Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 11
Ellefuföldun á skuldum Reykvík- inga er í raun ávísun á stórfellda skattahækkun í Reykjavík fyrr en síðar. Með sama hætti gerir minnkun ríkisskulda okkur kleift að lækka skatta og boða frekari skattalækkanir. Það er ekki lítið afrek umræðustjórnmálamanna að auka skuldir sveitarfélagsins sem þeim er trúað fyrir ellefufalt á átta árum, meðan athafnastjórn- málamenn sem búa við sama ár- ferði lækka ríkisskuldir og lækka skatta og boða enn frekari skatta- lækkun fái þeir stuðning fólksins til þeirra verka. Hitt hefur aldrei brugðist, að vinstri stjórn hefur á augabragði breytt kjörseðlum í skattseðla hafi hún fengið tæki- færi til,“ sagði Davíð ennfremur í ræðu sinni. Umhverfisvænsta þjóðfélag í víðri veröld Undir lok ræðu sinnar fjallaði Davíð um nokkur áhersluatriði sjálfstæðismanna þegar horft væri til framtíðar: „Í fyrsta lagi að nú er lag til að lækka skatta svo um munar. Í öðru lagi að hægt er treysta nýja sókn fólks og fyrirtækja inn- an lands og utan vegna þess um- hverfis sem hefur verið skapað og er verið að skapa. Í þriðja lagi að hægt er að tryggja áfram, með ábyrgri stjórn, góða afkomu ríkissjóðs með enn minnkandi skuldum og lægri vaxtagreiðslum. Í fjórða lagi að hægt er að styrkja stöðu eldri borgara með afnámi eignarskatts og með því að fylgja eftir samningum við samtök þeirra og með því að auka hjálp til þeirra sem búa á eigin heimili og efla hjúkrunarheimilisþáttinn verulega svo sem þegar hafa verið lögð drög að. Í fimmta lagi að hægt er að treysta öflugt atvinnustig með því að fylgja eftir þeirri afstöðu sem ríkisstjórnin hefur haft til fjárfest- inga í landinu og með því að tryggja skattaumhverfi sem laðar fjárfesta að. Í sjötta lagi að við getum enn eflt menntunarstigið og aukið metnað á því sviði og bætt ytri að- stöðu menntunar um land allt, ekki síst framhaldsmenntunar. Í sjöunda lagi að við getum eflt og aukið það orðspor sem af okk- ur fer, að við séum eitt umhverf- isvænsta þjóðfélag í víðri veröld. Í áttunda lagi að við getum komið í veg fyrir að ábyrgðarlaus öfl grafi undan meginstoðum ís- lensks atvinnulífs. Í níunda lagi að við getum enn aukið hlut einstaklinganna á kostnað ríkisvaldsins og hins op- inbera. Og í tíunda lagi getum farið úr sjöunda sæti á listanum yfir þau lönd heims þar sem er eftirsókn- arverðast að búa, samkvæmt sér- stöku mati Sameinuðu þjóðanna, í toppsætin ef rétt er á málum hald- ið,“ sagði Davíð Oddsson í setn- ingarræðu sinni. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 11 RÁÐHERRAR Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum fundarmanna kl. 9 í dag. Á milli klukkan 12 og 14 verða sameiginlegir hádegisverð- arfundir landsfundarfulltrúa hvers kjördæmis en klukkan 14:15 flytur Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skýrslu um flokksstarfið. Í kjölfarið mun ungt fólk ræða framtíð Íslands en klukkan 18 hefj- ast fundir starfshópa. Á milli klukkan 20 og 21 hefst landsfundur Sambands ungra sjálf- stæðismanna með ungu fólki. Dag- skrá föstudagsins lýkur svo með opnu húsi fyrir landsfundarfulltrúa sem hefst í Akogessalnum í Sóltúni 3 kl. 21. Í fyrramálið hefjast svo störf kl. 9:30. Dagskráin í dag DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagðist í setningarræðunni ekki vera í neinum vafa um að íslenska rík- isstjórnin hefði gert það sem væri bæði rétt og ærlegt í Íraksmálinu. „Við höfnuðum þeim kosti að vera í hópi þjóða, sem lýstu bak við tjöldin yfir stuðningi við bandamenn, en óskuðu nafnleyndar til að losna við óþægindi heima fyrir.