Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 17 HAGVÖXTURINN hér á landi dróst saman um 0,5% að raungildi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands, þegar tekið hefur verið tillit til verðbreytinga. Segir í tilkynningunni að áætlanir Hagstofunnar bendi til þess að á árinu 2002 hafi landsframleiðslan orðið 774 milljarðar króna, sem er 4,5% hærri fjárhæð en árið áður. Að teknu tilliti til verðbreytinga sé hins vegar talið að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,5% að raungildi. Þetta er breyting frá því sem verið hefur undanfarin ár því á árinu 2001 óx landsframleiðslan um 2,9% og á árunum 1996 til 2000 var árlegur hagvöxtur 4–5%. Undanfarinn aldarfjórðung hefur hagvöxtur tvívegis áður orðið nei- kvæður svo nokkru nemi, árin 1983 og 1992. Þá var samdrátturinn 2–3%. Hagstofan segir að nokkur ár hafi hagvöxturinn hins vegar verið á sléttu. Samdráttur í fjárfestingum vegur þyngst Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins frá því í desember síðastliðnum var reiknað með um ¼% hagvexti á árinu 2002. Í vefriti fjármálaráðu- neytisins segir að frávikið milli áætl- unar Hagstofunnar og ráðuneytisins skýrist alfarið af minni útflutnings- tekjum gert gert hafi verið ráð fyrir í spá ráðuneytisins, einkum minni þjónustutekjum. Umtalsverður við- snúningur hafi orðið í þeim efnum á síðari hluta ársins, en það hafi ekki legið fyrir þegar spá ráðuneytisins var gerð. Önnur frávik séu óveruleg. Hagstofan segir að samdrátt í landsframleiðslu á liðnu ári megi öðru fremur rekja til 12% samdrátt- ar í fjárfestingum en auk þess hafi einkaneysla dregist saman um rösk- lega 1% frá fyrra ári. Fram kemur í tilkynningunni að samdráttinn í fjárfestingum í fyrra megi að veru- legu leyti rekja til atvinnuveganna en fjárfestingar þeirra hafi dregist saman um nærri 20%. Þá sé áætlað að fjárfestingar hjá hinu opinbera hafi dregist saman um 8%. Hins vegar sé talið að íbúðafjárfestingar hafi aukist um tæp 5%. Hlutur launþega hár „Landsframleiðslan er jafnan reiknuð á markaðsverði, það er að meðtöldum sköttum á framleiðslu en að frádregnum styrkjum,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Að þessum liðum frátöldum fæst sú fjárhæð sem er til skiptanna milli launþega og þess sem fjármagn og einyrkjar bera úr býtum. Á liðnu ári er talið að í hlut launþega hafi komið tæpir 460 milljarðar króna, að með- töldum launatengdum gjöldum, en að hlutur fjármagns og einyrkja hafi numið tæpum 200 milljörðum. Launþegar báru því úr býtum tæp- lega 70% af því sem til skiptanna var en fjármagn og einyrkjar um 30%. Þessi hlutfallslega skipting er áþekk því sem verið hefur undanfarin þrjú ár en í sögulegu samhengi er hlutur launþega hár um þessar mundir.“ Hagvöxtur dróst saman um 0,5% í fyrra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Opið virka daga kl. 14-18, lau. og sun. kl. 11-18 Verðdæmi: Color kids barnabuxur okkar verð 1.200 - fullt verð 3.500 Petepino barnabuxur okkar verð 1.000 - fullt verð 2.990 Osh kosh stuttermabolir frá 700 Osh kosh sumarkjólar okkar verð 1.200 - fullt verð 4.900 Adidas peysur okkar verð 2.450 - fullt verð 4.900 Confetti barnaskór okkar verð 1.200 - fullt verð 3.900-4.900 Regatta barnaúlpur okkar verð 3.500 - fullt verð 7.990 Útivistar- og göngufatnaður frá 66° Norður Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Stendur til 6. apríl. Upplýsingasími 561 0580 í Perlunni Nýjar vörur á hverjum degi! La n d lis t/ E R A N Opnum klukkan tíu í dag og tíu á morgun Tveggja vikna TILBOÐ Coca Cola PÁSKAEGG! + ekkert brudl- Nú færðu BÓNUS PÁSKAEGG að andvirði 499kr. í KAUPBÆTI með Coca Cola kippunni þinni! Páskaegg -sem gleður! Gerðu það sem þú getur, með því sem þú hefur, þar sem þú ert. (Roosevelt) 170g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.