Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 42
Talar þú UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á HÖRÐUSTU vetrardögum hef- ur margur Íslendingurinn eflaust leigt einsemdina burt á vídeóformi og samvaxið sófanum heima heilu ævikvöldin. Amerískt raunveru- leikasjónvarp hefur haldið heilu fjöl- skyldunum límdum við sjónvarps- skjáinn í vetur til að fylgjast með hvaða keppandi verði rekinn úr sandkassanum og þær beðið spennt- ar eftir því að sjá hversu mikið hinn burtrekni einstaklingur brotni niður andlega við öll ósköpin. Skyldu tár vera felld eða stór orð látin fjúka? Sumir þreytast seint að spá í spilin um bandalög og hver sé að skapa sér mestar óvinsældir innan sand- kassans. Hér á Íslandi höfum við okkar eigið raunveruleikasjónvarp. Gesta- leikarinn Norsk Hydro hélt þjóðinni „volgri“ í 4 ár með tíðum heimsókn- um á góðviðrisdögum án þess að bíta á öngulinn þrátt fyrir freistandi orkuverð. Þá voru góð ráð dýr og Valgerður iðnaðarráðherra augljóslega sár- móðguð út í Norsarana og mun örugglega ekki senda þeim jólakort. Nú eru kosningar handan við horn- ið, formaður Framsóknarflokks við að detta út af þingi í skoðanakönnun þannig að nú var að duga eða drep- ast! Þá er tími til kominn að kalla í stærsta álframleiðanda heims. Alcoa Inc! Alcoa hefur brætt hjörtu Aust- firðinga á mettíma eins og því er einu til lista lagt að bræða ál um all- an heim í massavís. „Nú skín sólin á okkur,“ segir Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og spáir að nú sé tími framfara runninn upp. Þessi ást við fyrstu sýn á Alcoa batteríinu er svo mikil að nú tala bjartsýnustu menn jafnvel um súr- álsverksmiðju á Húsavík, nú þegar „flippið“ um ræktun krókódíla þar er liðið hjá (minni á súrálsverk- smiðja Alcoa í Ástralíu þar sem fjöldi manna hefur greinst með krabbamein sem rekja má til slæms hreinsibúnaðar). Þegar Alain Belda forstjóri Alcoa ákvað að taka sér frí frá sínu dag- legu amstri (framkvæmdum á Amason-svæðinu í Brasilíu og bág- um aðbúnaði starfsfólks í verksmiðj- um í Mexikó) var honum hampað sem þjóðhöfðingja þegar þota fyr- irtækisins lenti á Egilsstöðum laug- ardaginn 15. mars. Hann hafði varla stigið úr þotunni þegar fang hans fylltist af innfluttum blómum og honum strax fagnað af tveimur ung- um stúlkum íklæddum íslenska þjóðbúningnum! Greyið hefur varla vitað hvað á sig stóð veðrið en gat þó sýnt höfðingsskap sinn í verki með því að gefa stúlkukindunum Al- coa-bol fyrir snúð sinn. Það kæmi undirrituðum ekki á óvart ef forstjórinn hefði haldið að íbúar Egilsstaða hefðu tekið hann í misgripum fyrir erlendan þjóðhöfð- ingja – slík var lotningin, virðingin og þakklætið. Á meðan bæjarbúar undirbjuggu í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 273 kg hátíðarköku og kór Fjarðabyggðar stillti tóna sína fyrir forstjórann, hóf hann sigri hrósandi að afhjúpa skilti þar sem álverið skal rísa á þessari ósnortnu perlu jarðríkis með sitt fjölþætta gróður- og dýralíf og hin fjölmörgu ævintýralegu náttúrufyr- irbæri. Forstjórinn lofaði í því tilefni að gróðursetja 2007 tré við álvers- lóðina. Eins gott að hann velji hraustar hríslur sem þola spúandi reykinn. Hjá Landsvirkjun finnst mönnum þar á bæ leiðinlegt þegar virtir hag- fræðingar stíga fram í