Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝVERIÐ náðu öryrkjar fram miklum áfangasigri í baráttu sinni fyrir bættum kjörum, þegar viðurkennd var sérstaða þeirra sem verða öryrkjar snemma á lífsleiðinni og lífeyrir þeirra tvö- faldaður. Samfylkingin fagnar þessum áfanga og mun að sjálf- sögðu efna þessi loforð núverandi ríkisstjórnar, komi það í okkar hlut að loknum kosningum. Sam- fylkingin hefur lagt fram þingmál nokkrum sinnum um þreföldun þessa lífeyris en aldrei hefur komið til greina af hálfu rík- isstjórnarinnar að samþykkja það. Það er því broslegt að horfa upp á þessa ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks útdeila loforðum sem harla ólíklegt er að þeir sjálfir komi til með að þurfa að efna. Ríkisstjórnin getur ekki með slíku útspili í blálok kjörtímabils síns breytt ímynd sinni gagnvart þeim tekjulægstu, því þessi rík- isstjórn hefur verið að auka mis- skiptinguna í samfélaginu. Þeir ríku eru orðnir ríkari en þeir fá- tækari fátækari. Ekki síst kemur þetta fram þegar rýnt er í þróun skattbyrði einstaklinga og hjóna frá árinu 1995 þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks tók við völdum. Þeir segjast hafa lækkað skattana, sem er bara þjóðsaga. Skatt- byrðin hefur þvert á móti verið að aukast. Í svari sem fjármálaráðherra gaf við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur á Alþingi er það staðfest að skattbyrði hefur verið að aukast í tíð þessarar rík isstjórnar. Skattar hafa hækkað frá árinu 1995 þótt skattprósent- an sjálf hafi lækkað. Ástæðan er sú að skattfrelsismörkin hafa ekki fylgt eftir þróun launa og verðlags. Fólk er því að greiða skatta af stærri hluta launa en áður. Lítum aðeins á svör fjár- málaráðherra við áðurnefndri fyrirspurn en þar kemur m.a. fram:  Tekjuskattbyrði hjóna sem höfðu árið 2001 142 þúsund krónur á mánuði, hefur aukist um 7,3% frá því að núverandi ríkisstjórn tók við.  Tekjuskattbyrði hjóna sem Þjóðsögur og staðreyn Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur „… fólkið mun áfram kalla á þessa umræðu og Davíð þarf að svara fyrr eða síðar.“ TILVIST Íbúðalánasjóðs hefur tryggt rúmlega 30 þúsund fjöl- skyldum húsnæðislán á hag- kvæmustu, mögulegu markaðs- vöxtum sem unnt hefur verið að fá á íslenskum fjármálamarkaði. Þar af eru rúmlega 7 þúsund tekjulágar fjölskyldur sem eign- ast hafa þak yfir höfuðið fyrir til- stuðlan svokallaðra viðbótarlána en þau tryggja þeim allt að 90% fjármögnun íbúðarhúsnæðis á bestu mögulegu kjörum. Stór hluti þessara tekjulágu fjöl- skyldna hefði ekki átt annan kost á að eignast húsnæði. Við framsóknarmenn höfðum forgöngu um að tryggja grund- völl hins opinbera húsnæð- iskerfis með stofnun Íbúðalána- sjóðs og með endurskipulagningu félagslega íbúðalánakerfisins sem var orðið gjaldþrota. Nú eru ekki lengur byggð heilu félagslegu hverfin eins og áður var. Nú eru það lán- in sem eru veitt á félagslegum grunni en það eru lántakend- urnir, fólkið í landinu, sem velur sér búsetu. Með stofnun Íbúðalánasjóðs var húsnæðislánakerfið alfarið markaðsvætt, en almenningi tryggð hagkvæmustu mögulegu vaxtakjör sem unnt er að fá hverju sinni. Það er staða sem við framsóknarmenn viljum halda, en sumir aðrir breyta. Vilja auka greiðslubyrði almennings Nú eru uppi hugmyndir meðal sjálfstæðismanna og raunar sam- fylkingarfólks einnig, um að auka greiðslubyrði fjölskyldnanna í landinu, með því að færa starf- semi Íbúðalánasjóðs til hins al- menna bankakerfis. Það þýðir í raun að almenna bankakerfinu verði færð á silfurfati eign al- mennings að verðmæti 