“ Hann sagðist vona að stríðið fengi skjótan endi, svo uppbyggingarstarfið mætti hefj- ast sem fyrst. Afstaða Íslands fælist fyrst og síðast í að hjálpa írösku þjóðinni til sjálfshjálpar. „Þótt Íraksstríðinu sé ekki enn lokið eru úrslit þess ráðin. Dagar Saddams [Husseins] eru taldir,“ sagði hann. „Harðstjórinn í Írak horfir úr híði sínu í þann eld og hræðist. Hann hef- ur safnað glóðum elds að höfði sér um langt árabil. Hálf milljón barna hefur látist á rúmum áratug í ranni Saddams Husseins. Annar eins barnadauði þekkist aðeins í vanþró- uðustu og fátækustu ríkjum heims. En meðan börnin deyja byggir Sadd- am hallir í tuga tali. Og samt leiða menn hans fréttamenn að rúmum barna í sjúkrahúsum til að reyna að varpa rýrð á frelsisherinn sem kom- inn er til að flæma óvættinn frá völd- um. Fimmtíu prósenta atvinnuleysi er í landinu og sextíu prósent þjóð- arinnar eru háð matargjöfum í þessu einu ríkasta landi veraldar. Við Íslendingar vonuðum í lengstu lög að Íraksstjórn myndi virða ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að afvopnast. Sú von brást. Og þegar Öryggisráðið var komið í fullkomna sjálfheldu varð að bregðast við og annaðhvort standa við stóru orðin eða gefast upp. Bandamenn tóku þann kostinn sem útheimti kjark, staðfestu og fórnir. Og við Íslendingar höfum tekið af- stöðu í þessu máli. Við höfum tekið afstöðu með írösku þjóðinni og gegn einræðisherranum. Við höfum tekið afstöðu með anda ályktana hinna Sameinuðu þjóða gegn manninum sem ber ábyrgð á hundruðum þús- unda mannslífa, sem hefur verið fórnað á altari valda hans. Ég vona að Íslendingar muni ætíð hafa burði og styrk til að taka afstöðu með lög- reglu og slökkviliði þegar kæfa þarf elda sem brenna á saklausum og góma þarf brennuvarga sem valdið hafa hörmungum og skaða,“ sagði Davíð. Dagar Saddams eru taldir „SEM betur fer er ekki lengur ráð- ist í nokkra framkvæmd sem nemur í þessu landi án þess að huga út í æsar að áhrifum á náttúrufar, gróður og fegurð landsins. Er mikl- um tíma og fjármunum varið til slíkra athugana og er ekki hægt að segja að illa sé farið með það fé,“ sagði Davíð Oddsson er hann fjallaði um stóriðju á Austurlandi og virkjanamál í setningarræðunni. Davíð sagði að nú stæðu fyrir dyr- um mestu framkvæmdir Íslands- sögunnar og sagði hann marga hafa unnið gott verk við undirbún- ing þeirra. Hinu væri ekki að leyna að margt gott fólk teldi einnig að of miklu væri fórnað eða til kostað. „Við skulum ekki gera lítið úr mál- stað eða áhyggjum þess fólks.“ Fjármunum vegna umhverfis- athugana ekki illa varið TILLÖGUR sem fram hafa komið að undanförnu um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða, sem ganga út á að ríkið taki til sín tíu prósent á ári af kvótanum eru hreint tilræði við landsbyggðina, sagði Davíð Odds- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umfjöllun um sjávarútvegsmál í setningarræðu sinni í gær. Davíð sagði sjávarútveginn hafa gengið í gegnum miklar sviptingar á undanförnum árum og hefðu menn vonað að nú fengi hann loks sæmilegan starfsfrið og tóm til að skila miklum verðmætum í þjóð- arbúið eftir þá sáttargjörð sem náðst hefði. „En upp á síðkastið hafa andstæð- ingar okkar hvað eftir annað, jafnt innan þings sem utan, flutt tillögur, ræður og ályktanir af fullkomnu ábyrgðarleysi í garð þessarar mik- ilvægu atvinnugreinar. Þær sem oftast hafa heyrst opinberlega ganga út á það að ríkið taki til sín tíu prósent á ári af kvótanum. Ekki þarf að orðlengja hvað slíkar til- lögur þýddu í raun væri reynt að framkvæma þær. Veðhæfni sjáv- arútvegsins myndi hrynja, ekki um tíu prósent á ári, heldur þegar í upphafi vegna þeirrar óvissu sem hefði skapast. Slíkar hugmyndir geta ekki flokkast undir annað en að vera hreint tilræði við lands- byggðina sem þarf á öllu öðru að halda um þessar mundir en því að meginatvinnugreinin þar sé sett