Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 33 OFT er það sagt um stjórnmálamenn að fólk viti ekki hvar það hefur þá. Slíkt verður ekki sagt um stjórnmálamann- inn Össur Skarphéðinsson. Maður veit alltaf hvar maður hefur hann og enn og aftur sýnir hann þjóðinni að hann er samkvæmur sjálfum sér. Einhverjir hafa vakið athygli á því að hann tók þveröfuga afstöðu í málefnum Íraks miðað við afstöðu hans í málefnum Kos- ovo. Á það hefur verið bent að í báðum tilfellum var umdeilt hvort að Banda- menn hefðu skýra heimild alþjóða- samfélagsins til að hefja hernaðar- aðgerðir, þó ekki sé um það deilt að samþykktir SÞ voru mun skýrari í dæminu um Írak en Kosovo. En eins og kunnugt er þá studdi Össur eindregið hernað í Kosovo en ekki í Írak. Fyrir þetta hefur hann verið gagnrýndur, sú gagnrýni er ekki sanngjörn því enn og aftur sýnir Össur okkur fyrir hvað hann stendur: Kjósendur geta bókað að póli- tísk afstaða hans í dag hefur breyst á morgun. Hann sagði okkur um áramót- in að hann væri forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar en það breyttist á nokkrum dögum. Nú talar hann um að skattar hafi hækkað, en eins og menn muna talaði hann fyrir fáeinum miss- erum um það sem mikil mistök hjá rík- isstjórninni að lækka skatta á ein- staklinga og sagði m.a. að fólkið eyddi peningunum sem að það fengi við skattalækkunina í ,,erlendan lúxus. Áfram Össur Eftir Guðlaug Þór Þórðarson „Kjósendur geta bókað að pólitísk afstaða hans í dag hefur breyst á morgun.“ Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. k- - r t milljörðum miðað við verðlag. Óskerti hluti barnabótanna var greiddur með öllum börnum að 16 ára aldri þegar ríkisstjórnin tók við en er nú greiddur að 7 ára aldri. Þorir Davíð ekki? Samfylkingin vill ræða um skatta fyrir þessar kosningar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skoraði á Davíð Oddsson til kapp- ræðna við sig um þessi mál á fundi í Kópavogi nýverið. Davíð hefur ekki orðið við áskorun hennar. Er það vegna þess að hann treystir sér ekki í þessa um- ræðu í aðdraganda kosninga? Er það vegna þess að hann veit sem er að ríkisstjórn hans hefur ekki verið að lækka skatta, heldur hækka þá? Spyr sá sem ekki veit. Hitt veit ég að fólkið mun áfram kalla á þessa umræðu og Davíð þarf að svara fyrr eða síðar. höfðu árið 2001 213 þúsund krónur á mánuði í tekjur hefur aukist um 10,5% frá því að rík- isstjórnin tók við.  Hjá 90% hjóna og sambúð- arfólks hefur tekjuskattbyrðin aukist frá árinu 1995 og hið sama gildir um 75% ein- staklinga.  Hjá 5% hjóna og sambýlisfólks eða þeirra sem höfðu árið 2001 árstekjur upp á rúmar 18 millj- ónir, lækkaði skattbyrðin á valdatíma ríkisstjórnarinnar um 8%. Það þýðir að hjón eða sambýlisfólk í þessum 5% hópi greiðir um einni og hálfri millj- ón króna minna í tekjuskatt, en ef skattbyrðin hefði verið hlutfallslega óbreytt frá 1995.  Þeir sem lifa af bótum einum voru undanþegnir tekjuskatti 1995 en greiða nú 1 milljarð samanlagt á ári í skatt. Það samsvarar um einum mán- aðartekjum þeirra á ári.  