Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 12
  -./0/ 1 23/0/ @2?8?A @2))2BCA )2?D=EF8@2F)EGE.)ED &2F-@2F)E C?A   "   "  " /  "/  "  / "/ /"/  / "  = "= / "/  3? 3 6;(6(+ )  @(( G"0 G-" H%- G%0 G&. H%% G0, G"0 @HF2I2A@2F)E D2A.2JK 00 G#0 (&2F-@2F)E 2.GALE NIÐURSTÖÐUR rekstrarreikn- ings Íslandspósts fyrir árið 2002 sýna að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári var um 118 milljónir króna eftir skatta. Á árinu 2001 var tap af rekstrinum hins vegar 180 milljónir. Rekstrartekjur Íslandspósts juk- ust úr 4.303 milljónum króna á árinu 2001 í 4.421 milljón í fyrra, eða um 2,7%. Rekstrarkostnaður lækkaði milli ára úr 4.141 milljón í 4.002, eða um 3,4%. Í tilkynningu frá Íslandspósti seg- ir að þetta sé í fysta sinn, frá stofnun Íslandspósts árið 1998, sem rekstr- arkostnaður lækkar milli ára. Segir að rekja megi lækkunina til mark- vissrar hagræðingar á rekstri fyrir- tækisins, svo sem stöðugleika í mannahaldi, samstarfi við aðila um rekstur póstafgreiðslustaða og auk- innar notkunar á bréfaflokkunarvél. Í tilkynningu Íslandspósts segir að bréfasendingar hafi haldið áfram að dragast lítillega saman á síðasta ári en bögglaþjónusta hafi hins veg- ar aukist. Gera megi ráð fyrir frekari þróun í þessa átt. „Íslandspóstur mun halda áfram að leggja áherslu á kjarnastarfsemi fyrirtækisins og styrkja innri þætti rekstrarins. Fyrirtækið hefur dregið sig út úr rekstri þjónustu sem ekki tengist kjarnastarfseminni. Til að ná því markmiði að auka afkomu fyr- irtækisins og ná enn frekar niður rekstrarkostnaði þurfa stjórnendur og starfsmenn því að halda vöku sinni og leita nýrra leiða til þess að efla það og tryggja vöxt þess og við- gang á næstu árum,“ segir í tilkynn- ingu Íslandspósts. Á aðalfundi Íslandspósts í síðustu viku var samþykkt tillaga stjórnar um 6% arðgreiðslu, eða tæpar 90 milljónir. Stjórn Íslandspósts var endurkjörin á fundinum. Hana skipa: Björn Jósef Arnviðarson, stjórnarformaður, Ólafur Sigurðs- son, varaformaður, Elías Jónatans- son, Ellert Kristinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Guðmundur Oddsson og Ísólfur Gylfi Pálmason. Umskipti í rekstri Íslandspósts hf. Morgunblaðið/Kristinn Höfuðstöðvar Íslandspósts, Póst- hússtræti 5 í Reykjavík. Hagnaður í fyrsta skipti af kjarnastarfsemi, um 118 milljónir króna á síðasta ári ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur skipað nefnd sem huga mun sérstaklega að ýmsum þáttum sem snerta líffræðilega fiskveiði- stjórnun. Þetta kom fram í fyrirlestri ráðherrans sem hann hélt í Háskóla Íslands í gær um fram- tíðarviðfangsefni í sjávarútvegi. Atriðin sem nefndin um líffæðilega fiskveiði- stjórnun þarf að fjalla um eru t.a.m. breytilegt ástand einstakra fiskistofna frá einni árstíð til annarrar, áhrif veiðarfæra á gæði aflans og áhrif friðunar smáfisks á stofnstærð. Árni sagði einnig rétt að hyggja að því hvort rétt væri að stýra fisk- veiðum eftir mismunandi stofnhlutum í ljósi nýj- ustu kenninga fiskifræðinga um að þeir séu ólíkir eftir því á hvaða miðum þeir halda sig. Tryggvi Þór Herbertsson er formaður nefndarinnar en aðrir í nefndinni eru Árni Bjarnason, Björn Æv- arr Steinarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Kristján Þórarinsson, Oddur Sæ- mundsson, Sjöfn Sigurgísladóttir og Tumi Tóm- asson. Árni sagði að fiskveiðistjórun þyrfti ennfremur að taka mið af því að stór fiskur væri verðmætari til hrygningar en smærri fiskur, m.a. varðandi ákvarðanir um veiðarfæri, þar með talin möskva- stærð og svæðalokanir. Þá væri holdastuðull fisks breytilegur eftir árstímum og veiðisvæðum sem þýði að fyrirtæki geti með vali á veiðisvæði og tíma nýtt kvóta sinn á sem hagstæðastan máta. Í þessu sambandi og einnig vegna hrygningar- þorsks sé vert að rannsaka hvort rétt sé að end- urskoða þann mælikvarða sem þorskígildisstuðl- arnir eru, þannig að afli innan sömu tegundar geti haft mismunandi vægi. Þannig mætti hugsa sér að verðmæti stórþoskurinn fengi hærra gildi en meðalstór fiskur. Einnig þurfi að kanna hvort ákvarðanir um slægingarhlutföll gætu endur- speglað betur breytileika í náttúrunni. Jafnframt sé mikilvægt að rannsaka hvort hægt sé að beita hliðstæðri aðferðarfræði við stjórnun á nýtingu uppsjávarfiska. Vistkerfisnálgun æ meira áberandi Sagði Árni að nefndinni yrði falið að fara yfir ýmsar ráðstafanir sem beitt er við líffræðilegan hluta fiskveiðstjórnunarinnar í Færeyjum, eins og t.d. lokun svæða til lengri tíma og afmörkun veiðisvæða eftir ólíkum veiðarfærum. „Á undan- förnum árum hefur vistkerfisnálgun við nýtingu á lifandi auðlindum hafsins orðið æ meira áberandi í