Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 43 Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 w w w .t e xt il. is Fermingarhárskraut Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Nýr listi www.freemans.is ODDUR Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands (HÍ) og minn gamli góði kennari, setti fram eftirfarandi skoðun í grein í Mbl. hinn 19. mars sl.: „Mér finnst liggja í augum uppi að Íslend- ingar geta ekki rekið marga full- búna háskóla“. Oddur dró þessa ályktun af samantekt sinni um nem- endafjölda á háskólastigi og gerði jafnframt ráð fyrir því að nemenda- fjöldi á háskólastigi ætti ekki eftir að hækka næstu áratugi. Samantekt Odds var reyndar ekki nákvæm sökum þess að inn í töl- urnar, sem lagðar voru fram, vant- aði fjölda nemenda í fjarnámi og há- skólanámi með vinnu. Steinn Jóhannesson, starfsmaður Háskól- ans í Reykjavík (HR), benti á þessa staðreynd í Mbl. hinn 22. mars sl. og færði rök fyrir því að fjölbreyttara nám muni áfram stuðla að því að nemendum á háskólastigi á Íslandi fjölgi. Fjölbreytt nám í tæknigreinum HR telur mjög mikilvægt að boðið verði upp á fjölbreytt nám í tækni- greinum á háskólastigi. Ástæðan er sú að fjölbreytt nám höfðar til fleiri hópa og gerir það að verkum að fleiri nemendur sjá sér hag í að stunda viðkomandi nám. Tölvunar- fræðideild HR hefur haft þau já- kvæðu áhrif að nemendum í tölvun- arfræðinámi á Íslandi hefur fjölgað mjög mikið. Nærtækast er að líta til fjölda útskrifaðra úr grunnnámi í þessu sambandi. Taflan hér fyrir neðan sýnir fjölda útskrifaðra úr BS námi í tölvunarfræði á Íslandi, ann- ars vegar á tímabilinu 1989–1999 og hins vegar árið 2000 og síðar en árið 2000 útskrifaði HR fyrstu nemendur sína með BS gráðu. BS gráða í tölvunarfræði 1989– 1999 (meðalt.) 2000 2001 2002 2003 Háskóli Íslands 24 23 29 48 Háskólinn í Rvk 21 38 65 85* Samtals: 24 44 67 113 * Áætlaður fjöldi Í töflunni má glögglega sjá að með tilkomu tölvunarfræðideildar HR hefur útskrifuðum í greininni fjölgað mjög. Ekki var vanþörf á því ljóst er að upplýsingatæknisamfélag 21. ald- ar þarf á fjölda fólks að halda með tæknimenntun eins og tölvunar- fræði. Verkfræði í fleiri skólum HR telur að mikil þörf sé á að bjóða upp á nám í verkfræði í fleiri skólum en eingöngu í HÍ. Sam- kvæmt Landshögum Hagstofu Ís- lands brautskráðust 1.738 nemend- ur úr háskólum landsins með fyrstu gráðu (BA, BS, B.Ed.) eða fram- haldsgráðu á skólaárinu 2000–2001. Þar af brautskráðust 85 nemendur, eða 4,9%, úr verkfræði í HÍ. Samkvæmt skýrslu menntamála- ráðuneytisins, Tölfræðihandbók um háskólastigið, sem gefin var út árið 2000, kemur fram að hlutfall braut- skráðra háskólastúdenta í verkfræði hér á landi árið 1996 var um 5%. Þetta hlutfall er lágt í samanburði við önnur lönd og breyttist ekkert til ársins 2001 eins og fram kom hér að ofan. Í samanburðarlöndunum var hlutfallið miklu hærra eða um 25% í Finnlandi, um 18% í Noregi, og um 15% í Svíþjóð og Danmörku (þessar tölur innihalda reyndar arkitekta en það hefur ekki teljandi áhrif). Áhersla Finna á uppbyggingu verkfræðináms og sá árangur sem fylgt hefur í kjölfarið hlýtur að hvetja okkur Íslendinga til að út- skrifa fleiri verkfræðinga. Reynslan hefur sýnt okkur að skilvirkasta leiðin til að ná þess konar markmiði er að bjóða fjölbreytilegt verkfræði- nám í fleiri háskólum. Rannsóknir sem víðast Oddur nefnir „fullbúna“ háskóla í fyrrnefndri grein sinni. Oddur skil- greinir reyndar ekki hvað hann á við með fullbúnum háskóla en mér finnst málflutningur Odds bera keim af umræðunni um rannsókn- arháskóla vs. kennsluháskóla, þ.e. að háskóli sé „fullbúinn“ ef rann- sóknir séu stundaðar innan hans. Starfsmenn HÍ hafa skrifað margar greinar undanfarnar vikur og mán- uði þar sem sú skoðun hefur komið fram að leggja eigi áherslu á aðeins einn rannsóknarháskóla á Íslandi. Það verður að teljast með ólík- indum að háskólastarfsmenn setji fram skoðanir sem þessar. Háskóla- starfsmenn ættu að vita manna best að framfarir í rannsóknum á til- teknu fræðasviði þrífast á þátttöku sem flestra aðila. Tölvunarfræði- deild HR hefur undanfarin misseri byggt upp rannsóknir á sviðum eins og netkerfum og netþjónustu, gagnasafnskerfum, viðmótshönnun og fjarnámi. Umræddar rannsóknir hefðu ekki farið af stað nema fyrir tilstilli hinnar nýju tölvunarfræði- deildar HR. Samkvæmt félagatali Félags tölv- unarfræðinga hafa einungis um 15 Íslendingar Ph.d. gráðu í tölvunar- fræði og um 40 hafa M.Sc. gráðu. Færa má rök fyrir því að skortur á fólki með hærri gráður í tölvunar- fræði standi upplýsingatækniiðnaði hér á landi fyrir þrifum og geri m.a. það að verkum að nýsköpun er til- tölulega lítil. Til að fjölga tölvunar- fræðingum með hærri gráður er því nauðsynlegt að gera fleiri skólum kleift að bjóða upp á meistaranám og rannsóknir sem náminu tengjast. Fjármagn er til Í grein sinni lýsir Oddur yfir áhyggjum sínum af fjárframlögum til háskólastigsins. Þessum áhyggj- um deili ég með Oddi en leiðin til að lagfæra ástandið er að sjálfsögðu ekki að takmarka námsframboð eða bjóða eingöngu upp á einn rann- sóknarháskóla. Rétta leiðin hlýtur að vera að háskólar taki höndum saman og knýi á um breytta for- gangsröðun stjórnvalda, þ.e. að framlög til menntamála verði algert forgangsatriði. Það liggur í augum uppi að Ís- lendingar þarfnast fleiri en eins „fullbúins“ háskóla í tæknigreinum. Nám og rann- sóknir í tækni- greinum á háskólastigi Eftir Hrafn Loftsson „HR telur mjög mikil- vægt að boðið verði upp á fjöl- breytt nám í tækni- greinum á háskóla- stigi.“ Höfundur er forseti tölvunarfræði- deildar Háskólans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.