Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LOKAKEPPNI 7. bekkjar nemenda á Skagafjarðarsvæðinu í Stóru upp- lestrarkeppninni fór fram nýlega að viðstöddu fjölmenni, en þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin og nær nú til allflestra skóla á land- inu. Í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki kepptu þeir nemendur sem bestum árangri náðu í sínum skóla og voru þátttakendur alls fimmtán frá fimm skólum. Flutt var bæði laust mál, lesið úr skáldsögunni: Punktur, punktur, komma, strik eftir Pétur Gunnarsson svo og úr ljóðum Dav- íðs Stefánssonar, en þeir voru skáld keppninnar að þessu sinni, en að lokum lásu þátttakendur ljóð að eigin vali. Á undan keppninni og á meðan dómnefnd sat að störfum skemmtu nemendur úr Tónlistar- skóla Skagafjarðar gestum með hljóðfæraleik. Fimm manna dómnefnd undir stjórn Þórðar Helgasonar frá Kennaraháskóla Íslands mat frammistöðu keppenda og urðu úr- slit á þann veg að í fyrsta sæti varð Tanja Þorsteinsdóttir, í öðru sæti Bryndís Ýrr Pálsdóttir og í hinu þriðja Sigríður Ósk Bjarnadóttir. Þær Tanja og Sigríður eru nem- endur í Grunnskólanum á Hofsósi en Bryndís nemandi í Árskóla. Þátt- takendur hlutu allir bókavið- urkenningar frá Eddu – miðlun / útgáfu, en sigurvegararnir hlutu að auki vegleg peningaverðlaun sem Sparisjóður Hólahrepps gaf til keppninnar. Í hléi þáðu gestir veit- ingar í boði Mjólkursamsölunnar og fyrirtækja í heimabyggð. Í ávarpi Þórðar Helgasonar við verðlaunaafhendinguna sagði hann að því miður væru ekki líkur á að þeir aðilar, sem komu þessari keppni á laggirnar í upphafi og náðu á sjö árum að teygja hana um allt land, annast skipulag og und- irbúning, mundu halda því áfram, og því væri hér komið að tímamót- um. Sagðist Þórður þó vænta þess að einhverjir aðilar væru nú reiðubún- ir að taka þetta verkefni upp á arma sína og halda áfram, þar sem árangur nemenda yrði sífellt betri og þeir kennarar sem að undirbún- ingi störfuðu heima í skólunum hefðu unnið þrekvirki í tjáningu og móðurmálskennslu, því mætti það sem áunnist hefði ekki glatast. Morgunblaðið/Björn Björnsson F.v. Sigríður Ósk Bjarnadóttir, Bryndís Pálsdóttir og Tanja Þorsteinsdóttir. Stóra upplestrar- keppnin í Skagafirði Sauðárkrókur LEIKFÉLAG Hofsóss, sem nú hef- ur sitt annað leikár eftir nokkurra ára hvíld, frumsýnir leikritið Bar- par eftir Jim Cartwright í kvöld, föstudagskvöld. Leikstjóri er Sunna Borg. Leikendur eru þrett- án, auk fjölda aðstoðarfólks sem að sýningunni kemur á einn eða annan hátt. Leikritið Bar-par gerist á einu kvöldi á krá, sem vissulega gæti verið hvar sem er, og þangað rekast inn ýmsar litríkar persónur, sem kráareigendurnir afgreiða hvern á sinn hátt. Leikhúsgestir kynnast hamingju og óhamingju þessara kráargesta, en flestir munu sjá og finna samsvörun úr daglegu lífi sínu – eða þá nágrannans í þeim gestum sem slæðast inn á krána, þar sem bæði er hlegið og grátið. Sýningin fer fram á bar sem sett- ur hefur verið upp í félagsheimilinu Höfðaborg og berst um salinn með- al leikhúsgesta. Sunna Borg segist vera mjög ánægð með útkomuna og ekki hafa teljandi erfiðleikar skotið upp koll- inum, þrátt fyrir að sækja hafi þurft leikarana út um allar sveitir og miða æfingatíma við störf hvers og eins. „Þetta