umræðunni og almenn samstaða hefur náðst um að henni skuli beitt eftir því sem kostur er. Með þessari nálgun er ekki rétt að sleppa neinum hluta vistkerfisins heldur stefna að sjálfbærri nýtingu allra auðlinda hafsins,“ sagði Árni. Hugað að líffræðilegri fiskveiðistjórnun Sjávarútvegsráðherra vill meðal annars kanna hvort stýra megi fiskveiðum eftir stofnhlutum Morgunblaðið/Sverrir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnir framtíðarverkefni í sjávarútvegi í Háskóla Íslands í gær. HAGNAÐUR Hampiðjunnar hf. nam 263 milljónum króna á síðasta ári en árið 2001 var hagnaður sam- stæðunnar 176 milljónir króna. Ársreikningurinn er gerður eftir sambærilegum reikningsskilaað- ferðum og árið áður, að því und- anskildu að eignarhlutir í Granda hf. og Vaka DNG hf. eru nú færðir samkvæmt hlutdeildaraðferð í stað kostnaðarverðs og því að reiknuð áhrif verðbólgu eru ekki færð í reikningsskilin eins og undangeng- in ár. Heildarvöxtur tekna samstæð- unnar var 24%. Munar þar mestu um auknar tekjur Swan Net Ltd. en það félag keypti Gundrys Ltd. á Írlandi í byrjun árs 2002. Af heildarveltu samstæðunnar voru 82% komin til vegna útflutn- ings móðurfélagsins eða starfsemi erlendra dótturfélaga. Í tilkynn- ingu frá Hampiðjunni kemur fram að afkoma móðurfélagsins var heldur lakari en áætlun hafði gert ráð fyrir en afkoma Swan Net Gundry betri en áætlað var. Rekstur dótturfélags í Bandaríkj- unum gekk verr en ráð var fyrir gert og var allnokkurt tap á rekstrinum. Fjármunatekjur námu þremur milljónum króna. Vegna gengis- lækkunar erlendra gjaldmiðla voru verðbætur og gengishagnaður vegna langtímaskulda- og krafna móðurfélagsins 135 milljónir. Á móti kemur lækkun á eignarhlut- um í erlendum dótturfélögum, en sú lækkun færist beint til lækk- unar á eigin fé. Meðal fjármagns- liða er söluhagnaður eignarhluta í öðrum félögum upp á 51 milljón ásamt gjaldfærslu yfirverðs í keyptum félögum að fjárhæð 119 milljónir. Eign í Granda skilar 170 milljónum Hlutdeild í afkomu Granda hf. er færð í ársreikninginn en Hamp- iðjan átti 9,4% eignarhlut í Granda hf. í árslok. Tekjufærsla vegna þess nemur 170 milljónum í rekstrarreikningi. Þá er hlutdeild í afkomu Vaka DNG hf. færð í árs- reikninginn og nam hún kr. 8 milljónum til gjalda. Önnur gjöld námu 41 milljón en aðrar tekjur voru 10 milljónir árið 2002. Gjald- færslan er að stærstum hluta vegna starfslokasamninga sem Swan Net á Írlandi gerði við fjölda starfsmanna þegar það keypti Gundrys á sl. ári. Áætlun ársins 2003 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur samstæð- unnar aukist um 5% á milli ára og verði kr. 4,3 milljarðar. Reiknað er með svipaðri framlegð af rekstri. Aðalfundur Hampiðjunna verður haldinn föstudaginn 11. apríl nk. Fyrir fundinum liggur tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréf- um og tillaga stjórnar um greiðslu 10% arðs til hluthafa. Hagnaður Hampiðj- unnar 263 milljónir Afkoma móðurfélags heldur lakari en áætlun ársins hafði gert ráð fyrir    "#                        -     '                 '      ",, ) ,!%  %..  ) %$! #%  #%, #.   &  '                % $, ).! ) )   (  '  &            !"$ )*"+ %$*"+ %) ) !) ! $  %%!  #!). %"%  #) $   % $)$ !$, ) ".$   !!. ))*"+ %*"+ "       )% %!    !        SVAR hf. og AcoTæknival hf. (ATV) tilkynntu á Kauphöll Ís- lands í gær, að ekkert yrði af samruna félaganna. Rúnar Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Svars, segir aðalástæðu fyrir ákvörðuninni vera að samlegð- aráhrif hafi ekki verið jafn aug- ljós og virtist í fyrstu. Í frétta- tilkynningunni segir: „Við nánari skoðun reyndist rekstr- arlegur ávinningur af samein- ingu mun minni en áætlað var í upphafi, sem var meginforsenda fyrirætlunar um sameiningu fé- laganna.“ Fyrir rúmum tveimur vikum var tilkynnt að ATV hefði geng- ið frá yfirlýsingu um kaup á rúmlega 90% hlutafjár í Svari. Sagt var að greitt yrði fyrir fé- lagið með 10% hlutafjár í ATV, sem Greining Íslandsbanka mat á 40 milljónir króna. Um leið var tilkynnt að Rúnar, sem stofnaði Tæknival árið 1983, myndi koma til starfa hjá ATV. „Að sjálfsögðu hefði verið spennandi að ganga til liðs við ATV,“ segir Rúnar. „En hitt er líka mjög spennandi, að byggja upp Svar, sem er að vaxa og dafna og stefnir í að skila hagn- aði í ár,“ segir Rúnar. Almar Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri ATV, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekk- ert vilja tjá sig um málið um- fram það sem fram hefði komið í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Svar og ATV samein- ast ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.