Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 47
Málþing um heilsuhagfræði verð- ur haldið miðvikudaginn 2. apríl kl. 9-14 í Salnum, Kópavogi. Lyfjahóp- ur Samtaka verslunarinnar og IMG Deloitte standa fyrir málþinginu: „Hvers virði er heilsan? - Málþing um heilsuhagfræði.“ Fjallað verður m.a. um samspil út- gjalda til heilbrigðismála og þess ávinnings sem þjóðfélagið nýtur af þeim fjármunum sem varið er til málaflokksins. Ráðstefnugjald er 12.000 kr. Hádegisverðarfundur LMFÍ OG LÍ Lögmannafélag Íslands og Lög- fræðingafélag Íslands standa fyrir hádegisverðarfundi á Grand Hótel á morgun, þriðjudaginn 2. apríl kl. 12.10. Efni fundarins er: „Jafnrétti og bann við mismunun í Mannrétt- indasáttmála Evrópu.“ Á fundinum mun Oddný Mjöll Arnardóttir fjalla um doktorsrannsókn sína. Að loknu framsöguerindi verða almennar um- ræður. Fundarstjóri verður Kristján Gunnar Valdimarsson, formaður LÍ. Tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu Lögmannafélags Íslands fyrir kl. 12 þriðjudaginn 1. apríl, í síma eða á tölvupóstfangi gudny@lmfi.is. Þátt- tökugjald er kr. 2. 000 og greiðist við innganginn. Námskeið í tímastjórnun Stjórn- endaskóli Háskólans í Reykjavík stendur fyrir námskeiðinu: „Tíma- stjórnun: Skipulagning, nýir starfs- hættir og gildismat.“ Þátttakandi skoðar hvernig hann nýtir vinnutím- ann sinn og hvaða þáttum er nauð- synlegt að breyta til þess að nýta hann betur o.fl. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og sérfræðingum í tímaþröng. Leiðbeinandi á nám- skeiðinu er Þorbjörg H. Vigfús- dóttir, MA, verkefnastjóri við Stjórnendaskóla HR. Námskeiðið fer fram í Háskólanum í Reykjavík, 3. hæð, fimmtudaginn 3. apríl kl. 8.30-12.30. Hámarksfjöldi þátttak- enda er 15 manns. Skráning fer fram í síma eða á vefsetri Stjórnendaskóla HR, www.stjornendaskoli.is. Á NÆSTUNNI Ræktunarsýning Hrossarækt- arsamtaka Suðurlands verður haldin í Ölfushöllinni á morgun 29. mars. Þar koma fram fyrstu verð- launa hryssur og upprennandi stóð- hestar. Nokkur ræktunarbú verða með afkvæmasýningar o.fl. Stómasamtök Íslands halda fræðslufund í húsnæði Pharma- Nors að Hörgatúni 2 í Garðabæ laugardaginn 29. mars kl. 13.30. Er- indi halda: Tryggvi Stefánsson, skurðlæknir á Landspítalanum, og Eiríkur Jónsson, yfirlæknir á þvag- færaskurðlækningadeild Landspít- alans. ConvaTec stómavörur verða kynntar og sagt frá starfsemi Stómasamtakanna. Þátttaka er lífsstíll – Málþing um æskulýðsmál verður haldið í Borg- arholtsskóla á morgun, laugardag, 10. Þingforseti er Svanhildur Hólm Valsdóttir, formaður ÆRR. Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, kynnir nýútkomna skýrslu nefndar um stöðu og framtíð tóm- stunda- og æskulýðsstarfs á Íslandi. Ásta Möller, alþingismaður og for- maður nefndarinnar fjallar nánar um skýrsluna. Kúttmagaveisla Önfirðingafélagið í Reykjavík heldur kúttmagaveislu á morgun, laugardaginn 29. mars, kl. 12–14, í veitingahúsinu Kænunni við suðurhöfnina í Hafnarfirði. Aðal- fundur menningarfélagsins Hisp- ania. Ákveðið hefur verið að end- urvekja menningarfélagið Hispania og verður fyrsti aðalfundur end- urvakins félags á morgun, laug- ardag, kl. 16, á 5. hæð veitingahúss- ins Apóteksins við Austurstræti. Á dagskrá verða venjuleg aðalfund- arstörf, kosning stjórnar, kynning á nýrri heimasíðu og fleira. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir sem áhuga hafa á tengslum Íslands við hinn spænskumælandi heim eru velkomnir. Kvenréttindafélag Íslands efnir til fundar um lífeyrismál á morg- un, laugardag, kl. 10–12 á Hallveig- arstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, undir yfirskriftinni „Sjóðir sam- lyndra hjóna“ Umfjöllunarefni er líf- eyrisréttindi kvenna og samningur hjóna um skiptingu lífeyrisréttinda. Markmið fundarins er að vekja at- hygli á hvað lífeyrisréttindi kvenna eru rýrari en karla. Erindi halda: Lára V. Júlíusdóttir hrl., Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Guð- mundur Hallvarðsson alþingismaður og Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins. Boðið verður upp á léttan málsverð. Að honum loknum hefst aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands. Frítt helgarnámskeið í jóga og sjálfsvitund í boði Kaffihússins Garðsins og Heilsubúðarinnar. Námskeiðið hefst í kvöld, föstudag- inn 28. mars, kl. 20–22, í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi (við hliðina á Gerðubergi). Kynnt verður jóga- heimspeki og leiðir til að ná meiri ár- angri í lífi og starfi. Á morgun, laug- ardaginn 29. mars, kl. 10–12, og 13–17 verður fjallað um einbeitingu, hugleiðslu o.fl. Á sunnudag er nám- skeið kl. 13–17 og verður þar fjallað verður um líkamlega og andlega heilsu o.fl. Leiðbeinandi er Snatak Matthíasson. Á MORGUN Ruth Christie í Þjóðarbókhlöðu Kanadíski sagnaþulurinn Ruth Christie heldur fyrirlestra í fyr- irlestrasal Þjóðarbókhlöðu föstudag- inn 28. og laugardaginn 29. mars. Fyrri fyrirlesturinn hefst kl. 16.30. Þar segir hún frá fjölskyldu sinni og samskiptum hennar við íslensku inn- flytjendurna sem settust að á „Nýja Íslandi“ árið 1875, en langa-langafi hennar var indíáninn John Ramsey sem reyndist íslenskum innflytj- endum mjög vel. Síðari fyrirlesturinn hefst kl. 14og fjallar um Cree-tungumálið og sagnahefð indíána. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Í DAG FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 47 EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Andrési Sigmundssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum: „Vegna yfirlýsingar sjálfstæðis- manna og óháðra í blöðum í gær og ótrúlegrar rógsherferðar nokkurra gegn mér persónulega vil ég taka eft- irfarandi fram: Samkvæmt upplýsingum úr Ráð- húsinu í Vm. Vegna fundasetu minnar í nefndum kemur eftirfarandi fram. Fundir í bæjarráði hafa verið á tíma- bilinu 39 talsins. Andrés Sigmunds- son hefur setið 37 fundi. Vegna funda- setu í bæjarstjórn Vm. Hafa fundir verið á tímabilinu 13 talsins. Andrés Sigmundsson hefur setið 11 fundi. Sömu sögu er að segja vegna annarra nefnda er Andrés hefur setið í á tíma- bilinu. Varðandi önnur þau efnisatriði af þessum rógburði er þeir breiða út get ég upplýst minnihluta Sjálfstæð- isflokksins og óháðra í bæjarstjórn Vm. að þeim verður svarað á réttum og á viðeigandi stað.