Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafos kemur í dag, Dettifoss, Helgafell og Antares fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bremon kemur í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13 bók- band. kl. 14–15 dans. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Kl. 13 tréskurður, kl. 14 bókasafnið, kl. 15-16 bókaspjall, kl. 17-19 æfing kór eldri borg- ara í Damos. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Dansleikur í kvöld kl. 19.30. Hljóm- sveitin „Í góðum gír“ leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10– 13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 opin handavinnustofa, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 gler- skurður, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 10.30 guðs- þjónusta, prestur sr. Kristín Pálsdóttir, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Athugið að félagsvistin í Garða- holti í umsjá Kven- félagsins verður í kvöld kl. 19.30. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Félagsvistin sem átti að vera í Garðabergi föstud. 28. mars verður í Garðabergi 4. apríl kl. 13. Félag eldri borgara í Garðabæ. Kl. 14.30 í Garðabergi er síðasta kynning Hrafnkels Helgasonar að sinni á Sturlungu. Allir vel- komnir. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Glerlist kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi. Bingó í Gull- smára 13 föstud. 28. mars kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 10.30 helgi- stund, frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opinn, kl. 23.15 fé- lagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.05 og 9.50 leik- fimi, kl. 10.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 12.30 vefnaður, kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Ein- mánaðarfagnaður kl. 14 í dag. M.a. syngur Diddú við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinnu- stofan opin, kl. 13 brids. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur og hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, 13.30 félagsvist. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara, hittast á fimmtudögum kl. 10, aðra hverja viku er púttað á Korpúlfs- stöðum en hina vikuna er keila í Keilu í Mjódd. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13– 16.45 leir, kl. 10–11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing og mósaík. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morgun- stund, kl. 10 boccia- æfing, kl. 13 hand- mennt og spilað. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12, kl. 19.30 tafl. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Bænastund kl. 17. Allar konur vel- komnar. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára 13. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Í dag er fimmtudagur 27. mars, 86. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Fil. 4, 7.) Vefþjóðviljinn fjallarum afstöðu formanns Samfylkingarinnar, Öss- urar Skarphéðinssonar, í skattamálum og al- þjóðamálum.     Það kemur ekki bein-línis á óvart að for- maður Samfylking- arinnar snúist þegar minnst varir en ýmsum hefur þótt nóg um sinna- skipti hans í utanrík- ismálum síðustu dagana vegna innrásar Banda- ríkjamanna og Breta í Írak. „Án samþykkis Ör- yggisráðsins er þetta grímulaust árásarstríð,“ var haft eftir honum í DV en fyrir fjórum árum lýsti hann yfir afdrátt- arlausum stuðningi við árás NATO á Júgóslavíu þótt Öryggisráðið hefði aldrei heimilað slíkar árásir. Og það er allt í stíl. Í gær ritaði rétt kjörinn formaður Sam- fylkingarinnar grein í Fréttablaðið þar sem hann fullyrti að það væri rangt að ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar hefðu lækkað skattana.“     Þjóðviljamenn vitna íummæli Össurar í Fréttablaðinu á mánu- dag: „Sjálfstæðisflokk- urinn sendir kerf- isbundið út þá þjóðsögu að Davíð Oddsson hafi lækkað tekjuskatta. Það er rangt.“     Aftur vitna þeir í for-manninn, nú úr fréttum Stöðvar 2 11. apríl 1999: „Í þessu þensluástandi sem núna ríkir þá tel ég það vera mikil mistök hjá rík- isstjórninni að lækka skatta yfir línuna, líka til þeirra sem höfðu enga þörf fyrir slíkt og notuðu þetta sem kaup- máttarauka til þess að eyða í innfluttan lúxus.