Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F CEBIT LÍFEYRIR FISKVEIÐAR Upplýsingatæknisýn- ingin CeBIT var haldin venju samkvæmt í Hannover nú í mars. Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mikið í um- ræðinni enda í flestum tilvikum neikvæð í fyrra. Í fjarlægri framtíð verða smíðuð fiskiskip sem koma með fiskinn lifandi að landi. FIMM/4 ÁVÖXTUN/6 NÝ SJÓNARMIÐ/9 FORSTJÓRI Símans, Brynjólfur Bjarnason, hefur 1.500.000 krónur í mán- aðarlaun auk bifreiðahlunninda að fjárhæð 91.176 krónur. Engin kaupréttar- eða kaup- aukaákvæði eru í núverandi samningi hans við félagið og uppsagnarfrestur samkvæmt ráðningarsamningi er sex mánuðir. Rann- veig Rist, stjórnarformaður Símans, greindi frá þessu á aðalfundi félagsins í gær. Rannveig sagði að stjórn Símans hafi ákveðið að nota það tækifæri sem gæfist á aðalfundinum og upplýsa hluthafa um kjör forstjórans. Hún sagði einnig að það bæri að fagna reglum Kauphallar Íslands um skyldu félaga til að birta starfskjör æðstu stjórnenda, sem taka munu gildi 1. júlí næstkomandi. Rúmir tveir milljarðar til ríkisins Stjórn Símans lagði til við aðalfund félags- ins að greiddur yrði 30% arður til hluthafa að fjárhæð 2.110 milljónir króna. Tveir hluthafar í Símanum, og starfsmenn fyr- irtækisins, kvöddu sér hljóðs vegna tillög- unnar. Sagði annar þeirra, Örn Guðmunds- son, að sjónarmið starfsfólks fyrirtækisins væri annað en stjórnarinnar. Eðlilegra væri að byggja félagið upp í stað þess að greiða nánast allan hagnaðinn út, en hagn- aðurinn var 2.161 milljón á síðasta ári. Þá sagði hann að starfsfólkinu væri ekki umb- unað fyrir góða afkomu eins og gert hafi verið hjá ýmsum öðrum félögum. Tillaga stjórnarinnr um 30% arðgreiðslu til hluthafa var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en samgönguráðherra rétti upp hönd henni til samþykkis. Rík- issjóður á um 99% hlut í Símanum og mun því fá rúma tvo milljarða króna í arð- greiðslu. Frá árinu 1998 hefur Síminn greitt hlut- höfum um 76% af uppsöfnuðum hagnaði fé- lagsins í arð, eða um 5 milljarða króna á árslokaverðlagi 2002, að arðgreiðslunni nú meðtalinni. F Y R I R T Æ K I Laun for- stjóra Símans 1,5 milljónir á mánuði LAGFÆRINGAR hafa verið gerðar á þeim atriðum sem Rík- isendurskoðun gerði athuga- semdir við, og sneru að Lands- síma Íslands, varðandi athugun stofnunarinnar í tengslum við starfslok fyrrum forstjóra félags- ins, Þórarins V. Þórarinssonar. Ríkisendurskoðun fann að bókun á skýringum og fleiru í tengslum fjárhagsleg samskipti félagsins og fyrrum forstjóra, sem og til- tekin atriði í tengslum við starfs- lok hans og uppgjör í sambandi við þau. Rannveig Rist, stjórn- arformaður Símans, gerði grein fyrir skýrslu Ríkisendurskoðun- ar á aðalfundi félagsins í gær og meginniðurstöðum stofnunarinn- ar. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði á aðalfundinum að hann taki undir það sjónarmið að æskilegt sé að fjármálaráðuneyt- ið fari með hlutabréf ríkisins í Símanum, en ekki sá aðili sem semur leikreglurnar, þ.e. sam- gönguráðuneytið. Hann sagði það Símanum ekki til framdrátt- ar að vinna við sífellda tor- tryggni. Síminn vilji keppa á jafnrétisgrundvelli. Gott samband við samkeppnisyfirvöld Brynjólfur vék í ræðu sinni að samkeppni á fjarskiptamarkaði og sagði að samkeppni sé ætíð til góðs, bæði til aðhalds og skerp- ingar fyrir þann sem tekur þátt í henni og ekki síður neytendur. Hann sagði að eitt af verkefnum stjórnenda Símans á síðastliðnu ári hafi verið að byggja upp gott og upplýsandi samband við sam- keppnisyfirvöld og eftirlitsstofn- anir, enda sé það félaginu ekki til hagsbóta að liggja sífellt undir ámæli þess að vera að misnota markaðsráðandi stöðu sína. „Mikilvægt er að í anda nýrra fjarskiptalaga fái Síminn aukið svigrúm og athafnafrelsi, enda er landslagið í samkeppninni á símamarkaði að taka miklum breytingum,“ sagði Brynjólfur. „Gagnsæi samkeppninnar og verðlagningar þarf að eiga við alla samkeppnisaðila. Eftir því sem samkeppnin verður virkari á hinum ýmsu sviðum fjarskipta og markaðshlutdeild keppinautanna eykst verður að ætlast til að eft- irlitsstofnanir geti í auknum mæli breytt eða fellt niður hinar ýmsu kvaðir, sem fram til þessa hafa nær eingöngu hvílt á Síman- um.“ Brynjólfur sagði að með ný- samþykktum fjarskiptalögum skapist meiri jafnréttisgrundvöll- ur í samkeppni á fjarskiptamark- aði, neytendum til góða. Síminn fagni þeim breytingum sem gerð- ar hafi verið í lögunum. „Ljóst er að Síminn hefur verið nokkuð tepptur í athafnafrelsi sínu á markaði og með þessum breyt- ingum bindum við vonir við að at- hafnafrelsi okkar aukist enn, keppinautar á markaði mætist á jafnréttisgrunni og neytendur njóti góðs af,“ sagði Brynjólfur. Á einum stað í Ármúla Rannveig greindi frá því að Sím- inn hafi gengið frá kaupum á 1.600 fermetra skrifstofuhúsnæði á Suðurlandsbraut 30. Hún sagði að með ákveðnum tilfærslum muni það húsnæði nægja til að koma fyrir þeirri starfsemi sem nú fer fram við Austurvöll. Ljóst sé að hagkvæmni þess að vera á einum stað á Ármúlasvæðinu séu veruleg. Stjórn Símans var endurkjörin á aðalfundinum í gær, nema hvað einn stjórnarmaður, Örn Gúst- afsson, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs. Í hans stað var kjörinn Helgi Guðmundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Aðrir stjórnarmenn eru auk Rannveigar Rist þeir Friðrik Már Baldursson, Sigurgeir Bynj- ar Kristgeirsson og Thomas Möller. Lagfæringar í sam- ræmi við athugasemdir Forstjóri Landssíma Íslands tekur undir það sjónarmið að æskilegt sé að fjármálaráðu- neytið fari með hlutabréf ríkisins í félaginu í stað samgönguráðuneytis Morgunblaðið/Jim Smart Rannveig Rist gerði grein fyrir skýrslu Ríkisendurskoðunar varðandi starfslok fyrrverandi forstjóra Símans á aðalfundi félagsins í gær.  Miðopna: Ávöxtun og áhætta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.