Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 27
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 27 SKIPA ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 ÞAÐ hefur verið heldur tómlegt um að litast í stofu 8 í Glerárskóla í vik- unni, en veikindi hafa hrjáð bæði kennara og nemendur þess þriðja bekkjar sem á þar heimastofu. Flensunnar fór að verða vart fyr- ir og um helgi og á mánudag kom upp sú sérkennilega staða að tveir nemendur mættu í skólann og fór annar þeirra fljótlega veikur heim. Það gerði líka kennari bekkjarins, þannig að hinn hrausti nemandi fékk að fylgja skólasystkinum sín- um í hinum þriðja bekk skólans. Þar á bæ var heilsufarið með öðr- um hætti, nánast allir frískir. Í gær var staðan þannig að þrír nemendur bekkjarins mættu í skól- ann, allt stúlkur. Kennarinn var einnig orðinn heill heilsu sem og tveir kennaranemar sem hafa verið í starfsþjálfun í bekknum. Annar þeirra veiktist í síðustu viku og gerði Anna Hermannsdóttir kenn- ari góðlátlegt grín að þessu þegar hún sagði að hún hefði að líkindum smitað allan bekkinn og ætti sök á bágu heilsufari. Tómlegt í skóla- stofunni Morgunblaðið/Kristján Þrír nemendur þriðja bekkar mættu í skólann í gærmorgun, sem og kennarinn og tveir kennaranemar sem þar eru í starfsnámi. F.v. Guðný Bára Jónsdóttir, Kara Lind Snorradóttir, Hanna Björg Jóhannesdóttir og Helga Björt Möller kennaranemar, Anna Rebekka Hermannsdóttir kennari og Freydís Þóra Þorsteinsdóttir. Morgunblaðið/Kristján Kara Lind Snorradóttir var eini nemandinn í bekknum sem ekki lagðist í flensu í vikunni. Sjö myndlistanemar opna sýningu á verkum sínum í Deiglunni í dag, föstudag, kl. 17. Um er að ræða valin listaverk, þægilegheit í sófa og seið- andi tónlist að því er fram kemur í frétt um sýninguna og að hún muni koma gestum á óvart. Sýningin verð- ur opin fram á sunnudag, 30. mars. Auk þessa verður mikið um að vera í menningarlífi bæjarins í kvöld, m.a. sýnir Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri söngleikinn Grease og Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri sýnir Chicago. Á morgun, laugardag, verður svo Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri en að henni lokinni verða tónleikar með hljómsveitinni Írafári. Í DAG Kosningaskrifstofa Samfylking- arinnar í Norðausturkjördæmi verð- ur opnuð í dag, föstudag, kl. 17.15. Hún er til húsa í Brekkugötu 1 við Ráðhústorg og verður framvegis opin frá kl. 14 til 18 og frá 10 til 12 á laug- ardögum. Viðstödd opnunina verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Öss- ur Skarphéðinsson auk efstu manna á lista Samfylkingarinnar í kjördæm- inu. Kosningastjóri flokksins í kjör- dæminu er Sigurður Þór Salvarsson. Helga Björg Ragnarsdóttir, at- vinnu- og jafnréttisráðgjafi í Norðausturkjördæmi, er gestur á laugardagsfundi hjá Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði á Akureyri á morgun, 29. mars. Helga mun fjalla um aðkallandi verkefni í atvinnu- og jafnréttismálum í Norðausturkjördæmi á fundinum. Fundurinn hefst kl. 11 í kosninga- miðstöðinni í Hafnarstræti 94. Á MORGUN GRÁSLEPPUVERTÍÐIN frá Grenivík fer vel af stað og lofar góðu um framhaldið. Í ár eru fimm trillur gerðar út á grá- sleppu frá Grenivík, sem er svip- aður fjöldi og undanfarin ár. Þórður Ólafsson gerir út trilluna Elínu ÞH 82 og með honum róa Bjarni Eiríkur sonur hans og Ing- ólfur Björnsson. Að sögn Þórðar leggja þeir net sín við austan- verðan Eyjafjörð og austur að Flatey á Skjálfanda. Vertíðin byrjar ágætlega hvað svo sem verður um framhaldið. Menn gera sér vonir um að verð hrogn- anna muni hækka eitthvað á milli ára en á liðnu ári fengust rúmar 60.000 krónur fyrir hverja tunnu af hrognum. Morgunblaðið/Ingólfur Björnsson Bjarni Eiríkur Þórðarson sker grásleppu