemenda hefur verið takmarkaður und- anfarin ár.  Fjarnám í náms- og starfs- ráðgjöf við Háskólann er 34 einingar og verður næst í boði háskólaárið 2004-2005. Fjar- námið er ætlað þeim sem hyggjast starfa ýmist við námsráðgjöf í skólum eða við starfsráðgjöf á vinnumiðl- unum. Nánari upplýsingar veitir Jón- ína Kárdal, verkefnisstjóri joninaka@hi.is, s. 5254256 e.h. Námsráðgjöf TENGLAR ....................................... http://www.felags.hi.is/page/ namsradgjof Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.