Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 24
Tilbúnir til að nota efnavopn London. AFP. GEOFF Hoon, varnarmálaráð- herra Bretlands, sagði í gær, að fundist hefðu vísbendingar í Írak, sem sýndu „svart á hvítu“, að stjórn Saddams Husseins væri tilbúin til að nota gereyð- ingarvopn. Hoon sagði þetta á blaða- mannafundi án þess þó að skýra það neitt nánar. Fullyrti hann aðeins, að írask- ir hermenn væru undir það bún- ir að nota þessi vopn og sagði, að þeir, sem það gerðu, gerðust sekir um stríðsglæpi. Í fyrradag sagði bandaríska herstjórnin, að fundist hefðu 3.000 efnavopnabúningar og grímur á sjúkrahúsi í borginni Nasiriya en húsið var rekið á vegum hersins. Hoon sagði einnig, að hugs- anlegt væri, að írösk flugskeyti hefðu lent á markaðstorgi í Bagdad á miðvikudag en grunur leikur á, að árásin hafi stafað af því, að bandarísk flugskeyti misstu marks. Sagði hann þó, að málið væri enn í rannsókn en gat sér til, að hugsanlega hefði írösk eldflaug lent á torginu fyrir mistök eða um hefði verið að ræða íraska loftvarnaskothríð. "#$%&'() &* !+, )         $     ,  &                !- 7  " ) "  4  )     48 ,4     ,+   # ##  ) 4 9 " * -.(  1 ,$.    / ' 8"4: 0 ;8 " ,  1    8.    8     2 3 $    '     ) ( " 6<  +)  !  4 ( "   6 " ) +$ "  ) 8  )=   ) " $ 4  !   >: "8 " ,   6 ?"8 $)4   6   )    " 4   )= " " " -,-".( &'(-(- 5 6  $ 3 1  " )   4  " 4  :  6 @) 9! 4 ) *  " :  )     ) 8 #             789 *7 8  0 /  / 0 ) >:  "8,   ) 6)   " 8 "  @# "  8   ! =   48 ,4   #4+   !  $ : >:  ,8  48  !  ,  8"4:    )   (    ;  !       %   !    "     # bera ríkið saman við Írak Saddams Husseins.“ Sama baráttan? Sumir ísraelskir fjölmiðlar hafa fullyrt að baráttan við palestínska hryðjuverkamenn sé fyllilega sam- bærileg við stríðið gegn harðstjórn Saddams Husseins, um sé að ræða tvær hliðar á sama máli. Markmið Ísraela sé að losna við Yasser Ara- fat og finna palestínska leiðtoga sem hægt sé að semja við. Á sama hátt vilji bandamenn velta Saddam til þess að hægt verði að eyða ger- eyðingarvopnum Íraka og tryggja stöðugleika á svæðinu. Vandinn er að samlíkingin er lítt sannfærandi. Hvorki Bretar né Bandaríkjamenn hafa minnsta hug á því að innlima írösk landsvæði í ríki sín en Ísraelar hafa með því að leyfa landtöku gyð- inga á hernumdu svæðunum flækt málin: Baráttan við Palestínumenn minnir í augum margra Vest- urlandabúa oft á hægfara landvinn- ingastríð undir yfirskini þess að verið sé að berjast við hryðjuverka- menn. Og múslímaþjóðir setja í æ ríkari máli samasemmerki milli þess að verjast Ísraelum og banda- mannahernum í Írak, jafnvel þótt Saddam Hussein njóti yfirleitt engrar velvildar í arabaheiminum. Sjónvarpsmyndir af líkum óbreyttra borgara, sem hafa farist í loftárásum á Írak, efla mjög and- úðina á Ísraelum. Þeir eru sagðir hafa egnt Bandaríkjamenn og Breta til að hefja stríð. George W. Bush Bandaríkjaforseti fær oft merkimið- ann „stríðsglæpamaður“ í araba- heiminum. Leiðtogi hófsamrar hreyfingar múslíma í Indónesíu, fjölmennasta ríki íslams, líkti í við- tali við BBC í vikunni Bush við einn grimmasta leiðtoga sem uppi hefir verið, Mongólann Gengis Khan. Á hverjum degi er efnt til fjöl- mennra mótmæla í arabaríkjum vegna Íraksstríðsins. Þar er spurt hvers vegna ekki sé hægt að hjálpa kúguðum Palestínumönnum en þess í stað efnt til styrjaldar gegn Írak. „Skömm sé þeim, þeir seldu Ruweished fyrir einn dollara!