dagsljósið og spá hreinu tapi á allri framhvæmd- inni sökum óhagstæðs orkuverðs! Til að lappa upp á neikvæða ímynd hafa markaðsgúrúar Landsvirkj- unnar komið með þá snilldarhug- mynd að bjóða út gerð áróðurs- myndbands um ágæti framkvæmd- anna og jákvæðra áhrifa þeirra á land og þjóð. Þess sem hreppir hnossið bíður vafalaust erfitt verk fyrir höndum að kvikmynda sanna íslenska náttúrufegurð í bland við hávaðasamar díselknúnar skurð- gröfur. Afkomendur okkar munu eflaust minnast þess með gleðitár í auga þegar við sökktum einum mestu ósnortnu víðlendum Evrópu undir vatn og hröktum heiðagæsir frá varpstöðvum sínum fyrir það háleita markmið að skaffa raforku fyrir enn eitt erlenda álverið. Barnabörn okk- ar munu fyllast stolti yfir að við unnum samkeppnina um hvar Alcoa byggir næsta álver. Eins og einn sagði sigruðu Íslendingar þar háþróaðar þjóðir eins og Víetnam og Brasilíu sem áttu ekki séns í okkur! Ég er glaður yfir því að við getum með stolti sagt að við erum þróaðri en Víetnam í öllum atvinnumálum. Við fáum seint leiða á bjartsýnni umfjöllun í erlendum tímaritum um einstæða möguleika til vetnisrann- sókna hér á landi. Hversu spenn- andi sú hugmynd væri um ferða- menn, starandi agndofa á lands- menn keyrandi um á vistvænum bifreiðum! Treystum við okkur ekki að flytja út annað en fisk og álblokkir? Nær menntunarstig og kjarkur þjóðarinnar ekki lengra en þetta? Við getum nú loks sofið vært við þá skemmtilega framsæknu hugsun að hugvit og sköpunarkraftur kom- andi kynslóða mun ráða ríkjum í kerskálanum á Reyðarfirði. Menn sjá bara sólina Eftir Gunnar Steingrímsson Höfundur er nemi í tölvunar- fræði HR. „Alcoa hefur brætt hjörtu Austfirðinga á mettíma.“ bera ekki 90 km/klst., 80 km/klst. á malarvegum, þannig að þeir sem ekki þekkja staðhætti viti að draga þurfi úr hraðanum. Jafnframt þarf að bæta umhverfi veganna mikið með tilliti til öryggis. Við vegi er allt- of mikið af stórgrýti sem reynist hættulegt ef bíll lendir utanvegar, en í fáum löndum er eins mikið um velt- ur og hér. Ef menn svo nota ekki þann sjálfsagða búnað sem öryggis- belti eru verða afleiðingar þessara slysa enn alvarlegri. Einnig er mik- ilvægt að vegkantar séu vel aflíð- andi, en ódýrasta efnið í vegafram- kvæmdum fer jú í þá. Á stöðum sem það er ekki hægt þarf að nota vegrið í meira mæli. Umhverfi vega verður að vera þannig að ef slys á sér stað ÉG fór akandi norður um daginn, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, en á leið minni varð mér æði oft hugsað til forgangsröðunar í vegakerfinu hér á landi. Ansi margar ákvarðanir stjórnvalda í tengslum við vegaframkvæmdir undanfarið hafa miðast við nýframkvæmdir og aftur nýframkvæmdir. Sumar þeirra eru raunar arðsamar, aðrar byggjast því miður eingöngu á pólitískum ákvörðunum og alltof fáar hafa það að markmiði að fjarlægja þá helstu slysastaði sem leynast í vegakerfinu okkar. Á leiðinni norður var ekið um marga staði þar sem mikil þörf er á úrbótum til að auka öryggi. Þar má t.d. nefna Norðurárdal í Skagafirði, þar sem er aragrúi af hættulegum beygjum og einbreiðum brúm. Vega- gerðin hefur þó reynt að bæta það upp með því að setja upp stór skilti sem vara við þessum stöðum, en ekki er ég svo viss um að ég skildi þau fyllilega ef ég kynni ekki