Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 37 Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum ✝ Jóna SvanfríðurIngibergsdóttir fæddist í Hafnar- firði 2. janúar 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 19. mars síðast- liðinn eftir stutta legu. Foreldrar hennar voru Ingi- bergur Þorkelsson trésmíðameistari, frá Smjördölum í Árnessýslu, f. 7. júní 1883, d. 23. júní 1963, og Sigurdís Jónsdóttir, f. á Þaravöllum í Innri-Akranes- hreppi 2. október 1885, d. 26. nóvember 1947. Hún átti fjögur systkini og einn uppeldisbróður. Systkini hennar eru nú öll látin en þau voru: Þorkell, f. 19.9. 1908, d. 26.7. 1995, Sigríður, f. 22.7. 1911, d. 20.1. 1988, Matth- ías, f. 21.2. 1918, d. 28.6. 2000, og Sigurjón, f. 11.7. 1923, d. 19.12. 1990. Uppeldisbróðir hennar er Stefán Gíslason flugstjóri, f. 9.6. 29.6. 1939, maki Eyja Sigríður Viggósdóttir, f. 1939. Þau eiga tvær dætur. Þær eru: a) Sigríður Jóna, f. 7.7. 1960. Hún var gift Sigurjóni Guðfinnssyni, en hann lést árið 2000. Þeirra börn eru þrjú: Eyrún Þóra, f. 1989, Jóhann Finnur, f. 1991, og Hafdís Jóna, f. 1997. b) María Oddbjörg, f. 5.12. 1964, maki Arngrímur Vilhjálm- ur Angantýsson, þeirra synir eru þrír: Arnar Davíð, f. 1989, Bjarki Freyr, f. 1995, og Hlynur Helgi, f. 1995. 3) Guðbjörg Erla, f. 6.12. 1941, maki Tryggvi Hjörvar, f. 1932, þeirra synir eru tveir: a) Tryggvi, f. 1975, b) Kjartan, f. 1979. Svana ólst upp í foreldrahús- um, lengst af á Bjarkargötu 10 í Reykjavík, og jafnframt skóla- göngu aðstoðaði hún móður sína við rekstur á stóru heimili. Þegar hún giftist Hafliða árið 1936 flutt- ist hún að Freyjugötu 45 og bjó þar æ síðan. Hún hélt þar gest- kvæmt heimili fyrir mann sinn og börn og var börnum sínum stoð og stytta alla tíð. Nokkur ár vann hún við afgreiðslustörf en helgaði sig annars eiginmanni og afkom- endum. Útför Svönu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 1927, en þau voru systkinabörn. Hinn 4. júlí 1936 giftist Svana Hafliða Jóhannssyni húsa- smíðameistara, f. 29.12. 1906, d. 16.8. 1988. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Helga, f. 29.8. 1936, maki Ein- ar Guðmundsson, f. 1937. Þeirra börn eru: a) Einar Hafliði, f. 20.10. 1956, maki Björg Andrésdóttir, þeirra drengir eru þrír: Arnar Freyr, f. 1984, Daníel, f. 1988, og Árni Þór, f. 1992. b) Guðmundur Sverrir, f. 29.8. 1959, maki Þóra Hafdís Kristiansen, þeirra börn eru fjögur: Davíð Bergþór, f. 1979, Finnur Árni, f. 1983, Einar Gústaf, f. 1986, og Ingibjörg Helga, f. 1987. c) Ævar, f. 11.12. 1961, maki Helga Ingi- marsdóttir, þeirra börn eru þrjú: Þráinn, f. 1982, Svana, f. 1984, og Jakob, f. 1987. 2) Jóhann Jón f. Ég vil minnast Svönu tengdamóð- ur minnar með þessum línum. Ég kom ekki inn í fjölskylduna fyrr en eftir miðjan aldur tengdaforeldra minna, en fáir mér óskyldir hafa orð- ið mér kærari. Við ferðuðumst mikið saman og dvöldum í sumarbústöðum vítt og breitt um landið og ekki síður eftir að tengdafaðir minn lést. Svana var alltaf með hugann við afkomendur sína og boðin og búin að rétta hönd ef með þurfti. Hún var höfðingi heim að sækja, ljúf og kát en stóð fast á sínu. Svana spilaði á pí- anó og unni meðal