Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 47 ✝ Gestur Ólafssonfæddist á Vöglum í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu 6. mars 1908. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Ingibjörg, f. 25.4. 1865, d. 17.4. 1922, Friðriksdóttir bónda á Syðragili, Hrghr., og Ólafur, f. 9.8. 1877, d. 20.8. 1952, á Torfum í sömu sveit Jónsson bónda í Kristnesi. Gestur var sex vikna gamall tekinn í fóstur að Þormóðsstöðum í Sölvadal af móðursystur sinni, Jónu Jónsdótt- ur, og manni hennar, Guðmundi Jónssyni, er þar bjuggu, og þar ólst Gestur upp. Systkini hans voru Friðjón, Aðalgeir og Þor- gerður, sem öll eru látin. Kona Gests (24.12. 1936) var Guðlaug Margrét, f. 22.2. 1904, d. 29.8. 1988, Þorsteinsdóttir Gísla- sonar, bónda í Ljárskógaseli í Dalasýslu, og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Einka- dóttir þeirra er Ragnheiður, f. 9.7. 1943, cand. mag. í dönsku frá Kaup- mannahafnarhá- skóla, kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri. Gestur varð stúd- ent frá MA 1929, cand. phil. frá Kaup- mannahafnarhá- skóla 1932, las nátt- úrufræði við sama skóla 1932–1935, stundaði nám við Köbmandsskolen í Kaupmanna- höfn 1935–1936 og Kennarahá- skólann í Kaupmannahöfn 1964– 1965 (orlofsár). Hann var við verslunarstörf í Kaupmannahöfn 1936–1938, tollgæslumaður á Ak- ureyri 1938–1945, stundakennari við Gagnfræðaskóla Akureyrar 1943–1945 og 1975–1978, en fasta- kennari 1945–1975. Útför Gests fór fram frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 24. mars. Genginn er vinur minn 95 ára gamall, Gestur Ólafsson, Jónssonar, Helgasonar, bónda á Stokkahlöðum í Eyjafirði. Ég man eftir honum fara á kost- um í ræðupúlti við slit Menntaskól- ans á Akureyri á 70 ára stúdents- afmæli sínu. Þá sáði hann gleðifræjum í ung hjörtu nýstúdent- anna, sem litu á þennan gamla mann, með glampa í augum og ósk- uðu sér, að geta hermt eftir kímnum alvöruþunganum í orðum hans, þeg- ar hann reytti af sér brandarana. Fyrir utan þennan kost var Gest- ur ákaflega hagmæltur. Hann fór létt með vísnagerð, en mest var reisn hans í kersknivísum við ótal tækifæri. Gesti kynntist ég fyrst árið 1965, þegar ég kom inn í félagsskap, sem hann var meðlimur í og náði þar verulegum frama. Kvöldlok á fund- um þar urðu varla, nema hann færi með gamanmál, sem oftar en ekki voru í bundnu máli. Oftlega síðar áttum við kvöldstundir í heimahús- um, ásamt góðum félögum og þef- uðum úr fingurbjörgum, meðan Gestur lét gamminn geisa í bundnu máli. Gestur var dagfarsprúður maður, ekki hávær, hafði rólega rödd, en enginn komst hjá því að leggja við eyrun, þegar hann mælti, enginn vildi missa af spekinni. Ég þekkti hann ekki á yngri árum, veit þó að hann stundaði skallabolta með sam- kennurum sínum. Hann var heilsu- góður lengi, en þegar halla fór und- an fæti, varð hann lúinn. Þó man ég eftir honum fyrir síðustu áramót, sárlösnum á sjúkrahúsinu, fara með gamanmál, þó hann mætti vart mæla. Ég mun sakna þessa aldna vinar míns, en kankið síðustu árin hefði mátt vera meira. Eiríkur Páll Sveinsson. Ég kom ungur og óreyndur kenn- ari beint frá prófborði að Gagn- fræðaskóla Akureyrar haustið 1947, haldinn hæfilegri blöndu tilhlökkun- ar og kvíða. Þótt ég hefði þá þegar valið mér kennslu að ævistarfi, vissi ég lítt, hvað biði mín frammi fyrir spurulum augum nemenda í troð- fullum kennslustofum eða á kenn- arastofunni, þar sem ég þekkti að- eins einn eða tvo kennara öðruvísi en af afspurn. Er þar skemmst af að segja, að kennararnir, sem heilsuðu mér fyrsta vinnudaginn, urðu allir nánir og persónulegir vinir mínir, enda var félagsandinn og starfsand- inn í kennarahópnum með eindæm- um góður og samheldnin mikil. Einn þeirra var hár maður og þreklegur, stillilegur, en þó glaðleg- ur. Sá hét Gestur Ólafsson, Eyfirð- ingur að uppruna. en hafði verið all- mörg