Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 45 m/skerm, svuntu og regnyfirbreiðslu Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl. 12.15. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leik- fimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. All- ir velkomnir. Passíusálmalestur kl. 12.15. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Safnaðarfólk fer í Vatnaskóg til bæna- og samtalshelgar undir yfirskrift- inni Eigum við hugsjón? Þátttaka frjáls, barnagæsla á staðnum og allur kostnaður í lágmarki. Markmið helgarinnar að finna framtíðarsýn safnaðarins. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12– 12.30. Hljóð bænastund. Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Grafarvogskirkja. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15–18.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13 Litlir lærisveinar, æfing. Sigurlína Guð- jónsdóttir kórstjóri og Guðmundur H. Guð- jónsson undirleikari. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Unglinga- samkoma kl. 21. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamark- aður frá kl. 10–18 í dag. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Biblíu- rannsókn og bænastund á fimmtudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Hópur unga fólksins. Biblíurannsókn og bæna- stund á föstudögum kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Halldór Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmanna- eyjum. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 10.30. Ræðumaður Gavin Anthony. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Reyniskirkju í Mýrdal sunnudags- kvöldið 30. mars nk. kl. 20.30. Al- mennur safnaðarsöngur undir stjórn Kristínar Björnsdóttur org- anista. Beðið verður fyrir friði í heiminum. Fjölmennum til kirkju og heyrum Guðs orð á viðsjárverðum tímum í heimsmálum. Sóknarprestur. Kirkjuskólinn í Mýr- dal – lokasamvera SÍÐASTA samvera vetrarins í Kirkjuskólanum í Mýrdal , verður í Víkurskóla, nk. laugardag, 29. mars, kl. 11.15–12. Fjölmennum. Starfsfólk kirkjuskólans. Friðarstund í Neskirkju Á FRIÐARSTUND í Neskirkju í há- deginu munu Martin Frewer, fiðlu- leikari, Dean Ferrell, bassaleikari og Steingrímur Þórhallsson, org- anisti flytja Rósakranssónötur eftir Biber. Séra Örn Bárður Jónsson, flytur ritningarorð og leiðir bæna- gjörð. Fólk er hvatt til að sýna sam- stöðu með saklausum fórn- arlömbum stríðsins í Írak og biðja fyrir þeim og deiluaðilum beggja vegna víglínunnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 30. mars nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Áskelsson. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir almennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Annað árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 30th of March at 2 pm. Holy Communion. The Fourth Sunday of Lent. Celebrant and Preacher. The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Org- anist: Hördur Áskelsson. Leading singer: Gudrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Servce. Reyniskirkja í Mýrdal – kvöld- guðsþjónustaÉG skrifa þetta bréf vegnaþeirrar leiðinlegu umræðu sem hefur farið af stað eftir að ég hóf að flytja útvarpsleikritið Óli litli í útvarpsþætti mínum á Muzik 88,5. Þá reis upp ungur jafnaðarmaður, Ómar R. Valdimarsson, og skrifaði grein um mig á vefinn Politík.is undir fyrirsögninni, „Finnst Jóni Gnarr í lagi að misnota börn?“ Greininni lýkur á þessum orðum: „Reyndar fannst mér þáttur Jóns svo ófyndinn að ég ákvað að senda yfirvöldum bréf um málið. Það verður fróðlegt að heyra hvort að embætti ríkislögreglustjóra, fé- lagsmálaráðuneytinu, Barnavernd- arstofu, Umboðsmanni barna og útvarpsréttarnefnd þyki Jón jafn fyndinn og til stóð.