annars tónlist og náttúrunni, en dvalið var löngum í sumarbústaðnum við Hólm. Ég er þakklátur fyrir hve góð áhrif hún hafði á drengina okkar Erlu, og sóttu þeir mikið til hennar. Það eru margar minningar um samleið okk- ar. Tengdafaðir minn byggði fyrir okkur bílskúr og mun það hafa verið síðasta byggingin hans. Mér er það minnisstætt er ég kom heim úr vinnu einn dag og sá þau bæði, á átt- ræðisaldri, uppi á þakinu að negla niður pappann. Svona var Svana, gerði það sem gera þurfti. Ég og fjölskylda mín kveðjum mæta konu að loknu löngu og heillaríku lífi hennar. Tryggvi Hjörvar eldri. Við viljum þakka Guði fyrir að lána okkur Svönömmu svona lengi. Auðvitað er eigingirni í okkur og við hefðum viljað hafa hana lengur hjá okkur en sjálfsagt vantar fleiri góða engla í himnaríki og almættinu mót- mælum við ekki. Svanamma heitir hún í okkar huga og höfum við aldrei verið viss um hvað hún heitir í raun og veru. Slíkir smámunir skipta ekki máli, hún er bara stóri kletturinn í lífi okkar allra. Þrír ættliðir afkom- enda hafa notið leiðsagnar Svön- ömmu í gegnum tíðina, bænirnar kenndi hún okkur fyrst og þegar við stækkuðum tók við lærdómur um rétt og rangt. Allt gat hún kennt með svo skemmtilegum hætti að aldrei fannst neinum hún vera að siða til eða skipta sér af. Heimsóknir í sum- arbústaðinn, göngur og fjöruferðir voru margar og ógleymanlegar og alltaf var uppáhalds brúna nestis- taskan hennar með. Hún Svanamma hafði nefnilega betra lag á hveiti og sykri en flestir aðrir. Kökur, kleinur og flatkökur galdraði hún með sér- stöku bragði sem aldrei á eftir að finnast aftur. Einu sinni báðum við um uppskriftina að flatkökunum og svarið var einfalt: Það er engin upp- skrift. Þá var bara að fylgjast með bakstrinum og reyna að læra en hún með yfirveguðu rólyndi snerist í eld- húsinu sínu á ljóshraða og kökurnar komnar á helluna áður en hægt var að skrifa orðið „hveiti“. Þetta stað- festi grun okkar um að hún væri göldrótt á hveitið eða sennilega hafði hún bara góðan skilning á því eins og öllu öðru. Þessi kona var tekin í dýr- lingatölu okkar allra frá fyrstu kynn- um, en hún hafði þó einn veikleika, súkkulaði. Súkkulaði gat hún borðað dag út og dag inn sem við smáfugl- arnir nutum náttúrlega góðs af, því fyrir hvern einn mola sem hún tók gaf hún okkur tvo. Súkkulaðiárátta hennar kom þó aldrei fram á vigtinni sem er glögg sönnun þess að meira að segja náttúrulögmálin báru ótta- blandna virðingu fyrir Svönömmu. Hugsanlega hafa líka göngutúrarnir hennar eitthvað haft að segja. Hví- líkur gönguhrólfur hún var, sumum okkar þótti stundum nóg um. Eftir einn slíkan göngutúr í sumarbú- staðnum var eðlilegt að setjast niður til að hvíla sig, öll nema yngstu af- komendurnir sem höfðu afgangs- orku og náttúrlega Svanamma á ní- ræðisaldri sem fóru út í körfubolta. Hún var alltaf að, og stóra vanda- málið á mannamótum var að halda henni frá eldhúsinu, hvar sem hún kom í veislur þótti henni sjálfsagt að vaska upp eða hjálpa eitthvað annað svo að aðrir gætu notið þess að setj- ast niður og spjalla saman. Svanamma lifði Hafliða afa um 14 ár. Þau voru skemmtilegt par að alast upp með. Hann var stríðinn og prakkari