Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga www.isb.is Muni› gjafabréfin ! Framtí›ar- reikningur er frábær fermingargjöf ÁRITUN reikninga hjá Landssíma Íslands var ábótavant en skýringar fyrrverandi for- stjóra eru trúverðugar og fullnægjandi. Þetta eru meginniðurstöður í athugun Ríkisendur- skoðunar vegna starfsloka Þórarins V. Þór- arinssonar sem fyrrverandi stjórn Símans óskaði eftir. Núverandi stjórn fékk skýrsluna í júlí á síðasta ári. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, gerði grein fyrir meginniðurstöðum skýrsl- unnar á aðalfundi félagsins í gær og sagði að stjórnin hafi talið að opinber umfjöllun, sem af málaferlum myndi hljótast, myndi skaða félagið. Ákveðið hefði því verið að láta málið niður falla. Þórarinn hafði áður mótmælt því að félagið ætti kröfur á hann og vísað til starfslokasamnings síns. Ríkisendurskoðun fellst á skýringar Þór- arins á tilefni ferðalaga til útlanda en finnur að því að ekki hafi verið gengið eftir nauðsyn- legum upplýsingum um ferðirnar þegar reikningar voru samdir og sendir til bók- halds. Þá er tekið fram að skýringar Þórarins á færslum sem vanti varðandi notkun hans á Visa-korti séu trúverðugar og fullnægjandi en gagnrýnt að kostnaðurinn hafi verið bók- aður án fullnægjandi skjala. Þá telur Ríkis- endurskoðun skýringar Þórarins á tilurð veiðiferðar einnig fullnægjandi en gagnrýnir að í skjölum séu ekki fullnægjandi skýringar á tilefni útgjaldanna. Gerðar eru athuga- semdir við útlagðan kostnað Símans, 202 þús- und krónur, við trjáflutning frá Gufunesi að sumarhúsi Þórarins og telur Ríkisendurskoð- un að Þórarinn eigi að endurgreiða Símanum kostnaðinn. Stjórn Símans tilkynnti Ríkis- endurskoðun í október á síðasta ári, að fyrr- verandi forstjóri fyrirtækisins yrði ekki kraf- inn um umrædda greiðslu. Kostnaður 37 milljónir Rannveig sagði einnig að nokkurs mis- skilnings hefði gætt í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfslok forstjór- ans. Starfslokasamningurinn hafi verið gerð- ur af fyrrum stjórnarformanni Símans í febr- úar 2002 en með honum hafi verið fullnægt ákvæðum ráðningarsamnings frá í júní 1999. Í báðum samningunum sé að finna ákvæði um trúnaðarskyldu. Kostnaður Símans vegna samkomulagsins sé um 37 milljónir króna reiknað til núvirðis í febrúar 2002. Rannveig sagði að stjórn Símans myndi virða ákvæði samninga sem gerðir hafi verið af fyrri stjórn, þar með talin ákvæði um trúnað. Hún vék í máli sínu að kröfum sem gerðar hafa verið um að skýrsla Ríkisendurskoðunar verði gerð opinber og sagði stjórn Símans ekkert hafa að fela enda sé málið frá tíð fyrri stjórnar. Fjölmiðlar eða þingmenn megi ekki stýra upplýsingaflæði úr félögum á markaði. Þau verði að fara eftir lögum og þeim leik- reglum sem gildi hverju sinni og hluthafa- fundur sé réttur vettvangur til að ræða um málefni félagsins. Skýringar trúverðugar en bókunum ábótavant  Lagfæringar/B1 Starfslok forstjóra Símans PÉTUR Blöndal og Hildur Njarð- vík verða fulltrúar nýstofnaðra Samtaka stofnfjáreigenda SPRON í stjórn sparisjóðsins. Fór kosning fram á aðalfundi í gærkvöld. Jón G. Tómasson stjórnarformaður, Hildur Peter- sen og Árni Þór Sigurðsson sitja áfram í stjórn en tveir listar voru í framboði til stjórnarkjörsins. Tæplega 900 manns greiddu at- kvæði á fundinum. Fékk listi Pét- urs Blöndal tæp 48% greiddra at- kvæða. Sagði Jón G. Tómasson eftir að niðurstaða kosningarinnar var ljós að nú riði á að taka höndum sam- fyrir nokkru. Sagði Pétur lögin vera til þess að gera