Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ nettrúm: Nettur að utan en rúmgóður að innan. Talar þú Micra? F í t o n / S Í A DeCODE Genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, hefur til- kynnt að uppgjör félagsins fyrir árið 2001 og fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga 2002 verði leiðrétt. Er það vegna tekjufærslna samnings deCODE við bandaríska fyrirtækið Applied Bio- systems frá því í júlí 2001 um þróun greiningartóla fyrir erfðavísa. Samkvæmt tilkynningu frá de- CODE verða tekjur fyrir árið 2001 lækkaðar um 5,4 milljónir dala, um 430 milljónir króna, og kostnaður lækkaður um 300 þúsund dali, rúmar 20 milljónir króna. Þá lækka tekjur á fyrstu þremur ársfjórðungum 2002 um 8,2 milljónir dala, um 650 milljónir króna, og kostnaður um 500 þúsund dali, rúmar 40 milljónir króna. Tekjur vegna samningsins verða færðar á fjórða ársfjórðungi ársins 2002, sam- tals 6,3 milljónir dala, um 500 millj- ónir króna, og kostnaður um 800 þús- und dalir, rúmar 60 milljónir króna. Samningur við IBM í staðinn Undir lok árs 2002 komust de- CODE og Applied Biosystems að samkomulagi um að ljúka samningn- um en gildistími hans átti að renna út á þessu ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom samnningur Ís- lenskrar erfðagreiningar við tölvuris- ann IBM, sem sagt var frá í janúar síðastliðnum, í stað samnings de- CODE og Applied Biosystems. Sá samningur er til þriggja ára. Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar, segist á þessu stigi ekki geta gefið nánari upp- lýsingar um þessi mál en þær sem fram komi í fréttatilkynningu de- CODE. Það verði hins vegar gert í tengslum við birtingu ársuppgjörs deCODE hinn 31. mars næstkom- andi. DeCODE leiðréttir tekjur vegna 2001 og 2002 Morgunblaðið/Jim Smart Uppgjör deCODE fyrir árið 2001 og fyrstu þrjá ársfjórðunga 2002 verða leiðrétt vegna tekjufærslna samnings við Applied Biosystems frá 2001. ara sínum, hagfræðingnum Edward Chamberlin. Sá studdist mikið við tilraunir við sínar kenningasmíðar fyrir um hálfri öld síðan. Tilraunir Smiths eiga í raun margt skylt við sálfræðitilraunir. Þær má í raun telja til brautryðjendaað- ferða í hagfræði. Í umsögn sænsku aka- demíunnar um Smith segir að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyr- ir að hafa gert til- raunir að nothæfu tæki til vísindalegra hagfræðirannsókna, einkum til rannsókna á hegðun markaða. Nóbelsverðlaununum 2002 deildi Smith með Daniel Kahneman sem starfar við Princeton University. Vildi upphaflega afsanna að markaðir væru mikilvægir Smith starfaði lengst af við Uni- versity of Arizona og setti þar á fót tilraunastofu í hagfræði árið 1975. Fyrir tveimur árum, árið 2001, flutti Smith sig um set og starfar nú við George Mason University sem er staðsettur í úthverfi Washington borgar. Smith er frjálshyggjumaður en á sínum yngri árum var hann hins vegar róttækur vinstrimaður og móðir hans er sögð hafa verið virk- ur sósíalisti. Margir telja að Smith hafi í upphafi ætlað sér að afsanna hagfræðikenningar um skilvirkni markaða. Niðurstöður tilrauna hans hafi hins vegar ýtt undir kenn- ingar hægrisinnaðra hagfræðinga eins og t.d. kenningar Friedrichs von Hayeks sem fjalla um mikilvægi markaða sem upplýsingaveitu. Því er talið að í þessum niðurstöðu til- rauna Smiths liggi undirrótin að pólitískum umskiptum hans. Í umfjöllun Economist um Vernon L. Smith frá því í október í fyrra segir að niðurstöður úr til- raunum hans styðji einnig kenn- ingar annars frægs kenningasmiðs, Adam Smith. Í hagfræðiheiminum er Vernon L. Smith ekki sérlega þekkt nafn í hagfræðiheiminum og mörgum kom á óvart að hann skyldi hreppa Nóbelsverðlaunin. Economist segir það benda til þess að hagfræðiaka- demían sé farin að leggja meiri áherslu á mannlega þáttinn, enda verða tilraunir Smiths að teljast á mörkum sálfræði og hagfræði. Hinn skynsami maður er ekki lengur