“ Yfirlýsing EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist blaðinu frá leikskólayfirvöld- um í Hafnarfirði en undir hana skrifar Sigurlaug Einarsdóttir leik- skólafulltrúi. „Að gefnu tilefni vegna blaða- skrifa um leikskólann Tjarnarás vilja leikskólayfirvöld í Hafnarfirði taka eftirfarandi fram: Leikskólanefnd og fræðsluráð Hafnarfjarðar eru fullkomlega ein- huga og samstiga í umfjöllun og af- greiðslu þeirra erinda sem borist hafa vegna leikskólans Tjarnaráss. Öll erindi sem borist hafa varðandi þetta mál hafa fengið eðlilega máls- meðferð hjá embættismönnum, í leikskólanefnd og fræðsluráði. Leikskóladeild Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar hefur eftirlit með faglegu starfi leikskóla Hafnar- fjarðar, þ.á m. leikskólans Tjarnar- áss. Enginn leikskóli verður rekinn án leikskólastjóra með tilskilin réttindi og eftir uppsagnir stjórn- enda á Tjarnarási og skrifleg erindi annars starfsfólks og foreldra, lýsti leikskólanefnd áhyggjum sínum með þá stöðu sem upp var komin. Nefndin fór jafnframt fram á það við fræðsluráð að kallað yrði eftir upplýsingum frá rekstraraðila skól- ans, Íslensku menntasamtökunum, um það hvernig samtökin hygðust bregðast við. Það erindi var sam- þykkt einróma í fræðsluráði í gær [fyrradag], 26. mars. Bæjaryfirvöld hafa aldrei gefið í skyn að þau hygðust taka yfir reksturinn í Tjarnarási. Aðeins hefur verið lýst áhyggjum með stöðuna og kallað eftir upplýsing- um fyrir 10. apríl nk. um hvernig ÍMS ætlar að tryggja áframhald- andi rekstur í leikskólanum í sam- ræmi við gildandi samning þar að lútandi. Allar fullyrðingar samtak- anna um annað eiga ekki við rök að styðjast. Engin beiðni um viðræður um yf- irtöku hefur borist Hafnarfjarð- arbæ og er því enn beðið svara ÍMS um það hvernig samtökin hyggist bregðast við ástandinu. Varðandi fullyrðingar um fjárhags- uppgjör vegna Áslandsskóla eru þau mál í vinnslu og eðlilegum far- vegi og eru alls óskyld faglegu starfi í leikskólanum.“ Yfirlýsing frá leikskólayfirvöldum í Hafnarfirði vegna athugasemda Íslensku menntasamtakanna Hafa aldrei gefið áform um yfirtöku Tjarnaráss í skyn SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1833288½  9.0. I.O.O.F. 1  1833288  Sk. Í kvöld kl. 21 heldur Birgir Bjarnason erindi „Bakgrunnur skynjunar“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag kl. 15-17, er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl.15.30 í umsjón Páls J. Einarssonar „Tólfsporakerfið“. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 3. apríl kl. 20.30 í umsjá Bjarni Björgvinsson: Kyrrðarinnar hljóði fögnuður. Guðspekifélagið hvetur til sam- anburðar trúarbragða, heim- speki og náttúruvísinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. gudspekifelagid.is ATVINNA mbl.is VEGAGERÐIN gefur Menningar- miðstöð Hornafjarðar vatnadrek- ann í Öræfum og mun einnig leggja fram eina milljón króna til viðgerðar hans. Undanfarin ár hafa safnamenn á Hornafirði sýnt því áhuga, að vatnadrekinn sem notaður var við flutning á fólki og farartækjum á Skeiðarársandi á árunum 1964–1974, verði varð- veittur. Áður en Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri lét af störfum um síðustu mánaðamót skrifaði hann Menningarmiðstöð Hornafjarðar bréf þar sem farartækið var af- hent til varðveislu og eignar gegn því að það verði gert upp og varðveitt í Öræfum a.m.k. fyrst um sinn eins og stungið hafði verið upp á, segir í frétta- tilkynningu. Björn G. Arnarson safnvörður t.v. og Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður við vatnadrekann þar sem hann stendur í Öræfum. Menningarmiðstöð Horna- fjarðar fær vatnadrekann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.