af guðs náð svo hlátur- taugarnar veinuðu af áreynslu og hún hittin á fyndnu og skemmtilegu hliðar lífsins. Þeim þótti það til dæm- is fyndið þegar Svanamma ristar- brotnaði og fór á spítala, jú, hún missti lærið á fótinn. Ekki var þetta okkur hinum alveg augljóst fyrr en skýringin kom, lærið hafði á leið sinni úr frystikistunni runnið úr höndunum á ömmu og ratað á fótinn. Þau kenndu okkur að hlæja í mót- vindi sem snýst þá í meðvind. Áfallinu um brotthvarf þitt, amma, erum við líka búin að snúa í meðvind með skemmtilegum minn- ingum sem við höfum rifjað upp þessa daga. Eins og vinir okkar segja: „Kúl að eiga svona lang- ömmu.“ Davíð, Finnur, Einar, Ingibjörg og foreldrar. Jæja, amma mín, þá ertu komin á leiðarenda eftir langa og gæfusama lífsleið. Við sem heima sitjum munum sárt sakna þín en getum þó yljað okkur við margar góðar minningar um allt sem þér tilheyrði. Það var til dæmis alltaf notalegt að sofna heima á Freyjugötu meðan þú spilaðir á pí- anóið þitt á nóttinni þegar mestur var friðurinn og ekki er verri minn- ingin um allra bestu eplaköku í heimi sem kom aðeins úr ísskápnum þín- um. Já, ég átti bestu ömmu í heimi sem alltaf var í góðu skapi á hverju sem gekk og gladdist yfir öllu fögru og skemmtilegu. Það var ekki að ástæðulausu að börnin hændust svona að þér, eins og þér var lagið að tala við þau á jafnréttisgrundvelli og gefa þeim svo mjólk og köku. Ekki varstu nísk á puntið í stofunni ónei, þú leyfðir okkur krökkunum að leika sér með það eins og hverjum öðrum leikföngum og í staðinn fylltumst við þvílíkri ábyrgðartilfinningu að ég man ekki eftir að neitt brotnaði. Þannig varstu alltaf, í staðinn fyrir að skammast brostirðu bara og tókst jafnvel þátt í leiknum með okkur og öðlaðist þannig virðingu og óendan- lega væntumþykju. Já, amma mín, þú varst „lady“, þú varst dama, þú varst heimsins mesta hefðarfrú og þú ert og verður alltaf amma mín. Ævar Einarsson. JÓNA SVANFRÍÐUR INGIBERGSDÓTTIR ✝ Óskar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 27. júlí 1907. Hann andaðist á sjúkradeild Hrafn- istu í Hafnarfirði 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmunds- son sjómaður, f. 12.11. 1883, d. 2.9. 1951, og kona hans Sigurlín Einarsdótt- ir verkakona, f. 3.2. 1885, d. 13.7. 1974, bæði fædd á Álfta- nesi. Systkini Óskars eru Magnea Jóhanna, f. 1911, d. 1997, Einar Oddberg, f. 1916, d. 1997, og Margrét Svanhvít, f. 1924. Hinn 29. desember 1929 kvænt- ist Óskar Maríu Friðfinnsdóttur frá Galtastöðum í Gaulverjabæjar- hreppi, f. 18.7. 1900, d. 23.5. 1973. Börn þeirra eru: 1) Guðbjörg, f. 29.5. 1930, d. 17.5. 1994, gift Sig- urði R. Sigurðssyni, börn þeirra eru: Óskar Már, f. 1949, kvæntur Eddu Ragnarsdóttur, börn þeirra eru Sigurður Rúnar, Ólafur og Ás- börn þeirra eru Dína María og Stefanía Ósk; María, f. 1964, gift Unnari Ragnarssyni, börn þeirra eru Guðmundur Óskar, Hermann Ragnar og Una María; Guðný, f. 1967, gift Hersi Siggeirssyni, börn þeirra eru Sesar og Katrín. Guð- finna ól einnig upp annan af tveim- ur sonum Guðmundar af fyrra hjónabandi, Ágúst Karl, f. 1953, d. 1997, kvæntur Hildi Guðmunds- dóttur, þau skildu, dóttir þeirra er Bára. Seinni kona Karls er Þórdís Gunnarsdóttir, dóttir þeirra er Kristín. 