stofnfjáreig- endum erfiðara fyrir að selja bréf sín en að hann hefði fundið einn rökrænan galla á lögunum sem hann ætlaði að nota stofnfjáreig- endum til framdráttar. Lét hann ekki frekari upplýsingar í té þar um og var deilt á það á fundinum. Sagði Jón lykilatriði að stjórn- inni hefði ekki verið stætt á því að samþykkja framsal á stofnfjár- bréfum sl. sumar því það hefði brotið þvert á álit Fjármálaeftir- litsins. stofnfé sitt á markaðsverði. Sagði Jón að leitað hefði verið lög- fræðiálits þar um en að niðurstöðu þeirrar vinnu væri enn beðið. Á fundinum var mikið rætt um deilur sem stóðu um tilboð Bún- aðarbankans og fimm stofnfjár- eigenda í sparisjóðinn á síðasta ári. Sagði Pétur að málið hefði snúist um að finna leiðir til að selja stofnfjárbréf á markaðsverði eins og vilji flestra stofnfjáreig- enda hefði staðið til en að deil- urnar hefðu orðið mjög persónu- legar af hálfu stjórnarinnar. Þá ræddu bæði Jón og Pétur um lög um sparisjóði sem samþykkt voru an með hagsmuni sparisjóðsins að leiðarljósi. Pétur Blöndal sagði niðurstöðuna hafa verið betri en hann átti von á. „Ég sagði fyrir fundinn að allt umfram þriðjung atkvæða væri sigur fyrir okkur.“ En Jón og Pétur greindi á um ýmislegt í erindum sínum á aðal- fundinum. Sagði Jón að nauðsyn- legt væri að standa vörð um sjálf- stæði SPRON en Pétur taldi breytt fjármálaumhverfi kalla á sameiningu og samstarf vegna harðnandi samkeppni. Þeir voru sammála um að leita þyrfti leiða til þess að verða við óskum þeirra stofnfjáreigenda sem vilja selja Ný stjórn SPRON kosin á fjölmennum aðalfundi í gærkvöld Listi stjórnar hélt naumum meirihluta  Samtök stofnfjáreigenda/4 ÁVÖXTUN séreignardeilda lífeyr- issjóðanna var mismunandi á síð- asta ári. Samanburður milli þeirra er þó erfiður, þar sem eignasam- setning séreignarsjóðanna er ólík, auk þess sem munur getur verið á uppgjörsaðferðum þeirra hvað varðar virði skuldabréfa. Í samantekt Morgunblaðsins, sem náði til 62 sjóða eða leiða í sér- eignarkerfinu, kemur fram að dæmi eru um rúmlega 50% neikvæða uppsafnaða raunávöxtun frá árinu 1999. Dæmi um jákvæða raunávöxtun Í samantekinni má einnig finna dæmi um jákvæða raunávöxtun á sama tímabili, jafnvel upp á tæp 40% hjá einum sjóði. Stórir sjóðir eins og leið 1 í sér- eignardeild Frjálsa lífeyrissjóðsins er á tímabilinu með 1,6% jákvæða raunávöxtun og Almennur lífeyr- issjóður VÍB – ævisafn III er með jákvæða raunávöxtun upp á 11,4%. Áberandi er að þeir sjóðir, sem fjárfesta að meirihluta í hlutabréf- um, skila lakari ávöxtun en hinir, sem fjárfesta meira í skuldabréfum. Misjöfn ávöxtun séreignarsjóðanna á síðasta ári Allt að 50% neikvæð ávöxtun  Ávöxtun og áhætta/B6 ÚTLIT er fyrir hastarlegt hret um helgina með allhvassri norðanátt, snjókomu og frosti. Að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, er líklegt að snjókoma verði mest norðanlands en þurrt að mestu leyti sunnanlands. Veðrinu veldur lægð sem land allt. Um stutt kuldakast er að ræða og á vindur að snúast til suðvestlægrar áttar á mánudag með hlýindum og vætu. Haraldur segir kuldakastið ekki óeðlilegt miðað við árstíma, en búast megi við slíku allt fram í maí. fer austur yfir landið um helgina og hæð yfir Grænlandi sem gerir það að verkum að norð- anstrengur nær inn á landið. Búist er við að vindur fari að snúast til norðlægrar áttar strax á laugardag og er útlit fyrir versta veðr- ið á sunnudag. Spáð er allt að 5 stiga frosti um Morgunblaðið/RAX Hastarlegt hret á leiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.