Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAR sem þeir eira engu þessir EB-agentar eða Samfylkingarpá- fuglar + svo nokkrir peningagráð- ugir bissness- gaurar liggur í augum uppi að við þessir ætt- jarðarvinir verð- um að bera hönd fyrir höfuð okk- ar. Fyrir þessa Brussel-agenta eru það peningar og aftur pening- ar sem gilda. Og þá skulum við auðvitað byrja á að athuga þessi peningamál. Jafnvel harðsvíruðustu EB-elskendur við- urkenna að eftir innlimun okkar í EB myndum við þurfa að greiða ríkjasambandinu árlega ansi marga milljarða. Við mættum bara minnast þess þegar hinir ríku Vestur-Þjóðverjar tóku aftur hinn helminginn (Austur-Þjóðverja) inn á sig. Fjárhagslega hafa þeir aldrei borið sitt barr síðan. Samfylking- arliðið segir: „Við fáum í staðinn niðurfellda tolla af okkar fram- leiðslu“. Það getur vel verið að við fengjum einhverjar tollaívilnanir. En heimurinn er nú ekki bara Evr- ópa. Nei, það er líka Ameríka og Asía með Japan og Kína auk fleiri landa sem örugglega hefðu áhuga fyrir að kaupa afurðir okkar án þess að heimta af okkur sjálfstæð- ið í kaupbæti. Þá skulum við nú athuga mögu- leika fólksins í landinu. Sjávarút- vegurinn er nú þegar í hers hönd- um svo segja má að það sé nokkuð sama hvort gróðinn lendir í klón- um á nokkrum útvöldum kvóta- greifum hér innan lands eða ein- hvers staðar úti í Evrópu. En það eru sjómennirnir okkar. Þeir telj- ast hafa dágóð laun um þessar mundir. Við innlimun í EB munu flykkjast til landsins tugir, ef ekki hundruð þúsunda atvinnulausra og þá með sömu réttindi og aðrir Ís- lendingar, bjóðandi sig fram í allar tegundir atvinnugreina. Þessir nýju Íslendingar væru ekki ólíkir öðru fólki, – ýmist góðir eða vond- ir, duglegir eða latir. En eitt myndu þeir hafa fram yfir okkur. Þeir myndu geta framfleytt sér og sínum fyrir mikið lægri peninga- fjárhæð en við nokkurntímann gætum lært. Og þess vegna yrði þess ekki langt að bíða að þeim dytti í hug að bjóða vinnu sína fram fyrir um helming af því sem við teldum okkur þurfa. Og þá myndi sko lítið þýða að benda á lög og reglur. Það myndu atvinnurek- endur sjá um. Nú bændur frá Mið- og Suður-Evrópu myndu frekar sitja heima en þess í stað senda af- urðirnar sínar hingað tollfrítt. Þarna er trúlega mesti fjárhags- gróði okkar vegna innlimunar í EB. En hver yrði þá útkoman? Jú, sveitir landsins myndu leggjast í auðn. Væri það nú ekki nokkuð dýru verði keypt? Kannske munu matvörurnar einnig lækka í verði? hver veit? En snúum okkur nú að kjarna málsins. Við vorum nýlenda Dana í aldir. Danir voru fremur góðir og sanngjarnir í viðskiptum sínum við okkur og örugglega hugsuðu þeir betur um okkar mál- efni en EB stjórar myndu nokk- urntímann gera. En allavega börð- ust allir okkar forystumenn einhuga (óháð flokki) fyrir frelsi fósturjarðarinnar. Jafnvel foringj- ar þáverandi krata. Og þessi bar- átta endaði, eins og flestir Íslend- ingar vita, með sjálfstæði Íslands um miðja síðustu öld. Nú undan- farið hafa aðallega Norðmenn og Svíar verið að skora á okkur að drífa okkur nú að sækja um og koma sem fyrst með inn í EB. Það sé alveg nauðsynlegt að öll Norð- urlöndin séu þar til að standa sam- an þegar einhverjir vondir og stór- ir karlar ætla að níðast á litla bróður. Jæja, halda þeir nú að svo- leiðis geti kannske gerst. Og ef nú eitthvað svoleiðis komi til væri öruggt að öruggustu bandamenn okkar yrðu einmitt Norðmenn eða Svíar. Hafa t.d. Norðmenn staðið fast við bakið á frændunum þegar við höfum verið að leita eftir nýj- um mörkuðum fyrir fiskinn okkar? Ekki aldeildis. Þeir hafa sýnt sig i að vera okkar grimmustu keppi- nautar og hafa einskis svifist til að beita hvers kyns hrekkjum til að ná markaðnum frá okkur. Nú, hvað um Svíana? Þar er nú skemmst að minnast hvalveiðimálanna. Þess vegna sýnist mér að fari svo sorg- lega að við yrðum plötuð inn í EB þyrfti eitt af okkar fyrstu verkum að vera að ná samningum við ein- hverja af sterku þjóðunum og biðja um vernd gegn vondu köllunum Norðmönnum og Svíum. Gömlu foringjarnir náðu því takmarki loksins fyrir 60 árum að gera Ís- land að sjálfstæðu ríki. Hvaða nafngift myndu þeir nú helst velja forystufólki Samfylkingarinnar fyrir þeirra skefjalausu baráttu fyrir að selja sjálfstæði okkar til EB. Nú, ég er ekki viss um að þeir gömlu foringjar Hermann og Ey- steinn yrðu mjög ánægðir með þá þrotlausu baráttu eftirmannsins í foringjastólnum við tilraunir hans til að koma allri bændastéttinni á vonarvöl. En markgir hljóta þeir bændur að vera sem þrá að komast á mölina. Annars myndu þeir varla kjósa hann aftur og aftur. Allavega er það vonandi að sá hópur fari stækkandi sem er tilbú- inn að fórna nokkru fyrir frelsið. Þau svilparið Ingibjörg og Össur fara mikinn um þessar mundir og hafa skoðanakannanir á sínu bandi. Þau þykjast sjá hilla undir stóla forsætis- og utanríkisráð- herra og þá væri nú örugglega stutt í sölusamninginn. Ef svo hörmulega færi, sé ég ekki betur en að í kjölfarið kæmi holskefla landflótta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Maður kemst svo sem ekki hjá að sjá evru-glampann í augum Össurar. En samt trúi ég ekki að landar mínir séu svo grunnir að þeir láti kratana plata sig til annara eins voðaverka jafn- vel þó að kratar segi að þeir séu að hugsa um að fresta umsókn fram yfir kosningar. Þetta Samfylking- arlið er bara upp til hópa fólk sem við ættum ekki að trúa fyrir lífi okkar. KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34. Áfram um EB Frá Karli Jónatanssyni: Karl Jónatansson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.