í uppnám,“ sagði Davíð. Óhjákvæmilegar breytingar í landbúnaði Hann vék einnig að þeim breyt- ingum sem landbúnaðurinn tæki um þessar mundir og sagði þær ekki sásaukalausar en algjörlega óhjá- kvæmilegar við nýtt markaðs- umhverfi. „Dugandi mannskapur hefur ein- beittan ásetning um að stunda þessa atvinnugrein og standa af sér storminn og krefst í rauninni ekki annars en að fá að búa við sann- gjörn samkeppnisskilyrði. Slíkar kröfur hljóta menn að geta stutt fordómalaust. Bústólpar landsins ættu að geta reitt sig á það,“ sagði Davíð. Ábyrgðarlausar tillögur um kvótakerfið Í drögum að ályktun um sjáv- arútvegsmál segir m.a. að hvalveið- ar séu veigamikill þáttur svo tryggja megi sjálfbæra nýtingu á vistkerfi sjávar. „Inngangan í Al- þjóða hvalveiðiráðið skapar grund- völl til að hefja hvalveiðar á ný. Um leið og markaðir opnast skal hefja hvalveiðar í vísindaskyni og veiðar í atvinnuskyni hefjist árið 2006 í sam- ræmi við þann fyrirvara sem Ís- lendingar settu við inngöngu í ráðið árið 2002.“ Samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll Í drögum að ályktun um sam- göngumál segir m.a. að Reykjavík- urflugvöllur sé nú í fremstu röð flugvalla um öryggi. „Mikilvægt er að hlutverk hans sem miðstöð inn- anlandsflugs á Íslandi verði tryggt,“ segir í drögunum. Þá segir að brýnt sé að samgöngumiðstöð, sem sinni öllum þáttum almenningssam- gangna, að og frá Reykjavík, verði reist í tengslum við starfsemi Reykjavíkurflugvallar. „Hún verði miðja samgöngukerfis þjóðarinnar og tengi innanlands- og millilanda- flug, áætlunarbifreiðar og strætis- vagna.“ Maki haldi laununum og jafn réttur til fæðingarorlofs Í drögum að ályktun um málefni eldri borgara er lagt til að lands- fundur samþykki að afnema skuli tekjutengingu við upphæð sem nemur óskertum lífeyrisgreiðslum almannatrygginga, þ.e. grunnlífeyri, tekjutryggingu, tekjutryggingar- auka og heimilisuppbót, til þeirra sem náð hafa 67 ára aldri. „Þessi upphæð taki árlegum breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar. Við fráfall eftirlaunaþega haldi eft- irlifandi maki/sambýlismaður óskertum launum hins látna í 6 mánuði sem skerðist þá í áföngum og falli niður að 12 mánuðum liðn- um.“ Þá segir í drögunum: „Lands- fundur hvetur til þess að hjúskap- arlögum verði breytt þannig að lífeyrisréttindi hjóna, sem áunnist hafa meðan á hjónabandi stóð, skuli skilgreind sem hjúskapareign og falli því ekki utan skipta.“ Í drögum að ályktun um jafnrétt- ismál segir að mikill árangur hafi náðst í jafnréttismálum á síðustu árum sem megi að miklu leyti þakka frumkvæði Sjálfstæðisflokks- ins. „Lögbundinn réttur einstak- linga af báðum kynjum er jafn og fæðingar- og foreldraorlofslög eru að fullu komin til framkvæmda. Mikilvæg viðhorfsbreyting hefur orðið og nú tekur við jafn réttur foreldra til fæðingarorlofs sem stuðlar að jafnrétti kynja á vinnu- markaði.“ Barnabætur óháðar tekjum Í drögum að ályktun um heil- brigðismál segir að Sjálfstæðis- flokkurinn telji að enginn eigi að bíða lengur en þrjá til sex mánuði eftir nauðsynlegum læknisaðgerð- um eða annarri heilbrigðisþjónustu og að flokkurinn muni beita sér fyr- ir löggjöf sem tryggi rétt sjúklinga til tímanlegrar þjónustu. Þá er lagt til í drögum um fjöl- skyldumál að landsfundur fagni hækkun barnabóta og leggi til að þær verði óháðar tekjum foreldra. Morgunblaðið/Sverrir Á annað þúsund manns var viðstatt setningu 35. landsfundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. Setningarathöfnin hófst með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, Hamrahlíðarkórinn söng nokkur lög og Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti setningarræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.