4) Sigurður, f. 10.11. 1941 kvæntur Sigurbjörgu Símonar- dóttur, þeirra börn eru: Unnur, f. 1966, gift Vigni Daðasyni, dóttir þeirra er Sigurbjörg Nanna; Ósk- ar, f. 1970, kvæntur Rakel Páls- dóttur, börn þeirra eru Stefanía Ósk, Sigurður og Saga; María Sig- urlín, f. 1974, sambýlismaður hennar er Olivier Collaud. Óskar ólst upp í Reykjavík og Hafnarfirði. Þar stundaði hann al- menna fiskvinnu þar til hann gerð- ist verkstjóri hjá Ísbirninum hf. á Seltjarnarnesi. Þar starfaði hann óslitið til ársins 1983 er hann lét af störfum eftir 50 ára þjónustu. Hann dvaldi síðustu 5 árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Óskars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. geir; Þórunn Laufey, f. 1951, gift Sigurði Péturssyni, þau skildu, börn þeirra eru Guðbjörg, Friðrik Pétur og Styrmir; Sig- ríður, f. 1953, gift Ragnari Péturssyni, börn þeirra eru Guð- rún Björg, Ragnar Már og tvíburarnir Laufey og Bjarni; Sig- urður Birgir, f. 1959, kvæntur Svövu Ein- arsdóttur, börn þeirra eru tvíburarnir Andr- ea og Sindri. 2) Bragi, f. 27.3. 1935, kvæntur Sonju Håk- ansson, börn þeirra eru: Bryndís Petra, f. 1958, dóttir hennar er Petra María; Sturla Óskar, f. 1962, sambýliskona hans er Anna Reyn- isdóttir, sonur þeirra er Bragi Kristófer. 3) Guðfinna, f. 6.3. 1938, gift Guðmundi Ívarssyni, börn þeirra eru: Magnús, f. 1958, kvæntur Huldu Halldórsdóttur, börn þeirra eru Arna, Hrefna og Guðfinna; Margeir Óskar, f. 1960, kvæntur Marisu Sigrúnu Sicat, Kæri tengdapabbi, þá er komið að kveðjustund. Ævi þín var löng og farsæl. Að fá að lifa svo háan aldur og sjá þvílíkar breytingar á sam- félaginu og halda fullri reisn fram til síðasta dags er ekki öllum gefið. Síð- ustu tvær vikurnar voru erfiðar og hvíldin orðin þér kærkomin. Óskar átti heimili á Ásvallagötu 55 í Reykjavík stærstan hluta ævi sinn- ar, eða 55 ár. Áður bjó hann víðs veg- ar um bæinn eins og títt var um fólk í þá daga. Hann bjó meira að segja um hríð í Hafnarfirði og minntist oft á það eftir að við Diddi fluttum þang- að. Þar kynntist hann því að vinna á rakarastofu, var oft hlegið að því og haft á orði: „Ekki hefði ég nú viljað lenda í þeim rakarastól.“ Konu sína, Maríu, missti Óskar í maí 1973 og bjó eftir það einn á Ás- vallagötunni þar til hann fór á Hrafnistu í Hafnarfirði þá kominn á 91. aldursár. Áður var hann í 2-3 ár í dagvist á Vesturgötu 1 og líkaði vel. Þegar Óskar fór á Hrafnistu, þá orð- inn lélegur til heilsu, náði hann ótrú- lega góðum árum sem þakka má því góða og umhyggjusama fólki sem þar starfar á sjúkradeild 3B. Óskar var ekki hávaxinn en sterk- lega vaxinn og mikill vinnuþjarkur. Hann vann lengstan hluta ævinnar sem verkstjóri hjá Ingvari Vil- hjálmssyni í Ísbirninum og hafa margir sagt sem unnu undir hans stjórn að þar hafi þeir lært að vinna. Óskar minn, síðan ég kom í fjöl- skylduna hefur þú alla tíð verið mér einstaklega góður. Þegar við Diddi gengum í hjónaband árið 1965 vorum við strax í miklu og góðu sambandi við þig og Maríu sem hélst alla tíð. Um þetta leyti eignuðumst við okkar fyrsta bíl og í ófá skipti var brunað upp í Borgarfjörð, austur fyrir fjall eða bara smá túra við bæjarmörkin. Þá heyrðist oft mjóróma rödd úr aft- ursætinu: „Mamma, biddu afa að vera ekki með vindilinn í bílnum.