Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var svo gaman og gleðilegt að fá að vera viðstaddur frumsýn- inguna á Hamlet hjá Leikfélagi Ak- ureyrar fyrr í vetur. Ég gladdist svo innilega fyrir hönd Akureyr- inga en þó sérstaklega fyrir hönd félaga minna hjá Leikfélaginu. Sýningin var bráðskemmtileg, full af kátínu, alvöru og listrænu innsæi. Svona sýning sem maður sér svo oft fyrir norðan, unnin af leikhópi sem er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Leikfélag Akureyrar er nefnilega svo sérstakt samfélag. Samfélag fólks sem á það sameig- inlegt að vilja vinna að leikhúsi sem er í senn spennandi, ögrandi, stór- skemmtilegt og allt öðruvísi en það sem er að gerast fyrir sunnan. Þannig var sýningin á Hamlet. Og viðtökur gagnrýnenda voru allar á einn veg. Leikfélag Akureyrar hafði metnað og frumkvæði til að setja upp stórsýningu í litla fallega Samkomuhúsinu. Sama má segja um viðtökur áhorfenda. Þeir flykktust á klassíkina, margir gerðu sér ferð úr höfuðborginni. Sýningar urðu miklu fleiri en ætlað var í byrjun og verkið varð loks að taka af fjölunum fyrir fullu húsi. Sveinn Einarsson fékk síðar menn- ingarverðlaun DV í leiklist fyrir leikstjórnina. Þessi frábæra byrjun leikársins verður því athyglisverð- ari þegar fréttir fara nú að berast af lífróðri þessa sama leikfélags. Peningastaðan er í molum. Rekst- urinn er að komast í þrot. Við horf- um með skelfingu á hvernig leik- félagið berst fyrir tilveru sinni. Starfsfólki sagt upp. Stóryrði fljúga í fjölmiðlum. Nei, Akureyr- ingar og aðrir landsmenn, nú duga ekki vettlingatökin. Brettum upp ermar og björgum þessari stór- merku menningarstofnun! Það er mikilvægt að reka leikhús á landsbyggðinni, rétt eins og það er mikilvægt að standa myndarlega að menntastofnunum. Menntun og menning haldast hönd í hönd. Við Íslendingar erum menningarþjóð og við vitum hvers virði það er. Það er mikilvægt fyrir menntunarstig- ið, það er mikilvægt fyrir okkur sem hugsandi verur. Leikfélag Ak- ureyrar hefur barist áfram í alltof mörg ár til að allt þess starf verði nú að engu. Það hefur alið upp marga af bestu leikhúslistamönn- um þjóðarinnar og tekið fagnandi á móti öðrum. Menn gleyma því oft hvað það kostar að reka leikhús, rétt eins og háskóla eða mennta- skóla, en á sama tíma gleymist það líka hversu mikill efnahagslegur hvati það er í litlu hagkerfi. Við gleymum hversu margir koma að hverri leiksýningu, hvað hún skilur eftir sig, hvað hún er hvetjandi fyr- ir aðra upplyftingu og menningar- starf. Manneskja sem upplifir fal- legt listaverk heldur áfram að leita að þeirri upplifun, góð leiksýning styður undir góða málverkasýn- ingu og öfugt. Og þá víla menn ekki fyrir sér að koma um langan veg. En menn gleyma líka öðru. Menn gleyma hversu mikinn metnað þarf til að reka listastofnun eins og Leikfélag Akureyrar. Það þarf metnað og stolt þeirra sem stjórna fjárveitingum, þeirra sem reka bæjarfélög og ráðuneyti. Það þarf skilning á að stundum gengur vel og stundum gengur illa. Það þarf trú á nauðsyn starfsins. Ég skora á Akureyringa að fylkja sér um leik- félagið á erfiðum tímum, veita því styrk og nauðsynlega trú til að komast af. Á Akureyri hafa menn haft kjark til að styðja myndarlega við menntastofnanir og það dylst engum að þar hefur uppsveiflan í bænum legið. Íþróttirnar hafa líka verið styrktar með glæsibrag. Samningur um menningarhús hef- ur verið undirritaður. En fyrst hlýtur að vera komið að leikfélag- inu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við getum ekki allt- af verið að byrja upp á nýtt. Það er auðlegð í reynslunni. Við megum aldrei gleyma Leikfélagi Akureyr- ar og því frábæra starfi sem þar er unnið. Ég sendi samstarfsmönnum og vinum hjá leikfélaginu baráttu- kveðjur. Akureyringar vita að bær- inn þeirra verður aldrei samur án þess. Forðumst menningar- slys á Akureyri Eftir Felix Bergsson „Við megum aldrei gleyma Leik- félagi Akur- eyrar og því frábæra starfi sem þar er unnið.“ Höfundur er leikari og formaður Bandalags sjálfstæðra leikhúsa. HVERFISRÁÐ Árbæjar boðar til íbúaþings laugardaginn 29. mars næstkomandi í samvinnu við skipu- lags- og byggingarnefnd Reykjavík- ur. Íbúaþing eru nýjung í samvinnu borgaryfirvalda og íbúa sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum misserum. Verkefni þingsins er ekki síður nýtt af nálinni, þátttökuskipu- lag þar sem útfærðar verða hug- myndir um Árbæjartorg, hjarta Ár- bæjarhverfis. Þingið fer fram í Árseli frá kl. 10–15. Enga formlega þekkingu á skipulagsmálum þarf til þátttöku, aðeins jákvætt hugarfar, góðar hugmyndir og metnað fyrir Árbæjarhverfi. Ungir jafnt sem aldnir eru því hvattir til að koma. Nýr miðpunktur hverfisins Væntanlegt Árbæjartorg er svæðið á milli Árbæjarkirkju, fé- lagsmiðstöðvarinnar Ársels og Ár- bæjarskóla. Vonir standa til þess að framkvæmdir við það geti hafist þegar í sumar í tengslum við frá- gang á lóð Árbæjarskóla. Torgið á að geta orðið nokkurs konar mið- punktur mannlífs í hverfinu með greið göngutengsl við félagssvæði Fylkis og útivistarparadísina í Elliðaárdal í suðurátt og einn meg- inþjónustukjarna hverfisins í norð- urátt. Þátttökuskipulag Með íbúaþingi um Árbæjartorg vilja hverfisráðið og skipulags- og byggingarnefnd taka höndum sam- an með íbúum um að Árbærinn verði í fararbroddi í góðu samstarfi borgarstjórnar og íbúa. Þátttöku- skipulag greinir sig frá hefðbundn- um skipulagsaðferðum í því að íbúar og hagsmunaaðilar eru kallaðir til verka á frumstigi á opnu íbúaþingi. Reynt verður að komast frá hug- myndastigi til útfærðra teikninga sem íbúar draga sjálfir upp. Á þeim hugmyndum verður byggt við mót- un og útfærslu skipulagsins. Árbæj- artorg yrði eitt fyrsta svæði borg- arinnar sem skipulagt yrði með þátttökuskipulagi. Það er liður í þeirri stefnu borgaryfirvalda að efna til aukinnar samvinnu við íbúa við ákvarðanir og stefnumótun borgarinnar. Íbúaþing um Árbæjartorg Eftir Dag B. Eggertsson og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur „Árbæjartorg yrði eitt fyrsta svæði borgar- innar sem skipulagt yrði með þátttöku- skipulagi.“ Dagur er formaður hverfisráðs Árbæjar. Steinunn er formaður skipulags- og byggingarnefndar. Dagur B. Eggertsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.