Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ DON Hutchison, landsliðsmaður Skota í knattspyrnu og leikmaður West Ham, segir að Skotar verði að leika af mikilli ástríðu í leiknum við Íslendinga á Hampden Park í Glas- gow á laugardaginn. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, húðskamm- aði sína menn eftir ósigurinn á móti Írum í síðasta mánuði og segir Vogts að lærisveinar sínir verði að spila af meiri ábyrgð í leiknum við Íslendinga og Litháa en þeir gerðu í þeim leik. Vogts kallaði landsliðsmenn sína á fund í fyrrakvöld þar sem menn fengu að tala hreint út en Vogts fannst vanta allan vilja og barátt- uneista í leiknum við Íra sem Írar sigruðu í, 2:0. „Þar sem í okkar röðum eru eng- ar stórstjörnur eins og hjá mörgum liðum þá verðum við að spila af ástríðu, af mikilli einbeitingu og vera fullir eldmóðs. Ég ætla ekki að segja frá því sem gerðist hjá okkur á fundinum en hann var mjög gagn- legur, bæði fyrir okkur leikmenn og sömuleiðis fyrir þjálfarann. Við vorum eðlilega gagnrýndir eftir leikinn við Íra enda leikurinn sá lé- legasti hjá skoska landsliðinu í langan tíma og því er mikilvægt að menn snúi bökum saman og mæti af fullum krafti í komandi leiki sem eru mjög mikilvægir. Við skuldum stuðningsmönnum okkar betri frammistöðu og vonandi styðja þeir vel við bakið á okkur. Með sigri á Íslendingum gerum við vonir þeirra um að ná öðru sætinu í riðl- inum mjög litlar og að sama skapi getum við gert okkur góðar vonir um að verða í öðru sætinu á eftir Þjóðverjum þegar upp verður stað- ið í haust,“ segir Hutchison. Reuters Bertie Vogts kallaði sína menn saman á þriðjudaginn. Verðum að spila af ástríðu og eldmóði gegn Íslandi DANIRNIR Allan Borgvardt og Tommy Nielsen, sem verið hafa til reynslu hjá úr- valsdeildarliði FH-inga í knattspyrnu í vik- unni, héldu af landi brott í gær. Í fartesk- inu höfðu þeir meðferðis samningstilboð frá FH-ingum sem vilja fá þá í sínar raðir sem fyrst. Leikmennirnir eru á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF en félagið hefur gefið leikmönnum leyfi til að spila með Hafnarfjarðarliðinu ef um semst. Danirnir léku æfingaleik með FH á móti ÍBV í fyrrakvöld. Eyjamenn höfðu betur, 5:3, og skoraði Borgvardt tvö af mörkum FH en Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leik- maður U-21 árs landsliðsins, gerði betur því hann skoraði fjögur af mörkum Eyja- manna. Danirnir með tilboð frá FH BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, sem kallaði landsliðshóp sinn saman á þriðju- daginn – var þá með tvær æfingar, hefur gert eina breytingu á lands- liðshópi sínum fyrir leikinn gegn Ís- lendingum. Framherjinn Scott Dobie, félagi Lárusar Orra Sigurðs- sonar hjá WBA, er meiddur og valdi Vogts Andy Gray, Bradford í hans stað. Gray lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skota í síðasta mánuði en þá lék svokallað framtíðarlið Skota vináttuleik við Tyrki sem fór, 1:1. Gray skoraði mark Skotanna og er markahæsti leikmaður Bradford á leiktíðinni með 14 mörk. Breyting hjá Vogts KÖRFUKNATTLEIKUR Njarðvík – Keflavík 97:101 Íþróttahúsið í Njarðvík, úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, undanúrslit – ann- ar leikur, miðvikudagur 26. mars. Gangur leiksins: 2:0, 6:7, 10:12, 18:20, 22:21, 29:23, 29:25, 34:29, 34:38, 39:38, 41:40, 41:45, 44:48, 46:48, 50:51, 56:55, 61:60, 65:67, 71:70, 75:77, 75:82, 83:84, 87:86, 87:91, 89:97, 91:100, 97:101. Stig Njarðvíkur: Páll Kristinsson 24, Teit- ur Örlygsson 20, Friðrik Stefánsson 15, Halldór Karlsson 13, Gregory Harris 12, Ragnar Ragnarss. 8, Sigurður Einarss. 3, Ólafur A. Ingvason 1, Þorstein Húnfjörð 1. Fráköst: 18 í vörn, 17 í sókn. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 41, Ed- mund Saunders 26, Falur Harðarson 11, Guðjón Skúlason 8, Gunnar Einarsson 8, Jón N. Hafsteinsson 4, Sverrir Þór Sverr- isson 3. Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn. Villur: Njarðvík 23 – Keflavík 23. Dómarar: Helgi Bragason og Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 440. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Cleveland – Golden State .................124:103 Atlanta – LA Lakers...........................91:108 Minnesota – Miami..............................108:91 San Antonio – Milwaukee...................107:94 Portland – Washington.........................91:95 HANDKNATTLEIKUR Þýskaland: Kiel – GWD Minden..............................26:20 Eisenach – Lemgo.................................29:28 Gummersbach – Flensborg..................22:21 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Esso-deild: Austurberg: ÍR - KA..................................20 Digranes: HK - Stjarnan ...........................20 Framhús: Fram - Valur .............................20 Akureyri: Þór A. - Grótta/KR ...................20 Kaplakriki: FH - Víkingur.........................20 Varmá: UMFA - Haukar ...........................20 Vestmannaeyjar: ÍBV - Selfoss ................