“ Eftir 1970 voru þið María hjá okk- ur öll aðfangadagskvöld, fyrst þið bæði og svo þú einn þar til þú hættir að komast til okkar upp á þriðju hæð á Miðvanginum. Biðin eftir aðfanga- dagskvöldi gat reynst börnunum löng og þá heyrðist oft í þeim: „Hve- nær kemur eiginlega afi?“ Því þegar afi kom þá voru líka komin jól. Þegar fæturnir voru orðnir lélegir og þú áttir erfitt um gang, sögðum við hjónin oft: „Þetta er nú örugglega seinasta ferðin hans hérna upp á þriðju hæð.“ Það lýsir seiglunni í þér að þær urðu margar eftir það. Óskar hafði mikla ánægju af ferðalögum og fór margar ferðir inn- anlands og utan. Í tilefni af 60 ára af- mæli sínu árið 1967 bauð hann börn- um sínum og tengdabörnum í ferð með Gullfossi til Edinborgar og Kaupmannahafnar. Þessi ferð var okkur öllum ógleymanleg, mikið hlegið og skemmt sér. Óskar átti það líka til að hringja og bjóða okkur öll- um á góðan veitingastað í Reykjavík af engu tilefni, bara til að gleðjast saman. Óskar hafði líka einstaklega gaman af að koma í sumarbústað okkar í Borgarfirði. Seinast kom hann þangað skömmu eftir að hann flutti á Hrafnistu. Slíkur var kraft- urinn í þessum höfðingja. Ég hef oft sagt að sú góða samstaða sem mynd- aðist með börnum hans og tengda- börnum sé honum að þakka. Hann var einstaklega hjálplegur öllu sínu fólki og ef eitthvað óvænt kom upp á var hann alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Elsku Óskar minn, ég kveð þig með hlýju í hjarta og þakka þér öll okkar góðu ár. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Sigurbjörg. Okkur langar til að minnast þín með örfáum orðum. Nú þegar þú ert farinn leitar hugurinn til baka og minningarnar sem koma upp í hug- ann eru ótalmargar. Okkur systkinunum fannst t.d. ekki jól nema afi væri hjá okkur. Eitt skipti varstu í útlöndum og þá vant- aði mikið upp á jólastemmninguna á Miðvanginum. Það voru nefnilega fastir liðir eins og venjulega að hlusta á messuna með þér meðan mamma og pabbi lögðu seinustu hönd á matinn. Eftir mat fylgdumst við með þér taka upp pakkana sem venjulega voru fleiri hjá þér en okk- ur hinum. Þú varst heldur ekkert að flýta þér og dróst þessi athöfn því oft á langinn. Að þessu var oft mikið hlegið. Ógleymanlegar eru heim- sóknirnar í Ísbjörninn þar sem afi réð öllu. Það var ævintýralegur heimur með hávaða, skrýtinni lykt, fólki, fiski og klaka. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín á Ásvallagötuna og í minningunni er alltaf sól í portinu. Þá var mikill ábyrgðarhluti að vera send í litlu kjörbúðina á horninu og kaupa kex og eitthvað með kaffinu. Oftar en ekki laumaðir þú afganginum af aurnum í litla vasa. Góðar minningar eigum við einnig frá sunnudagsbíltúrum og ferðum í sumarbústaðinn. Elsku afi, við þökkum þér fyrir all- ar góðu stundirnar. Nú þegar þú ert farinn munu minningarnar um þig lifa með okkur. Megir þú hvíla í friði. Unnur, Óskar, María, makar og langafabörn. ÓSKAR SIGURÐSSON  Fleiri minningargreinar um Ósk- ar Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.