“     Vefþjóðviljinn þykistskynja ákveðna mót- sögn í málflutningi Öss- urar. „Þegar núverandi formaður Samfylking- arinnar hrökklaðist úr ríkisstjórn árið 1995, eftir að þáverandi og einn af mörgum fyrrver- andi flokkum hans hafði brotlent í þingkosn- ingum með aðild Íslands að ESB sem helsta stefnumál, var tekju- skattur einstaklinga 41,93%. Vinstri stjórnin á ár- unum 1988–1991 hækk- aði tekjuskattshlutfallið úr 35,20 í 39,79%. Nú er tekjuskatturinn 38,55% auk þess sem menn geta frestað skattlagningu lífeyrisiðgjalda. Ef menn fullnýta þá frestun er skattprósentan 35,47%. Til viðbótar hefur svo verið lagður á svo- nefndur hátekjuskattur sem stjórnarandstaðan þver og endilöng fagn- aði ógurlega.     En hvað um það. ÖssurSkarphéðinsson tel- ur nú að skattalækkanir „yfir línuna“ hafi alls ekki verið skattalækk- anir og gott ef ekki skattahækkanir.“ STAKSTEINAR Skattalækkanir eða skattahækkanir? Víkverji skrifar... SELTIRNINGAR eru nú að reisanýtt bæjarhlið við Eiðsgranda og annað á víst að rísa við Nesveg. Tilgangurinn er m.a. sá að gera bæj- armörkin við Reykjavík skýrari en ekki er vanþörf á því. Þetta á reynd- ar víðar við á höfuðborgarsvæðinu og Víkverja finnst full ástæða til að hvetja aðrar bæjarstjórnir til að taka þá seltirnsku sér til fyr- irmyndar. Úr því að menn vilja endilega skipta byggðinni á höf- uðborgarsvæðinu í sjö sveitarfélög þá finnst Víkverja lágmark að fá að vita hvenær hann fer þar á milli. x x x KUNNINGI Víkverja, sem sjald-an verður orðs vant, varð held- ur betur kjaftstopp þegar hann heimsótti nýja heimilislækninn sinn fyrir skemmstu. Erindið var að fá lækningu við þrálátri hálsbólgu og bjóst hann ekki við öðru en að nýi læknirinn léti hann fá einhverja mixtúru við veikindunun án mikilla orðalenginga. Annað kom heldur betur á daginn. Fyrsta spurning læknisins var hvort það gæti nokk- uð verið að sjúklingurinn væri reyk- ingamaður. Kunningi Víkverja játti því en bætti við í afsakandi tón að hann hefði margoft reynt að hætta en alltaf sprungið á limminu. En það varð ekki aftur snúið. Læknirinn neitaði einfaldlega að veita honum nokkra hjálp. Hálsbólgan væri til- komin vegna reykinganna og því sjúklingnum sjálfum að kenna, vor- kunn ætti hann ekki skilið og hann fengi enga aðstoð enda væri hann vísvitandi að grafa sína eigin gröf. Læknirinn klykkti síðan út með því að spyrja hvort honum þætti ekkert vænt um börnin sín! Kunningi Vík- verja gat varla stunið upp orði. Hann fékk síðan að heyra allt um skaðsemi reykinga en það kom á daginn að læknirinn var sérmennt- aður í krabbameinslækningum. Reykingamaðurinn óforbetranlegi þorði ekki annað en að lofa lækn- inum að láta af þessum ósið og það hefur hann staðið við til þessa dags, svo áhrifamikill var pistillinn sem læknirinn las yfir honum. Þetta telst líklega frekar óhefðbundin lækning við hálsbólgu en hún virkaði ekki síður en mixtúra. Víkverji er að hugsa um að koma öðrum kunningja sínum til læknisins. Sá tyggur nikó- tíntyggjó og reykir þess á milli og veitir ekkert af því að fá þráláta hálsbólgu. x x x ÚRVALIÐ í kvikmyndahúsumborgarinnar hefur ekki verið betra í háa herrans tíð. Víkverji hef- ur séð tvær af rúmlega tug gæða- mynda sem nú eru í bíó; Píanóleik- arann og Chicago. Í báðum myndunum skipar tónlistin stórt hlutverk og hefði Víkverja boðist að kaupa diskinn með kvikmynda- tónlistinni þegar hann gekk út hefði hann þáð það með þökkum. Hér með beinir hann þeirri hugmynd til bíóeigenda að þeir bjóði bíógestum að kaupa disk með tónlistinni úr myndinni sem þeir voru að horfa á, jafnvel með afslætti. Báðir aðilar gætu grætt á því. Þessi api þarf að fara til læknis. Reuters LÁRÉTT 1 skrýtinn, 8 bjargbúi, 9 fýlupoki, 10 mánuð, 11 tré, 13 kvæðið, 15 gráta, 18 sjá eftir, 21 upptök, 22 hæð, 23 eldstæði, 24 þekkingin. LÓÐRÉTT 2 rándýr, 3 urgi, 4 stjúpsonur Þórs, 5 sigruðum, 6 sleipur, 7 vangi, 12 grænmeti, 14 skessa, 15 alur, 16 matnum, 17 karlfugl- inn, 18 dramb, 19 krús, 20 nytjalanda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ávala, 4 bósar, 7 ergið, 8 ólífi, 9 arð, 11 aurs, 13 hali, 14 kokka, 15 hrjá, 17 fólk, 20 óar, 22 erfið, 23 urg- ur, 24 kútur, 25 linar. Lóðrétt: 1 áseta, 2 alger, 3 arða, 4 blóð, 5 skíra, 6 reiði, 10 rekja, 12 ská, 13 haf, 15 hrekk, 16 jafnt, 18 ólgan, 19 kúrir, 20 óður, 21 rusl. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skattahækkun – skattalækkun STJÓRNVÖLD segjast hafa lækkað skatta undan- farin ár og stjórnarliðar hafa keppst við að sýna alls konar töflur með alls kyns útreikningum því til stuðn- ings. Vissulega hafa sumir skattar lækkað, t.d. á fyr- irtæki. En sem venjulegur launamaður vil ég leyfa mér að fullyrða að ég greiði hærri skatta nú en áður en þessi ríkisstjórn tók við. Það þýðir ekki að klifa á því að ríkisstjórnin hafi lækkað tekjuskatta og sveitarfélög hækkað útsvar því við vit- um að fjárfrek verkefni, svo sem grunnskólarnir, hafa verið flutt á sveitarfélögin, sem auðvitað veldur hækk- un á útsvari. Og getur rík- isstjórnin ekki viðurkennt það að lægri tekjuhópar hafi fengið á sig auknar skattbyrðar vegna rýrnun- ar persónuafsláttar síðustu árin? Ríkisstjórninni væri nær að reyna að leiðrétta þetta en að jarma sífellt um skattalækkanir og sýna töflur sem eiga við eitt- hvert meðaltal. Hvað með þá sem eru undir meðaltalinu? Það eru ansi mörg þúsund manns. Svo eru okkur sýndar töfl- ur yfir hjón sem höfðu 400 þús. á mánuði 1995 og eru enn með 400 þúsund í dag. Er þetta einhver raunveru- leiki? Er verðlag ekki búið að rjúka upp á þessum tíma? Húsnæðiskostnaður hefur t.d. stórhækkað, ýmis þjónusta á vegum hins op- inbera og sveitarfélaga hef- ur stórhækkað og áfram mætti telja. Félagslega íbúðakerfið hefur verið lagt niður og fólkið er sent út á markað- inn með 90% lánsloforð upp á vasann. Ungt fólk er að kaupa á 90% lánum litlar kjallaraholur og risíbúðir á uppsprengdu verði. Ja, það er eins gott að það komi ekki verðbólga. Að lokum vil ég hvetja ungt fólk í húsnæðiskaup- um til að fara inn á reikni- vél íbúðalánasjóðs á netinu og skoða hvað það raun- verulega kostar miðað við 3% verðbólgu á ári að skulda 10–12 milljónir í húsnæðislánum. Ætli það myndu ekki margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir gerðu himinhátt tilboð í við- haldsfrekar íbúðir. Margrét. Alveg út í hött MÉR var ofboðið þegar ég hringdi í Stöð 2 og sagði þeim að afruglarinn minn væri bilaður. Ekki vantaði elskulegheitin hjá mann- eskjunni sem svaraði og hún sagði: Ekkert mál, komdu bara með hann og þú færð nýjan. Ég kem á staðinn og þá er mér tjáð að það sé búið að afskrifa hann því að eitt ár sé liðið frá því að ég var með Stöð 2 síðast. Ég gat ekki fengið nýjan afruglara því að ég hafði ekki kreditkort sem trygg- ingu! Mér finnst þetta al- veg út í hött, að manni séu ekki allir vegir færir nema hafa kreditkort. Ég hélt að Jón Ólafsson mætti ekki við því að missa viðskiptavini á þessum dögum. Bjarni Bjarnason. Dýrahald Síamsköttur týndur KÖTTURINN „Gríma“, sem er átta mánaða síams- köttur, týndist á sunnudag. Gríma á heima á Kambs- vegi í Vogahverfi og er með ljósan feld, hvíta sokka, brún eyru, brúnt skott og hvítan flekk í framan. Hún er ómerkt og sérstaklega gæfur kisi. Ef einhver hef- ur upplýsingar um hana vinsamlegast hafið sam- band í síma 588 0388 eða 863 8089. Læða í óskilum SVÖRT læða með hvítt á bringu og maga er í óskil- um í Seljahverfi. Upplýs- ingar í síma 865 0992. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is KÆRI velvakandi. Var að lesa „orðabókina“ – J.A.J. um mökkur – mökks. Ég er rúmlega 82 ára og hef alist upp við -mökks/-reykjarmökks, man varla eftir að hafa heyrt -makkar/-reykjarmakkar. Auk þessa er Blöndallurinn með þetta orð samhliða makkar, – svo að það hefur verið nokkuð lengi í notkun. Það væri fróðlegt að heyra um þetta frá fleirum á mínum aldri. Í Blöndal er þetta gefið svona: Mökkur (makkar, mökks, pl. mekk- ir), sjá bls. 565, Sigfús Blöndal, íslensk-dönsk orðabók. Vill JAJ ekki athuga þetta líka. Ég held ekki að blaða- manninum hafi orðið neitt á með notkun þessa orðs, þessi notkun er áreiðanlega miklu algengari en JAJ grunar, hvað sem líður öllum u-stofnum. Ég er harður á því að þetta sé alls engin villa, þetta er gömul mál- venja sem farið hefur á svig við reglurnar, og er ég viss um að JAJ kannast við slík frávik, sem unnið hafa sér hefð í íslenzkunni. Jón A. Stefánsson. jas@li.is Mökks – makkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.