Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 86 . TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Blóði drifnar vikur fram undan  „Íraskir hermenn verjast dulbúnir“20/25 Írakar kváðust í gær búast við því að bandamenn myndu umkringja höfuðborgina á næstu fimm til tíu dögum. En slíkt myndi duga skammt. „Bagdad verður ekki unnin á meðan íbúar hennar eru á lífi,“ sagði Sultan Hashem Ahmed, varn- armálaráðherra Íraks. Heiftarlegir bardagar geisuðu víða í Írak í gær en einna harðastir voru þeir við bæinn Nasiriya suður af Bagdad sem gegnir lykilhlutverki í áætlunum bandamanna varðandi liðs- og birgðaflutninga í því skyni að gera framrás í átt til höfuðborgar- innar mögulega. Bandamenn sögð- ust hafa grandað bryndrekum og fellt fótgönguliða en þar var 12 bandarískra hermanna saknað í gær, að sögn CNN. Bandamenn unnu í gær að því að treysta stöðu sína í norðurhluta landsins en á miðvikudag svifu um 1.000 fallhlífarhermenn þar til jarðar og tóku flugvöll án mótstöðu. Stefna bandamenn nú að því að flytja þang- að flugleiðis liðsafla og hergögn og mynda nýja víglínu. Ljóst er að að- gerð fallhlífarsveitanna er sú um- fangsmesta á þessu sviði hernaðar sem sögur fara af áratugum saman. Hún var nauðsynleg sökum þess að Tyrkir leyfðu bandamönnum ekki að fara með herstyrk sinn um tyrk- neskt land. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda 120.000 hermenn til viðbótar til Persaflóa. 20.000 fara til Íraks á næstu dögum og 100.000 til viðbótar í næsta mánuði. Bandamenn freista þess að mynda nýja víglínu í norðurhluta Íraks „Bagdad fellur ekki á meðan íbúarnir lifa“ Óbreyttir borgarar falla í Mosul ÞUNGAR loftárásir voru enn gerðar í gærkvöldi á Bagdad, höf- uðborg Íraks, á sama tíma og fréttir bárust af því að bandamenn legðu drög að nýrri víglínu í norðurhluta landsins. Al-Jazeera-sjón- varpsstöðin birti í gærkvöldi frétt um að 50 óbreyttir borgarar hefðu fallið í loftárás á Mosul í norðri og Írakar kváðu 36 hafa fallið í Bagd- ad síðasta sólarhringinn. ÍBÚAR í borginni Basra í Suður- Írak hópast að breskum brynvagni og reyna að komast inn í borgina í gær, en þúsundir íbúa höfðu yf- irgefið borgina þá um daginn, í leit að drykkjarvatni og skjóli fyr- ir loftárásum. Alþjóðanefnd Rauða krossins sagði í gær að hreint drykkjarvatn í borginni væri „af skornum skammti“, þótt tekist hefði að koma aftur í gang vatnsveitu í helmingi borgarinnar. Vatn skort- ir í Basra PALESTÍNSKIR embættis- menn hvöttu í gær George W. Bush Bandaríkjaforseta til að standa við gefin loforð um að birta hinn svonefnda „vegvísi“ um frið milli Ísraela og Palestínu- manna. Bush sagði í gær að veg- vísirinn yrði birtur „inn- an tíðar“, en tók ekki fram hve- nær nákvæmlega það yrði. Saeb Erakat, aðalsamninga- fulltrúi Palestínumanna, krafð- ist þess að verkin yrðu látin tala. „Við vonum að þessi loforð séu ekki til þess eins gerð að róa okkur…og að við megum vænta aðgerða fremur en orða.