50 millj- arðar króna og að greiðslubyrði hámarks húsnæðisláns muni aukast um að minnsta kosti 110 þúsund krónur á hverju ári. Þessu kunna sjálfstæðismenn að andmæla en það er fróðlegt að lesa drög að landsfundarálytkun þeirra um húsnæðismál. Þar seg- ir m.a. „Til skamms tíma hafa bankar og aðrar fjármálastofn- anir boðið almenningi íbúðalán en búa við ójafna samkeppn- isstöðu hinna ríkistryggðu lána frá Íbúðalánasjóði. Nauðsynlegt er að tryggja eðlilega samkeppn isstöðu þeirra og um leið minni ríkisafskipti með því að rík- isvaldið dragi sig út af hinum al- menna lánamarkaði til ein- staklinga en tryggi bönkum og öðrum fjármálastofnunum fjár- mögnun íbúðalána á lægstu mögulegu vöxtum.“ Bankakerfið hjálparþurfi? Það kemur kannski engum á óvart að sjálfstæðismenn skuli þannig vera uppteknari af að jafna samkeppnisstöðu fjár- málastofnana, fremur en tryggja almenningi hagkvæmustu kjör á húsnæðislánum? Það finnst þó kannski einhverjum skjóta skökku við að rétta þurfi sér- staklega af samkeppnisstöðu Viljum við auka byrða Eftir Árna Magnússon „Það þýðir í raun að almenna bankakerfinu verði færð á silf- urfati eign almennings að verð- mæti 50 milljarðar króna …“ AFBROT og félagsleg vandamál verða ekki til af sjálfum sér. Þau spretta úr umhverfi og aðstæðum sem oft er leyft að viðhaldast lengi áður en tekið er á málum, jafnvel ekki fyrr en fólk hefur leiðst út í afbrot. Í starfi mínu sem lögmaður undanfarin tæp 25 ár hef ég nokkrum sinnum verið skipaður réttargæslumaður og verjandi ungmenna í refsimálum. Eftir því sem ég hef fengist við fleiri slík mál verður mér betur ljóst að í þeim flestum er ég að glíma við vandamál sem þessi ungmenni hafa strítt við árum saman án þess að á þeim hafi verið tekið. Reyndar er það svo að það hefur verið býsna fyrirséð í mörgum til- vikanna að þessi ungmenni myndu fá á sig ákærur fyrir af- brot. Það vantar ekki að viðvör- unarljósin hafi blikkað á lífsleið þeirra. Þau hafa langflest búið við mjög erfiðar uppeldisaðstæður, til að mynda erfið félagsleg vandamál foreldra, líkamleg sem geðræn veikindi þeirra og fíkni- efnaneyslu svo dæmi séu nefnd. Börnin hafa ef til vill sjálf geð- raskanir, eiga við lesblindu að stríða og fleira. Og stúlkur sem leiðast út í afbrot eiga iðulega að baki sögu kynferðislegrar mis- notkunar. Í hverjum mánuði hljóta mörg ungmenni dóma fyrir afbrot, dóma sem taka ekki á orsök vandans og gera of oft illt verra en þó ekki alltaf. Mér líður stund- um eins og ég hafi bjargað mannslífi þegar tekst með sam- stilltu átaki að beina ungmenni inn á rétta braut eftir að dómur hefur gengið. Það er illt frá því að segja að með ákæru og dóms- meðferð er iðulega í fyrsta skipti tekið á vandamáli viðkomandi einstaklings, með refsiúrræðum með tilheyrandi sakarkostnaði sem hin efnalausu ungmenni þurfa að greiða. Þeim er ekki tryggð ókeypis lögmannsaðstoð. Oft vantar ekki að vandamálin hafi verið greind og bent á lausni en þar við situr. Dæmin eru fjöl- mörg og þau þekkja allir sem koma að umönnun barna og ung- menna. Vandamálin geta komið í ljós við meðgöngueftirlit, á fæð- ingardeild, í ungbarnaeftirliti, á leikskólum og í grunnskólum. Úr ræðin eru til en það skortir fjár- magn til að fylgja þeim eftir. Það fer ekki framhjá leikskólakenn- urum og grunnskólakennurum þegar barn á í erfiðleikum vegna aðstæðna sinna. Skólunum er hins vegar ekki gert kleift að taka á málinu með faglegum hætti. Vi ýtum vandamálunum á undan okkur, á milli stofnana og þar fram eftir götunum. Mörg les- blind börn fá ekki tilhlýðilega sér