ár við nám og störf í Kaupmannahöfn, áður en hann og Guðlaug M. Þorsteinsdóttir, kona hans, fluttust til Akureyrar skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld. Þessi maður var harðgreindur og stálminnugur, fjölfróður og fjölhæf- ur, enda gat hann kennt ýmsar greinar, eftir því sem skólinn þurfti á að halda hverju sinni, en danska og náttúrufræði voru alltaf helstu kennslugreinar hans. Eftir nokkur ár við tollgæslu hafði hann komið að Gagnfræðaskólanum sem stunda- kennari haustið 1943, var fasta- kennari árin 1945-1975, en loks stundakennari eftir það til vors 1978, er hann lét af störfum við skólann sjötugur eftir 35 ára dygga þjónustu. Ekki leið á löngu, þar til með okk- ur Gesti tókust góð kynni, sem fljót- lega urðu að órofa vináttu, ekki að- eins með okkur, heldur einnig með eiginkonum okkar og fjölskyldum. Þau hjón kunnu hvort sem annað flestum betur að fagna gestum og láta þeim líða vel í návist sinni, það sem höfundur Hávamála kallaði „þjóðlöð“. Hjá þeim lærðum við líka margt nytsamlegt og skemmtilegt, meðal annars gerðu þau okkur bænabókarfær í bridds og púkki. Síðara spilið var þó eingöngu um hönd haft í gagnkvæmum boðum, sem voru fastir liðir á jóladag- skránni. Á sumrin fóru fjölskyld- urnar oft í lautartúra, þegar gott var veður, með kaffibrúsa, sæta- brauð og mjólk á flösku handa börn- unum, og á haustin átti blátt eða svart berjalyngið það til að freista okkar allra, ávextir þess í senn holl- usta, bragðauki og búdrýgindi. Gestur var prýðisvel skáldmælt- ur og meðal allra snjöllustu hagyrð- inga, hnyttinn og gamansamur í hægð sinni og látleysi. Margar lausavísur hans urðu landfleygar og lífseigar, kitluðu hláturtaugarnar og bættu mönnum í skapi. Vísnagerð- arlist lék hann af fjöri fram á tíræð- isaldurinn sér og öðrum til skemmt- unar. Þar að auki var hann hafsjór af kvæðum, kviðlingum og gaman- sögum, sem orðið höfðu til í sveitum Eyjafjarðar, íslensku stúdentaný- lendunni í Kaupmannahöfn á árun- um milli styrjaldanna eða annars staðar, þar sem hann hafði nærri komið. Enn má við þetta bæta, að hann var stórfróður um íslenskan orðaforða, merkingar orða og notk- un, enda handgenginn íslenskum bókmenntum að fornu og nýju. Áhugi Gests á ræktun nytja- og skrautplantna var óvenjulegur, og var sá áhugi sameiginlegur þeim hjónum eins og fleira. Í garði þeirra við Goðabyggð 1 var mikið safn sjaldgæfra plöntutegunda, ætra og óætra, og margar þeirra sérpant- aðar og fluttar inn frá útlöndum, einkum Danmörku. Meðal nytja- plantna mætti nefna stikilsber og eplatré, en þar að auki spruttu vel ótal tegundir rósa og fjöldi fáséðra runna- og trjátegunda auk fjölærra jurta. Garðurinn var þeim bæði til sæmdar og gleði, enda sönn bæj- arprýði. Sú venja komst snemma á í kenn- arahópnum, að menn réttu hver öðrum hjálparhönd kauplaust og umyrðalaust, ef einhver þarfnaðist aðstoðar við eitthvert verk eða við- vik, sem einn réð illa við. Einhvern veginn varð heitið „ísskápssveitin“ snemma fyrir valinu um þessa gagnkvæmu samhjálp, því að þess konar heimilistæki tóku þá mjög að færast í tísku, og vitanlega þurfti samhenta menn, sterka og gætna, til að lyfta þeim og bera af bíl og í hús. Þar sem Gestur var í senn gæt- inn og verkhygginn og þar að auki rammur að afli, þótti hann sjálfkjör- inn í sveit þessa, enda bóngóður og hjálpfús. Minnist ég margra stunda með honum við ýmis verk, enda var hann með skemmtilegustu sam- verkamönnum. Til að mynda var hann snilldar-verkstjóri, þegar við slógum upp fyrir steyptri girðingu framan við hús okkar hjóna síðsum- ars 1955. Var þá unnið fram eftir kvöldi, meðan verkljóst var, en þess þó jafnan gætt, að við værum komn- ir inn í kvöldkaffi, áður en Gunnar G. Schram hóf lestur framhaldssög- unnar „Með kveðju frá Gregorý“ með óhugnanlegasta kynningarstef- inu í sögu útvarpsins, en það jók mjög