“ Vegvísirinn svonefndi var bú- inn til af Bandaríkjamönnum, Rússum, Sameinuðu þjóðunum og Evrópusambandinu, og kveður á um hvernig bundinn skuli endi á átök Palestínu- manna og Ísraela og sjálfstætt, palestínskt ríki stofnað 2005. Fyrr í mánuðinum hét Bush því að birta vegvísinn um leið og Palestínumenn hefðu staðfest skipan nýs forsætisráðherra síns. Bandarískir embættis- menn hafa lýst ánægju sinni með umbótatilraunir Palestínu- manna, einkum útnefningu Mahmuds Abbas í embætti for- sætisráðherra. Bush standi við gefin fyrirheit Gazaborg. AFP. George W. Bush DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, að sjálf- stæðismenn vildu hrinda í framkvæmd umfangs- miklum skattalækkunum á næsta kjörtímabili, m.a. með lækkun tekjuskatts um 4%, lækkun virð- isaukaskatts af vörum og þjónustu, sem nú til- heyra lægra virðisaukaskattsþrepi, úr 14% í 7%, helmingun allra skattþrepa erfðaskatts og afnámi eignarskatts, auk hækkunar barnabóta. Kostnaður 16 milljarðar nettó Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið að í heild megi gera ráð fyrir að lækkanirnar nemi um 21 til 22 milljörðum króna. „Síðan gerum við ráð fyrir að vegna aukinna umsvifa geti komið til baka fimm til sex milljarðar, þannig að af þeim ástæðum erum við kannski að tala um 16 milljarða nettó,“ sagði Davíð spurður um áætlaðan kostnað ríkissjóðs á kjörtímabilinu, verði þessar tillögur lögfestar. Í ræðunni sagði Davíð: „Við viljum lækka tekju- skatt um 4% á kjörtímabilinu. Við viljum afnema eignarskatt algerlega. Við viljum lækka um helm- ing virðisaukaskatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og annað sem tilheyrir lægri virðisaukaskattsþrepinu. Við viljum hækka barna- bætur um 2.000 milljónir króna. Við viljum helm- inga öll skattþrep erfðafjárskatts, þannig að al- mennt þrep verði aðeins 5% og að fyrstu tvær milljónirnar verði erfðaskattslausar. Og við viljum auka skattfrelsi vegna viðbótarframlaga í lífeyr- issparnað. Hingað til höfum við ekki lofað beinum skattalækkunum fyrir kosningar en höfum lækk- að þá samt. Það þýðir að hér er um bein loforð okkar að ræða, sem við efnum fáum við til þess styrk í þetta sinn. Það vita allir sem fylgst hafa með verkum okkar, að þessu má treysta. Við erum nefnilega ekki aðeins umræðustjórnmálamenn heldur fyrst og síðast athafnastjórnmálamenn.“ Davíð sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nokkru sinni áður gengið svona langt með loforð um skattalækkanir. „Við höfum yfirleitt farið mjög varlega og við viljum gera það. Ég tel reyndar að þótt þetta sé umfangsmikið, þá sé varlega farið og þess vegna megi treysta því,“ sagði hann. Lækkanir lögfestar á fyrsta haustþingi Davíð sagði að gert væri ráð fyrir að skatta- lækkunartillögurnar yrðu lögfestar í einu lagi á fyrsta haustþingi eftir alþingiskosningarnar í vor, þar sem ákveðnar dagsetningar yrðu tilgreindar um hvenær breytingarnar tækju gildi á kjörtíma- bilinu. „Nú er lag,“ sagði Davíð Oddsson. Davíð Oddsson hét 21 til 22 milljarða skattalækkunum við upphaf landsfundar Tekju-, virðisauka- og erfðaskattur lækki Boðaði að eignarskattur yrði afnuminn og barnabætur hækkaðar Morgunblaðið/RAX  Landsfundur Sjálfstæðisflokksins/10–11 Davíð Oddsson forsætisráðherra. RICHARD Perle, einn nánasti ráð- gjafi varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna og ákafur talsmaður her- fararinnar í Írak, sagði í gærkvöldi af sér sökum umdeildra hagsmuna- tengsla við fjarskiptafyrirtæki. Sagði Perle að hann gerði þetta til að auka ekki það álag sem ráðherrann væri undir. Perle seg- ir af sér Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.