kennslu. Lesblindan leiðir til mik illa námsörðugleika og síðan „Fjárfestum í börnum Eftir Atla Gíslason „Ég er sannfærður um að það mundi spara þjóðfélagi okkar millj- arða ef tekið væri á málum barna og ungmenna með faglegum og myndarlegum hætti …“ STERK MÁLEFNASTAÐA Með ræðu sinni við upphaf lands-fundar Sjálfstæðisflokksins ígær dró Davíð Oddsson, for- maður flokksins og forsætisráðherra, skýrar línur í ýmsum málum og sló þannig tóninn fyrir kosningabaráttuna. Hæst ber án efa skýr kosningaloforð um stórfellda lækkun skatta á almenn- ing í landinu. Davíð Oddsson sagði í ræðu sinni: „Hvar munum við sjálfstæðismenn bera niður í skattalækkunum, er spurt. Við viljum lækka tekjuskatt um 4% á kjör- tímabilinu. Við viljum afnema eignar- skatt algerlega. Við viljum lækka um helming virðisaukaskatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og annað sem tilheyrir lægra virðisauka- skattsþrepinu. Við viljum hækka barna- bætur um 2000 milljónir króna. Við vilj- um helminga öll skattþrep erfða- fjárskatts, þannig að almennt þrep verði aðeins 5% og að fyrstu tvær millj- ónirnar verði erfðaskattslausar. Og við viljum auka skattfrelsi vegna viðbótar- framlaga í lífeyrissparnað. Hingað til höfum við ekki lofað beinum skatta- lækkunum fyrir kosningar en höfum lækkað þá samt. Það þýðir að hér er um bein loforð okkar að ræða, sem við efn- um fáum við til þess styrk í þetta sinn. Því má treysta. Við erum nefnilega ekki aðeins umræðustjórnmálamenn heldur fyrst og síðast athafnastjórnmála- menn.“ Augljóst er að verði Sjálfstæðisflokk- urinn í þeirri aðstöðu að efna þessi lof- orð, verður það mesta lækkun skatta al- mennings í fjöldamörg ár og kemur fólki í öllum tekjuhópum til góða. Grundvöllur slíkrar skattalækkunar er auðvitað þau auknu umsvif í efnahags- lífinu, sem við sjáum nú fram á. Samhljómur er með loforðum Davíðs og loforðum Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, um lækkun tekjuskatts og hækkun barna- bóta. Við bætist loforð Davíðs nú um lækkun á virðisaukaskatti af vörum og þjónustu í neðra skattþrepinu, sem án nokkurs vafa er veruleg kjarabót, ekki sízt fyrir þá, sem minnst hafa handa á milli og verja hæstu hlutfalli tekna sinna til þessara lífsnauðsynja. Þær skattalækkanir mæta a.m.k. að hluta þeirri gagnrýni, sem ríkisstjórnin hefur sætt fyrir að láta persónuafslátt ekki fylgja verðlagsþróun. Niðurfelling eignarskatts og lækkun erfðafjárskatts er fyrst og fremst réttlætismál en af- nám fyrrnefnda skattsins kemur ekki sízt öldruðum til góða. Það styrkir málflutning formanns Sjálfstæðisflokksins, er hann lofar bættum hag aldraðra og öryrkja þrátt fyrir skattalækkanir, að nýlega hefur tekizt að ljúka samkomulagi við hags- munasamtök beggja þessara hópa, sem fela í sér verulegar kjarabætur þeirra og hann segist þeirrar skoðunar að þar hafi aðeins verið um byrjun að ræða. Þegar fram í sækir er ekki ósennilegt að þessar lækkanir á skatthlutföllum skili sér í hærri skatttekjum, m.a. vegna aukins hvata til vinnu og umsvifa og færri undanskota frá skatti. Sú hefur orðið raunin á undanförnum árum, að þrátt fyrir víðtækar skattalækkanir, ekki sízt á fyrirtæki, hafa skatttekjur ríkisins aukizt. Davíð Oddsson benti á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að tekju- skattur fyrirtækja hefði verið lækkaður úr 50% í 18% skilaði hann nú tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð en áður. Þetta verður að taka með í reikninginn þegar stjórnarflokkarnir eru gagnrýndir fyrir „skattahækkun“ þrátt fyrir lækkun skatthlutfalla. Davíð Oddsson