Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 B 11 NFRÉTTIR ● VÍSITALA byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan mars, lækkaði um 0,25% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala bygging- arkostnaðar hækkað um 3,3%. Samkvæmt upplýsingum frá Guð- rúnu Jónsdóttur hjá Hagstofunni er meginskýringin á lækkun vísitöl- unnar sú að ýmis tilboð hafi verið í gangi á byggingavörum að undan- förnu. Vísitala bygging- arkostnaðar lækkar um 0,25% ● HÁSKÓLINN í Reykjavík hefur valið LiSA vefstjórnarkerfið til að halda utan um aðalvef skólans og mun innleiðing fara fram á næstu vikum. Innn mun sjá um alla for- ritun og uppsetningu vefsvæðanna sem hýst verða af skólanum sjálf- um. Innn mun einnig sjá um ráð- gjöf og útlitshönnun fyrir vef skól- ans, sem verður að finna á www.ru.is. HR og Innn með samning ● MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá Þorsteini Vilhelmssyni við frétt í Morg- unblaðinu eftir aðalfund Þormóðs ramma–Sæbergs hinn 7. mars síð- astliðinn: „Í fréttinni er greint frá því að Atli Árnason hafi gengið úr aðalstjórn og í varastjórn, hið rétta er að Atli Árna- son var varamaður og er það áfram. Hins vegar var Þorsteinn Vilhelms- son aðalmaður í stjórn og gekk úr henni á síðasta aðalfundi. Þannig að tilkynningin frá Þormóði ramma– Sæbergi var röng. Óska ég hér með eftir leiðréttingu á þessu.“ Athugasemd frá Þor- steini Vilhelmssyni ● VÖRUHÓTELIÐ ehf. og Skelj- ungur hf. hafa gengið frá samningi um birgðahalds- og vörudreifing- arþjónustu. Skeljungur úthýsti öllu sínu lagerhaldi árið 1996. Vöruhót- elið ehf er dótturfyrirtæki Eimskips ehf. og TVG Zimsen hf. Vöruhót- elið, sem jafnframt er dreifing- armiðstöð, annast móttöku, skrán- ingu, geymslu, afhendingu og dreifingu á vörum fyrir viðskiptavini sína. Hægt er að geyma vörur toll- afgreiddar, ótollafgreiddar og á frí- svæði. Vöruhótelið og Skeljungur semja ● AÐFÖNG, innkaupa- og vörudreif- ingarfyrirtæki Baugs Ísland, hafa tek- ið í notkun Cognos-stjórnenda- upplýsingakerfið. Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, segir að markmiðið með því að taka upp þetta kerfi sé að bæta afhending- arhlutfall vara frá birgjum inn í vöru- húsið þannig að minna verði um að vörur vanti í verslunum Baugs Ísland. Hann segir að til lengri tíma litið batni afhending á vörum til Aðfanga og birgðir minnki. Það muni hafa í för með sér hagræðingu og betri þjón- ustu bæði fyrir birgja og við- skiptavini. Að sögn Lárusar fór þetta verkefni af stað í samstarfi við 23 birgja sem Aðföng kaupa vörur af og standa fyrir um 87% af veltu innlendra birgja fyr- irtækisins. Hann segir að í upplýs- ingakerfinu séu nokkrar skýrslur sem birgjarnir hafi aðgang að um sín- ar vörur í gegnum Netið. Þar komi fram birgðastaða frá deginum áður, brotin niður á vörutegundir. Hægt sé að sjá hve viðkomandi vara muni endast lengi miðað við söluspár Að- fanga, sem hægt sé að sjá fyrir næstu sex mánuði. Birgjarnir geti því út frá eigin lagerstöðu svo og lag- erstöðu Aðfanga séð hvenær þeir þurfa að panta vörur. Fjölmargar aðr- ar upplýsngar sé einnig hægt að fá úr kerfinu, svo sem hver sala ákveð- inna