á hrylling sakamálasögunnar. Af þeim lestri vildum við ekki missa. Annars hafði Gestur mjög í flimt- ingum, að hann væri lítt gefinn fyrir tónlist, kvaðst hafa stofnað Þagn- arkórinn og Söngvarnarfélag Akur- eyrar, þar sem hann væri formaður, og Samband íslenskra söngvarnar- félaga, þar sem hann væri forseti, enda eini félagsmaðurinn í báðum þessum samtökum. Kvaðst hann stundum vera að undirbúa þing Söngvarnarsambands Norðurlanda, sem hafa myndi mikil menningar- áhrif. Allt þetta spaug var gert til gamans og skemmtunar í vinahópi. Þegar undirbúin voru skemmti- kvöld kennara skólans, var Gestur sjálfsagður og ómissandi við gerð gamanvísna og gamanbraga til flutnings þar. Einnig var hann lið- tækur leikari og sjálfsagður í veiga- mikil hlutverk, þegar kennarar skólans fluttu leikrit eða leikþætti á samkomum þessum, sem stundum bar við. Fyrir kom, að Leikfélag Akureyrar nyti líka þessarar gáfu hans. Guðlaug, kona hans, sem kenndi einnig við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar 1963-1964 og 1965-1972, lést árið 1988. Þau eignuðust eina dóttur barna, Ragnheiði, sem er cand. mag. í dönsku og kennir við Menntaskólann á Akureyri. Hún hefir stutt föður sinn af mikilli alúð og dótturkærleika og annast hann eftir föngum. Nokkru eftir lát Guð- laugar fluttist Gestur í minni íbúð, en varð vistmaður á Kristnesspítala á árinu 2001 og loks á hjúkrunar- heimilinu Seli í haust sem leið. Við skólaslit Menntaskólans á Akureyri 17. júní 1999 voru þeir tveir, sem enn lifðu af stúdenta- hópnum frá 1929, Gestur Ólafsson og Jón A. Sigurgeirsson, fyrrver- andi skólastjóri, þar staddir til að minnast 70 ára stúdentsafmælis síns, annar 91 árs, hinn níræður. Báðir stigu þeir í pontu og fluttu glæsilegar ræður, fullar af fjöri og æskuþrótti, svo að eftir var tekið og viðstaddir munu lengi minnast. Gestur varð 95 ára hinn 6. mars síðast liðinn. Þá bauð Ragnheiður nokkrum vinum hans og vensla- mönnum til kaffisamsætis á Seli, þar sem hann fagnaði gestum prúðbúinn og af hlýju þeli, sat með þeim í góðu yfirlæti drjúga stund við söng og spjall og naut stund- arinnar. Síðan var kvaðst. Tíu dög- um síðar var hann allur. Við Ellen, börn okkar og fjöl- skyldur þeirra sjáum á eftir góðum manni og glaðsinna og umfram allt trölltryggum vini leggja frá landi, þökkum honum rúmlega hálfrar aldar vináttu og biðjum honum góðs farnaðar. Gömlu félagarnir af kenn- arastofu Gagnfræðaskóla Akureyr- ar sakna vinar og samverkamanns og minnast hans hlýjum huga. Guð blessi hann og hans fólk, lífs og lið- ið. Sverrir Pálsson. GESTUR ÓLAFSSON Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA SVANFRÍÐUR INGIBERGSDÓTTIR Svana, Freyjugötu 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 28. mars kl. 13.30. Ingibjörg Hafliðadóttir, Einar Guðmundsson, Jóhann Jón Hafliðason, Eyja Sigríður Viggósdóttir, Erla Hafliðadóttir, Tryggvi Hjörvar, barnabörn og barnabarnabörn. Þakka innilega öllum, sem veittu mér hjálp og sýndu mér vináttu og hlýju við andlát og útför bróður míns, INGÓLFS SIGURÐSSONAR. Lifið heil. Sólveig Sigurðardóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför EINARS VILHELMS GUÐMUNDSSONAR, Garðvangi, Garði, síðast til heimilis á Sólbakka, áður Haga, Sandgerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs fyrir góða umönnun. Fyrir hönd systkina, Ólafur S. Guðmundsson, Sigurbjörg Smith. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOB GUNNAR PÉTURSSON kennari, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Sigurbrandur Jakobsson, Bjarki Jakobsson og fjölskyldur. Lokað verður á morgun, föstudaginn 28. mars, frá kl. 12.00 vegna útfar- ar ÁRNA KRISTJÁNSSONAR, píanóleikara og fyrrum skólastjóra Tónlistarskólans í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík, Skipholti 33, 105 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.