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrslitakeppni karla, undanúrslit: Grindavík: UMFG - Tindastóll.............19.15 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna: Kaplakriki: FH - Fjölnir............................19 Í KVÖLD EVERTON hefur sent formlega kvörtun til enska knattspyrnu- sambandsins vegna meintra orða sem Alan Wiley, dómari á leik liðs- ins við Arsenal á dögunum, við- hafði. Wiley á að hafa beðið fjórða dómarann um að fylgjast sér- staklega með Duncan Ferguson, en hann kom inn á sem varamaður seint í leiknum. Svona lagað finnst forráðamönnum Everton ekki rétt- látt og segja að þó svo Ferguson sé ákafur í að sigra og harður í horn að taka sé ekki ástæða til að hafa sérstakar gætur á honum, slíkt sé ekki viðhaft gagnvart öðrum leik- mönnum. David Moyes, stjóri Everton, seg- ir á heimasíðu félagsins að hann hafi ekki tekið eftir þessu þegar það gerðist en hann hafi hins vegar fengið mörg símtöl og tölvupóst frá fólki sem segist hafa heyrt dóm- arann biðja fjórða dómarann um að hafa sérstakar gætur á Ferguson. „Ég ræddi um þetta við dómara- nefndina innan knattspyrnu- sambandsins og fékk þau svör að dómarinn hefði varað aðstoðardóm- ara sinn við því að í kjölfar þess að Ferguson kom inn á mætti búast við tæklingum víðar um völlinn en ella. Þetta sætti ég mig ekki við og spurði hvort svona vinnubrögð væru viðhöfð þegar aðrir leikmenn ættu í hlut,“ sagði Moyes og bætti því við að hann væri óhress með Al- an Wiley, sérstaklega vegna þess að honum fannst hann dæma leikinn ágætlega þótt hann væri ekki alveg sáttur með að sigurmarkið hefði ekki verið dæmt af. Everton kvartar vegna dómara Landsliðið fór beint á létta æfinguá ágætum háskólavelli í Glas- gow. Í dag æfir það tvisvar á heima- velli úrvalsdeildar- liðsins Patrick Thistle, sem er ör- skammt frá dvalar- stað liðsins í skosku stórborginni, og síðan aftur í fyrra- málið, en síðdegis á morgun verður æft á sjálfum Hampden Park. Aðstæður í Skotlandi eru mjög góðar, milt veður og 10-15 stiga hiti og útlit fyrir að sú veðrátta haldist næstu daga. Mikill áhugi virðist fyrir leiknum, enda hefur hann geysilega þýðingu fyrir bæði liðin í baráttunni um ann- að sætið í undanriðli Evrópukeppn- innar. Skoskir fjölmiðlar sátu um Íslend- ingana í gær, bæði á flugvellinum og síðan á æfingunni, og beindist mesta athyglin að Eiði Smára Guðjohnsen, Guðna Bergssyni og Atla Eðvalds- syni, landsliðsþjálfara. Skotar áttu í fyrstu von á að fá 30-35 þúsund áhorfendur á leikinn en talsmenn skoska knattspyrnusambandsins sögðu í gær að þeir hefðu fundið fyr- ir meiri stemmningu en þeir áttu von á og þeir væru farnir að gera sér vonir um að fylla leikvanginn glæsi- lega sem rúmar 52 þúsund áhorfend- ur, en þar var einmitt háður úrslita- leikurinn í Meistaradeild Evrópu á síðasta ári. Allir 18 leikmenn íslenska liðsins sem komnir eru til Glasgow eru til- búnir í slaginn á laugardaginn. Eng- in alvarleg meiðsli hrjá þá, nokkrir eiga við smávægilega fótkvilla að stríða, eins og gengur og gerist þeg- ar langt er liðið á keppnistímabilið, en sjúkraþjálfari og læknir liðsins telja að ekki sé um nein vandamál að ræða. Morgunblaðið/Kristinn Skoskir fjölmiðlamenn umkringdu Eið Smára Guðjohnsen, leik- mann Chelsea, þegar hann kom úr flughöfninni í Glasgow í gær. Góðar aðstæður í Glasgow ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu kom til Glasgow í gær og hóf þar með undirbúning sinn fyrir Evrópuleikinn gegn Skotum á Hampden Park á laugardaginn. Þar eiga Íslendingar harma að hefna eftir ósigurinn gegn Skotum, 2:0, í fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvell- inum í haust. Þetta er þriðji leikur Íslands í undankeppni EM en eftir áðurnefnt tap vann íslenska liðið góðan sigur á Litháum, 3:0, og er því með þrjú stig eftir tvo fyrstu leikina. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow Árni Gautur er tilbúinn ÁRNI Gautur Arason, lands- liðsmarkvörður, kennir sér einskis meins eftir aðgerðina á olnboganum sem hann gekkst undir fyrir skömmu. Guðmundur Hreiðarsson, sem sér um undirbúning markvarða landsliðsins, sagði eftir æfingu í gærkvöld að Árni væri í mjög góðu standi. „Við létum reyna virkilega vel á olnbogann á æfingunni og hann kastaði sér á alla bolta og er greini- lega alveg óhræddur og virkilega tilbúinn,“ sagði Guðmundur. GEIR Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri sambandsins, og Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, fóru í gær til Rómar þar sem þeir sitja ársþing Knattspyrnu- sambands Evrópu, UEFA, í dag. Geir og Eggert sem fulltrúar Íslands og Ellert sem heiðursfulltrúi en hann sat í stjórn UEFA um langt árabil og starfar enn í nefnd á vegum sambandsins. Í Róm hitta þeir fyrir Eggert Magn- ússon, formann KSÍ, sem sit- ur nú þingið sem stjórn- armaður í UEFA. Fjórir á UEFA-þingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.