miðpunktur rannsókna heldur er tekið tillit til mannlegs breytileika. Sjálfur vekur Vernon L. Smith nokkra athygli. Hann er með sítt hár sem hann tekur jafnan aftur í tagl, hefur sérstakt dálæti á skraut- legum skyrtum og gengur vanalega í gallabuxum. Fyrirlestur hans á morgun er öllum opinn. HAGFRÆÐINGURINN Vernon L. Smith sem hlaut Nóbelsverðlaun á síðasta ári kemur til landsins síðar í dag. Hann mun halda fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands á morg- un laugardag kl. 14. Fyrirlesturinn ber heit- ið „Markets, Globaliza- tion and Lessons from Experimental Econo- mics“ og verður fluttur á ensku. Í kvöld er dr. Smith boðið til kvöld- verðar með fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde og á laug- ardagskvöld mun hann snæða kvöldverð með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Vernon Smith er fæddur árið 1927 í Kansas í Bandaríkj- unum. Smith menntaði sig upphaflega í rafmagnsverk- fræði, útskrifaðist frá California Institude of Technology árið 1949 en lauk síðan mastersgráðu í hag- fræði frá University of Kansas árið 1952. Þremur árum síðar lauk hann svo doktorsprófi í hagfræði frá Harvard University. Faðir tilraunahagfræðinnar Smith er talinn vera faðir svokall- aðrar tilraunahagfræði. Hann byggir sínar kenningar mikið á til- raunum en ætla má að þær áherslur hafi hann fengið í arf frá lærimeist- Dr. Vernon L. Smith heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands á morgun Vernon L. Smith Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði á Íslandi VERÐ hlutabréfa Pharmaco hækk- aði um 3,1% í Kauphöll Íslands í gær og var lokaverð bréfanna 82,5. Alls voru viðskipti með félagið fyrir rúm- ar 202 milljónir króna. Markaðsvirði Pharmaco er því 49,3 milljarðar og er orðið hærra en markaðsvirði Ís- landsbanka, 45.450 milljónir, en bankinn hefur verið verðmætasta fé- lagið í Kauphöll Íslands frá samein- ingu Íslandsbanka og FBA sumarið 2000. Verð Pharmaco hefur hækkað um 11,49% frá því um áramót. Pharmaco verðmætast breytingar er bann Evrópusam- bandsins við notkun dýrapróteina í jórturdýrafóður, en fiskimjöl er flokkað sem dýraprótein. Fóðurverk- smiðjur sem framleiða t.d. svína- og kjúklingafóður úr fiskimjöli mega ekki framleiða jórturdýrafóður í sömu verksmiðju. Flestir fóðurfram- leiðendur innan Evrópusambandsins eru með blandaða framleiðslu. Bretland og Frakkland voru stærstu markaðirnir fyrir lýsi á árinu 2002, en 2⁄3 af öllu lýsi sem félagið seldi fór á þessa tvo markaði. Er það mikil breyting frá fyrri árum þegar mestur hluti lýsisins var seldur til Noregs. Lýsisnotkun á árinu 2002 var minni en flestir bjuggust við. Minna Á ÁRINU 2002 seldi markaðsdeild SR 150.000 tonn af mjöli fyrir SR og aðra innlenda og erlenda framleið- endur. Þetta er langmesta magn af mjöli sem markaðsdeildin hefur selt á einu ári og nemur aukningin um 170% frá árinu 1994. Þetta kemur fram í ásskýrslu SR- mjöls fyrir árið 2002. Mest var flutt út af mjöli til Bretlands og Banda- ríkjanna eða 43% af heildarmagninu. Útflutningur til Bandaríkjanna tvö- faldaðist frá fyrra ári. Haldið var áfram að sækja inn á nýja markaði, s.s. Eystrasaltsríkin, Rússland og Ír- an. Minni notkun fiskimjöls og lýsis í heiminum Notkun fiskimjöls dróst saman í Evrópu á árinu 2002. Talið er að sam- drátturinn nemi allt að 2002 þúsund tonnum. Helsta ástæða þessarar var notað af lýsi í herslu og í tækni- iðnaði. Helsta ástæðan var of hátt lýsisverð miðað við verð annarra olía. Einnig var minna notað af lýsi í fisk- eldi en áætlað var. Nokkrar ástæður liggja þar að baki. Í fyrsta lagi dróst fóðurframleiðsla fyrir fiskeldi saman í Chile og Japan og í öðru lagi hófu fóðurframleiðendur að skipta lýsi út fyrir repjuolíu. Áætla má að lýsis- markaðurinn hafi dregist saman um tæp 200.000 tonn á árinu 2002. Í lok ársins hækkuðu jurtaolíur og við það varð lýsið aftur samkeppnishæfara. Þrátt