Barnabætur hafa verið skertar frá árinu 1995 sem nemur 8 ndir um skatta Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. STJÓRNMÁLAUMRÆÐAN fær stundum á sig undarlegan svip. Sér- staklega þegar stjórnmálamenn taka upp á því að rífast um raunveruleikann. Umræður um það hvort skattar hafi hækkað eða lækkað á launafólk á síðustu árum er af þeirri tegundinni. Það er grátbroslegt að fylgjast með stuðnings- mönnum ríkisstjórnarinnar reyna að telja sjálfum sér og almenningi trú um það að skattar hafi ekki hækkað, heldur jafnvel lækkað á launafólk. Og þetta reyna þeir, þótt fyrir liggi í svörum sjálfs fjármálaráðherra, þegar hann svaraði fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur á síðustu dögum þingsins um þessi efni, að skattar á 95% launamanna hafa hækkað frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum. En samt berja forystumenn ríkisstjórnarinnar höfðinu við steininn og segja svart vera hvítt og blautt vera þurrt. Reyna að telja fólki trú um það, að forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar, aldraðra og fleiri hópa frjálsra félaga, sem hafa réttilega dregið upp stað- reyndir mála varðandi aukna skattbyrði á sitt fólk, að allt sé það á misskilningi byggt. Segir þetta ekki allt? En er ekki fokið í flest skjól fyrir ráð- herra þessarar ríkisstjórnar, þegar sjálf- ir oddvitar hennar, hafa ítrekað mætt til leiks og hamrað á mikilvægi þess, að á næsta kjörtímabili verði að lækka skatta á almenning í landinu? Eru það ekki aug- ljóslega menn með slæma samvisku, sem segja að flokkar þeirra ætli eftir næstu kosningar, að draga úr skattbyrði á al- menning? Er ekki augljóst að þetta finna þeir sig knúna til að lofa þessu vegna þess að þeim hefur ekki tekist þetta ætl- unarverk á valdatíma þeirra – á síðustu átta árum? Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hefur nú lofað skatta- lækkun og auknum bótagreiðslum í, sem leggja sig á meira en 20 milljarða króna samtals í lækkuðum tekjum og auknum útgjöldum. Það ætlar framsókn að gera á næsta kjörtímabili. Er þar á ferðinni maður sem virðist hafa af miklu að státa í fortíð í þessum efnum? Eða er Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mjög trúverðugur, þegar hann nefnir til sögunnar marg- háttaðar skattalækkanir á almenning og auknar bótagreiðslur, sem hann ætlar að framkvæma á næsta kjörtímabili? Finnst fólki það líklegt að þessi maður, sem hef- ur setið á stóli forsætisráðherra síðustu 12 árin, telji sig hafa langa afrekaskrá að baki í skattalækkunum á almenning, þegar hann finnur sig knúinn til þess nú rétt fyrir kosningar að lofa öllum allt í þessum efnum – einhvern tíma seinna? Tölur tala Tölurnar tala sínu máli. Skattar hafa hækkað á almenning, hvernig sem „talnasérfræðingar“ ríkisstjórnar láta. Fólk finnur það einfaldlega á eigin pyngju. Segir það í raun ekki allt sem segja þarf um skattamálin, þegar oddvitar nú- verandi ríkisstjórnar koma fram á sjón- arsviðið og lofa stórkostlegum skatta- lækkunum á almenning? Er það líklegt að þessir menn, sem finna sig nú knúna til að lofa öllu fögru í framtíðinni, að þeir telja sig um leið geta státað af miklum árangri í skattalækkunum á almenning á liðnum árum. Svari hver fyrir sig. Þarf frekari vitna við? Þarf frekari vitna við? Eftir Guðmund Árna Stefánsson „Skattar hafa hækkað á almenning, hvernig sem „talnasérfræðingar“ rík- isstjórnar láta.“ Höfundur er alþingismaður og skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. t n- a á öruggu verðbréf eru mjög góður kostur fyrir erlenda fjárfesta sem á undanförnum mánuðum hafa fjárfest í húsbréfum Íbúða- lánasjóðs fyrir þrjá til fjóra millj- arða í hverjum mánuði. Sú fjár- festing hefur meðal annars orðið til þess að halda afföllum í al- gjöru lágmarki þrátt fyrir met- útgáfu húsbréfa. Ríkisábyrgð tryggir fjöl- skyldum lægri vexti Með því að færa lánastarfsemi Íbúðalánasjóðs í bankakerfið hyrfi ríkisábyrgðin og íslensk húsbréf myndu hætta