gerði í ræðu sinni að umtalsefni frammistöðu Reykjavíkur- listans við stjórn fjármála Reykjavíkur- borgar og hvernig hann hefði hækkað skatta á borgarbúa þrátt fyrir loforð um að gera það ekki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingar- innar, sem var forystumaður Reykja- víkurlistans í níu ár, verður að una því þegar hún gagnrýnir skattastefnu nú- verandi ríkisstjórnar, að menn skoði ár- angur hennar eigin fjármálastjórnar í Reykjavík og beri saman frammistöðu þeirra stjórnmálamanna, sem mest hafa sig í frammi í kosningabaráttunni. Aug- ljóst er að sjálfstæðismenn hyggjast halda frambjóðendum Samfylkingar- innar við efnið í þessum málum. Ummæli Davíðs um landbúnaðarmál eru athyglisverð, en hann sagði: „Ís- lenskur landbúnaður tekur miklum breytingum um þessar mundir. Þær eru ekki allar sársaukalausar en algjörlega óhjákvæmilegar við nýtt markaðsum- hverfi. Dugandi mannskapur hefur ein- beittan ásetning um að stunda þessa at- vinnugrein og standa af sér storminn og krefst í rauninni ekki annars en að fá að búa við sanngjörn samkeppnisskilyrði. Slíkar kröfur hljóta menn að geta stutt fordómalaust. Bústólpar landsins ættu að geta reitt sig á það, a.m.k. frá Sjálf- stæðisflokknum.“ Þessi ummæli for- sætisráðherra verða ekki skilin öðruvísi en svo að hann vilji ótrauður halda áfram aðlögun landbúnaðarins að frjáls- um markaði og það er fagnaðarefni. Augljóst var af viðbrögðum við ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins að á landsfundinum ríkir víðtæk samstaða um þá stefnu ríkisstjórnarinnar að styðja aðgerðir bandamanna í Írak. „Við höfum tekið afstöðu með írösku þjóðinni og gegn einræðisherranum. Við höfum tekið afstöðu með anda ályktana hinna Sameinuðu þjóða gegn manninum sem ber ábyrgð á hundruð- um þúsunda mannslífa, sem hefur verið fórnað á altari valda hans,“ sagði Davíð. „Ég vona að Íslendingar muni ætíð hafa burði og styrk til að taka afstöðu með lögreglu og slökkviliði þegar kæfa þarf elda sem brenna á saklausum og góma þarf brennuvarga sem valdið hafa hörmungum og skaða. Við höfnuðum þeim kosti að vera í hópi þjóða, sem lýstu bak við tjöldin yfir stuðningi við bandamenn, en óskuðu nafnleyndar til að losna við óþægindi heima fyrir. Og ég er ekki í neinum vafa um að íslenska ríkisstjórnin gerði það, sem var bæði rétt og ærlegt.“ Davíð benti á að þegar stríðinu í Írak lyki yrði friðvænlegra í heiminum og m.a. hægt að snúa sér af alvöru að deil- um Ísraels og Palestínumanna. Hins vegar væri enginn endanlegur friður kominn á. „Við munum lengi enn búa við óvissu, og öfl sem einskis svífast, þótt köldu stríði sé lokið og sjálf tilurð jarð- lífsins hangi ekki á bláþræði eins og stundum virtist forðum tíð. Þess vegna leggjum við áherslu á veruna í NATO, þess vegna fögnum við stækkun banda- lagsins og þess vegna leggjum við áherslu á að tryggja innihaldsríkt og gagnkvæmt varnarsamstarf við Banda- ríkin,“ sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins. Þessi kafli ræðu hans stað- festir enn og aftur að Sjálfstæðis- flokkurinn er sá flokkur, sem einarð- legast hefur stutt þátttöku Íslands í öryggis- og varnarsamstarfi vestrænna lýðræðisríkja í gegnum tíðina, jafnvel þótt það hafi kostað tímabundna erf- iðleika og óvinsældir. Í því máli eins og flestum öðrum, sem Davíð Oddsson reifaði í ræðu sinni í Laugardalshöllinni í gær, er málefna- staða Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda kosninganna sterk, þótt hann mæti nú kraftmeiri andstæðingum en oft áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.