“ Ofboðslega hlýtur maður að þurfa að vera forpokaður og þurr til að skrifa svona bréf og komast að svona húmorslausri og smá- borgaralegri niðurstöðu. Maður finnur það alveg hvað hlakkar í klöguskjóðunni og kennarasleikj- unni Ómari við tilhugsunina um að yfirvöldin hans muni taka í lurginn á mér. Mér finnast þetta kjánaleg- ar ásakanir að sitja undir. Það var alls ekki ætlunin að hvetja til eða gera lítið úr kynferðislegu ofbeldi gegn börnum eða neinum öðrum. Að sjálfsögðu er ég algjörlega á móti slíku. Markmið mitt var að vekja athygli á þessum málum og skapa umræðu. Svona húmor og svipaður er velþekktur úr þáttum eins og Simpsons, Southpark og Family Guy. Þetta eru allt þættir sem eru ætlaðir börnum og hafa verið sýndir hér á landi. Einu sinni í Fóstbræðrum lék ég boccia-þjálf- ara sem öskraði á gamalt fólk. Með því var ég ekki að hvetja til slíkrar framkomu. Það gerir enginn svona og það er einmitt það sem er fynd- ið. Eins var þegar ég ætlaði að skjóta afa minn í Fóstbræðrum. Það var fáránlegt. Mér mundi aldr- ei detta til hugar að skjóta neinn. Ég var heldur ekki að hvetja til þess að fólk skjóti afa sína. Ég hef leikið allskonar furðufugla í gegn- um tíðina. Ég reyni að benda á það sem mér finnst óréttlátt og rangt. Ég nota ýmsar aðferðir. Stundum þarf maður jafnvel að setja hlutina í fáránlegt samhengi til að varpa ljósi á þá. Það er erfitt að útskýra fyrir fólki hvað sé svona fyndið. Það er ekki ósvipað því að sýna hundi spilagaldur. Ég er listamað- ur. Það er ekki alltaf eingöngu markmið mitt að vera fyndinn. Oft er ég að reyna að benda á eitthvað sem betur mætti fara. List á að vera áleitin og gagnrýnin. Þegar hún er það ekki verður hún af- þreying. Þórbergur Þórðarson var dæmd- ur fyrir ummæli um Hitler. Hitler tókst að banna margt í sinni stjórnartíð. Bækur, kvikmyndir og málverk hafa verið bönnuð fram og aftur í mannkynssögunni vegna þess að einhverjum hefur þótt eitt- hvað óþægilegt. Í Sovétríkjunum var Biblían bönnuð. Yfirleitt eru þetta ósanngjörn bönn sem eru byggð á fordómum og þröngsýni. Annað er þegar fólk blandar mér saman við karakterana sem ég leik. Þegar fólk verður fyrir áföllum eða skakkaföllum í skáldskap er fárán- legt að ætla að höfundurinn sé að mæla með því eða hvetja til þess. Larry Hagman, sem lék J.R. í Dallas, fékk til dæmis mikið af morðhótunum útaf hlutverki sínu og þurfti að ráða sér lífverði. Þetta finnst mér hrein og klár heimska. Og afhverju er ekki hægt að lög- sækja fólk fyrir þröngsýni, tæki- færismennsku, illgirni og heimsku? Hvað er fyndið og hvað er ekki fyndið? Eru gömlu íslensku gam- ansögurnar fyndnar? Var Andy Kaufman fyndin? Er Spaugstofan fyndin? Svarið er háð aðstæðum hvers og eins á hverjum tíma og mótast af persónulegri reynslu. Einu sinni sagði mér maður að hann hefði verið að ræða um mig við konu á Húsavík. Henni fannst ég ekki merkilegur pappír og sagði að ég hefði verið að hvetja til dýra- dráps í uppistandinu mínu í „Ég var einu sinni nörd“. Hann sagði henni að það ætti nú bara að vera grín. „Já, það getur vel verið. Ég hef bara ekki gaman af gríni!“ svaraði konan. Eru til reglur um það hverju megi ekki hæðast að? Þarf ég að biðja lögregluna að lesa yfir handrit fyrir mig og segja mér hvað sé fyndið? Hvernig væri ef Ómar settist niður með yfirvöld- unum sínum og gerði bannlista yfir allt sem ekki má gera grín að? Það yrði örugglega langur listi: Bannað er að gera grín að: yfirvöldunum, öryrkjum, ellilífeyrisþegum, dverg- um, lögreglunni, Ómari (og öllum sem heita Ómar), forsetum, ís- lensku, femin.is, ofbeldi, óréttlæti, konum, Stígamótum, jafnaðar- mönnum, ríkisfyrirtækjum og börnum. Ég fylgi sannfæringu minni. Það verða alltaf einhverjir Ómarar sem geta sveimað yfir mér eins og hræ- gammar. Ég get ekki breytt því. Sá sem hefur sannfæringu verður að segja sannleikann. Og sannleik- urinn er oft ekkert sérstaklega vin- sæll. Sannfæring er harður hús- bóndi. Ég vona að þetta bréf útskýri af- stöðu mína og þennan leiðinlega misskilning. Ég er listamaður og nota grín á svipaðan hátt og málari notar pensil. Og stundum málar maður myndir sem fólk vill ekki horfast í augu við einhverra hluta vegna. Ég harma það ef ég hef sært einhvern sem átti það ekki skilið. Að lokum vil ég þakka öllum sem hafa stutt mig. Ómar er klöguskjóða Eftir Jón Gnarr Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður. „Ég er lista- maður og nota grín á svipaðan hátt og mál- ari notar pensil.“ Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.