að verða vænlegur fjárfestingakostur er- lendra fjárfesta. Það þýðir hækk- un vaxta og aukin afföll húsbréfa. Því leggjumst við framsókn- armenn gegn þessum hug- myndum. Við viljum tryggja áframhaldandi hagkvæmustu lánakjör til kaupa og byggingu á hóflegu húsnæði fyrir fjölskyld- urnar í landinu með því að standa vörð um Íbúðalánasjóð. Það er best gert með því að tryggja Framsóknarflokknum góða kosningu hinn 10. maí. fjármálastofnana, sem m.a. með háu vaxtastigi og þjónustugjöld- um, skila eigendum sínum glymr- andi góðum arði? Reyndar eru rök þessara aðila þau, að ríkisvaldið skuli mæta fyrirséðri vaxtahækkun húsnæð- islánanna vegna yfirfærslunnar í bankakerfið með auknum vaxta- bótum. En þá þarf ríkisvaldið að skattleggja þessar sömu fjöl- skyldur eða atvinnulífið um þess- ar 110 þúsund krónur á ári á hvert húsnæðislán. Mín spá er að aurarnir verði alltaf teknir úr vasa hins almenna húsnæðis- kaupanda. Verðbréf Íbúðalánasjóðs þau öruggustu á markaði Ástæða þess að Íbúðalánasjóð- ur getur tryggt íslenskum fjöl- skyldum lán á hagkvæmustu markaðskjörum er tvíþætt. Í fyrsta lagi er það ríkisábyrgð og verðtrygging húsbréfa og hús- næðisbréfa, en Íbúðalánasjóður selur húsnæðisbréf á markaði til að fjármagna meðal annars við- bótarlán sín. Þetta gerir verðbréf Íbúðalánasjóðs þau öruggustu sem unnt er að finna á fjár- magnsmarkaði. Í öðru lagi er það stærð hús- bréfaflokka Íbúálánasjóðs sem gerir það að verkum að þessi arnar? Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar annað sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður. 15. DESEMBER 2000 samþykkti Al- þingi samhljóða þingsályktunartillögu mína um að settar skuli reglur um flutn- ing hættulegra efna um jarðgöng, en þar segir að í reglunum verði m.a. kveð- ið á um hvort slíkir flutningar skuli leyfðir og þá með hvaða skilyrðum, þ.e. flutningstækjum, ökuhraða, eftirliti og hvort loka skuli göngum fyrir annarri umferð meðan flutningurinn fer fram. Í framhaldi af þessari samþykkt skip- aði dómsmálaráðherra starfshóp til að gera tillögur að nýjum reglum um þessa flutninga. Starfshópurinn skilaði til- lögum sínum í lok október s.l. Þar er sérstaklega fjallað um Hvalfjarðargöng og lagt til að í stað núgildandi reglna, þ.e. að flutningur hættulegra efna er bannaður frá kl. 10 á föstudögum til kl. 24 á sunnudögum allt árið og lengur um verslunarmannahelgi, páska og hvíta- sunnu verði flutningur á eldfimu gasi í tönkum og sprengiefni í >50 kg farmi alfarið bannaður. Flutningur á elds- neyti í tönkum (og tómum eldsneyt- istönkum) bannaður mánudaga til fimmtudaga kl. 15–20. Allur flutningur hættulegs farms bannaður frá kl. 10–1 á föstudögum, 7–1 á laugardögum og 7– 24 á sunnudögum og einnig um versl- unarmannahelgi, páska og hvítasunnu. Mér finnst þessar tillögur ganga of skammt og hvet dómsmálaráðherra til að ganga lengra þegar nýjar reglur verða settar. Það eru nokkur hundruð manns sem fara um göngin á hverjum morgni til vinnu og í skóla. Könnun sem gerð var á 6 mánaða tímabili í fyrra sýndi að meðalumferð um göngin er 135–178 bílar milli kl. 7 og 8 á morgn- ana. Það er ekki ásættanlegt að mæta bensín- og olíuflutningabílum í göng- unum á þessum tíma. Það verður að banna alfarið þessa flutninga a.m.k. frá kl. 7 að morgni alla daga vikunnar, en ekki bara kl. 15–20 á virkum dögum eins og starfshópurinn leggur til. Best væri að banna þessa flutninga alveg. Minna má á að Vinnueftirlit ríkisins varaði við flutningi hættulegra efna um Hvalfjarðargöng