er mikið púsluspil, en allt fellur nú vel hvað að öðru, leikur, hljóð og ljós. Ef skipulagið er gott þá gengur allt upp og þann- ig er þetta bara,“ segir Sunna Borg. Morgunblaðið/BB Harpa Kristinsdóttir veitingakona og Kristján Jónsson gestur við barinn. Hofsós Bar-par sýnt á Hofsósi TIL athugunar er að heimilislæknar hjá Heilsugæslunni í Reykjavík taki að sér að manna heilsugæslustöðina í Keflavík til bráðabirgða, á meðan ekki fást læknar þar til starfa. Samningar hafa ekki náðst. Heilbrigðisráðuneytið hefur verið að reyna að aðstoða við að leysa vanda heilsugæslunnar á Suðurnesj- um þar sem sérmenntaðir heimilis- læknar hafa ekki fengist til starfa undanfarna mánuði. Meðal annars hefur verið spurst fyrir um það hjá Heilsugæslunni í Reykjavík hvort hún gæti komið að lausn málsins til bráðabirgða með því að læknar hennar sinntu störfum í Keflavík. Því mun hafa verið tekið jákvætt en með ákveðnum skilyrðum um fyr- irkomulag og stjórnun. Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri segir að málið sé ekki til lykta leitt. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að starfsfólk stofnunarinnar sé fúst til að reyna að gera það sem ráðu- neytið biðji það um. Umrædd störf séu utan við venjubundnar starfs- skyldur lækna Heilsugæslunnar í Reykjavík og verið sé að athuga hvort hægt sé að koma þessu þann- ig fyrir að þeir hafi áhuga á að taka verkefnið að sér. Fagnar hugmyndum Sigríður Snæbjörnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segist fagna því ef unnt verði að fá lækna frá Heilsugæsl- unni í Reykjavík til liðs við heilsu- gæsluna á Suðurnesjum á meðan þetta ástand varir. Segir hún að ráðuneytið hafi lagt fram hugmynd- ir um fyrirkomulag þess sem hún telji sanngjarnar og eðlilegt að reyna. Vonast hún til að samkomu- lag náist. Hugmyndirnar munu ganga út á það að hópur lækna úr Reykjavík annist læknisþjónustu á heilsu- gæslustöðinni í Keflavík til áramóta, samkvæmt verktakasamningi, og manni stöðina eftir fyrirfram ákveð- inni áætlun. Heilsugæslan í Reykja- vík leggi einnig til yfirlækni. Þá er gert ráð fyrir að samstarfsnefnd að- ila og ráðuneyta hafi umsjón með þessu starfi og taki ákvarðanir. Einn læknir er þessa dagana starfandi á heilsugæslustöðinni. Þá taka nokkrir unglæknar og fimmta árs læknanemar vaktir, undir eft- irliti. Þá má nefna að sérfræðingum við sjúkrahúsið hefur verið fjölgað. Viðræður um að læknar úr Reykjavík komi til aðstoðar Keflavík Lagt til að húsnæði Þjónustumiðstöðvar verði selt Komið upp þjónustu- borði á nýjum stað ÆTLUNIN er að grundvalla fram- tíðarstarfsemi Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar á svokölluðu þjón- ustuborði. Við breytingarnar verður leitað í smiðju Íslenskra aðalverktaka sem annast rekstur þjónustuborðs fyrir varnarliðið. Viðar Már Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipu- lagssviðs, kynnti bæjarráði í gær hugmyndir sínar að breytingum á starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar. Eins og fram hefur komið hefur starf- semin dregist saman og nú hefur sjö verkamönnum verið sagt upp störfum en þeir jafnframt fengið vinnu hjá verktökum sem tekið hafa við verk- efnum þeirra. Tækjabúnaður verður seldur sem og húsnæði Þjónustumið- stöðvarinnar við Vesturbraut