Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Liver Blend Hreinsandi blanda fyrir lifrina PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Ferjan Baldur Breytt vetraráætlun frá 15. mars til 31. maí Sæferðir ehf. Sími 438 1450. Brottför mán./mið./ þri./fös. fim./lau./sun. Frá Stykkishólmi 13.30 9.00 og 15.45 Frá Brjánslæk 17.00 12.30 og 19.00 REYKJAVÍKURRÁÐ ungmenna fundaði með borgarstjórn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúar ráðsins lögðu fram tillögur um það sem betur mætti fara í borginni. Góður rómur var gerður að tillög- unum meðal borgarfulltrúa og sam- þykkt að vísa þeim áfram til frekari skoðunar hjá nefndum og ráðum borgarinnar. Jafnframt var sam- þykkt tillaga borgarstjóra um að taka saman skýrslu að ári um það sem áunnist hefur í þeim efnum. Klara Arnalds frá Ungmennaráði vesturbæjar flutti tillögu um að auka bæri undirbúning fyrir fram- haldsnám innan grunnskóla og koma þannig betur til móts við ung- linga sem væru að taka mikilvægar ákvarðanir um frekara nám, strax við sextán ára aldurinn. Þá lagði hún fram tillögu um að reist yrði menn- ingar- og tómstundarhús sem hýsi tómstundir unglinga innan 16 ára. SMS-skilaboðakerfi í skólum Birgir Ásgeirsson, Ungmennaráði Kringluhverfis, vildi að tekið yrði upp SMS-skilaboðakerfi í efri bekkj- um grunnskóla til að tilkynna forföll kennara en þannig gætu nemendur sofið lengur á morgnana ef kennari forfallaðist. Svefninn væri einmitt mikilvægur þáttur í lífi einstaklings- ins á þessum árum. Birgir mælti einnig fyrir kennslu í grunnþáttum táknmáls og að það yrði gert að skyldugrein í grunnskólum. Katla Hólm, Ungmennaráði Kjal- arness, lagði til að strætóferðum yrði fjölgað milli Kjalarness og Ár- túns. Aðeins væru farnar sex ferðir til og frá Kjalarnesi á virkum dögum og brögð væru að því að ferðir á áætlun væru ekki alltaf farnar. Sigrún Erla Ólafsdóttir, Ung- mennaráði Árbæjar, mælti fyrir tískumiðstöð í Reykjavík sem gæfi ungu fólki færi á að spreyta sig sem módel, í fatahönnun, hárgreiðslu og hverju öðru sem snertir tísku og hönnun. Þá vildi hún að lögð yrði að- rein frá Streng yfir á Höfðabakka. Þar væri mikil umferð sem stýrt væri með ljósum sem aftur leiddi til þess að strætó væri seinn fyrir og krakkar kæmu seint í skólann. Kolbrún Ýr Ólafsdóttir, Ung- mennaráði Grafarvogs, sagði opin svæði til útivistar af skornum skammti í Grafarvogi og lagði til að þeim yrði fjölgað, t.a.m. á Lands- símalóðinni. Borð og stólar allt of lítil Steinunn S. Kristjánsdóttir, fulltrúi Ungmennaráð Breiðholts, vildi sjá fleiri ruslafötur í efra og neðra Breiðholti. Þar væri mikið rusl á götum samanborið við Selja- hverfi. Þá lagði hún til að ÍTR og ÍBR yrðu sameinuð. Með því móti yrði hægt að samnýta aðstöðu og draga úr útgjöldum. Sparnaðinn væri hægt að nota til að greiða niður æfingagjöld ungmenna. Aríel Pétursson, Ungmennaráði miðbæjar, lagði til að kennsla í krist- infræði í grunnskólum yrði lögð nið- ur og þess í stað tekin upp kennsla í siðfræði og trúarbragðarfræði. Máli sínu til stuðnings sagði hann að fleiri og fleiri segðu sig úr þjóðkirkjunni og einnig hefði fjöldi innflytjenda aukist sem iðki önnur trúarbrögð. Kolbrún Hjartardóttir, Ungmenn- aráði Laugarneshverfis, vildi sjá aukna kynfræðslu í skólum og meira framboð af getnaðarvörnum, m.a. að komið yrði upp smokkasjálfsölum á víð og dreif til að auðvelda aðgengi að þeim. Þá sagði hún borð og stóla í kennslustofum allt of lítil. Það leiddi af sér bakmeiðsli og dæmi væru um að nemendur fengju meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara vegna bakverkja. Ný leiðaáætlun í smíðum Þórólfur Árnason borgarstjóri steig fyrstur í pontu af hálfu borg- arfulltrúa þegar tillögurnar höfðu verið bornar upp. Hann fór hratt yf- ir sögu, sagði að vel væri mögulegt að taka upp SMS-skilaboðakerfi í skólum og innan þess