í maí 2001 og sagði þar að ljóst væri að verði alvarlegt óhapp við eldsneytisflutning um göngin þann- ig að eldur komist í farm flutninga- bifreiðar muni mikil hætta stafa af fyrir alla sem í göngunum kynnu að vera. Þá má minna á að aðrir kostir eru til staðar varðandi þessa flutninga; ágætur vegur fyrir Hvalfjörð með lítilli umferð og svo sjóleiðin sem olíufélögin notuðu áður en göngin urðu til. 6. mars s.l. ofhitnaði bif- reið í göngunum og þau fylltust af reyk. Þar hefði getað farið illa ef farmur bif- reiðarinnar hefði verið eldfim efni. Þetta atvik staðfestir nauðsyn þess að stórherða reglur um þessa flutninga. Það er almenn ánægja með Hval- fjarðargöngin og óhætt að segja að ein- staklega vel hafi tekist til með þá fram- kvæmd alla. Þeir einkaaðilar sem árum saman börðust fyrir því að ráðist yrði í þessa framkvæmd, byggðu göngin og reka þau, eiga heiður skilinn. Án þraut- seigju þeirra væru engin Hvalfjarð- argöng. Umferð um göngin hefur aukist ár frá ári, úr rúmlega einni milljón bíla árið 1999 í eina komma þrjár milljónir árið 2002. Sem betur fer hafa ekki orðið alvarleg slys í göngunum. Strangari reglur um flutning hættulegra efna auka öryggi þeirra sem um göngin fara. Flutningur hættulegra efna um jarðgöng Eftir Guðjón Guðmundsson „Það er ekki ásættanlegt að mæta bensín- og olíuflutningabílum í göng- unum á þessum tíma.“ Höfundur er alþingismaður. ir - í r- ð a ð r- k- aðra aðstoð við nemendur og for- eldra. Ég er sannfærður um að það myndi spara þjóðfélagi okkar milljarða ef tekið væri á málum barna og ungmenna með fagleg- um og myndarlegum hætti um leið og fyrstu viðvörunarljósin blikka. Við höfum ekki efni á því að ungmenni leiðist út í fíkniefna- neyslu og afbrot og sæti fang- elsun. Við lifum á tímum þar sem fjárhagslegt mat er lagt á þjóð- félagsverkefni, þau eiga öll að skila gróða. Kannski hafa börn og ungmenni orðið útundan þar sem fjárfesting í þeim skilar sér seint. En þótt hún skili sér seint kemur hún margföld til baka ef rétt er á málum haldið. Það væri verðugt verkefni fyrir greiningardeildir fjármálastofnana, þar sem starf- ar ungt og vel menntað fjöl- skyldufólk, að leggja fjárhagslegt mat á uppeldi og umönnun barna og ungmenna ef það er það sem forystu- og fjármálamenn þjóð- arinnar skilja í þessum efnum. vanlíðunar í skóla. Samkvæmt nýlegri rannsókn líður 19% skóla- barna í 8. og 9. bekk illa í skóla og 26% þeirra finnst námið erfitt. Þau hrökklast of oft úr skóla og þeirra bíður atvinnuleysi. Mörg ofvirk börn greinast á hverju ári og um þau eru ritaðar skyn- samlegar skýrslur af fagfólki sem bendir á úrræði, að öðrum kosti megi búast við að barnið leiðist út í eiturlyf og afbrot. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á spá- sögnina rætast af því að ekkert er aðhafst. Fjárfesting í uppeldi og umönnun Það sagði mér leikskólakenn- ari, sem var í forystu leikskóla- kennara á sínum tíma, að engin fjárfesting væri arðbærari en fjárfesting í uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Það sýna leikskólarnir glöggt þó að þeim sé ekki sköpuð sú aðstaða að geta sinnt sem skyldi þeim hópi barna sem ég geri hér að umtalsefni og er að verða alltof fjölmennur. Sama gildir um grunnskólana sem búa við þröng kjör, meðal annars hvað snertir fjölda barna í bekkjardeildum, sérkennslu og m“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 2. sætið á lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík norður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.