íslensku. Það verður að merkja vegi þannig að allir geti hagað akstrinum í sam- ræmi við merkingarnar. Ég tel fulla þörf á að hraðamerkja þá staði á malbikuðum vegum sem verði afleiðingar þess sem minnstar og það er ekki gert með skurðum og stórgrýti í kringum vegi, einbreiðum brúm og einstaka vegriðum. Við vit- um að slysin koma til með að verða áfram þar sem margir ökumenn of- meta getu sína til að aka, aka alltof greitt miðað við aðstæður eða gæta ekki nægjanlega vel að sér. Áður en farið er í út í að leggja sí- fellt nýja vegi verður að gera þá eldri öruggari og ákvarðanir um nýfram- kvæmdir eiga að taka mið af þeim stöðum þar sem slysin eru tíðust og alvarlegust. Það er ekki hægt að líta þannig á að sá tollur sem umferðin tekur sé bara afleiðing þess að hafa vegasamgöngur. Það er ekki hægt að sætta sig við það að 25 einstak- lingar látist að meðaltali á hverju ári. Umferðarslys kosta þjóðfélagið um 18–20 milljarða á ári hverju. Þetta eru mjög háar tölur og ansi mikið hægt að bæta vegakerfið fyrir þenn- an pening. Þessi gífurlegi fórnar- kostnaður ætti að opna augu for- svarsmanna þjóðarinnar fyrir mikilvægi þess að forgangsröðun í vegakerfinu taki verulega mið af fækkun slysa, ekki eingöngu sam- göngubótum við heimabyggðirnar. Forgangsröðun í vegakerfinu Eftir Sigrúnu A. Þorsteinsdóttur „Það er ekki hægt að líta þannig á að sá tollur sem umferð- in tekur sé bara afleið- ing þess að hafa vega- samgöngur.“ Höfundur starfar á slysavarnasviði Slysavarnafélagsins Landsbjargar. AÐ undanförnu hafa landsmenn fylgst með spurningakeppni fram- haldsskólanna fullir aðdáunar, enda eru þar á ferðinni feikilega öflug lið og margfróð ungmenni. Forsvarsmönnum Bláskóga- byggðar var þó ekki skemmt þeg- ar hetjurnar vissu ekki hvar sveit- arfélagið þeirra var niðurkomið á landinu. En einmitt í Bláskóga- byggð og þar um kring er nafli al- heimsins að margra mati. Það þarf þó engan að undra svörin því Bláskógabyggð er innan við ársgamalt sveitarfélag sem varð til við sameiningu þriggja hreppa, þ.e. Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvalla- hrepps. Þrátt fyrir þennan fallega samnefnara sem dregur nafn sitt af bláu skógunum í Þingvallasveit- inni verða að sjálfsögðu áfram til heitin sem allir þekkja, Þingvalla- sveit, Laugardalur og Biskups- tungur. Bláskógabyggð er síðan eitt af fjórum sveitarfélögum sem saman mynda uppsveitir Árnessýslu, þau voru áður átta, en fækkaði um helming við sameiningu. Grímsnes- og Grafningshreppur eru nú einn, Skeiða- og Gnúpverja- hreppur einn, þá Hrunamanna- hreppur og áðurnefnd Bláskóga- byggð. Uppsveitir Árnessýslu spanna svæðið frá Þingvöllum að Þjórsá og vel inn á miðhálendið. Innan svæðisins eru fjölmargar náttúru- perlur, merkir sögustaðir og fjöl- sóttir ferðamannastaðir; Þingvell- ir, Gullfoss, Geysir, Laugarvatn, Kerið, Skálholt, Flúðir, Þjórsár- dalur, Kerlingarfjöll og helstu hliðin að hálendinu svo fátt eitt sé nefnt. Mikil gróska er í mannlífi á svæðinu og gestir eru ævinlega velkomnir. Hvar er Bláskógabyggð? Eftir Ásborgu Arnþórsdóttur Höfundur er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. „En einmitt í Bláskóga- byggð og þar um kring er nafli alheimsins að margra mati.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.