“ hrópuðu mótmælendur í Amman í Jórdaníu. Áttu þeir við að Abdullah konungur hefði leyft Bandaríkja- mönnum að senda um 6.000 her- menn til landamærastöðva við Írak. Hundruð palestínskra rithöfunda, blaðamanna og menntamanna efndu á miðvikudag til útifundar á Gaza. „Stöðvið stríð zíonista og Banda- ríkjamanna gegn Írökum!“ stóð á kröfuspjöldunum. Sumir sökuðu arabaleiðtoga um að eiga samstarf við óvininn, þ.e. Bandaríkin og margir veifuðu íröskum fánum. Varaformaður sambands palest- ínskra blaðamanna, Tawfiq Abu Hussa, sagði í ræðu sinni að sem blaðamenn og rithöfundar styddu þeir „þjóðina í Írak og mikil- fenglega baráttu hennar gegn bandarísku og bresku árásarseggj- unum“. Diplómati í Kaíró í Egyptalandi sagði nýlega að tilfinning araba fyr- ir því að vera stöðugt auðmýktir nærðist nú á blóði íraskra fórn- ÍSRAELSKIR fjölmiðlar hafareiðst mjög ummælum JacksStraws, utanríkisráðherraBretlands, í viðtali við BBC á þriðjudag. Hann sagði þá að gætt hefði tvískinnungs í afstöðu vest- urveldanna gagnvart ályktunum Sameinuðu þjóðanna um annars vegar Írak og hins vegar deilur Ísr- aela og Palestínumanna. „Það er líka raunverulegt áhyggjuefni að vestræn ríki hafa gerst sek um tvöfalt siðferði – ann- ars vegar sagt að framfylgja verði ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Írak, hins vegar hefur stundum virst sem þau vilji ekki fylgja ályktunum um Ísrael og Pal- estínu eftir í verki,“ sagði Straw. Hann var þá spurður hvort hann hefði sjálfur gerst sekur um slíkan tvískinnung og svaraði því til að það væri rétt að vissu marki „og við verðum að taka á því“. Vinstri- dagblaðið Haaretz í Ísrael for- dæmdi ummælin, sagði að það væri vissulega rétt að deilt væri um laga- lega túlkun á ályktunum örygg- isráðsins en Ísraelar hefðu aldrei brotið gegn ályktunum á sama hátt og Saddam Hussein Íraksforseti gegn ályktunum um að eyða ger- eyðingarvopnum. Ummæli Straws væru vandræðaleg fyrir mann í hans stöðu. „Hversu harkalega sem hægt er að gagnrýna Ísrael getur enginn siðaður maður hugsað sér að arlamba stríðsins. Bent er á að vax- andi ólga meðal almennings í flest- um arabaríkjum sé farin að valda ótta meðal ráðamanna í löndunum. Á þetta ekki síst við í Egyptalandi, fjölmennasta arabaríkinu. Hosni Mubarak forseti kvartaði nýlega undan því að Bandaríkjamenn hefðu sagt að stríðið yrði stutt en það virtist nú ætla að dragast á langinn. Tafir á tillögum „kvartettsins“ Ummæli Straws um tvöfalt sið- ferði benda til þess að Bretar muni leggja sig ákaft fram um að telja stjórn George W. Bush Bandaríkja- forseta á að einbeita sér að því að leysa Palestínuvandann strax og stríðinu gegn Íraksstjórn lýkur. Samin hafa verið drög að lausn sem Bandaríkin, Rússland, Evrópusam- bandið og Sameinuðu þjóðirnar, „kvartettinn“ svonefndi, hafa samið og er þar gert ráð fyrir að Palest- ínumenn fái að stofna sitt eigið ríki árið 2005. En frestað hefur verið alls sex sinnum að leggja drögin formlega fram og ástæðurnar eru ýmsar, m.a. vildi Bush bíða þar til þing- kosningum væri lokið í Ísrael. Nú er beðið eftir því að ný stjórn Pal- estínumanna taki við völdum. Straw sagði á þriðjudag að ekki yrði um frekari drátt að ræða en ljóst er að róðurinn getur orðið þungur vegna andstöðu