vara er á tilteknum dögum, vik- um eða mánuðum, og í keðjum eða ákveðnum verslunum Baugs Ísland. Aðföng taka upp Cognos ● ÁFENGIS- og tóbaksverslun rík- isins (ÁTVR) hefur gengið til samn- inga við AcoTæknival (ATV) um nýj- an afgreiðslubúnað í verslunum fyrirtækisins um land allt. Samið var við ATV að undangengnu útboði en tíu fyrirtæki gerðu tilboð í bún- aðinn sem settur verður upp í fjöru- tíu verslunum ÁTVR og tekur til 120 afgreiðsluvéla. Nýtt af- greiðslukerfi ÁTVR er lokaáfanginn í endurnýjun upplýsingakerfa fyr- irtækisins en sú endurnýjun hófst fyrir þremur árum. Ætlunin er að nýta ýmsar nýjungar í afgreiðslu- kerfum til aukinnar þjónustu við viðskiptavini og einnig að sam- ræma og treysta innviði upplýs- ingakerfa ÁTVR. ÁTVR semur við ATV  Stefán Rúnar Dags- son hefur hafið störf sem vörustjóri IKEA. Stefán er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Hann hefur stundað nám hjá Tækni- skóla Íslands við rekstr- ardeild. Stefán hóf störf hjá IKEA 1992. Ingvi Þór Magnússon hefur hafið störf sem rekstrarstjóri veitinga- staðar IKEA. Ingvi Þór útskrifaðist sem matsveinn frá Menntaskólanum í Kópavogi 2002. Hann hóf störf hjá IKEA 1993. Sambýliskona Ingva er Sigurjóna Harð- ardóttir og eiga þau eina dóttur.  Ingibjörg Sverr- isdóttir hefur hafið störf sem sölustjóri hús- gagnadeildar IKEA. Ingi- björg hefur lokið sveins- prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík, stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð og hefur stundað nám í Háskóla Íslands undanfarið. Hún hóf störf hjá IKEA 1998. Sambýlis- maður Ingibjargar er Sölvi Ólafsson prent- rekstrarfræðingur. Ingibjörg á fjögur börn.  Svanborg Kjart- ansdóttir hefur hafið störf sem sölustjóri smávörudeildar IKEA. Svanborg er stúdent frá Borgarholtsskóla. Hún hóf störf hjá IKEA 1999. Sambýlismaður Svan- borgar er Helgi Kr. Jak- obsson. Stöðubreytingar hjá IKEA  IMG Deloitte hefur tekið upp samstarf við Maríu Ellingsen leikkonu, Geir Sveins- son handknattleiksþjálfara og Þorstein J. Vilhjálmsson dagskrárgerðarmann. Þau munu kenna á námskeiðum fyrirtækisins.  María Ellingsen er með BA-próf í leiklist og hefur starfað sem leik- kona, við dagskrárgerð og fleira. Hún mun m.a. sjá um námskeið í fram- komu og ræðu- mennsku, auk fjölmiðla- framkomu.  Geir Sveinsson er MBA-nemi í Háskóla Ís- lands og þjálfari meist- araflokks karla hjá Val. Hans sérsvið er keppn- isandi og uppbygging liðsheildar.  Þorsteinn J. er með BA-próf í almennri bók- menntafræði og starfar sem frétta- og þátta- gerðarmaður. Hann mun koma að kennslu í skapandi skrifum og skapandi hugsun. IMG Deloitte sérhæfir sig í stjórnendaþjálfun og símenntun. Meðal leiðbeinenda fyr- irtækisins eru stundakennarar við Há- skóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri, sem allir hafa jafn- framt víðtæka hagnýta reynslu úr atvinnu- lífinu. Liðstyrkur til IMG Deloitte  Bryndís R. Há- konardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri þjálf- unardeildar Hreyfingar, heilsuræktar. Sem deildarstjóri þjálf- unardeildar hefur Bryn- dís m.a. umsjón með markaðs- og sölumálum einkaþjálfunar og hóptíma. Bryndís