fyrir þessa erfiðleika á mörk- uðum hélst verð á mjöli og lýsi nokk- uð gott á árinu. Cif verð á íslensku standard-mjöli var 435 bresk pund í upphafi ársins en 450 í lok árs. Verð á íslensku lýsi var 570 dollarar cif í upphafi ársins en var komið í 560 í lok ársins. Verð á íslensku lýsi fór lægst í 550 dollara cif. Seldu 150.000 tonn af mjöli Verð á mjöli og lýsi gott á síðasta ári ÍSLANDSSÍMI og Tal hafa átt í við- ræðum við erlend fjarskiptafyrir- tæki um hugsanlegt samstarf und- anfarna mánuði. Ekki er hægt að segja til um það nú hvort þær leiði til víðtækara samstarfs en verið hefur, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Pétur Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Íslandssíma, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær. Þess má geta að lénið vodafone.is er skráð á breska símafyrirtækið Vodafone Group í Bretlandi og var lénið skráð 14. mars sl. Aftur á móti er lénið o2.is, en O2 er annað þekkt breskt símafyrirtæki, skráð á Ís- landssíma og var það skráð í gær. Lokaverð Íslandssíma var 2,5 í Kauphöll Íslands í gær og hækkaði það um 4,2% í 34 milljóna króna við- skiptum. Íslandssími í viðræðum um samstarf Í HUGA margra eiga hagfræð- ingar lítið erindi inn á tilrauna- stofur. Nóbelsverðlaunahafinn Vernon L. Smith er líklega sá hagfræðingur sem hefur eytt mestum tíma í tilraunir á sínum ferli. Segja má að tilrauna- hagfræði feli í sér rannsóknir á atferli manna. Þar sem athygli er helst beint að mörkuðum geta þessar atferlistilraunir ver- ið gagnlegar til að skýra hreyf- ingar markaða, t.d. hlutabréfa- markaða. Í tilraunum sínum setur Smith upp smækkaða mynd af markaði í kennslustofu og lætur þátttakendur fá ákveðin hlut- verk. Tiltekinn hópur er gerður að seljendum og annar að kaup- endum. Áður en hóparnir geta átt við- skipti sín á milli eru þeim settar reglur og gerð grein fyrir skipu- lagi markaðarins, líkt og gert er á raunverulegum mörkuðum, t.d. í kauphöllum heimsins. Smith fylgist svo með hegðun þátttakenda og skoðar með hvaða hætti þeir eiga viðskipti. Í sumum tilvikum styðja tilraun- irnar hefðbundnar kenningar í hagfræði en í öðrum tilvikum hafa orðið til nýjar kenningar út frá tilraunum Smith. Heimild: Tilraunahagfræði eftir Jón Þór Sturluson. Mbl. 10. des. 2002. Hvað er tilrauna- hagfræði? ♦ ♦ ♦ Á SÍÐASTA ári jukust heildareignir þeirra 13 útgerðar- og fiskvinnslufyr- irtækja sem skráð eru í Kauphöll Ís- lands um 13% og námu 103 milljörð- um króna. Að nokkru leyti skýrist stækkun efnahags af innbyrðis fjár- festingum sjávarútvegsfyrirtækja hverju í öðru. Það á til að mynda við um Samherja, Granda og Síldar- vinnsluna. Þetta kom fram í Morgun- korni Íslandsbanka í gær. Samanlagt eigið fé sjávarútvegs- fyrirtækjanna jókst um 34% í fyrra og var 34 milljarðar króna í árslok 2002. Vegna mikils hagnaðar á síðasta ári styrktist bókfærð eiginfjárstaða fé- laganna umtalsvert. Að meðaltali var eiginfjárhlutfall félaganna 30,6% í lok árs, samanborið við 24,0% árið áður. Að stærstu leyti skýrist bætt eigin- fjárstaða af styrkingu krónunnar og samsvarandi lækkun erlendra skulda. „Greining ÍSB hefur lýst þeirri skoðun sinni að framundan séu erf- iðari tímar í sjávarútvegi og horfur á versnandi afkomu í greininni. Það skýrist að mestu leyti af styrkingu krónunnar. Segja má að sjávarútveg- urinn sé nokkuð vel í stakk búinn til að takast á við erfiðara rekstrarum- hverfi í kjölfar umtalsverðrar hag- ræðingar síðustu ár og sterkari fjár- hagsstöðu. Rétt er að taka fram að þau sjávarútvegsfyrirtæki sem mynda Brim, sjávarútvegsstoð Eim- skips, eru ekki hluti af þessari sam- antekt. Þá var eigið fé SVN og SR- mjöls fært niður við sameiningu fé- laganna í byrjun þessa árs,“ segir í Morgunkorninu. Bætt eiginfjárstaða í sjávarútveginum Heildareignir 13 fyrirtækja skráðra í Kauphöll Íslands eru um 103 milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.