stjórnar Ariels Sharons í Ísraels við allar tilslakanir. Margir fréttaskýrendur segja að Sharon muni aldrei samþykkja að flestar gyðingabyggðir á hernumdu svæð- unum verði lagðar niður. Ef þeir hafa rétt fyrir sér verður Bush varla að þeirri ósk sinni að sigur á Saddam Hussein auki líkur á friði milli Ísraela og Palestínumanna. Enn brýnna að leysa Pal- estínumálið Reuters Þátttakandi í mótmælum gegn Íraksstríðinu fyrir skömmu í Kaíró heldur Kóraninum hátt á loft og hrópar slagorð gegn Bandaríkjunum. ’ Og múslímaþjóðirsetja í æ ríkari máli samasemmerki milli þess að verjast Ísraelum og banda- mannahernum í Írak […] ‘ kjon@mbl.is Ljóst er að hart verður lagt að Bandaríkja- stjórn að beita sér fyrir lausn á Palestínu- vandanum, segir í grein Kristjáns Jóns- sonar um líkleg eftirmál Íraksstríðsins. STRÍÐ Í ÍRAK 24 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMAÐUR stærstu stjórnar- andstöðuhreyfingar íraskra shíta hefur hvatt Íraka til að búa sig undir uppreisn gegn stjórn Sadd- ams Husseins Íraksforseta og hvetur jafnframt liðsmenn Íraks- hers til að hlaupast undan merkj- um harðstjórans. Mohsen Hakim, talsmaður út- laga-shítahreyfingarinnar SAIRI, sem hefur bækistöðvar í Íran, las á miðvikudag upp úr yfirlýsingu sem forystumenn hinna ýmsu írösku stjórnarandstöðuhópa sam- einuðust um á fundi í Salaheddin nærri Arbil á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Norður-Írak á þriðjudags- kvöld. Hakim sagði að í yfirlýsingunni, sem inniheldur sjö meginpunkta, væru hersveitir bandamanna og alþjóðasamfélagið beðin um að við- urkenna bráðabirgðastjórn og -þing sem stjórnarandstaðan hyggist koma á laggirnar eftir að stjórn Saddams hefur verið hrakin frá völdum. Er þeim tilmælum ennfremur beint til bandamanna að hefja samningaviðræður við hina tilvon- andi bráðabirgðastjórn um af- vopnun Íraks og undirbúning þess að erlent herlið hverfi úr landi eins fljótt og auðið verður. Misvísandi yfirlýsingar Áður hafði annar talsmaður SAIRI, með aðsetur í Lundúnum, lýst því yfir að samtökin hvettu óbreytta borgara í Basra, fjöl- mennustu borg shíta í Suður-Írak, ekki til að efna til uppreisnar. Sagði talsmaðurinn, Hamed al- Bayati, þetta eftir að óljósar fréttir bárust af því að íbúar borgarinnar hefðu sýnt tilburði til uppreisnar, en brezkar hersveitir sitja nú um hana og eiga þar í átökum við her- sveitir hollar Saddam. Sagði al- Bayati SAIRI hafa tekið þá stefnu að vera hlutlaus í því stríði sem nú ætti sér stað í landinu. Íranar loka landamærum Talsmaður íranskra stjórnvalda sagði í Teheran að þau myndu koma í veg fyrir að íraskir útlaga- shítar færu yfir landamærin frá Ír- an til Íraks, svo lengi sem herför bandamanna í Írak stendur. „Við munum banna allar hern- aðarlegar ferðir beggja deiluaðila unz stríðinu er lokið. Landamæri okkar eru algerlega lokuð,“ sagði talsmaðurinn á fréttamannafundi. Haft er eftir stjórnarerindrek- um að vopnuð byltingarsamtök íraskra shíta hafi á að skipa tíu til fimmtán þúsund þjálfuðum her- mönnum. Íranar hafa lýst yfir hlutleysi sínu í stríðinu í Írak og höfðu lýst því yfir áður en átökin brutust út að þeir myndu ekki leyfa vopnuðum íröskum stjórnar- andstæðingum að fara yfir landa- mærin til Íraks. Hvatt og latt til uppreisnar Teheran, Dubai. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.