Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÆSTKOMANDI laugardag fer fram söngkeppni framhaldsskóla- nema. Hún hefur verið haldin árlega frá árinu 1991. Þangað mæta fulltrú- ar allra framhaldsskóla landsins til að keppa í söng og sviðsframkomu. Í flestum, ef ekki öllum, fram- haldsskólum sem taka þátt í henni eru haldnar forkeppnir til að ákveða hvaða nemandi skuli sendur sem fulltrúi skólans í aðalkeppnina. Frá upphafi keppninnar hefur verið í gildi reglugerð um framkvæmd söngkeppni framhaldsskólanema, 9. grein þessarar reglugerðar hljómar svona: Sönglögin skulu flutt á íslensku. Sönglögin mega vera bæði frumsam- in og ófrumsamin. Undirrituðum þykir að breyta ætti þessari grein reglugerðarinnar og gefa þess í stað frjálst val um það á hvaða tungumáli sönglagið skuli flutt, hvort sem það verði á íslensku, ensku eða öðru tungumáli. Þannig er það einmitt í flestum framhaldsskól- um að þau atriði sem vinna for- keppnirnar eru sungin á öðrum tungumálum en íslensku. Þessi sönglög þarf þá að þýða fyrir aðal- keppnina, oft með hálfkjánalegum niðurstöðum. Þetta er einmitt sama málið ár eftir ár að sama hversu kröftugur sem flutningurinn hljómar á frummálinu þá vantar oftast eitt- hvað þegar búið er að snara textan- um yfir á móðurmálið. Nafn keppn- innar segir til um það hvað skuli vera aðalatriðið í keppninni; söngurinn. Þess vegna ætti að breyta reglu sem flækist í alltof mörgum tilfellum fyr- ir þátttakendum svo hægt verði að einbeita sér alfarið að því sem keppt er í, það er söngnum. DAGUR BJARNASON og ÓSKAR ÖRN ARNARSON, nemendur í MR og þátttakendur í söngkeppni framhaldsskólanema. Söngkeppni fram- haldsskólanna Frá Degi Bjarnasyni og Óskari Erni Arnarsyni ÞAÐ er gott að tilheyra íslenska aðl- inum. Hann fær 7% kauphækkun á silfurfati á meðan kotungar fá 3%. Til þess að villa um fyrir almenn- ingi er talað um % í stað krónutölu. Fór það ekki fram hjá öllum að Lávarður Íslands fékk kauphækk- un sem svarar til mánaðarlauna kotunga eða í kringum 80 þús- und krónur? Kotkarlinn fék 2.400 króna hækkun. Aðallinn fær þar að auki alls konar aukasporslur fyrir nefndastörf o.fl. Stórmennum nægir að sitja svo sem 1-3ja tíma stjórnarfund í mánuði til að fá litlar 140 þúsund krónur í auka- tekjur. Eftir skatt eiga þeir um helminginn eftir. En ef kotkarl ætlar að næla sér í 10 þúsund króna auka- tekjur, þarf hann að vinna 20 klst. vegna þess að 40% skattur er af tekjum yfir 70 þúsund krónur. Aldr- aðir og öryrkjar eru ekki með... Nú stefnir allt í 4% atvinnuleysi í góðærinu hans Davíðs, þar sem eng- in er fátækur. Þá fyrst batnar hagur kotbóndans. Atvinnulaus hefur hann engin tækifæri til þess að bæta hag sinn. Það er allt of dýrt fyrir ríkið að færa skattleysismörkin upp í 110 þúsund krónur. En það færir út kví- arnar í utanríkisþjónustunni. Byggja hallir í Japan og Berlín, þótt aðrar þjóðir, svo sem Danir spari í þeim geira. Með nútímafjarskiptum er hægt að halda fundi á skrifstofum og til er tölvupóstur. Þetta gæti leyst rándýrar hallir af hólmi. Hafa hinir nýjungagjörnu Íslendingar ekki uppgötvað þetta? Íslendingar eru selskapsmenn og þurfa að láta á sér bera. Myndir eru teknar af Davíð með krónprinsi Jap- ana, að drekka te eftir kúnstarinnar reglum. En ekki dugir eitt og sér að stórmenni fari utan. Það þarf að gjalda líku líkt og bjóða heim í stað- inn. Næst á að bjóða Pútín. Þá þarf að halda úti njósnurum, svo ekki slæðist hingað óæskilegir útlending- ar. Löggan er á hverju strái, en sést ekki á götum til þess að aðstoða kot- unga á hættustundum. Naglasúpa Péturs Blöndals Pétur Blöndal segir það engan vanda að lifa á 90 þúsund krónum á mánuði. Hvernig væri að Pétur skil- aði mismuninum á prósentuhækkun kotunga og sínum í krónum. Bezt væri að laun hans færu niður í 90 þúsund krónur og hann sýndi kot- ungum í tölum hvernig hann sparar og hvernig hann eyðir. Endilega Pét- ur, gefðu okkur svo uppskriftina að naglasúpunni, svo við getum fetað í fólspor þín, meistari. Aumingja Villi Egilsson vann ekki slaginn í prófkjörinu fræga. Hann klagaði og klagaði. Ekkert gekk. En þá hlaut hann, alveg óvænt, djobb í henni Ameríku og steinhætti að klaga. Ekki var það betra með Finn Ingólfsson, sem var fádæma óvin- sæll ráðherra. Handa honum losnaði fín staða í tryggingageiranum með háum launum. Ekki nóg fyrir Finn. Hann nælir sér líka í aukavinnu. Fiskveiðistjórnun á Íslandi er svo frábær að aðrar þjóðir koma hingað til að læra um undrið. Kvótakerfið færir kvótakóngum háar peninga- fúlgur svo að þeir geti fjárfest í út- löndum. Á meðan leggur það blóm- legar sjávarbyggðir á Fróni í eyði. Kvótakerfið veldur því að Íslending- ar mega fiska minna og minna og minna og fiski er hent. Á meðan blómstra Færeyingar, með sóknar- markskerfi, veiða meira og meira og henda engu. ERNA V. INGÓLFSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, Krummahólum 10, 111 Reykjavík. Vel settir kotungar? Frá Ernu V. Ingólfsdóttur Erna V. Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.