er viðskiptafræðingur frá The Am- erican College í Los Angeles. Undanfarin ár hefur hún starfað sem sjálfstæður ráð- gjafi í útflutnings-, sölu og markaðsmálum. Meðal verkefna hennar eru erlend mark- aðsleit fyrir ljósmyndavef, markaðssetning á kvikmynd erlendis, heimildaöflun á er- lendum mörkuðum vegna útflutnings á ís- lensku hugviti og sósum, sýningin Matur 2002 o.fl. Á árunum 1995–2000 starfaði Bryndís sem útflutningsstjóri og einnig sem forstöðumaður sölu- og markaðs- deildar Kjötumboðsins hf. Sambýlismaður Bryndísar er Víðir Krist- ófersson og eiga þau þrjú börn. Nýr starfsmaður í Hreyfingu, heilsurækt  Daði Jóhannesson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Navision Ísland. Starfið felur í sér daglegan rekstur og um- sjón fyrirtækisins. Navi- sion Ísland er dreifingar- og umboðsaðili hugbún- aðar frá Microsoft Bus- iness Solutions. Navision er dótturfyr- irtæki Kögunar hf. Daði tekur við starfi Katrínar Olgu Jóhann- esdóttur sem gegnt hefur fram- kvæmdastjórastarfi hjá Navision und- anfarin fjögur ár. Daði er fæddur á Selfossi 1967, sonur hjónanna Jóhannesar Helgasonar og Kristínar Karlsdóttur, garðyrkjubænda í Hvammi í Hrunamannahreppi. Daði lauk meistaragráðu í véla- og rekstrarverkfræði frá Álaborgarháskóla árið 2001. Hann hefur starfað hjá Navision und- anfarin tvö ár sem vörustjóri en áður starf- aði Daði hjá Deiglunni hf. og Landssíma Íslands. Daði er í sambúð með Erlu Soffíu Björnsdóttur sjúkraliða og eiga þau sam- an þrjú börn. Nýr fram- kvæmdastóri Navision Ísland RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins og Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (SSþ) hafa gert samning um að Rf taki að sér að semja kennsluefni fyrir háskóla í Víetnam. SSþ tók til starfa fyrir 5 árum og hefur Rf séð um hluta kennsl- unnar við skólann. Undanfarin fjögur ár hefur DANIDA (Danish International Development Ass- istance), sem er hluti af þróunarhjálp Dana, aðstoðað Víetnama við að koma á GÁMES kerfi í fiskiðnaði. Aðstoðin hefur aðallega falist í þjálfun og ráð- gjafastörfum. Í ljós hefur komið að þörf er á að auka menntun þeirra gæðastjóra sem starfa hjá fiskvinnslufyrirtækjum í Víetnam, þrátt fyrir að þeir séu háskólamenntaðir. Vegna þessa var leitað til SSþ og þar sem Rf hefur séð um þennan hluta kennsl- unnar var samið um að Rf tæki að sér að annast gerð kennsluefnis sem tengist vinnslutækni, gæða- og öryggismálum matvæla. Þetta efni verður síðan notað af Víetnömum við endurmenntun gæða- stjóra fyrirtækjanna. Nokkrir starfsmenn frá Rf munu fara til Víetnam í byrjun apríl vegna þessa verkefnis og starfa þar með fulltrúum DANIDA og víetnömskum háskóla. Rf semur kennslu- efni fyrir Víetnama Fermingargjafir Skarthúsið, s. 562 2466, Laugavegi 12 Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18 fyrirtaeki.is Frá hugmynd að fullunnu verki Katlaþjónusta H ön nu n: G ís li B . Vandaður kvöldklæðnaður Bendum frímúrurum sérstaklega á síðuna okkar Harvey Malcolm Clothing Co - Liverpool England www.harvey-malcolm.co.uk  Sími 0044 151 236 0043  Fax 0044 151 236 0582

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.