Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þið búið yfir sérhæfðri hæfni á einhverju sviði sem gerir ykkur raunsæ og ábyrgðarfull. Þetta ár verð- ur eitt af ykkar bestu árum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það skiptir þig miklu máli að mynda tilfinningatengsl við vini þína í dag. Þig langar til að njóta samvista við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið eru óvenju upptekin af vinnunni og fjármálunum. Ykkur langar til að aðstoða einhvern sem þið þekkið í gegnum vinnuna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn hentar vel til að kynna ykkur hugmyndir sem eru óvenjulegar og jafnvel byltingarkenndar. Nýjar upplýsingar á næstum hvaða sviði sem er vekja áhuga ykk- ar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Reynið að varast það að verða of eigingjörn á eigur ykkar. Það eru gömul sann- indi að við þekkjum ekki aðra í raun fyrr en við höfum skipt með þeim arfi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leggðu þig fram í þínum nánustu samböndum í dag. Þú sækist eftir viðurkenn- ingu maka þíns og þinna nán- ustu vina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar vel til ein- hvers konar endurskipulagn- ingar í lífi þínu og til kaupa á persónulegum hlutum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn býður upp á daður og rómantík. Þið eruð vel upplögð og í skapi til að sýna sjálfum ykkur og öðrum hver þið eruð í raun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reynið að finna tíma til að vera ein með sjálfum ykkur í dag. Þið þurfið á hvíld að halda frá amstri hversdags- ins. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ættingjar þínir munu koma mikið við sögu í dag. Það er hugsanlegt að einhver þeirra geti kennt þér eitthvað mik- ilvægt eða að þú getir deilt visku þinni með þeim. Verið opin fyrir nýjum sannindum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hætt við að þið finnið til eigingirni vegna einhvers sem þið eigið. Þið viljið ekki deila því með öðrum, týna því eða skemma það. Þið ættuð að minna ykkur á að allt er í heiminum hverfult. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þar sem tunglið er í merki ykkar hafið þið svolítið for- skot á önnur merki. Þið eigið óvenju auðvelt með að sýna umburðarlyndi og þolinmæði og kunnið því vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samvinna og fjármál þreyta ykkur í dag. Reynið að finna tíma til að vera ein með sjálf- um ykkur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LESTARFERÐ Ég les ekki í bók meðan lestin fer yfir löndin. Ég stend í ganginum, horfi út og sé ekkert nema tré. Allt líf mitt snýst um skóga. Í rúðunni greini ég guggið, flýjandi andlit. Hvað verður um trén eftir að ég er farinn? Jóhann Hjálmarsson LJÓÐABROT SÖFNUN Vegna stríðsins í Írak ákvað Árni Heiðar Bjarnason, sem er Siglfirðingur og nemandi í Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, upp á sitt eindæmi að ganga í hús á Sauð- árkróki og safna dósum og flöskum til fjáröflunar vegna stríðshrjáðra í Írak og afhenti hann söfnunarféð á Skaga- fjarðardeild Rauða kross Íslands, þeim Karli Lúðvíkssyni, form. deildarinnar, og Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur, form. ungliðadeildarinnar. Rauði krossinn þakkar Árna Heiðari fyrir frábært fram- tak og hvetur almenning til að leggja málinu lið með því að leggja einhverja fjárhæð inn á reikning hjálparsjóðs, sem er 1151-26-12 hjá SPRON á Seltjarnarnesi. ÞEGAR sami spilari held- ur á röð í lit, til dæmis ÁKD, er talað um að spilin séu jafngild. Drottningin hefur sama gildi og ásinn, enda jafn líkleg til að taka slag. En þótt spil séu jafngild fer því fjarri að það skipti engu máli í hvaða röð þeim er spilað. Þetta er augljóst hvað vörnina