Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2003 51 DAGBÓK AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR Aðalfundur Geðhjálpar árið 2003 verður haldinn á Túngötu 7, 101 Reykjavík, laugardaginn 29. mars nk. og hefst kl. 14:00. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. Kjör formanns, þriggja stjórnarmanna af 7 og þriggja varamanna fer fram til tveggja ára í stað þeirra sem ljúka stjórnarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör skoðunarmanna ársreikninga til eins árs. Kosningarétt og kjörgengi í félaginu hafa fullgildir félagsmenn. Fullgildir félagsmenn teljast þeir er skráðir hafa verið í félagið mánuði fyrir aðalfund. Félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 1158-26-50238, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík, í síma 570 1700. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórn Geðhjálpar. Hef opnað læknastofu Svanhildur Vilhelmsdóttir Sérgrein Geðlækningar Viðtalsbeiðnir daglega frá kl. 15-17 í síma 562 1776, Suðurgötu 12, 101 Reykjavík STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð sjálfstæð, dugleg og jákvæð. Á þessu ári mun- uð þið ganga frá ákveðnum hlutum sem þið hafið verið að takast á við á undan- förnum níu árum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er mikil hætta á átökum og því ættuð þið að forðast að lenda í deilum við lögreglu, yf- irmenn eða foreldra. Teljið upp að þremur áður en þið svarið fólki. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið eruð óvenju óþolinmóð í dag og það á ekki síst við í um- ræðum um stjórnmál, trúmál og heimspeki. Reynið að sýna öðrum kurteisi og þolinmæði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið eruð óvenju uppstökk og því er hætt við að þið lendið upp á kant við vini ykkar í dag. Þið eruð staðráðin í að verja eigur ykkar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ykkur finnst þið þurfa að verja hugmyndir ykkar í dag og það getur leitt til deilna. Munið að átök leysa engan vanda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Reynið að taka hlutina ekki of persónulega. Varist að efna til óþarfra átaka. Það er ekkert sem ógnar ykkur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Merkúr er í andstöðu við Mars í dag og það eykur hætt- una á því að þið lendir í átök- um. Reynið að taka hlutunum létt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við fjölskyldu- og heimiliserjum í dag. Sýnið ykkar nánustu þolinmæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samskipti ykkar við sam- starfsmenn krefjast óvenju- mikillar þolinmæði í dag. Reynið að halda stillingu ykk- ar því annars er hætt við að þið farið yfir strikið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Forðist að deila við börn um eignir eða peninga. Varist jafnframt að deila við elsk- huga ykkar um eignir eða peninga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reynið að varast of mikla hvatvísi. Það er hætt við að þið séuð of fljót á ykkur í dag og það gæti jafnvel leitt til óhappa eða slysa. Farið var- lega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er hætt við að þið farið ykkur á voða í dag. Gætið ykkur sérstaklega á því að brenna ykkur ekki og farið varlega á göngu og í umferð- inni. Reynið að taka það ró- lega. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Niðurbæld reiði getur leitt til tillitslausra ummæla og jafn- vel slysa. Varist að taka hlut- ina of alvarlega og forðist að treysta um of á innsæi ykkar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HULDULJÓÐ Skáld er ég ei, en huldukonan kallar og kveða biður hyggjuþungan beim. Mun ég því sitja, meðan degi hallar og mæddur smali fénu kemur heim, þar sem að háan hamar fossinn skekur og hulduþjóð til næturiðju vekur. Þrumi eg á bergi, þýtur yfir hjalla þokan að hylja mig og kaldan foss. Nú skal úr hlíðum hárra Tinnufjalla, svo huldumeyjar þægan vinni koss, óbrotinn söngur yfir dalinn líða eins og úr holti spóaröddin þýða. Þú, sem að byggir hamrabýlin háu, hjartanu mínu alla daga kær, sólfagra mey, djúpt undir bergi bláu, bústu að sitja vini þínum nær. Döggsvalur úði laugar lokkinn bleika, ljós er af himni, næturmyndir reika - - - - Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 28. mars, er níræð Lára Sig- urbjörnsdóttir í Ási, Sól- vallagötu 23 í Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á morgun, laugardag, kl. 15– 18 í Safnaðarheimili Frí- kirkjunnar á Laufásvegi 13. Hún óskar eftir að Kristni- boðssamband Íslands, s. 588-8899, banki 0117-26, reikn. 2818, fái að njóta and- virðis gjafa eða blóma. MICHAEL Rosenberg og Ralph Katz unnu meist- aratvímenninginn á banda- rísku vorleikunum með mikl- um yfirburðum. Báðir eru þekktir spilarar, svo sigur þeirra ætti ekki að koma á óvart, en hitt vakti athygli að þeir höfðu aldrei áður tekið svo mikið sem eitt spil sam- an. Rosenberg spilar mest við Zia, en fastafélagi Katz er George Jacobs. Zia vildi æfa sig með Hamman og Jacobs spilar ekki tvímenning. Norður ♠ ÁK5 ♥ Á832 ♦ K763 ♣32 Vestur Austur ♠ 108 ♠ D96 ♥ KDG7 ♥ 1064 ♦ 985 ♦ DG2 ♣8654 ♣ÁK97 Suður ♠ G7432 ♥ 95 ♦ Á104 ♣DG10 Hér er eitt af fáum spilum úr mótinu sem sigurveg- ararnir græddu ekki á. Spilið er hins vegar mjög áhuga- vert. Rosenberg varð sagn- hafi í fjórum spöðum, sem er harður samningur og vita vonlaus eins og legan er. Vörnin virðist eiga heimt- ingu á fimm slögum, en Ros- enberg fann glæsilega leið til að sleppa einn niður. Og var stoltur af. Út kom hjartakóngur. Rosenberg dúkkaði, tók næsta slag á hjartaás og spil- aði laufi úr borði. Austur tók slaginn með kóngi og spilaði hjarta, sem Rosemberg trompaði. Hann spilaði næst spaða á ás og aftur laufi, sem austur drap og spilaði þriðja laufinu. Nú tók Rosenberg spaða- kóng og spilaði fjórða hjart- anu í þessari stöðu: Norður ♠ 5 ♥ 8 ♦ K76 ♣– Vestur Austur ♠ – ♠ D ♥ G ♥ – ♦ 985 ♦ DG2 ♣8 ♣9 Suður ♠ G7 ♥ – ♦ Á104 ♣– Austur má hvorki trompa né henda tígli og verður því að láta laufníuna fara. Það sýnist vera í lagi, en er það alls ekki, því nú er útgöngu- leið austurs lokuð. Rosen- berg trompaði og sendi aust- ur inn á trompdrottningu. Austur gerði sitt besta með því að spila litlum tígli, en Rosenberg setti tíuna og slapp þannig einn niður með „þvingun á útsoginu“ (back- wash squeeze). BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rc3 e6 3. g3 d5 4. exd5 exd5 5. d4 cxd4 6. Dxd4 Be6 7. Bg2 Rc6 8. Dd1 Bb4 9. Rge2 Rf6 10. 0–0 0–0 11. Bg5 h6 12. Bxf6 Dxf6 13. Rxd5 Bxd5 14. Dxd5 Dxb2 15. Dc4 De5 16. Rf4 Da5 17. Hab1 Dc5 18. Dxc5 Bxc5 19. Hxb7 Hac8 20. Bd5 Re5 21. He1 Bd4 Staðan kom upp á meistaramóti Tafl- félagsins Hellis sem er nýlokið. Kjartan Maack (1965) hafði hvítt gegn Sverri Erni Björnssyni (1945). 22. Hxe5! Bxe5 23. Rg6 Bd6?! 23... Bd4 hefði veitt harðvítugra viðnám þar eð mikilvægara var að halda a-peðinu en f- peðinu. 24. Rxf8 Hxf8 25. Hxa7 Bc5 26. Ha5 Bb6 27. Ha6 Hb8 28. Ha3 Bd4 29. Hf3 Bf6 30. Bb3 Hd8 31. Kf1 Hd1+ 32. Ke2 Hh1 33. h4 Hc1 34. Kd2 Hf1 35. a4 Ha1 36. He3 Kf8 37. Kd3 Hf1 38. Ke2 Hc1 39. Kd3 Ha1 40. He4 g6 41. Kc4 Bd8 42. Kb5 Bc7 43. He3 g5 44. Hf3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MEÐ MORGUNKAFFINU Ég veit að þú hefur áhyggjur af sambandi okkar og þú hefur fulla ástæðu til þess. Æðaslátturinn er fullhraður! 70 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 30. mars, verður sjötug Kristín R. Thorlacius, Skúlagötu 23, Borgarnesi. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu laugardaginn 29. mars frá klukkan 17. FRÉTTIR BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar Á öðru kvöldi af þremur í vor- Mitchell BH urðu þessi pör fengsæl- ust: Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfsson 226 Högni Friðþjófsson – Jón Alfreðsson 223 Sigurjón Harðarson – Haukur Árnason 222 Hafþór Kristjánss. – Hulda Hjálmarsd. 222 Meðalskor 196, skor Andrésar og Halldórs 57,7%. Í samanlögðu eru efstu pör: Högni Friðþjófsson – Jón Alfreðsson 58.4% Andrés Þórarinss. – Halldór Þórólfss. 58.0% Sigurjón Harðarson – Haukur Árnas. 55.1% Erla Sigurjónsd. – Sigfús Þórðarson 54.4% Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 23. mars sl. var spilaður tólf para Howell-tvímenn- ingur og urðu þessi pör hlutskörpust (meðalskor 165): Brynja Dýrborgard. – Þorleifur Þórar. 194 Þóroddur Ragnarss. – Guðm. Gunnþórss. 187 Jón Karl Árnas. – Matthías Þorvaldss. 180 Gunnar Andrésson – Einar Oddsson 176 Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánsson 173 Næsta spilakvöld félagsins er sunndaginn 30. mars. Spilastaður er Lionssalurinn að Sóltúni 20. Allir spilarar eru velkomnir, umsjónar- maður er Matthías Þorvaldsson (sími 860-1003) og veitir hann aðstoð við myndun para, sé þess óskað. 26 pör í Gullsmára Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum mánudaginn 24. marz. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu: NS Þorgerður Sigurgd. – Stefán Friðbjss. 321 Filip Höskuldsson – Páll Guðmundss. 310 Haukur Guðmundss. – Bragi Bjarnason 306 Auðunn Bergsvss – Sigurður Björnsson 297 AV Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 311 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 301 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnason 300 Gunnar Helgason – Stefán Gunnarsson 299 Eldri borgarar spila brids í Gull- smáranum alla mánu- og fimmtu- daga. Mæting kl. 12.45 á hádegi. KYNNINGAR á námsframboði tölvudeildar Háskólans í Skövde í Svíþjóð fara fram hér á landi dagana 28. til 31. mars. Aðstoðardeildar- stjóri tölvudeildarinnar, Ingi Jónas- son, verður með kynningarfundi á Akureyri í dag, á Sauðárkróki á morgun og í Reykjavík á mánudag. Tölvudeild skólans býður upp á BS-nám á breiðu sviði tölvufræða auk þess sem kostur gefst á meist- aranámi í tölvunarfræðum og líftölv- unarfræði við deildina. Í tilkynningu segir að deildin sé mjög vel tækjum búin í húsnæði sér- staklega byggðu með kennslu og rannsóknir í tölvuvísindum í huga. Um 600 manns stunda nám við tölvu- deildina, þar af um 25 Íslendingar. Við deildina fara fram rannsóknir á sviðum rauntímakerfa, gervigreind- ar, gagnagrunna, þróun upplýsinga- kerfa, hugfræði og líftölvunarfræði. Kynningin í dag verður í Mennta- skólanum á Akureyri kl. 14.30 og á morgun verður Ingi staddur í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki kl. 13. Á mánudaginn verður kynning í Upplýsingastofu um nám erlendis á Neshaga 16 í Reykjavík kl. 13-16. Frá og með haustönn 2003 býður tölvudeild Háskólans í Skövde einnig upp á nám í hönnun tölvuleikja í samvinnu við hugvísindadeild sama skóla. Umsóknarfrestur til náms við tölvudeild Háskólans í Skövde renn- ur út 15. maí fyrir íslenska umsækj- endur ef notað er sérstakt umsókn- areyðublað. Almennar forkröfur eru stúdentspróf. Umsóknareyðublöð og upplýsingaefni á íslensku er að finna á alnetinu: www.his.se/ida/island/ Nám á haustönn hefst 25. ágúst. Íslenskum umsækjendum verður veitt aðstoð við útvegun húsnæðis og fáist næg þátttaka verður boðið upp á sænskunámskeið í byrjun haust- annar. Tölvunám í Skövde í Svíþjóð kynnt ÞORSTEINN Pálsson sendi- herra afhenti mánudaginn 24. mars sl. Margréti II Dana- drottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Dan- mörku. Afhenti trúnaðarbréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.