í Kefla- vík. Starfsemin verður flutt í minna húsnæði á Fitjum í Njarðvík þar sem áður var áhaldahús Njarðvíkur og vatnsveita. Í tillögu framkvæmdastjórans, sem tekin verður fyrir á næsta fundi bæj- arstjórnar, kemur fram að Þjónustu- miðstöðin mun einkum sinna móttöku þjónustubeiðna, útgáfu verkbeiðna og eftirliti með framkvæmdum verk- taka. Til að framkvæma þetta verði komið á skipulegu viðhaldskerfi á um- hverfi og fasteignum. Þá er ætlunin að leita aðstoðar Íslenskra aðalverk- taka við þróun þjónustuborðs til að sinna þessum verkefnum en það fyr- irtæki annast rekstur slíks þjónustu- borðs fyrir varnarliðið. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem sveitarfélag hér á landi skipuleggur starfsemi áhaldahúss með þessum hætti. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæj- arráði lýstu því yfir að þeir myndu ekki taka þátt í afgreiðslu málsins vegna þess að búið hafi verið að segja upp starfsmönnunum áður en málið var lagt fyrir bæjarráð og greinilegt að ekki ætti að hlusta aðra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu eðlilegt að endurskipuleggja starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar og vöktu athygli á að það væri á hendi framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs að taka ákvarðanir um starfsmannamál á sínu sviði. Reykjanesbær félaginu er mikill. „Við ætlum að minnsta kosti að prófa og sjá hvern- ig þetta kemur úr. Það eru um þrjá- tíu unglingar sem koma að sýning- unni eru um tuttugu.“ Kjartan Guðjónsson leikari var ráðinn til að leikstýra verkinu og er þetta fyrsta reynsla hans í leik- stjórastólnum. „Ég er búinn að fara í gegnum helvíti og þannig lýsa „ÞETTA fjallar um dóp, fyrstu ást- ina, fyrstu kynnin af víni og svona þessi dæmigerðu unglingsár, – gelgja út í gegn,“ sagði Kjartan Guðjónsson, leikstjóri hjá Leik- félagi Keflavíkur (LK), um leikritið „Þetta er allt vitleysa, Snjólfur“ eft- ir Guðjón Sigvaldason, sem félagið frumsýnir í Frumleikhúsinu í Kefla- vík í kvöld kl. 20. „Það má segja að þetta sé forvarnarleikrit, skilaboðin eru: dóp drepur, vín er ógeðslegt, notið smokka, pillan er ekki alveg örugg o.s.frv.,“ sagði Kjartan. Að sögn Jóns Marinós Sigurðs- sonar, formanns LK, var ákveðið fyrir nokkru að koma á fót ung- lingaleikhúsi, þar sem áhugi ung- linga í Reykjanesbæ á að starfa með leikstjórar oft fyrstu reynslu sinni. Mér hefur fundist ég ömurlegur og hef oft hugsað með mér: hvað er ég eiginlega að gera? Stundum hefur mig langað að labba út, enda er þetta eitt einmanalegasta starf sem til er. En svo fer sýningin að smella saman og maður hugsar með sér: gott! Á ömurleikatímabilinu var ég búinn að hugsa mér að gera þetta aldrei aftur en snerist hugur. Ég á örugglega eftir að leikstýra aftur.“ – Hvernig er að byrja með þenn- an hóp, er hann góður? „Þetta eru fínir krakkar. Það var búið að vara mig við að byrja leik- stjórn hjá þessum aldurshópi en þetta hefur verið mjög fínt. Þau eru mörg mjög efnileg.“ Unglingaleikrit frumsýnt hjá Leikfélagi Keflavíkur í kvöld Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kjartan Guðjónsson með leikhópinn sinn hjá LK sem frumsýnir í kvöld „Þetta er allt vitleysa, Snjólfur“. „Gelgja út í gegn“ Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.