gætu rúmast fleiri skilaboð, m.a. tilkynningar frá skólayfirvöldum. Hann upplýsti að ný leiðaáætlun fyrir höfuðborg- arsvæðið yrði kynnt á næstunni og frá næsta hausti yrði nýtt leiðakerfi tekið í notkun. Þá lagði borgarstjóri til að skoðað yrði hvort hægt væri að koma aðrein fyrir á Höfðabakka. Hann upplýsti einnig að hann hefði verið á húsgagnasýningu á dög- unum og skildi vanda ungmennanna sem kvörtuðu undan of litlum borð- um og stólum. Reykjavíkurráð ungmenna, sem fundaði í gær, var stofnað í janúar 2002 en í því eiga sæti tveir fulltrúar úr átta ungmennaráðum sem starfa í hverfum borgarinnar, alls 16 ung- menni á aldrinum 13–18 ára. Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar, rifjaði upp að þegar Reykjavíkurráð fundaði með borgarstjórn í fyrra hefðu 24 til- lögur verið fluttar, sem allar hlutu umfjöllun og sumum vísað til viðeig- andi nefnda. Þórólfur Árnason borg- arstjóri bætti við að tekið hefði verið tillit til þó nokkurra þeirra og sæi þess stað í borginni nú þegar. Birgir Ásgeirsson, sem sæti á í ráðinu, sagði eftir fundinn í gær að hann væri sáttur við viðtökurnar sem tillögurnar fengu. Venjulega funduðu ráðin á tveggja vikna fresti í sínu hverfi og þar yrðu til alls kyns hugmyndir sem unnið væri með uns þær væru jafnvel lagðar fyrir á fundi sem þessum. „Nú erum við bú- in að koma tvisvar fyrir borg- arstjórn og það fer bara eftir því hvernig þeir taka okkur hvort þetta muni í framtíðinni vera vettvangur fyrir skoðanir ungs fólks.“ Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn Vettvangur fyrir ungt fólk Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni var á pöllunum á fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu í gær. Reykjavík ÍBÚAR í Árbæ munu beina sjónum sínum að nýju torgi, sem fyrirhugað er að setja upp milli Árbæjarkirkju, Árbæjarskóla og félagsmiðstöðvar- innar Ársels, á íbúaþingi næstkom- andi laugardag. Formaður hverfis- ráðs Árbæjar segist fullviss að Árbæingar lumi á góðum hugmynd- um um útfærslu torgsins sem verður eins konar miðsvæði hverfisins. Að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns hverfisráðs Árbæjar, tengir svæðið sem um ræðir ekki að- eins kirkjuna, skólann og félagsmið- stöðina heldur myndiar það göngu- tengsl við aðra mikilvæga staði í hverfinu, svosem sundlaugina og Fylkissvæðið. „Svo tengist þetta yfir í ásinn hinum megin þar sem fram- tíðarheilsugæslustöðin, pósthúsið og frekari þjónustukjarni er. Þannig að þetta er miðsvæðið í hverfinu og þess vegna fannst okkur spennandi að gera tilraun með þátttökuskipulag þar sem fólk kæmi að hugmynda- vinnunni á frumstigi.“ Hann bendir á að færanlegar kennslustofur, sem hafi verið á hluta fyrirhugaðs torgsvæðis verði bráð- lega fjarlægðar þar sem viðbyggingu við Árbæjarskóla fari að ljúka. „Þá viljum við ganga frá þessu þannig að þetta verði torg sem fólk nýti. Fólk hittist náttúrulega í lauginni, búð- inni, í tengslum við skólann og ann- ars staðar en það er kannski síður til samkomustaður fyrir tónleika, kaffi- hús eða eitthvað slíkt.“ Dagur segir að gaman væri ef torgið endurspeglaði fjölbreytileika hverfisins. „Styrkur hverfisins er að það er mjög barnvænt og nálægt náttúrunni því það liggur að Elliða- árdalnum og það væri gaman ef þetta torg gæti tengt saman þá þjón- ustuþætti sem fólk sækir í.“ Þingið, sem haldið verður í Árseli, hefst klukkan 10 á laugardag og seg- ir Dagur að dagskráin geri ráð fyrir að því ljúki í síðasta lagi klukkan 15 og jafnvel fyrr. Meðal annars er gert ráð fyrir að þátttakendur komi fram með hugmyndir sínar um torgið, teikni það upp í sérstökum vinnuhóp- um og kynni síðan niðurstöður sínar. Þingað um torg í miðju hverfisins Árbær !"" $%&' ($ )* + ' ( $  , ( $ &- * .) /0 1 2 $ @! 4$ 01 2 3 / 4  45  && 45   &-  2 45           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.