varðar, því þá verður að halda makker upplýstum, en sagnhafi get- ur líka hagnast á því að taka á jafngild spil í réttri röð. Hér er gott dæmi um það: Norður ♠ ÁD107 ♥ 974 ♦ 75 ♣D1064 Suður ♠ 92 ♥ ÁKDG8 ♦ G943 ♣K2 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Pass 1 spaði 2 hjörtu 3 tíglar 3 hjörtu Allir pass Suður spilar þrjú hjörtu í tvímenningi. Vestur tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í tígli og austur reynist eiga einspil. Vestur spilar tígli í þriðja sinn, augljóslega í þeirri von að makker hans eigi tromp yfir blindum. Hvernig er best að spila? Það blasir við að trompa „hátt“ í borði, með níu eða sjöu, sem eru jafngild spil. Í fljótu bragði virðist ekki skipta máli hvort sagnhafi setur níuna eða sjöuna, en í raun hefur það úrslitaáhrif. Bandaríkjamaðurinn Jeff Aker var í sæti suðurs og hann trompaði með níunni. Og hún hélt. Norður ♠ ÁD107 ♥ 974 ♦ 75 ♣D1064 Vestur Austur ♠ 84 ♠ KG653 ♥ 1053 ♥ 62 ♦ ÁKD1082 ♦ 6 ♣Á9 ♣G8753 Suður ♠ 92 ♥ ÁKDG8 ♦ G943 ♣K2 Aker spilaði þá laufi á kónginn og ás vesturs. Nú var vestur kominn í ham og hélt áfram með enn einn tíg- ulinn. Og það var einmitt það sem Aker vildi. Hann stakk með sjöu, tók spaða- ásinn og rúllaði svo niður trompunum og þvingaði austur í svörtu litunum. Tíu slagir og toppur. Vissulega var vörnin veik. Ef austur kallar í spaða í öðrum slag ætti vestur að gera sér grein fyrir að ekk- ert þýði að reyna þriðja tíg- ulinn. En það breytir því ekki að fyrsta trompun Akers með níunni var vel ígrunduð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4. Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. 0–0 Rd7 7. Rbd2 Rf4 8. Re4 Rxe2+ 9. Dxe2 Be7 10. Rg3 h5 11. h3 h4 12. hxg4 hxg3 13. g5 Bd6 14. g6 Df6 15. gxf7+ Dxf7 16. Rg5 gxf2+ 17. Hxf2 Staðan kom upp á meist- aramóti Taflfélagsins Hellis, sem lýkur í kvöld með sjö- undu umferð. Gamla brýnið Björn Þorsteinsson hefur leitt mótið hingað til og verður spennandi að sjá hvort honum tekst að bæta enn einni rósinni í hnappagat- ið. Patrick Svansson (1640) hafði svart gegn Þór Erni Jóns- syni (1820). 17... Bh2+! 18. Kf1 Bg3 19. Dxe6+ ella yrði hvítur mát eftir t.d. 19. Rxf7 Hh1#. 19... Dxe6 20. Rxe6 Hh1+ 21. Ke2 Bxf2 22. Kxf2 22. Rxc7+ kom einnig til greina en eftir 22... Kf7 23. Rxa8 Bg3 stendur svartur vel að vígi. Í fram- haldinu hafði hvítur ekki fullnægjandi bætur fyrir skiptamuninn. 22... Kf7 23. Rg5+ Kg6 24. Rf3 He8 25. b3 Rf6 26. Re5+ Kf5 27. Bb2 Hxa1 28. Bxa1 Rg4+ 29. Kf3 Rxe5+ 30. dxe5 Hd8 31. Ke2 g6 32. c4 c5 33. Bc3 Kf4 34. a3 Hc8 35. Kd3 Hd8+ 36. Ke2 Kg3 37. Ke3 Kxg2 38. Ke4 Kf2 39. e6 g5 40. Kf5 Hg8 41. e7 Ke3 42. Kf6 Kd3 43. Be1 Kc2 44. b4 Kb3 45. Bf2 cxb4 46. axb4 Kxc4 47. Be1 g4 48. Kf7 Hc8 49. e8=D Hxe8 50. Kxe8 g3 51. Kd7 b5 52. Kc6 g2 53. Bf2 Kxb4 54. Bxa7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema MEÐ MORGUNKAFFINU Áður en ég viðurkenni að ég sé sammála þér, Herbert, þá þýðir það ekki endilega að þú hafir rétt fyrir þér! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR UM 24 þúsund Íslendingar tóku ný- lega þátt í alþjóðlegri undirskrifta- söfnun gegn lögleiðingu eiturlyfja á vegum Vímulausrar æsku og stað- festu þar með svokallaða Vínaryfir- lýsingu 2003. Í yfirlýsingunni segir: „Við lýsum því yfir og staðfestum þá skoðun okkar að sáttmálar Samein- uðu þjóðanna um eiturlyf (1961, 1971 og 1988) og Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna (33. grein) séu ómiss- andi tækifæri í því starfi að viðhalda mannúðlegri löggjöf sem kemur í veg fyrir neyslu eiturlyfja og má beita til að bregðast við tilraunum til að lögleiða eiturlyf.“ Undirskriftalistarnir verða af- hentir SÞ í næsta mánuði. 24 þúsund manns gegn lögleiðingu eiturlyfja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.