á miðunum austur af Eyjafirði. Grásleppuvertíð- in fer vel af stað Grýtubakkahreppur GUÐMUNDUR Sigvaldason, verkefnastjóri Staðardag- skrár 21 á Akureyri, sendi er- indi til félagsmálaráðs nýlega, þar sem fyrir hönd náttúru- verndarnefndar er skorað á allar fastanefndir bæjarins að taka þátt í keppni milli Ak- ureyrar og Hafnarfjarðar um hvor bærinn minnkaði meira brennslu jarðefnaeldsneytis og tilheyrandi mengun vegna fundahalda, með því að nota annan ferðamáta á fundi en að fara einir í bíl. Keppnin stendur yfir frá 1. apríl til 31. maí nk. og er nefndarmönnum bent á aðra valkosti en bílinn til að kom- ast á milli staða, eins og að hjóla, ganga eða taka strætó. Í upphafi hvers fundar skal fært inn á sérstakt eyðublað hvernig hver og einn nefnd- armaður kom til fundar. Gögnum frá öllum nefndar- fundum á tímabilinu skal safnað saman og reiknað út í hvoru bæjarfélagi hlutfalls- lega færri bílferðir hafa verið farnar vegna funda fasta- nefnda. Í kynningu um keppnina er bent á að óhófleg losun gróð- urhúsalofttegunda sé ein mesta mengun sem Vestur- landabúar valda. Hún veldur loftlagsbreytingum, sem munu hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir komandi kynslóðir ef ekki tekst að stemma stigu við henni á næstu árum. Á Ís- landi er bruni jarðeldneytis, bensíns og olíu, á farartækj- um meginuppspretta gróður- húsalofttegunda og ferðir nefndarmanna á fundi geti því verið uppspretta meng- unar. Auk þess sé vert að hafa í huga að oftast séu að- gerðir sem hugsaðar séu fyrir umhverfið ennig góðar fyrir heilsuna og pyngjuna. Nefndarmenn á Akureyri og í Hafnarfirði Keppa í að draga úr mengun Framsóknarflokkurinn í Norðaust- urkjördæmi er að hefja formlega kosningabaráttu sína. Efnt verður til hátíðar á Glerártorgi á Akureyri í dag, föstudaginn 28. mars, kl. 16.30 til 17.30 og í Níunni Egilsstöðum á morgun, laugardaginn 29. mars, kl. 14.00 til 15.00. Framboðslistinn verður kynntur, ávörp frambjóð- enda, skemmtiatriði, myndasýning, líf og fjör. Allir velkomnir. ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrarbæjar samþykkti um 30 styrkbeiðnir á síðasta fundi sínum, samtals að upp- hæð um 6 milljónir króna. Um er að ræða styrkbeiðnir frá ýmsum aðilum, íþróttafélög- um, trúfélögum, leikfélagi, skátum, fjöllistahópi, eldri borgurum, áhugaljósmynda- klúbbi, bílaklúbbi, skákfélagi, briddsfélagi, svifflugfélagi, skotfélagi og vegna reksturs sumarbúða. Veittir voru styrkir til reksturs og unglingastarfs, auk þess sem um styrkveit- ingu var að ræða vegna afnota nokkurra félagasamtaka af húsnæði í eigu bæjarins. ÍTA frestaði afgreiðslu á 950.000 króna styrkbeiðni frá Bíla- klúbbi Akureyrar, vegna hönnunar og teikninga á akst- ursbrautum fyrir vetraríþrótt- ir félagsins. Var afgreiðslu málsins frestað þar til gengið hefur verið frá úthlutun á landsvæði fyrir akstursíþróttir á Akureyri. Forsvarsmenn fimleikaráðs Akureyrar óskuðu eftir upp- lýsingum um aðgerðir í hús- næðismálum fyrir fimleikafólk og samþykkti ÍTA að boða for- svarsmenn FRA til fundar við nefndina. Sex millj- ónir króna í styrki til um 30 aðila STJÓRN Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri og ná- grenni lýsir yfir megnri óánægju með afstöðu íslenskra stjórnvalda til yfirvofandi árásar Bandaríkjanna á Írak að því er fram kemur í ályktun sem samþykkt var í vikunni. „Þessi undirlægjuháttur stjórn- valda gagnvart stefnu Bandaríkja- forseta er óþolandi og gegn vilja yf- irgnæfandi meirihluta íslensku þjóðarinnar. Við skorum á Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra að hverfa frá þessari stríðsstefnu eða segja af sér ella,“ segir í ályktun frá stjórn VG á Akureyri. Óþolandi und- irlægjuháttur Stjórn VG á Akureyri flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.